Fálkinn - 24.02.1939, Page 3
F Á L K 1 N N
3
Hörmulegt slys við Akranes
Fjorii* niemi drukna.
B/arni Óícifsson.
Síðastliðinn sunnudag vildi
það hræðilega slys til við Akra-
nes, að fjórir menn druknuðu,
alyeg upp við landsteina. Og eru
tildrög þess þau, að klukkan tíu
um xnorguninn fóru skipverjar
á línuveiðaranum „Ólafur Bjarna
son“, er lá skamt frá hafnar-
garðinum, að sækja skipstjórann
Bjarna Ólafsson um horð. Voru
þeir á róðrarhát og gekk ferðin
ú t í skipið slysalaust. Annars
var stormur á suðvestan og brim
mikið. Á leiðinni i land voru
sex menn í bátnum: skipstjóri
og fimm hásetar af línuveiðar-
Tómas Þorvalclsson.
anuin. Leit svo út, sem ferðin
mundi ganga vel og ætlaði bát-
urinn að lenda í svokallaðri
Teigavör, sem er norðan við
liafnargarðinn. Þegar báturinn
var rjett kominn að lendingu
riðu á hann þrjú ólög, en liann
stóð öll af sjer. En þá reis hið
fjórða, sem var miklu mest og
hvolfdi bátnum. Tveir bátverjar
týndust þegar, en fjórir komust
á kjöl. Bátum var skotið út til
hjálpar, en það drógst nokkuð i
timann, þar sem ýmislegt var
að vanbúnaði.
Þegar hátarnir náðu í menn-
Teitur Benediklsson.
ina voru tveir meðvitundarlaus-
ir. Voru gerðar á þeirri lífgunar-
tilraunir, en þær reyndust árang-
urslausar. Hinir tveir sem
hjörguðust, annar af kjöl, en
hinn á sundi hrestust furðu
fljótt. — Mennirnir sem drukn-
uðu voru: Bjarni Ólafsson skip-
stjóri, landskunnur dugnaðar- og
og sæmdarmaður, Tómas Þor-
valdsson, Teitur Benediktsson
og Jón Sveinsson, allir af Akra-
nesi, menn á besta skeiði og
drengir góðir. Þeir sem hjörguð-
ust voru Páll Sveinsson og Jón
Ólafsson.
Jón Sveinsson.
Við lát þessara manna er
þungur harmur kveðinn að
mörgum, og er ekki ofmælt, þó
að sagt sje, að almenn sorg ríki
á Akranesi eftir þennan hörmu-
lega viðburð.
Alfaðir ræður, öldurnar hníga.
Eilífðin breiðir út faðminn sinn
djúpa.
Helþungar stunur i himininn stíga.
Við hásæti drottins bænirnar krjúpa.
— Alfaðir, sjórinn tók aleiguua mina.
Alfaðir, rjettu mjer höndina þína.
Farfuglahreyfingin þýska
Die Wandervogelbewegung.
Eflaust má finna þvi nokkurn
stað, að þýska farfuglahreyfingin
hafi valdið hvörfum i lífi þýskrar
æsku og um langt skeið sett svip
sinn og mót á andlegt líf þýsku
þjóðarinnar, listir, uppeldismál,
heimili og siðu.
— Vagga þessarar hreyfingar var
i Berlín og er árið 1897 talið fæð-
ingarár liennar.
Einn helsti frumkvöðull hennar
var mentaskólanemandi einn, Karl
Fischer að nafni.
Hann ofí nokkrir skólafjelagar
hans og stúdentar voru óánægðir
með lífið og tilveruna eins og geng-
ur, og fullir gagnrýni á stefnu skóla
og oddborgaraskap samtíma síns.
Smámunasemi og innantómur há-
tíðleiki skólanna var að þeirra dómi
sem fjötur á eðlilegri vaxtar- og
frelsisþrá æskumannsins, og heimil-
islífið var rigskorðað i stirðnuð
form lamandi erfðavenja.
Þessir ungu menn þráðu frelsi,
sjálfstæði og frumleik í lif sitt, og
þráðu að komast undan yfirdrotnan
þessara máttarvalda. Og eins og títt
er um unga menn varð skamt hjá
þeim milli áforma og framkvæmda.
Og þeir sáu drauma sína rætast í
frelsi ferðalífsins.
A fyrsta frídegi sínum bjuggu þeir
sig til göngufarar, tóku mal sinn með
sjer og hjeldu af stað út í frjálsa
náttúruna.
