Fálkinn


Fálkinn - 24.02.1939, Side 10

Fálkinn - 24.02.1939, Side 10
10 F Á L K I N N Sportpeysa. Efni: 600 gr. gulleitt sportgarn og 10 gr. af liverjum eftirtaidra lita: ljós- blátt, dökkrautt, ljósrautt. 2 prjón- ar nr. 5. Prjónið: Snúin brugðning: Prjónið 1 rjetía lykkju, þannig að taka aftan í hana, 1 1. brugðin á vixi. Perluprjón: 1 1. rjett, 1 1. brugðin og þeg.ir snúið er við er prjónuð r. 1. yfir þá brugðnu og br. i. yfir þá r. PRJÓNAAÐFERÐ. Framstykkið (mynd 1. er helm- ingur). Fitjið upp 45 cm. lykkjuröð og prjónið með snúnu brugðning- unni. Prjónið fyrst 5 cm. beint upp, þá er tekin 1 J. úr í hvorri hiið 6. hvern prjón þangað til breiddin er orðin 40 cm. Þegar þetta er orð- ið 20 cm. langt er mittinu náð og þá er aukið úl um 1 1. í hvorri hlið 9. hvern prjón þangað til hreiddin er orðin 42 cm. Þegar lengdin er orðin 43 cm. er handvegurinn mynd- aður með því, að fella af fyrst 3 1. svo 2 og loks 4 sinnum 1 1. í hvorri hlið. Prjónið áfram þangað til hand- vegurinn er 16 cm; þá eru feidar af 8 cm. 1. í miðjunni fyrir hálsmál- inu. Hvor öxl er svo prjónuð út af fyrir sig og 2 1. feldar af annan hv. prjón hálsmálsmegin þangað til 11 1. eru eftir, sem eru prjónaðar áfram þangað til handvegurinn er 18 cm.; þá er öxlin feld af í 5 umferðum. Bakið: (Mynd II. er helmingur). Fitjið upp 42 cm. og prjónið 5 cm. beint upp, takið þá úr 1 I. í hvorri hlið 5. hvern prjón, þangað til breiddin er orðin 38 cm. Þegar búið er að jjrjóna 20 cm. á lengd, er aukið út um 1 1. í hvorri hiið 9. hv. prjón, þangað til breiddin er 42 cm. Þeg- ar lengdin er orðin 43 cm. er hand- vegurinn myndaður með því, að fella af fyrst 3 1. svo 2 1. og ioks tvisvar sinnum 1 1. i hvorri hlið. Þegar handvegurinn er orðinn 17 cm. er öxlin feld af í 5 umferðum. Hálsmálið er altaf prjónað með og er felt af siðast. Ermarnar: (Mynd III. er helmingur). Fitjið upp 16 cm., prjónið 5 cm. beint upp og aukið svo út um 1 I. í hvorri hlið 6. hvern prjón, þangað til erm- in er 32 cm. breið. Þegar liún er orðin 48 cm. löng, eru fyrst feldar af 3 I. i hvorri hlið, þá 2 og loks er feld af 1 1. í hvorri hlið þangað til 8 1. eru eftir, sem eru feldar af í einu lagi. Kraginn: Fitjið upp 7 1. og prjónið perlu- prjón. Þegar þetta er orðið 34 cm. langt er felt af. Vasinn: Fitjið upp 3 1. og prjónið perlu- prjón. Aukið út um 1 1. í hv. hlið, B. 0 þangað til þetta er orðið 21 cm. breitt; prjónið ál'ram 22 prjóna, þá er felt af. Relti: Fitjið upp 9 1. og prjónið 70 cm. langa ræmu. Samsetning: Kraginn, vasarnir og beltið er skreytt með meðfylgjandi munstri, sem er með keðjusaum. Saumið alla parta saman. Kraginn á að vera uppstandandi. Annar vasinn er saumaður á brjóstið en hinn fyrir neðan beltið. Kvibmpdaheimurinn. Hjónaband í Hollywood. Luise Rainer og maffur hennar, Clifford Odets. Louise Rainer hefir nú v'erið gift rithöfundinum Cliff jrd Odets í meira en ár og það er sagt að enn sjeu t>au hin hamingjusömustu. Ástæðan til þess að hjónabandið er svo hald- gott!! er ef til vill sú, að jiau sjást svo sjaldan. Odets skrifar aðeins á nóttinni, því að dagsljósið truflar liann. Louise Rainer fer aftur snemma á fætur á hverjum mor.gni og gengur sjer til skemtunar með hundinn sinn með sjer áður en hún byrjar sitl erfiða dagsverk. — Louise Rainer hefur takmarka- lausa aðdáun fyrir maka sínum. „Clifford er húsbóndinn á heimilinu og ræður öllu“, segir hún. ,,Ef hann skrifar leikrit fyrir mig, þá dæmi jeg þau ekki sem eiginkona hans heldur sem leikkona, og ef mjer lík- ar þau ekki, leik jeg ekki í þeim. Jeg er ekki viss um að jeg geti farið með það efni, sem Clifford skrifar um, þessvegna hefur hann ekki ennþá skrifað neitt handrit fyrir mig“. En hún er ekki aðeins gagnrýnin a verk mannsins síns. Þannig hefur Louise Rainer neitað margsinnis að leika í kvikmynd, ef henni fjell ekki efnið í geð. Annað eins og þetta gel- ur engin leyft sjer nema fræg „stjarna", en Louise Rainer hefur líka unnið tvisvar í röð heiðursverð- laun kvikmyndaakademísins. í annað skiftið fyrir leik sinn i „Góð- jörð“, þar sem hún ljek O-Ian. Þá mynd sýndi Gamla Bíó fyrir skömmu við mikla aðsókn og framúrskarandi hrifningu áhorfenda. James Stewart er fæddur piparsveinn. Kvennagullið. Af öllum kvikmyndahetjunum í Hollywood hefur James Stewarl einn verið kallaður „hinn fullkoinni ekta- maki“ kvikmyndarinnar. Hann er maður af þvi taginu, sem flestar ungar stúlkur vilja trúlofast og gift- ast. Hann er fyndinn, töfrandi og geðugur ungur maður án þess þó að vera nokkur Valentino. Og það eru ekki aðeins kvikmynda vinir, sem eru fullir aðdáunar á honum. í allri Hollywood er engin i maður eins eftirsóttur og hann. Hann er skemtilegur, kurteis og hefur alla þá kosti, er einn eiginmann má prýða. Það er hljedrægni James Stewart að kenna eða þakka, að liann er ennþá ógiftur. Hann er fæddur piparsveinn, og jiað er gótt fyrir hann að vera jiað. Ilin mikhi hylli hans mundi minka, ef hann hætti að vera það, og auk þess mundi hann þá ekki heldur hata jafngóðan tima til að sinna áhuga- málum sínum. Hann hefur mikið yndi af að taka ljósmyndir og á sjálfur margar góðar myndavjelar. Auk þess hefir hann mikið gaman af að setja saman smáflugvjelar, sem hann smíðar með frábærri ná- kvæmni. •* ♦ I Drekkiö Egils-öl o

x

Fálkinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.