Fálkinn


Fálkinn - 27.01.1939, Blaðsíða 12

Fálkinn - 27.01.1939, Blaðsíða 12
12 F Á L K I N N WYNDHAM MARTYN: 27 Manndrápseyjan. „Það vilÞsvo til að jeg er einn í hópi fólks, og innan hóps þessa hóps liefir verið framið morð. Einhver okkar, ef til vill ekki einliver í þessum lióp, en einhver á eyjunni hefir framið ódæðið. Sjálfsmorð kemur ekki lil mála. Veslings konan, sem liggur dauð hjer uppi á lofti, liefir verið slegin í höfuðið með þungu harefli. Við getum ekki komist að raun um, hver framið hefir ódæðið, nema með því að rannsaka málið. Mjer er ekkert keppikefli að stjórna þeirri rannsókn, eins og þjer virðist halda. Sannast að segja er jeg svo sjálfselskur að liugsa fyrst og fremsl um að verja sjálfan mig.“ Hann horfði í kringum sig. Hr. Ahtee var enn æst- ur og skelfdur. Dayne var sá eini sem virtist vera rólegur. „Látið mr. Dayne stjórna rann- sókninni.“ „Kemur ekki til mála,“ greip Elmore fram i, „það verður að vera maður, sem hægt er að reiða sig á. Jeg get ekki sagt, að jeg sje hrifinn af mr. Antliony, en liann virðist þó halda sönsum. . . .“ „Aðstaðan er sjerstaklega erfið,“ hjelt Trent áfram, „af því að við getum hvorki komist til lands eða fengið aðstoð þaðan. Við verðum sjálf að taka málið í okkar liendur þangað til liægt er að gera yfirvöld- unum aðvart. Hin framliðna liefir legið marga mánuði í moldinni áður en yfirvöldin koma hingað. Þið munið skilja, að þetta mál vekur athygli um land alt, og jeg vil mælast til þess, að þið hættið öllu dægurþrasi og ýfingum, þegar svo merkilegt mál liggur fyrir.“ Hann leit snöggvast á Elmore. „Mun- ið, að við eigum öll að mæta fyrir rjetti.“ „En morðinginn er sloppinn,“ hrópaði Ahtee, „við skulum nú fyrst og fremst reyna að handsama hann.“ „Sloppinn? Getur nokkur okkar sloppið?“ spurði Trent. Stofan var i hálfrökkri nema ofurlítill blettur næst arninum, var flöktandi hirta frá eldinum. Stúlkurnar, sem annars voru vanar að gæta þess að kveikja á ljósunum i tæka tíð stungu saman nefjum frammi í eldhúsinu, hræddar eins og aðrir. Málarinn Anthony frá Boston var orðinn eins og annar maður. Það var eitthvað fast og óbifandi við hann, sem enginn hafði tekið eftir áður. Vangamynd hans, með arnarnef- ið og stóru hökuna, kom skýrt fram við bjarmann af eldinum. Alt i einu rjetti hann upp fingur. „Hluslið þið!“ sagði hann, eins og hann heyrði ógeðfelt hljóð, sem hin ekki lieyrðu. Allir urðu forviða og biðu með óþreyju. Nú heyrðist fyrst ofur óglögt en svo betui' og betur, reglulegt ,dunk, dunk, dunk, dunk,‘ eins og staf væri pjakkað í hált tíglagólfið. Þetta var merkið, sem altaf hafði hoðað komu gömlu konunnar, sem nú lá dauð uppi á lofti. Illjóðið varð sterkara og sterkara, Erissa rak upp hljóð og sýndi ekki snið á sjer til þess að forða sjer undan armi Cleeves, sem nú hringaðist utan um hana. „Sjáðu!