Fálkinn


Fálkinn - 20.10.1939, Blaðsíða 3

Fálkinn - 20.10.1939, Blaðsíða 3
F Á L K I N N 3 Stærsta fyrirtæki Aknreyrar. VIKUBLAÐ MEÐ MYNDUM. Ritstjóri: Skúli Skúlason. Framkv.stjóri: Svavar Hjaltested Aðalskrifstofa: Bnnkastr. 3, Reykjavík. Sími 2210 Opin virka dasa kl. 10-12 og 1-6. Skrifstofa í Oslo: Anton Schjötsgade 14. Blaðið kemur út hvern föstudag. Áskriftarverð er kr. 1.50 á mán., kr. 4.50 á ársfj. og 18 kr. árg. Erlendis 24 kr. Atlar áskriftir greiðist fyrirfram. Aughjsingaverð: 20 aura millim. HERBERTSprenf. Skraddaraþankar. íslendingar eiga engin forn stór- liýsi — hallir nje kirkjur. heir reistu hyggingarlist sína á foksandi, l)ví að timbur fúnar og torfið grotnar -— hvorttveggja fer „til moldarinnar afi- iir, ])ar sem það áður var“. Þó að skaparinn legði íslandi til talsvert af grjóti þegar hann var — og er — að byggja upp landið, þá var það sett illilega hjá, hvað byggingar- efnið snerti. Eina grjóttegundin, sem iiltækiiegt liefir þótt að nota til bygginga á fslandi, grágrýtið, er þannig, að ])að dregur í sig vatn og geymir i sjer sagga, sem gerir húsið illa hæft til geymslu, hvað þá til mannabústaða. En nú hefir því verið slegið föstu, að úr járnbentri stein- steypu megi gera hús, sem endast svo að segja um aldur og æfi. Steyp- an er framtíðar byggingarefni lands- ins — þangað til annað kemur betra. Við eigum því miður ekki nein minnismerki um byggingasmekk for- feðranna. En þeir sem lifa eftir þús- und ár, munu eiga minnismerki um b'yggingársmekk okkar sem nú lifum. ög jafnvel þó forfeðradýrkunin verði eins inikil þá, eins og hún hefir ver- ið nú til skemsta lijá okkur, þá má búast við, að afkomendurnir geri sjer einkennilegar hugmyndir og ekkert fallegar, um listasmekkinn, sem ráð- uiidi var í landinu á fyrstu árum steinsteypunnar á íslandi. Það eru lil undantekningar, sem staðfesta þá reglu, að yfirleitt eru steinsteyþu- iuisin íslensku framúrskarandi Ijót og klunnaleg. Það var byrjað með kassalaginu, þvi að það var ódýrast og einfaldast. Síðan hefir útlend funkis-stefna verið tekin ómelt eða hálfmelt til fyrirmyndar í húsagerð, svo að heil hverfi i Reykjavík bera ínerki hennar. En þjóðlegur stíll í húsagerð liefir ekki verið reyndur — ])vi að ekki er vert að minnast á bæjarburstagerðina svonefndu, sem hvorki nær þeim svip sem henni var ætlað, nje hæf er til notkunar, vegna þess hve dýr hún er og í alla staði óhagfeld. Sjerstök stofnun hefir verið sett upp til þess að leiðbeina um liúsa- gerð í sveitum, og ýmislegt sem frá henni hefir komið er laglegt. En þessa nýju bæi vantar enn smiðshögg- ið, þá vantar listrænt yfirbragð og ])að er eins og þeir sjeu alveg tengsla- lausir við balann, sem þeir standa á. Hinir uppvaxandi listamenn, sem keppast við að mála og móta hug- sjónir sínar og sjálfa náttúruna, ættu að ieggja sig í líma til þess að finna byggingalag, sem er fallegt, en sam- ræmist þó kröfum um sparnað og þægindi. Á laugardaginn var gerðist sá merkisatburður í sögu Akureyrar- bæjar og um leið alls austanverðs Norðurlands, að straumnum frá rafölum Laxárvirkjunarinnar vai hleypt á háspennulínuna til Akur- eyrar. Höfuðstaður Norðurlands hef- ir frá þeim degi fengið orku fall- andi vatns, í stað olíu og annars eldneytis, til suðu og jafnvel að nokkru leyti til hitunar. Laugardagurinn 14. október hefir því verið mikill gleðidagur í sögu Akureyrarbúa. Jafnvel meiri, en Reykvíkingum var dagurinn forðum er Sogsvirkjuninni var lokið. Því að sá munur var á, að Akureyringar áttu við meira rafmagnsleysi að búa frá Glerárstöðinin sinni, en Reyk- víkingar frá Elliðaárstöðinni. Þeim mun tilfinnanlegri var þessi vöntun raforku þegar þess er gætt, að Ak- ureyri var að tiltölu við fólksfjölda mesti iðnaðarbær landsins. Margt er líkt með skylduin — Akureyri og Reykjavík. Þær vaxa báðar, og þó að upplendi Reykja- vikur sje verra en Akureyrar, þá hefir sá aðstöðumunur jáfnast tals- vert, við endurbætur samgöngutækj- anna. Báðir þurfa bæirnar að sinna nýjum og nýjum kröfum árlega, vegna vaxtarins, ráða fram úr nýj- um vandamálum, svo að bærinn geti orðið að boi'g. Fyrst og fremst lík- amlegrar heilbrigði, andlegrar þró- unar og efnalegs þroska. Uppistaða