Fálkinn - 20.10.1939, Blaðsíða 4
4
F Á L K I N N
AKURLENDI m sem áður var SJOR
Holland er láglent og sjórinn hefir rænt þjóðina
miklu landi. En nú rænir þjóðin iandi frá sjónum.
y UIDER ZEE eða Suður-
^ sjór í Hollandi, er feiknastór
fjörður, er myndast liefir á þann
hátt, að stórflóð úr Norðursjó
brutust inn yfir lága fjörukampa
og flæddu vfir lægsta land Evr-
ópu. Öldum saman hafa Hollend-
ar varið ærnu fje til þess að verj-
ast ágangi hafsins, en þar var við
ofurefli að etja. Síðan á 16. öld
liafa verið uppi ráðagerðir um,
að hlaða sjávargarð fyrir opið á
Suðursjó, og þurka hann og um
miðja síðustu öld var fjelags-
skapur myndaður í þeim tilgangi,
en lengi vel varð litið úr fram-
kvæmdunum. Fjöldi áætlana
kom fram um þelta verk, en
engar þeirra náðu samþvkki.
Peningar voru nægir fyrir liendi,
en á hinu strandaði, að meim
treystu ekki áætlunum verkfræð-
inganna. Tæknin var ekki enn
komin á það slig, að menn treyst-
ust til að lilaða garða, sem stæði
af sjer öldur hins opna hafs.
En árið 1922 kom loks fram
áætlun er menn treystu, um lok-
un Suðursjávar og um þurkun
hans og ræktun. Fyrsti þátlur
verksins var auðvitað sá, að
hlaða garð l'yrir fjarðarmynnið.
Þar er allstaðar grunt, en þó
reyndist fyrirhleðslan allmiklum
erfiðleikum bundin. Afl flóðs og
fjöru var mikið, en þó var það
erfiðast er stormar komu af hafi
og stórflóð gengu á landið og
varnargarðana, sem verið var að
steypa. Nú er þessi fló.ðgarður
fullgerður fyrir nökkrum árum
og er hið traustasta mannvirki,
sem talið er að standast muni
allar árásir 'Ægis, hversu jötun-
efldar sem þær sjeu.
Um sjálfa þurkun Suðursjávar
liafa menn lengi verið ósammála.
Sumir vildu þurka upp allan
fjörðinn, en aðrir ekki nema tvo
þriðju af honum. Sigruðu þeir
siðarnefndu.
En' liversvegna ekki að þurka
upp allan fjörðinn, úr því að
garðurinn var kominn? munu
menn spyrja. Hafa Hollendingar
ekki nóg að gera við alt það
akurlendi, sem liægt er að vinna
úr greiþum hafsins? Víst er það
en þrjár veigamiklar ástæður
eru þarna fyrir liendi. í fyrsta
lagi þvkja engin tiltök að gera
gott akurlendi úr þeim hluta Suð-
ursjávar, sem kallaður er Yssel-
meer, þvi að bolninn er svo fá-
tækur þar af gróefnum. í öðru
lagi getur það. verið mjög ]>ýð-
ingarmikið, ef stríð ber að hönd-
um, að geta látið sjóinn flæða
Að ofan I. v.: fíörn að leika sjer i
gömlu skipsflaki, sem fjarað hefir
uppi i fjarðarbotniimm. — T. h.:
Uppdrúttur, er sýnir landið, sem
jmrkað hefir verið óp farið er að
rækta.
yfir alt Norður-Holland. ()g í
þriðja lagi er það talið mikils-
vert, að eiga þarna i firðinum
stórt lón með ósöltu vatni, ef
langvarandi þurkar kynnu að
lcoma. Allur Suðursjór er um
660.000 hektarar, en nú verða
120.000 hektarar skildir eftir,
sem ósalt stöðuvatn, en 240.000
verða að akri.
Vilanlega gerist alt þetta ekki
í einu vetfangi. Fjörðurinn er
þurkaður upp smátt og smátt, en
])að sem fyrst var þurkað er nú
komið í fulla rækt og það liefir
komið á daginn, að landið er af-
arfrjósamt og eftirsóknin eftir
nýbýlum þarna á fjarðarbotnin-
um er mjög mikil. Hjá búnaðar-
ráðuneytinu hollenska liggja fyr-
ir beiðnir um meira land, en
hægt verður að þurka á næstu
líu árum.
Þetta nýja land verður ólíkt
hinu gamla Hollandi, með öllum
vindmyllunum, skurðunum og
síkjunum, því að þarna er alt
gert miklu hagfeldara en áður
var og í samræmi við nýustu bú-
vísindi. Hollendingar eru gömul
búskaparþjóð en jafnframt mikil
framfaraþjóð í húskap. Á nýbýl-
unum er flest miðað við vjela-
notkun og ameríkanskar fyrir-
myndir óspart notaðar, til þess
að geta rekið húskapinn með
sem bestum arði. Ekki veitir af
því að landið er dýrt.
Hingað til hefir hollenska rik-
ið varið vfir 12 miljónum króna
Hollensldr bændur
við viniui á hinum
forna hafsbotni. Þeir
nota fullkomnustu
vjelar við ræktun og
uppskeru.