Fálkinn


Fálkinn - 27.01.1939, Blaðsíða 5

Fálkinn - 27.01.1939, Blaðsíða 5
F Á L K I N N D grænkál), ávextir (bananar og appelsínur) og vatn (sem í raun- inni er ekki næringarefni, en ó- inissandi til þess að meltingin geti átt sjer stað). Loks verSur aS leggja áherslu á, aS líkamleg áreynsla er ómiss- andi fyrir heilsuna og varSveislu æskunnar. ÞaS er sameiginlegt meS hverju líffæri og hverjum vöSva, aS þaS verSur aS starfa og hvíla sig á víxl. Líkamleg á- reynsla veitir „nýju blóSi inn i /íverja frumlu“ og er eigi aSeins uauSsynlegt viShaldi líkamans, heldur líka andlegu atgerfi mannsins. BROT GEGN NÁTTÚRUUNNI. Fólk er gjarnt á aS ypta öxl- um þegar maSur er aS prjedika því, aS þaS eigi aS lifa heilnæmu lífi og eSliIegu. Því finst bjaliS Lim heilsuna „leiSinlegt" og „ó- næSissamt" og finst lífiS ekki lokkandi þegar fara skal aS reikna alt út í „kaloríum“ og vítamíngjöfum. En þelta er frá- leit skoSun. Hjer er ekki um þaS aS ræSa aS efla heilbrigSina um of beldur liitt, aS reyna aS af- stýra verstu syndunum gegn eSli- legu líferni. MaSur á aS lifa heilbrigSu og eSlilegu lífi, ]jaS er lifsregla, sem er engu torskildari en hitt: aS lifa óheiIbrigSu og óeSlilegu lífi. Ein einstök lífsregla, svo sem sú aS nota rjetta fæSu, fær engu um þokaS út af fyrir sig. Rjett líferni byggist á samspili allra lífgefandi krafta. Vilji maSur varSveita beilbrigSi og æsku verSur hann aS Iifa i samræmi viS kröfur náttúrunnar. MAÐURINN DREPUR SIG. Ekkert er nauSsvnlegra en þekkingin á manninum sjálfum. ÞaS er likast æfintýri aS lesa, hvernig hvert einstakt líffæri tekur aS sjer ákveSiS starf í mannslíkamanum og hvernig lífiS fær aS lialdast, viS innilegt en mjög markflókiS samstarf hinna mörgu líffæra. ÞaS er skylda einstaklingsins aS sjá til þess, aS þessi mörgu líffæri fái rjettu hráefnin til aS vinna úr, þ. e. a. s. rjetta fæSu. Og maSur- inn sjálfur má ekki heldur van- rækja annaS, sem til þess þarf aS líffærin geti starfaS á rjettan bátt: hreyfingu, útilíf, sól, breint loft. ÞaS er á valdi okkar sjálfra aS brckja á burt líkamsþjáningar og sjúkdóma. Spekingur Seneca skrifaSi: MaSurinn deyr ekki, bann drepur sig. Og Hippokrat- es, hinn gamli læknir, sagSi: — Sjúkdómarnir koma ekki yfir okkur úr lieiSskíru lofti — þeir eru afleiSing afbrota vorra gegn náttúrunni. 103 ÁRA OG SEGIR: í baráttunni viS sjúkdómana verSur þaS notadrýgst, sem feng- iS er meS eigin reynslu. En þeg- ar aSrir vilja nota þá reynslu verSur aS fara aS meS gát og draga ekki rangar ályktanir. 0- lcunnugum er vitanlega mest gagn af þeirri reynslu, sem sjer- fróSir menn, er kunnu aS draga rjettar ályktanir, hafa fengiS. Það er merkilegt plagg, scm Frakkinn D. Gueniot liefir látið eftir sig. Hann var prófessor í lyflæknisfræði og varS 103 ára gamall. ÞaS er rjett að gefa lion- um orðið: „Jeg er fæddur i sveit,“ segir hann í endurminningum sínum, „og fvrsta kafla æfi minnar var jeg mikið undir beru lofti, Iieil- næmu sveitalofti. Þetta er ein af ástæðunum til að jeg er orð- inn 103 ára og held enn góðri heilsu. Það er sveitalifið, sem befir styrkt líffæri mín og gefið mjer orku til að bera þungar byrðir langrar æfi. Leyndardómurinn við langt líf, sem allir þrá svo mjög að fá vitneskju um, er ákaflega ein- faldur. ÞaS er kj'rlátt líf i eðli- legu umhverfi og hófsemi í bverj iim hlut. Jeg þakka það hófsemi minni í mataræði og áhuga mín- um fyrir allskonar dægrastytt- ingum, að jeg er ennþá ljettur i lund þó jeg sje orðinn yfir hundrað ára. — LjettlyndiS er máske óaðskiljanlegasti föru- nautur öldungsins. Jeg get skelli- blegið ennþá, ekki síður en i æskunni. Jeg get varla sagt að jeg bragði kjöt, en lifi mestmegnis á ávöxtum og grænmeti. Jeg befi ekki brúkað tóbak í fimtíu ár, því að jeg' verð aumur í liálsin- um af reykingum. Það má heita að jeg smakki ekki áfenga drykki. Aðeins hálft g'las af hvít- víni með hverri máltíð — með sykurmola í og miklu vatni. Enginn gengur þess dulinn nú á dögum, bve mikil bollusta fylg- ir nuddinu. En fjöldinn leggur þá meiningu í orðið „nudd“, að það verði að fá útlærða sjer- fræðinga til að nudda. Á mínu máli er merkingin alt önnur. Jeg nudda mig sjálfur frá bvirfli íil ilja á liverjum einasta morgni og kvöldi. Allur kroppurinn fær sömu ýtarlegu meSferðina. Með- an jeg er að nudda mig verS jeg ýmist að beygja mig eða lyfta fótunnm eins hátt og jeg get. Þetta er einskonar líkams- rækt og iim Ieið örfar nuddið blóðrásina. Samkvæmt náttúrulögmálinu á æfi dýranna að vera fimm sinnum lengri en tíminn, sem þau þurfa til þess að verða full- þroska. Hestarnir eru fullþroska 5 vetra og því er eðlileg æfi þeirra 25 ár. MaSurinn er full- þroska þegar hann er tvítugur og ætti því að lifa í 100 ár að jafnaði. Hverl aldurskeið á sína gleði, sem gerir manninum ljúft að lifa. Jeg elska lífið eins mikið núna og jeg gerði í ungdæmi mínu. Ef mjer gæfist tækifæri til að lifa æfi mína upp aftur mundi jeg lifa alveg eins og jeg hefi gert. Jeg liefi átt hamingju- sama æfi, þó jeg liafi alls ekki farið varliluta af sorgum og á- byggjum. En áhyggjurnar eru fylginautur mannlegrar tilveru og skapa tilbreytingu í lífiiiu og hamingjan vegur upp á móti öll- um sorgum. Núna, er jeg befi aðeins fortíðina til að lifa á, er jeg engu síður bundinn lífinu, en þegar jeg var ungur og lífið var framundan mjer.“ íra víða veröíd. FJÁRSJÓÐIR ALI PASJA. Metaxas forsætisrá'ðherra Grikkja kvað hafa lagt fyrir fjármálaráðu- neytið að veita fje til þess að kom- ast fyrir, hvort sú saga sje sönn, sem lengi hefir gengið í Grikklandi, að fjársjóðir miklir sjeu fólgnir í jörðu nálægt Maraþon, hinir svo- nefndu fjársjóðir Aii pasja. Ali pasja var landstjóri Tyrkja í Grikklandi á öndverðri nítjándu öld. Þegar Grikkir gerðu uppreisn lil þess að hrinda af sjer oki Tyrkja, neyddist landstjórinn til að flýja, en eignir hans, sem voru afarmiklar, fjellu í hendur uppreisnarmanna. Voru þelta 23 kistur, fullar af gulíi, perlum og gimsteinum. En upþ- reisnarmennirnir nutu ekki lengi fengsins, þvi að nokkru seinna gerði Ibrahim Tyrkjasoldán út leiðangur ti) Grikklands með leiguliði fra Egyptalandi og bældi uppreisnina niður. Við það tækifæri var Krit innlimuð í Tyrkland. En Ibrahim gat hvergi fundið fjársjóði Ali pasja og var lalið sennilegt, að uppreisn- armenn liafi fólgið þá í jörðu, er þeir urðu að láta undan síga. Það eru liðin 110 ár síðan þetta gerðist og á liðinni öld hefir fjöldi ein- slakra manna gert tilraun til að finna fjársjóðinn, en það ekki tek- ist. Nú er eftir að vita hvort betur tekst eftir að búið er að þjóðnýta fyrirtækið. DRAP KREUGER SIG VEGNA FJÁRÞVIN GARA ? Fyrir skömmu var handtekinn í París Bogowul nokkur, aðstoðar- maður rússneska hershöfðingjans Skoblin, sem hvarf í haust og hefir iíklega verið drepinn. Þessi Bogowut var umboðsmaður lvars Kreuger í París o,g var oft í ferðum til Ilúss- lands. Um það leyti sem Kreuger stytti sjer aldur í París hafði fjár- þvingunarklíka ein ofsótl bankaeig- andann Nawachin; hafði klíkan kom ist á snoðir um ýmislegt viðvikj- andi honum, sem ekki mátti vitnast, og notaði þetta til að þvinga af honum fje þangað til að hann loks r.;eð sjer bana. Og um sama leyti slraut Kreuger sig. Menn sem þektu vel til Kreugers fullyrtu eftir lál hans, að það væri ekki peninga- vandræðin ein, sem hefðu knúið hr.nn til þessa örþrifaráðs, því að honum mundi hafa verið í lófa lagið að fá lánað það fje sem hann vant- aði. En einhverjir mundu hafa kom- ist á snoðir um að hagur hans væri slæmur og notað þetta til að þvinga af honum fje, og það hafi orðið á- stæðán til að hann fyrirfór sjer. Nú hafa fundist ýms skjöl í fór- ufn Bogowuts, sem styðja þetta. Og sænskir sjerfræðingar eru nú komn- i>' til París, til að rannsaka plöggin.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.