Sogsvirkjunarinnar er Þingvallavatn. Uppistaða Akureyrar- eða Larárvirkjunarinnar er Mývatn. I’að eru tvö kunnustu og fallegustu vötnin á íslandi. Sogið hefir löngum verið talið skemtilegasta veiðiá sunnanlands, að því er snertir bæði lax og silung. Laxá ein hin frægasta laxveiðiá landsins, og Laxamýri var ein frægasta jörð landsins. Og er nokluir á til fegri, frá því að hún liðast í bugðum úr Mývatni, til þess að hún rennur út í Skjálfanda. Þar sem áin fellur i þrengslum niður í Aðaldalinn, skamt frá Grenj- aðarstað, hefir hún verið „beisluð“. Þar heita Brúarfossar og sjer þang- að vel af þjóðveginum, þegar farið er frá Einarsstöðum til Húsavíkur. En Brúarfossarnir sjálfir eru ósnert- ir eftir virkjunina, því að það er fallið í gljúfrunum fyrir ofan þá, sem tekið hefir verið til þessarar fyrstu virkjunar. Hún er gerð fyrir nálægt 4000 hestöfl, og þó aðeins notaður helmingur þeirrar orku fyrst i stað: 2000 hestafla vjelasani- stæða. Þegar sú orka verður ófull- nægjandi, er alt undir það búið, að tvöfalda afköst stöðvarinnar með því, að bæta annari vjelasamstæðu við. En fallhæðin öll, á þessari stöð Laxár, er svo mikil, að með jöfnun á rensli Mývalns er liægt að fram- leiða ])arna, frá þessari sömu stöð, um 25.000 hestöfl. En væri öll fall- orka Laxár notuð milli fjalls og fjöru, mundi vera hægt að fá fjórum sinn- um meiri orku úr þessu afrensli Mývatns: 100.000 hestöfl. Hjer er því að ræða um orkugjafa Norðurlands, í fyrirsjáanlegri fram- tið, orkuver, sem liefir samskonar þýðingu fyrir Norður- og Norðaustur- land, eins og Sogsvirkjunin fyrir Suðvesturlandið. Það er gleðilegt, að þetta stórþrifafyrirtæki, skuli hafa bjargast í höfn áður en styrjöldin krepti að. Hún hefði jafnvel getað frestað málinu — „um ófyrirsjáan- legan tima“. Nú liafa Akureyringar 7Mi miljón kílóvattstundir til sinna þarfa. Iðn- aðurinn er ekki upp á kolin kominn. og í höfuðstað Norðurlads er bjart i sjálfu skammdeginu. Vel sje þeim, sem studdu að framkvæmd þess. En ,vartsýnu mennirnir — sem likiega kunna best við sig í myrkrinu — eru ahyggjufullir útaf kostnaðinum. Kostn aðurinn er alls rúmar þrjár miljónir króna, þegar með er talinn kostna- aðurinn við Glerárstöðina — um 250 þús.). En áður var aðeins til Glerár- HVGB ER MAÐUBINN Nr. 3. MaSurinn er: stöð, og hún svo lítil, að auka varð raforkuna með dieselmótor, til þess að ná 500 hestöflum. J)að iiggur nærri, að gera samanburð á þessum tvennu aðstæðum, og enginn efast um þann samanburð, þegar litið er á um- horfið i heiminum núna. Þrátt fyrir allar skuldir og basl síðari ára, verð- ur það þó að segjast, að sumar af þeim skuldastofunum hafa verið þjóð-, jirifafyrirtæki, þegar litið er á það, sem fengið er í aðra rönd. Eins og Elliðaárstöðin var hinn raunverulegi grundvöllur Sogsvirkjunarinnar, hefir Glerárstöðin verið upphaf og grund- völlur Laxárvirkjunarinnar. Um Gler- árstöðina voru forðum nokkrar deil- ur. Um Laxárvirkjunina sáralitlar — að minsta kosti í samanburði við á Sogsvirkjuninni hjer. Hjá Akureyring- um var um tvö fallvötn að ræða: Goðafoss eða Brúarfossaþrengslin í Laxá. Árni Pálsson verkfræðingur gerði virkjunaráætlanir fyrir báða staðina, og á árinu 1937 fjekst ríkis- ábyrgð fyrir % af tveim miljónum króna, sem mestpart var lánað í Dan- mörku. í fyrrasumar, rjett eftir slátta- byrjun hófst verkið, en framkvæmd þess var með talsvert líku móti og virkjun Sogsfossanna. Danska verk- fræðingafirmað Höjgaard & Schultz tók að sjer byggingu raforkuversins og lauk því með mestu prýði og á- i.ægju allra aðstandenda, á tilsettum tíma. Yfirverkfræðingur firmans við þessa virkjun, ing. Suhr Henriksen hefir verið vakinn og sofinn í þvi, að verkið gengi sem greiðast, og kvað samvinna liafa verið hin ágætasta milli lians og forráðamanna Akur- eyrarbæjar, sem einnig liafa staðið einhuga að þessu mikla þjóðþrifafyr- irtæki, með borgarstjóra sinn. Stein H. Steinssen í broddi fylkingar. Á honum hefir hvilt mestur vandinn um framkvæmd málsins, bæði lánsútveg- un erlendis og samninga við fram- kvæmd verksins. Fálkinn birtir hjer, fyrstur allra blaða i Reykjavík, nokkrar myndir í Frh. á bls. 14.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.