Fálkinn - 20.10.1939, Blaðsíða 11
F Á L K I N N
11
K vikmy ndaf r j et t ir
MUSSOLINI Frh. af bls. 6.
læst hús — claustrofobi er sú tilfinn-
ing kölluð. Einu sinni neitaði hann
að fara inn í Bláhelli á Capri, því
að honuin fansl að hann mundi al-
drei komast þaðan aftur. Honum líð-
ur best í stórum sölum og skrifstofa
hans í Palazzo Venezia i Róm er
20 metra löng og 15 metrar á breidd.
Eru þetta eflaust gagnáhrif frá veru
hans i þröngum fangaKlefum.
Dr. Wilhehn Stekel sájfræðingur
frá Wien, hefir eigi alls fyrir löngu
ritað glögga ritgerð um Mussolini.
Telur hann valdasókn Mussolini og
gagntakandi meðvitund lians um hlut-
verk sitt í heiminum, geta stafað
af því, að liann liataði föður sinn i
aðra röndina en elskaði hann í hina.
- Mussolini verður altaf að fá að
skipa fyrir. í barnaskólanum sat
hann á þriðja bekk — bekknum,
sem var ætlaður fátækustu drengjun-
um. Hann segir, að eina ánægjan
sem hann hafi af fjallgöngum sje sú,
að komast upp á hæsta tindinn —
sigra fjallið. Meðan diann var múrari
vildi han.n altaf fá að leggja efsta
steininn í byggingunni. Stekel telur
jiað hafa sálfræðilega þýðingu, að
hann var múrari. Fyrst bygði hann
hús, svo bygði liann Ítalíu.
f ýmsu liefir viðhorf hans snúist
aftur í áttina til æskunnar. Hann er
hrifinn af sögu Rómaborgar, sem er
saga hans eigin æsku. Hann telur
Júlíus Cæsar mesta manninn, sem
nokkurntíma hafi lifað. En Napole-
on tignar hann mest allra manna og
hugsar hann sjer jafnan sem ítala.
Mussolini er ekki vel við Hitler,
því að hann þolir ekki keppinauta i
sinni grein. Hann hefir ekki aðeins
reynt að snúa á Hitler og halda aftur
f honum heldur jafnvel að bola hon-
um út. Hann liatar burgeisa, pen-
inga, ketti og ellina — hefir óbeit á
hrumu fólki, sjerstaklega kerlingum.
Skoðun sú, sem Mussolini hefir
myndað sjer á hugtakinu ofbeldi er
svolátandi:
„Hefir nokkur stjórn nokkurntíma
í veraldarsögunni bygt tilveru sína
á fylgi þjóðarinnar eingöngu og af-
salað sjer rjettinum til að beita
valdi? Slík stjórn hefir aldrei verið
ti! og getur aldrei orðið til. Sam-
jiykki er breytilegt eins og sandgár-
arnir í fjörunni. Við getum ekki alt-
a'. fengið samþykki og það er held-
ur aldrei fullkomið. Aldrei hefir sú
stjórn verið til, sem hefir gert alla
þegna sína liamingjusama. Hvernig
scm þjer ráðið fram úr ákveðnu
máli, þá er altaf einhver stétt eða
flokkur manna óánægður með úr-
slitin, jafnvel þó að þau sjeu mótuð
af himneskri visku. Hvernig viljið
þjer forðast að óánægjan breiðist úl
og stofni þjóðfjelaginu í voða? Þjer
afstýrið hættunni með valdi, i hvert
skifti sem þörf gerist. Takið valdið
frá hvaða stjórn sem er og látið hana
slanda eftir með sínar ódauðlegu
fræðikenningar — sú stjórn verður
að gefast upp fyrir fyrsta flokknum,
sem gerist til að steypa henni.“
Fimm sinnum hafa verið gerðar
tilraun til að drepa Mussolini.
Það er sagt, að Hitler hafi svolitla
skammbyssu i skrifborðsskúffunni
sinni og það væri skiljanlegt, að
hann fremdi sjálfsmorð ef verk hans
hrindu. En öðru máli er að gegna
um Mussolini, þennan þjettvaxna
gorilla. Hann dettur aldrei upp fyr-
ir með svo hægu móti.
Lengstu jarðgöngin, sem Frakkar
hafa grafið, eru göngin gegnum Mont
Cenis, sem eru 12841 meter á lengd.
Nú er byrjað á nýjum jarðgöngum
gegnum Vogesafjöll, milli Saint
Maurice og Wesserling og verða þau
8300 metrar. Þriðju lengstu jarð-
göngin í Frakklandi eru Somport-
göngin i Pyrenæafjöllum, sem eru
7820 metrar.
ERFITT AÐ LEIKA SKÓLASTÚLKU.
Kvikmyndir sem gerast á heima-
vistaskólum ungra stúlkna eru að
jafnaði vel þegnar, þó að oftast sje
efnið likt: sem sje að sýna hvernig
stúlkurnar reyna að stelast undan
skólaaganum. í flestum slíkum mynd-
um, er hingað til hafa verið teknar,
hafa vanar leikkonur verið látnar
leika öll helstu hlutverkin, en það
hc fir tekist misjafnlega, þvi að þeim
þykir erfitt að leika kesknar stelpur.
Nú hefir Columbia Fihn gert nýja
TUGGUGÚMMÍ. OG HEPPNI.
Priscilla Lane er yngst þriggja systra
og eru þær eldri hálaunaðar lijá
kvikmyndafjelögum og útvarpi. En
atburðirnir til þess, að Priscilla lenti
á listabrautinni voru þau, að eilt
sinn fjekk hún að fara ineð Rose-
mary systur sinni á Royalleiklnisið og
átti að láta reyna rödd sína með því
að syngja ofurlítið lag. Hún var á
glóðum af hræðslu og feinmi og
tugði „jórturleður" i ákafa, en
gleymdi að taka það út úr sjer þegar
átti að fara að syngja og svelgdist
því á. En til þess að firra sig vand-
ræðum ljet hún eins og þetta lieyrði
til laginu og Ijek nú svo vel, að for-
stjórinn varð forviða og rjeð hana
undir eins. En Príscella Lane leikur
líka vel á fiðlu og hjer sjest hún
vera að æfa sig.
mynd i þessari grein og lieitir liún
„Girls School“ en hefir verið kölluð
„Hendes Hemmelighed“ á dönsku.
Leikstjóranum var falið að velja
stúlkur í hlutverkin og tók hann þá
upp það nýmæli, að leita ekki til
kvikmyndadisanna heldur fór hann
beint í skólann og valdi þar fim-
tíu stúlkur í myndina. En myndin er
tekin á einum slíkum skóla, „Mago-
lia Hall“, sem stendur framarlega í
röð kvennaskóla i Bandaríkjunum.
Hjer á myndinni sjást sex af stúlkun-
um í „Girls School“.
LEIKARI SEM FYLKISSTJÓRI.
Leo Carillo er nafn, sem oft hefir
sjest í auglýsingum kvikmyndahús-
anna. Leikur hann að jafnaði mexí-
lcanska bófa eða önnur þrælmenni. í
nýrri Columbiamynd, sem heitir
„Úncle Joe“ hefir hann aldrei þessu
vant fengið geðþekkara hlutverk, þvi
að þar leikur hann heiðarlegan ít-
alskan kaupmann, sem tekur að sjcr
foreldralausa telpu, sem er máttlaus,
og gerir hvað hann getur til þess að
láta lækna hana. Er myndin mjög
luignæm lýsing á stórborgarlífi fá-
tæka fólksins og prýðilega leikin.
I.eikur Editli Fellows telpuna og sjást
þau Carillo hjer á myndinni.
Leo Carillo er af góðum ættum frá
Kaliforníu. Langafi hans varð fyrstur
manna fylkisstjóri í Kaliforíu og nú
hefir verið reynt til að fá Leo Carillo
til að verða í kjöri sem fylkisstjóra.
Oscar Clausen
Frá liðnum dögum. XVII.