Þar, — langt i hurtu frá ysi og
óróa og svælu borgarinnar, fundu
þeir stór og glæsileg viðfangsefni
fyrir ólgandi krafta æsku sinnar;
þar opnaðist þeim nýtt útsýni og
vítt, og i samlífinu við ósnortna
náttúruna fundu þeir sjálfa sig.
— —- —- Þessar gönguferðir skóla-
piltanna í Berlín ollu lineykslum hjá
hinum fullorðnu, foreldrum og kenn
urum.En þeir skeyttu því engu og
hirtu eigí um dóma tiskunnar. En
fiskisagan flaug. Hópunum fjölgaði,
sem tóku sig upp og lögðu land und-
ir fót. Og á næstu árum koinst þýska
æskan um gjörvalt landið í bókstaf-
legum skilningi á hreyfingu.
— — í upphafi var þéssi hreyf-
ing, farfuglahreyfingin, eins og hún
var nefnd, óskipulagsbundin, hrjúf
og i ýmsu byltingarkend. En undir
niðri bjó skapandi máttur óspiltrar
æsku, sem á öllum sviðum leitaði
þrám sinum að formi, frumlegu og
sterku. L’óð og lag, leikur og mynd
fengu nýtt innihald, urðu liluti af
æskunni sjálfri og settu blæ á fundi
þeirra og mót. Farfuglarnir vöktu
aftur til lífsins hin gömlu fögru
þýsku alþýðulög, leiklist, kveðskap
og þjóðdansa. Þannig óx þýska far-
fuglahreyfingin frá ári til árs. Há-
tindi sínum náði hún á árunum
næst fyrir striðið inikla.
Farfuglarnir gáfu út fjölda bóka
um málefni æskumanna, ljöð, leiki,
þjóðlög og myndlist, ennfremur blöð
og tímarit. Upp til fjalla, út við
strönd, inni í skóginum eða i forn-
um kastalarústuin og einnig í borg-
unum komu jieir sjer upp hundruð-
um ódýrra gisti- og samkomustaða
svonefndum Jugendherbergen, fyrir
æskumenn.
— — Á siðustu tveim áratugum
hefur hreyfing þéssi breyst allmjög.
Hin uppreisnarkendi byltingarandi,
er áður einkendi hana, hefur dofn-
að. Fyrir löngu hefur hún hlotið
fulla viðurkenningu allra, — skóla,
heimila og kirkjú. Og enn þann dag
í dag heillar ferðalífið hugi þýskra
æskumanna.
Því hefur „Fálkinn" gert þessa
hreyfingu að umræðuefni hjer, að
nú er svo að sjá sem farfuglahreyf-
ingin sje að grípa hug ungdómsins
hjer á landi, og er vel að svo er,
Eitt af höfuðmarkmiðum hreyf-
ingarinnar er að kynnast fegurð
landsins með ódýru móti. Alstaðar
bíða æskunnar hin ónumdu lönd.
í faðmi blárra fjalla, i skauti tig-
innar náttúru bíða ótal heilsubrunn-
ar, sem hverjum einum er holt að
bergja af. Ungdómur bæjanna verð-
ur aldrei mintur á ]>að um of að
drekká af þeim. Þessi hreyfing er
fyrir heilbrigða og sterka æsku, sem
lætur sjer enga erfiðleika vaxa í
augum:
„Og gerist leiðin grýtt og ströng,
vjer göngum fram i leik og söng“.
Það eru háskólastúdentarnir, sem
hafa forystúna í þessu máli hjer, og
hefur nú verið stofnuð fjölmpnn
deild í Háskólanum og flestum skól-
um bæjarins, og einnig í Hafnarfirði
og á Laugavatni.
íþróttafjelögin hafa einnig hvert
af öðru stofnað farfugladeildir inn-
an vjebanda sinna, og er liklegt að
smádeildir verði stofnaðar á næstu
árum víðsvegar um landið.
Vonandi er að þessi hreyfing, sem
nú er vakin verði annað og meira
en alda, sem verður til og deyr um
leið. Því að farfuglahreyfingin ætti
að geta unnið íslensku þjóðinni mik-
ið gagn og á skilið að njóta sam-
úðar hennar. —
—- Geturðu sagt mjer fyrirvara-
laust á hvaða degi jóladagurinn var
árið 1898?
— Nei, ekki fyrirvaralaust.
— Hann var 25. desember, —
auðvitað.
Halldór Benediktsson, bóksali á
Siglufirði, verður 65 ára 6. mars.