Fálkinn


Fálkinn - 20.10.1939, Blaðsíða 2

Fálkinn - 20.10.1939, Blaðsíða 2
2 F Á L K I N N I NFE5Tfl BLflÐI FRLKF1N5 verðar grein um síðustu keisaradrotningu Rússlands og börn hennar, sem sættu þeim grimmu örlögum að vera tekin af lífi ásamt keisaranum, í rússnesku byltingunni. Þá er saga eftir Max Löw, sem heitir „Gamla umdæmið“ og önnur styttri eftir Allan Dunn: „Enga mjólk í dag“. Fjöldi nýrra stríðsmynda verður í blaðinu, og grein um herafla stórþjóðanna. Hver er næsti maðurinn á bls. 3? Framhaldssögunni lýkur í næsta blaði og hefst þái nýja sagan: „Sundruð hjörtuFálkinn þykist vita fyr- irfram, að lesendum muni þykja vænna um þci sögu, en nokkra aðra framhaldssögu, sem þeir hafa lesið. Fylgist vel með henni. KAUPIÐ FÁLKANN! GERIST ÁSKRIFENDUR! Gullbrúðkaup áttu 18. þ: m. Árni Gíslason yfirfiskimatsmaður og Kristín Sigurðcirdóttir á Isafirði. GAMLA BIO MEISTARAÞJÓFTJRINN. Þegar nefndur er meistaraþjófur- inn, dettur mörgum i hug manns- nafn, sem hljóðar Arséne Lupin. . Margir hafa heyrt hans getið, og þeir sem hafa lesið söguna um As- réne Lupin gleyma honum aldrei. Iin það er einmitt ])essi fræga saga, um „gentleman-þjófinn", sem kvik- myndin byggist á. Sú sama saga er orðin „klassisk" fj rir tugum ára. Arséne Lupin hef- ir lifað í meðvitund manna, sem einn „heiðarlegasti þjófur“ — ef h.ægt er að komast svo að orði, án Jjess að minnast á opinberar álögur sem verið hefir uppi í hundrað ár. — Efni myndarinnar yrði mjer hreint ofurefli að rekja. Bæði y.rði sá utdráttur of stuttur, til þess, að full- nægja þeim, sem ekki hafa lesið söguna — Arséne Lupin. Og um leið of langur og leiðinlegur til þess, að gefa áhorfendum myndarinnar nokkra hugmynd um, hvað i henni gerðist. Þessvegna tek jeg þann kostinn, að segja aðeins frá ytra umhverfi myndarinnar. Hún er tekin á kostn- að Metro-Goldwyn Mayer undir leik- stjórn George Fitzmaurice, en þrir menn hafa samið leikritið, og hirði jeg ekki að nefna þá, vegna þess, að jeg heid að enginn þeirra sje sjerstaklega frægur. Hitt er vert að nefna, að viður- cign Steve Emerson (Warren Willi- ams) og de Grissard greifa, — sem hefir orðið fyrir 250 þúsund doll- ara þjófnaði í myndinni — við meistaraþjófinn, sem leikinn er af Melwyn Douglas, er prýðilega gerð. Handrit hefir jafnan áhrif á frá- sögn, hvort sem hún er sögð í prent- uðu máli eða með myndum. Yfir- burðir myndanna kviku eru oft ])eir, að hægt er að segja frá meiru með ijósmyndavjelinni, en æðstu blaðamenn heimsins gætu hermt með frásögn. Og „Arséne Lupin“ er cnginn eftirbátur i því tilliti, eins og það fólk, sem kemur í Gamla Bió, þegar farið verður ;ið sýna myndina, nnin sannfærast um. UM DNBINN □b þnuBnuEBirifi — Það eru álög á sumum mönn- um, að þeir hugsa áður en þeir tala, segir Gamaíel við mig. Það er þessi bráðskemtilegi maður, sem jeg þekti vel um það leyti, sem við fórum að afla okkur mentunar. Fyrst varð hann rakari, en hætti því, vegna þess, að honum þótti svo leiðinlegt að tala við óskynsama menn. Svo keypti hann hlut í mótorbát og stóð sem útgerðarmaður í Símaskránni. Það voru engin peningar eftir af bátnum, eftir vertíðina. Þá varð hann kaupfjelagsstjóri, en kaupfje- lagið fór á bausinn. — Hvað ertu að tala um, Gama- iel? sagði jeg. — Nú skilurðu ekki mælt mál, eða ertu heyrnarlaus, Tobías? Eða á maður að‘ þurfa að lirópa þetta, svo að það skiljist? — Nei, fyrir alla lifandi muni skaltu ekki hrópa hærra. Fólkið, sem gengur fram hjá okkur er farið að staldra við, og hitt, sem geng- ur í sömu átt og við, er ýmist farið að flýta sjer eða hægja á sjer. — Já, til þess að vera nær okk- ur. Skilurðu ekki það? Og það er einmitt þetta, sem gerir það að verkum, að jeg er orðinn að manni. Jeg hefi, svo að segja, persónulegt segulmagn — það sjesl ekki frem- ur en annað seguhnagn eða raf- magn, en það er jafnvíst og að kompásinn vísar í norður, að þar sem jeg fer, þar staðnæmist fólkið. — Ha, kompásinn — í norður? sagði jeg svona álíka hratt eins og bóndi úr Ölfusinu. — Nei, sagði jeg norður. — Ilvað vorum við annars að tala um? Ha, kompásinn — nei, afsakaðu ef jeg hefi sagt norður —jeg meinti vitan- lega suður. — Ja, hann sýnir náttúrlega jafn- vel suður og