Hjörleifur læknir.
Á öldinni sem leið var, eins og
kunnugt er, uppi maður vestur við
Breiðafjörð, sem var gæddur óvenju-
legri fjarsýnisgáfu og var um leið
læknir af guðs náð, en j)að var Þor-
leifur gamli í Bjarnarhöfn og hafa
verið sagðar miklar og einkennileg-
ar sögur af honum.
Samtímis Þorleifi, eða nokkru fyr
á öldinni, var uppi maður austur í
Skaftafellssýslu, sem ekki fór minna
orð af þar eystra, vegna þess hversu
góður læknir hann var og hversu
mikilli fjarskygnisgáfu hann var
gæddur, en þessi maður lijet Iljör-
leifur Jónsson og skal lijer sagt litið
eitt frá honum. —
Hjörleifur, sein ýmist var kallaður
læknir eða bartskeri, er sagt að hafi
verið ættaður og upprunninn undan
Eyjafjöllum, en hann var orðinn
roskinn maður þegar liann fluttist
þaðan að vestan og settist að í Ör-
æfum. Þá var hann búinn að missa
konu sína og orðinn ekkjumaður, en
kona hans hafði heitið Sigríður og
höfðu þau átt einn dreng, er Árni
hjet. Frá Svínafelli flutti Hjörleifur
að Starmýri í Álftafirði og þar var
hann nokkur ár hjá Guðmundi syni
Hjörleifs sterka, en síðast átti Hjör-
leifur læknir heima á Hvalsnesi i
Lóni. Hann var oftast á ferðalagi,
fram og aftur, um Skaftafellssýsl-
urnar og.var þá að lækna, en ofl
kom það líka fyrir, að liann var
sóttur langar leiðir, alla leið austur
i Múlasýslu, enda var hann talinn svo
góður læknir, þó ólærður væri, að
engum öðrum þýddi að reyna við
þann sjúkling, sem hann var geng-
inn frá. —
Hann notaði aldrei annað lyf en
það, sem hann fann upp sjálfur
og bjó til úr íslenskum grösum,. og
svo notaði liann líka uppsprettuvatn
til lækninganna, en þó ekki nema úr
ákveðnum uppsprettum. — Blóðtöku-
maður var Hjörleifúr líka og þótti
með afbrigðum hvað honum heppn-
uðust blóðtökurnar' vel. Hann túk
mönnum aldrei blóð á þeim tímum,
sem liann áleit að ætti ekki við livern
einstakling, og ákvað hann það eftir
þvi, sem liann gat sjeð af útliti hvers
sjúklings. —
Eitt af því, sem Hjörleifi var til
lista lagt, var ]iað, liversu slingur
liann var að lesa forlög manna í
lófa þeirra. Svo viss var hann í
þessu, að varla nokkurn tíma brást
það sem hann sagði í þessu efni.
Venjulega var Hjörleifur dulur og
talaði fátt, en það var mál manna
að hann segði Guðmundi á Starmýri
margt um kunnáttu sína, en Guð-
mundur var ekki siður orðfár en
Hjörleifur og því glataðist öll lækn-
iskunnátta Hjörleifs, þegar þeir voru
báðir fallnir frá. — Margir trúðu
þvi, að Hjörleifur væri göldróttur og
styrkti fjarsýni lians menn einkum
í þeirri trú. Hjer skulu nú sagðar
nokkrar sagnir af Hjörleifi lækni.
Þegar á unga aldri hneigðist liug-
ur hans mjög til lækninga og snemma
bar á því hversu laginn hann var
og natinn við að hjálpa dýrum, sem
eitthvað varð að. Einu sinni, þegar
hann var drengur, fann hann fót-
brotna æðarkollu, sem ekki gat flog-
ið. Hjörleifur tók hana heim með sjer,
Frh. á bls. 13.
Er talið, að hann eigi vísa kosningu
ef hann býður sig fram. En Carillo
langar ekkert til að verða fylkisstjóri.
Hann er hræddur um, að vinsældir
hans hverfi, ef hann fer að gefa sig
að stjórnmálum.