“ hvíslaði hún. Höggin hættu. Þarna í stiganum fyrir ofan þau, undir bogadyrunum inn í billiardsalinn og í bjarmanum frá bláu ljósi, sem logaði dag og nótt, stóð frú Hvdon Cleeve, teinrjett og hnarreist. Óhygðin frá sögunum um Manndrápsey greip þau öll. Það var þá satt, að þessi hölv- aði blettur dró að sjer sálir framliðinna og batt þær við jörðina? „Æ, jeg afber þetta ekki,“ hljóðaði Phyllis og þrýsti andlitinu að öxl Daynes. Hinu- megin við hana stóð Ahtee og starði náfölur á háu, þögulu konuna í stiganum. „Hvað er það sem þú afherð ekki?“ spurði frú Hydon Cleeve með rödd, sem tvímæla- laust var af þessum lieimi. „Hvaða uppátæki er það að sitja hjer í myrkrinu! Eruð þið að segja draugasögur?“ „Nei, við erum að upplifa draugasögur, frú,“ svaraði Ahtee, og röddin var bitur. P'rú Hydon Cleeve leit kringum sig, for- viða á þessu óðagoti, sem koma hennar vakti, og yfir hinum innilegu atlotum barnabarna- barna sinna. „Auðvitað er jeg lifandi,“ svaraði hún margendurteknum spurningum Phvllis. „Því skyldi jeg ekki vera lifandi? Jeg er ekki nema áttatíu og fjögra, nógu gömul til að vera skynsöm en ekki til að deyja. Jeg — drepin — ónei! Ilvað áttu við með því?“ „Frú Cleeve,“ sagði Trent, „við erum öll afar óróleg yfir þvi, sem borið hefir við hjerna i dag síðdegis. Vinnukonan yðar er dauð.“ „Hvað það er likt henni Tilly að lirökkva upp af, þegar liún veit að jeg get ekki náð mjer i aðra stúlku.“ „Frú Cleeve,“ sagði Ahtee ásakandi, „er þetta það eina, sem þjer hafið um þelta hryllilega morð að segja?“ „Morð! Hvað segið þið? Hefir Tilly verið myrt? Jeg trúi þessu ekki.“ Frjettin virtist hafa afarmikil áhrif á hana. IJún hneig nið- ur á stól, það var eins og ellin sligaði hana. „Stúlkan yðar hefir að sögn verið myrt með þungu barefli.“ „Að sögn?“ endurtók frú Cleeve. „Vitið þjer það ekki?“ „Við ljetum mr. Antliony rannsaka þetta og skoða likið. Jeg þoli ekki sjálfur að koma nærri ofbeldisverkum, það líður yfir mig. En þegar jeg segi, að við höfum falið mr. Antli- ony þá er það kanske ekki rjett að orði kom- ist. Hann virlist vera mjög áfram um að taka hana að sjer.“ „Þetta er ekki rjett hjá yður,“ sagði Dayne. Þjer báðuð hann sjálfur um að gera það.“ Mr. Ahtee leit heiftarlega til verjanda Anthonys. „Jeg bað hann ekki að fara með okkur á villigötur, en það hefir hann gert. Hann hlýtur að hafa vitað, að það var ekki frú Cleeve, sem lá á gólfinu þarna uppi, og samt hefir hami látið okkur líða allar þessar óþörfu kvalir, með þvi að láta okkur halda, að við hefðum mist hana.“ „Þetta var fallega sagt af yður,“ sagði frú Cleeve, ekki laust við kaldhæðni. Svo sneri hún sjer að Anthony Trent og brosti. Gamla konan hafði fengið áminningu um, að hún var ekki jafn sterk líkamlega og áð- ur var; hún fann að hún þurfti stuðnings við og hélt sig hafa fundið hann hjá Anth- ony. „Og hversvegna, má jeg spyrja, sögðuð þjer fólkinu ekki satt frá?“ „Jeg geri ráð fyrir, að það muni baka okkur öllum óþægindi, ef við getum ekki leitt í ljós hver framið hefir morðið. Og jeg vænti að fá ofurlitla vishending í þá átt við að sjá hvernig og hver einn tæki því, er hann kæmist að raun um, að frú Cleeve væri lif- andi.