Fálkinn


Fálkinn - 07.07.1939, Side 7

Fálkinn - 07.07.1939, Side 7
F Á L K I N N Frakkar hafa haldið uppi flugferð- uin um sunnanvert Atlantshaf en hafa nú tilraunaflug á leiðinni Ir- land—New-Foundland og sjest hjer fyrsta vjelin, sem smíðuð hefir ver- ið til þessara ferða. Heilir hún „Ville de Saint Pierre". Að neðan sjást for- stöðumenn fjelagsins og flugmenn- irnir, ásamt formanni írskra flug- mála O’DriscolI (2. maður frá v.), en myndin er tekin í írlandi. Ensku konungshjónin heimsóttu fíandarikin í vesturför sinni og er það í fyrsta sinn, sem enskur kon- nngur kemur iil U. S. A. Myndin er tekin á hrautarstöðinni í Washing- ioii, en þar tók Roosevelt á móti konungi. Frá vinstri sjást Geory konungur, Roosevelt og Watson hershöfðingi, sem ávalt leiðir for- setann, þegar hann er á gangi, því að hann er máttlaus öðrumegin. Flugvöllurinn í Fornebu við Osló er nú svo langt kominn, að áætlunar- flugvjelar eru farnar að lenda þar, en hingað til hafa eingöngu sjóvjel- ar verið notaðar til áætlunarferða til Ósló. Var völlurinn vígður 1. júni og þá hófust um leið beinar flug- ferðir milli Osló og Amsterdam. Flugvöllur þessi kostar um 25 milj- ón krónur þegar hann er fullgerður, og hefir orðið að sprengja burt stóra klettahryggi til'þess að gera lending- arbrautirnar nægilega langar. Hjer að ofan sjest afgreiðsluskáli vall- arins. Myndin til vinstri er úr flugvjela- verksmiðju í Frakklandi, þar sem flugvjelar handa hernum eru smíð- aðar í stórum stíl og með amerík- önskum aðferðum, sem Ford inn- leiddi fyrstur matina í bíliðnaði.

x

Fálkinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.