Fálkinn


Fálkinn - 20.10.1939, Blaðsíða 12

Fálkinn - 20.10.1939, Blaðsíða 12
12 F Á L K I N N STANLEY SYKES: Týndi veðlánarinn. 27 Drury tók sígarettu og bjó sig undir að lilusta á söguna' til enda. „Eins og þjer vitið,“ hjelt Stevens á- fram, „þá mælla lögin svo fyrir, að við eig- um að selja hreinar, fullgóðar og ófalsaðar vörur, að viðlögðum sektum og refsing- um. Laidlaw pantaði hjá okkur ýmsar lyfja- vörur fyrir einum eða tveimur mánuðum og voru þær seridar honum á venjulegan hátt. Þetta var ekkert óvenjulegt — við fá- utn pantanir frá lionum með nokkurra vikna millibili, og svo heyrðum við ekkert í málinu. En þegar við vorum að líta yfir hirgðirnar uppgötvuðum við, að þarna hefði verið afgreitt rangt efni. Sem betur fer er ólíklegt, að það gæti dregið nokkurn dilk á eftir sjer, en leiðinlegt var það samt.“ „Ójá, en þetta kemur ekkert erindi mínu við, herra Stevens. Jeg þarf að vita, hvort þjer liafið selt Laidlaw sykurkvoðu nýlega, og ef svo er, þá live mikið og hvenær.“ „Tarna var skrítið. Það var einmitt syk- urkvoðupöntunin, sem misgáningurinn varð á.“ „Var það ?“ „Já. Við skulum lieldur koma inn í pant- anadeildina til að komast fyrir þetta.“ Þeir fóru saman inn í stóran sal, þar sem ekkert heyrðist nema glamur í ritvjelum. Öðru megin var skilveggur úr gleri og I)ak við þann sáust snöggklæddir menn vera að búa um flöskur og bqggla. „Náið þjer í viðskiftabók Laidlaws lækn- is,“ sagði framkvæmdastjórinn við næstu vjelritunarstúlkuna. „Hjer eru að mestu leyti afgreiddar pantanir frá læknum og lyfjabúðum og látnar ganga áfram til þeirra sem l)úa um þær,“ hjelt liann áfram er stúlkan var hlaupin af stað í erindið. „Þetta eru marghrotin viðskifti, skal jeg segja vður. Auk- Jæss að framleiða efnin, þá eru tegundirnar svo margar af þvi sem beðið er um, að oft þarf að fara i tólf geymslu- herbergi til þess aS ná saman einni pöntun. Hjerna er eitt dæmið.“ Stevens tók upp blað af einu horðinu. „Þctta er læknispöntun. Hann biður um bpmull og umbúðir þær eru upp á háa- lofti. Svo vantar hann sex eða sjö tegundir af lyfjaefnum, þau koma af annari hæð — stálflösku með súrefni, hún er í kjallaran- um, ein skæri, klóróformgrímu og brjef með nálum — verkfæradeildin; svo sendir hann þrjá hnífa i brýnslu og eina töng, sem á að nikkelhúða, það fer á verkstæðið — svo vill hann vita, liversvegna við höfum ekki skrifað til góða hjá honum endursend- ar umbúðir og loks biður hann okkur að útvega sjer varalækni í júlí — þeir koma til mín. Nú sjáið þjer, hversvegna við höf- um svona marga skrifara." Stúlkan kom aftur með lausblaðabók og rjetti húsbónda sínum. „Kanske við ættum heldur að koma inn til min?“ sagði hann. Drury kinkaði kolli. Honum fanst ekk- ert gott að eiga að tala við mann í öllu þessu glamri og skrölti. „Jæja, livað viljið þjer þá sjá?“ spurði Stevens um leið og hann ljet aftur dyrnar og handljek bókina. „Síðustu pantanir dr. Laidlaws hjá yður. J)akka yður fyrir.