norður, ef vísirinn er á honum, sagði jeg. — Þarna komuð þjer einmitt með það. — Ef vísirinn er á honum! En það er meiningin, nefnilega, að vísirinn er á mjer. — Ha? — Verið þjer ekki að hvá, Tob- ías. Jeg hefi talað fyrir fullu Varð- arahúsi margsinnis, og fyrir sjálf- stæðum ungmennum i allra besta veðri — langt fyrir utan bæ. Og heilar síður í blöðunum eru stund- um eftir mig. — Nei, nú eruð þjer að skrökva? — Sög&uff þjer að jeg væri að ljúga. — Nei, jeg spurffi hvort þjer vær- uð ekki að skrökva. — Jú, ætli maður þekki það ekki, djesk.... keldublóðsháttinn í ykk- ur. Að spyrja og segja ha.... ])að er mátinn. Þið eruð altaf að hugsa um, hvað þið eigið að segja. Jeg segi all formálalaust, og el' jeg eyddi mínum dýrmæta tíma til þess að vera að hugsa, nmndi jeg ekki koma neinu í verk. — Ha? — Nú hváið þjer aftur, Tobías. Vitið þjer það ekki, að fyrst og fremst er það glæpur, að hvá núna •i stríðstímunum, og þar að auki er það böl fyrir þjóðina, að tefja mig. — Var jeg að tefja yður, fyrir- gefið þjer. - Töf eða ekki töf, það er auka- NYJA BIO ,,V ANDRÆÐABÖRN". Kvikmynd þessi segir sögu, sem jafnvel sumu fólki í Reykjavík væri gott að sjá og skilja. Að vísu er um- hverfið annað, aðalpersónan i mynd- inni — vandræðabarnið sjálft — er fimtán ára gömul miljónamærings- dóttir, sem mikið dálæti hefir verið haft á (Bonila Granville), en sum- part fyrir óaðgæslu móður hennar, scm flestum stundum sínum ver til heimboða og heimsókna, og sum- part fyrir annir föður síns, liefir telpan orðið útundan hvað uppeldi snerti. Ekki var því þó um að kenna, að henni var ekki sjeð fyrir öllu, >em hægt var aö fá keypt fyrir pen inga. Það vantaði aðeins eitt; heim- ilislífið sjálft og þátttöku foreldra i uppeldi barns síns. „Truflaðu mig ekki — hvaða óskapar kynstrum af dóti hefirðu nú hlaðið lcringum þig. . . .“. Þetta eru orðin, sem telp- an heyrir oftast af munni foreldra sinna, sem hafa svo mikið að hugsa. Telpan sjálf, sem er engu miður gefin en börn flest — á hennar aldri — verður vctndræffabarn. Ekki þó á þann hátt, sem tíðast er skilið við þetta orð á íslensku. Hún verður það að öðru leyti. Um ])að efni get jeg verið stuttorður. Myndin sýnir áðeins, hve miklu góðu um uppeldi barns má til vegar koma, og hve miklu rangt uppeldi getur spilt. Nú er, á síðustu áru einmitt farið að gefa þessum málefnum meiri gaum en áður, og þessvegna er verulegur fengur að myndinni. Ekki aðeins fyrir fólkið sem á börn sjálft, heldur lika fyrir unga fólkið, sem ekki er búið að dagsetja giftingu eða barn- eignir. Ef alt fer með feldu eignast það börn einhverntíma — þegar slríðið er búið, eins og súmt fólk segir núna — og getur af þeirri mynd lært að firrast þau vandræði, sem Roberta litla Morgan, auðkýf- ingsdóttirin, lenti i. Myndin er tekin af Warner Bros og er Arthur Lubin leikstjóri. Hljóm- lístinni stjórnar Leo F. Forbstein. En auk Bonita Granville, sem áður er getið, leika i myndinni Dolore Costello og Nathalia Moorhead. atriði. Je má ekki vera að tala við yður. En lieyrið ])jer, hjerna er að- göngumiði, og úr ])ví að þjer segist hafa svona litið að gera, þá getið þjer slöngvast niðureftir. — Aðgöngumiði að hverju? — Nú, ])jer vitið ekki einu sinni þetta. Þessi aðgöngumiði. er að dyr- um himnaríkis, eða hvað þeir nú kalla það... . Gerið þjer svo vel. Og svo hvarf liann fyrir hornið .... Og svo hrópaði hann í fjar- lægð: — Til himnaríkis! í sama bili hitti jeg gamla konu úr Skuggahverfinu. Hún var að tala um drenginn sitt, sem væri í sigl- ingum. — Og hver veit nú hvenær Þjóðverjarnir taka hann? sagði hún, og það var angist í röddinni. — Við erum hlutlaus ])jóð, sagði jeg. Við megum ekki gera ráð fyrir því, að það sjeu Þjóðverjar, frekar en aðrar þjóðir, sem söktu skipun- um íslensku. Hún sagði dálítið meira, og mint- ist eitthvað á síðuslu styrjöldina, sem kölluð var heimsstyrjöld. Þá var hann Gisli sonur hennar ekki farinn að sigla, en maðurinn henn- ai druknaði af skipinu, sem skotið var. Jeg hafði bæði meira gagn og umhugsunarefni, að ])ví að fylgjast með konunni niður Laugaveginn, en Gamalíel upp eftir honum. Mjer er alvara. Tobías.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.