Fálkinn


Fálkinn - 27.01.1939, Blaðsíða 15

Fálkinn - 27.01.1939, Blaðsíða 15
FÁLKINN 15 Skíöasleöar allar stærðir. Höfum tekið við aðalumboði fyrir Island fyrir: Mechanische Netzfabrik u. Weberei, Iizehoe. Leitið tilboða hjá okkur á: Stykkjum í herpinætur, loðnunet, kolanet, reknetaslöngur, síldarnetagarn og fl. vriörik Bcrtelsen ét («.. Lækjargötu 6, Reykjavík. FORNAR DYGÐIR. Framh. frá bls. 2. auk nokkurra smáhlutverka og „stat- ista'1. Þessi nöfn eru nægileg trygg- ir.g fyrir því, að áhorfendur skemli sjer, því að þarna eru saman komn- ir allir bestu gamanleikarar í höf- uðstaðnum, sem sumir hverjir hafa þann dásamlega hæfileika, að þeir þurfa ekki annað en að sýna sig á leiksviðinu eða i inesta lagi að depla auga til þess að koma áhorfendum í gott skap. Þegar svo þar við bætist, að fyndnin og gamanyrðin fljúga af vörum þeirra eins og skæðadrifa, þá þarf ekki að sökum að spyrja. Það mætti t. d. vera langt leiddur maður, sem ekki gæti hlegið að því, þegar Lárus Ingólfsson syngur c.g dansar í gervi Chapiins eða þegar liau Gunnþórunn og Tryggvi Magn- ússon dansa Lambeth Walk með „variationum", — ný viðbót, sem „gerði mikla lukku“. Leiknum var tekið með miklum fögnuði, og ýms atriði voru klöppuð upp hvað eftir annað. Húsið var troðfult, enda var rifist um að ná í aðgöngumiða. Guffni Jónsson. Hrífur það? Það er staðreynd i öllum löndum. að báglega gengur að innheimta árs- gjöid meðlima í fjelögum. Nú hefir fjelag eitt í Kaupmannahöfn tekið upp nýtt ráð til þess að efla skilvísi meðlima sinna. Það hefir sent öllum fjelögunum svolátandi kveðju og efnt til verðlaunasamkepni i sambandi við hana: „Hvernig á fjelag að fara að j)ví, að láta meðlimi sína, er skulda fjelagsgjöld, borga þau?“ Svörin eru ekki tekin gild nema ó- borgað fjelagsgjald meðlimsins fylgi. Og besta svarið er verðlaunað með eftirgjöf á árstillaginu á komandi ári. Póstmenn verða að kunna „judo“. Þýski póstmálaráðherrann Ohnes- orge hefir gefið út tilskipun um, að allir póstmenn i Þýskalandi, • sem gegna afgreiðslu peninga og ábyrgð- arsendinga verði að læra „judo“, en það er einskonar sjálfsvörn, bygð á brögðum úr japönsku glímunni jiu- jitsu. 17000 póstmenn hafa þegar lært sjálfsvörnina en 23.000 eru að læra hana. Happdrætti Háskóla íslands Sala hlutamiða f yrir ðrið 1939 er hafin: Fyrirkomulag verður að öllu leyti hið sama og síð- astliðið ár. Verð: 1/1 miði 60 kr. eða 6 kr. í hverjum flokki. 1/2 miði 30 kr. eða 3 kr. í hverjum flokki. 1/4 miði 15 kr. eða 1.50 í hverjum flokki. 5000 vinningar S samtals 1 miljón 50 þúsund kr. Þeir, sem í síðasta lagi 15. febrúar beiðast sama númers, sem þeir höfðu í 10. flokki 1938, og afhenda miða sinn frá 10. flokki, eiga forgangsrjett að núm- erinu, svo framarlega sem sami umboðsmaður hefir fengið það aftur frá skrifstofu happdrættisins. Eftir 15. febrúar eiga menn ekki tilkall til ákveð- inna númera. Þeir, sem unnu í 10. flokki 1938 og hafa fengið ávís- un á hlutamiða í 1. fl. 1939, athugi: Að ávísanirnar eru ekki hlutamiðar, heldur verður að framvísa þeim og fá hlutamiða í staðinn. Að ávísanirnar gefa ekki rjett til númera þeirra, sem á þær eru skrifuð, leng- ur en til 15. febrúar. UMBOÐSMENN I REYKJAVÍK ERU: Frú Anna Ásmundsdóttir og frú Guðrún Björns- dóttir, Túngötu 6, sími 4380. Dagbjartur Sigurðsson kaupm., Vesturgötu 42, sími 2814. Helgi Sívertsen, Austurstræti 12, sími 3582. Frú Maren Pjetursdóttir, Laugaveg 66, sími 4010. Stefán A. Pálsson & Ármann, Varðarhúsinu, sími 3244. Einar Eyjólfsson kaupm., Týsgötu 1 (Mjólkurbúð- in), sími 3586. Elís Jónsson kaupm., Reykjavíkurveg 5, sími 4970. Jörgen Hansen yngri, Laufásveg 61, sími 3484. Pjetur Halldórsson, Alþýðuhúsinu. UMBOÐSMENN I HAFNARFIRÐI ERU: Valdimar Long kaupm., sími 9288. Verslun Þcrvalds Bjarnasonar, sími 9310. Athugið: Vinningar í happdrættinu eru með lögum und- anþegnir tekjuskatti og útsvari, þ. e. þeir teljast ekki til skattskyldra og útsvarsskyldra tekna. ■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.