“ „Hjerna er J)að. Þetta er sú siðasta, hlaðsiða 129 — tvö pund af natrón, ])ús- und aspíríntöflur, tvær únsur af pipar- mintuolíu, pund al' ópíumupplausn eða laudanum. Umbúðirnar merktar eins og fyrirskipað er i lyfjalöggjöfinni. Svo koma tvö gross af bláum pillum, hálf gallóna af trjespíritus, tvö pund af klóróformi — J)etta hlýtur að vera skotskur læknir. Skrítið er að tarna, allir skotskir læknar nota svo mik- ið af kTóróformi en ensku læknarnir vilja ekki lila við ])ví. Þeir nota eter í staðinn —. Sex metrar af grysjuvef, tveir pundspakk- ar af horax og eilt pund af sykurkvoðu. Pantað í síma 21. febrúar og afgreitt 22. febrúar. Var ])að þetta, sem þjer vilduð vita?“ , .Tá,“ svaraði Drury og sperti eyrun þeg- ar sykurkvoðan var nefnd. „En hvað var um þennan misgáning, sem þjer mintust á áðan?“ „Já, það var einmitt sykurkvoðan. Laid- law fjekk hana ekki. Hann hefir eflaust haldið, að það væri svkurkvoða sem hann fjekk, en það var „lævulose“.“ Drury fanst hann vera að sökkva ofan í hvldýpi. Úr þvi að Laidlaw hafði ekki fengið svkurkvoðuna þá hafði hann eklci gefið hana inn. Og þá var ómögulegt að vjefenga úr- slit blóðrannsóknarinnar. XVII. kapítuli. ÞRIÐJA RANNSÓKNIN. „Hvað er „lævulose“?“ spurði Drury mæddur. „Það er önnur tegund af svkri, en mjög lílc sykurkvoðu.“ „Gat Laidlaw hafa tekið eftir misgán- ingnum?“ „Nei, efnin eru mjög lík að sjá og þau eru sömuleiðis lik i raun. Það er ekki hægt að gera greinarmun á þeim með venjulegri efnarannsókn. Efnasamsetningin er sú sama og það er ekki hægt að finna mun á þeim nema með ljósskoðun.“ „Þá hefir Laidlaw notað þetta efni án þess að vita það, i stað sykurkvoðunnar, sem hann pantaði. ,,.Tá.“ „Og sá sem hefði reynt að efnagreina það mundi hafa komist að raun um, að þetta væri sykurkvoða, eins og hann bjóst við.“ „Já, nema því aðeins að hann notaði „pol- arimeter" ljósbrotsáhaldið, sem jeg mintist á. Sje efnarannsókn eingöngu noluð, verða úrslitin þau sömu fyrir háðar sykurteg- undirnar." „Gott,“ sagði Drury ánægður. „En mað- ur getur fundið muninn með „polarinmeter?" „Já undir eins. Ef þjer hiðjið efnafræðing að rannsaka sykur fyrir* yður, þá notar hann jafnan þetta áhald, til þess að þekkja þessar tvær sykurtegundir í sundur. „En ef maður spyrði hann hvort sykur- kvoða væri eða ekki, í líffærum þar sem „lævulose“ kemur aldrei fyrir, mundi hann þá nota ljósbrotaáhaldið?“ „Nei, þá mundi efnafræðilega aðferðin duga.“ „Þakka yður fyrir, herra Stevens. Þessar spurningai1 munu koma vður kynlega fyrir sjónir, en ef þjer lesið blöðin næstu vik- urnar þá nninuð þjer fá ráðninguna á þeim.“ Drury kvaddi og flýtti sjer á næsta póst- hús og sendi þaðan símskeyti til James Martin á St. Martha Hospital, London: Frestið rcinnsókninni. Mikilvægar nýrri upplýsingar fyrir hendi. Kem næstu lest.