“ „Og með leyfi að spyrja: Hafið þjer orðið nokkurs vísari?“ spurði Ahtee. „Ekki er það teljandi.“ „Jeg skil ekki hvernig nokkrum gat skeik- að á Tilly og mjer,“ sagði frú Cleeve. „Að því er mjer skilst á ykkur hafið þið sjeð mig velta mjer í blóði mínu. Þessi álagaeyja hefir gert yklcur hálfvitlaus.“ Phyllis svaraði henni: „Tilly hlýtur að hafa vitað að þú kæmir ekki aftur inn i herbergið þitt, er það ekki?“ „Jú, jeg fór inn í billiardsalinn til þess að leggja kabal, sem mr. Anthony hafði kenl mjer, af því að jeg var ekkert syfjuð, Tilly vissi það, það er áreiðanlegt.“ „Jeg fór upp til að vekja þig og segja þjer að teið væri komið á borðið,“ hjelt Phyllis áfram, „og fann, að jeg lijelt þig, á gólfinu." „Var lnm þá í fötum af mjer? Já, auðvit- að. Hún hefir þótst viss um að hafa herberg- ið fyrir sig sjálf. Jeg ætla bara að vona, að það hafi ekki verið svarti flauelskjóllinn minn, sem hún kaus til að láta myrða sig í?“ „Jú, það var hann,“ sagði Phyllis og kink- aði kolli, „hún var svo hrifin af kniplingun- um á honum og liermelinskinninu. Og hún var með fallegu hettuna þína líka.“ „En hvað gerðuð þið til að hefna mín,“ spurði gamla konan, „likast til ekki neitt? Þið settust hara hjerna við arininn og hrós- uðuð happi að liafa sloppið sjálf, hugsa jeg. Hver var morðinginn? Jeg meina ekki morð- ingi Tillv, en morðingi minn?“ Við hjeldum eins og eðlilegt var, að Tilly hefði gert alvöru úr hótununum,“ sagði Dayne, „við vissum að þjer voruð hrædd við hana.“ „Bull, ungi maður, jeg hefi aldrei verið hrædd við Tilly.“ „Mr. Alitee sagði að þjer væruð það.“ „Þjer misskiljið, jeg sagði að Tilly hefði liótað hefndum. Mjer fanst eðlilegt að við luigsuðum þetta.“ „Ef til vill. En nú liggur það fyrir að ganga úr skugga um, liver hefir drepið Tilly, og livar jeg á að sofa í nótt. Jeg hefi átt nógu margar andvökunætur hjerna það sem af er og langar ekki til að láta Tilly ónáða mig.“ „Þjer getið fengið ibúð Jasters.“ „Önei, jeg ætla mjer ekki að sofa í myrts manns rúmi. Jeg vil heldur herbergi Bar- ketts.“ Hún sneri sjer að Trent. „Jæja, mr. Anthony, hver er morðinginn?“ „Jeg er svo ókunnugur hjerna, þjer ættuð heldur að spyrja mr. Alitee.“ „Það er ekki um að villast,“ frú Cleeves svaraði spurningunni sjálf. „Það getur ekki verið um annan að ræða en þrælinn hann Maims. Hann liefir altaf haft í hótunum við hana.“ Dayne tók hugmyndina á lofti. „Enginn hefir sjeð Maims síðan í morgun. Þá sagði hann við Briggs, að hann ætlaði ekki að vinna meira, og að hann vissi ekki sitt rjúk- andi ráð. Briggs sá hann í skóginum við polo- völlinn. Það væri rjettast að handtaka hann undir eins.“ „Hann cr ekki hættulegur úr þessu,“ sagði frú Cleeve, „það var hún Tilly sem liann hafði á móti. Þau liötuðu hvort annað.“

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.