“ Fjórum klukkutímum síðar var Drury aftur staddur á rannsóknarstofu sir James Martins og beið hans með óþreyju, en liann var önrium kafinn í fyrirlestrarsalnum fvr- ir innan. Drury heyrði gegnum lokaðar dyrnar rödd hans. Klukkan sló fjögur og í sama bili hætti fyrirlesarinn að tala, það heyrðist skrjáfa i blaðaheftum stúdentanna. Dyrnar opnuðust og sir James kom inn. Fyrirlesarinn stakk á sig hlöðum sínum og fór að þvo krítina af höndum sjer. „Jeg fjekk skeytið yðar, Drury,“ sagði hann. „Það var hvorki haus nje liali á því, en jeg gegndi yður í blindni. Hvað er nú á seiði?“ „Jeg vildi fyrirhyggja, að þjer eydduð þessum sýnishornum, sir,“ sagði Drury. „Eyða þeim? Eruð þjer að gefa í skvn, að jeg sje ekki fær um að ákvarða sykur- kvoðuinnihaldið í þeim?“ „.Tá, sir,“ svaraði Drury, hinum til mik- illar furðu, en tónninn var svo alúðlegur, að sir James sá ekki ástæðu til að reiðast. „Út með það, maður? Hversvegna gat jeg ekki ákveðið sykurkvoðuna?“ „Vegna þess að liún er engin.“ „Hvernig stóð þá á þvi, að það munaði minstu, að sykurinnihaldið reyndist við fvrri tilraunina nær því alveg eins og það átti að vera?“ Drury skýrði honum nú i fáum orðum frá hefnd vikadrengsins lijá Barclav & Stevens, og að Laidlaw hefði fengið annað en hann hað um. „Mikið skratti eruð ])jer góður snuðrari,“ sagði sir .Tames með aðdáun. „Skyldum við þá vera á rjettri leið eftir alt saman? Jeg geri ráð fyrir, að það sje best að ganga úr skugga um það sem fyrst?“ Hann opnaði skáp og tók fram pappa- öskju. „Hjerna eru sýnishornin, sem jeg tók þegar likið var grafið upp í annað skifti,“ sagði hann. „Við skulum fara með þau upp á rannsóknastofuna á efri hæðinni, því að jeg hefi ekki „polarimeter" hjerna niðri. Og auk þess eru svona rannsóknir ekki mitt meðfæri. En við vorrim lieppnir að þessi misgáningur skyldi verða,“ hjelt hann áfram meðan þeir voru að ganga upp stig- ann. „Ef Laidlaw liefði fengið það sem hann pantaði, hefðum við ekki getað sann- að neitt — maður hefði aðeins orðið að byggja á likum, og það tekst ekki altaf vel, fyrir tólf manna kviðdómi.“ „Það væri nú tíka mál til komið, að liepnin færi að verða með okkur. Hingað til höfum við ekki haft neitt nema skap- raun og mótlæti." Sir James sneri sjer lil aðstoðarmanns er hann liitti þarna uppi og sagði: „Viljið þjer spyrja Slieldon prófessor, livorl jeg megi tala við hann?“ Aðstoðarmaðurinn jótaði og flýtti sjer á hurt og innan skamms kom liár maður í livítum slopp út úr einum dyrunum. „Þarna er prófessorinn,“ sagði sir James. „Góðan daginn, Sheldon. Viljið þjer gjöra

x

Fálkinn

Gerð af titli:
Flokkur:
Gegnir:
ISSN:
1670-0260
Tungumál:
Árgangar:
39
Fjöldi tölublaða/hefta:
1863
Gefið út:
1928-1966
Myndað til:
1966
Útgáfustaðir:
Ritstjóri:
Vilhjálmur Finsen (1928-1938)
Skúli Skúlason (1928-í dag)
Sigurjón Guðjónsson (1938-1939)
Lúðvík Kristjánsson (1939-1939)
Ragnar Jóhannesson (1939-1940)
Efnisorð:
Lýsing:
Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað: 42. Tölublað (20.10.1939)
https://timarit.is/issue/294457

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

42. Tölublað (20.10.1939)

Aðgerðir: