Fálkinn


Fálkinn - 20.10.1939, Blaðsíða 6

Fálkinn - 20.10.1939, Blaðsíða 6
6 F Á L K I N N Uiill Scott: Sex! Eftir þrjá tinia FRJETTIR J^LUKKAN FJÖGUR síðdegis sá Helen Mason manninn sinn síð- ast. Þeir fylgdu lienni um endalausa ganga lit að slóra hliðinu. Viðmóts- góður varðmaður sneri lyklinum í stóru skránni. Hún gekk út á skitna götuna fyrir framan fangelsið og hliðið lokaðist að baki henni. Hún fór ekki heim. Hún átti ekki neitt heimili lengur, til að vitja. Að- eins veggi, borð og stóla. Og.mynd- ir — ljósmyndir af ])ví, sem verið hafði áður en líf þeirra hrundi í rúst. Ljósmynd af Philipp, tekin sumarið sem þau voru í Lyme Regis: „Til Helen — frá Philipp.“ Aðrar ljós- myndir frá öðrum sumrum .... Og í fyrramálið klukkan níu .... Hún fór ekki heim. Hún gat ekki farið heim. Eins og hún gengi í svefni reikaði liún um götur, sem hún hafði aldrei farið áður. í rökkrinu bar liana að stórri járnbrautarstöð og fór þar inn í veitingaskálann. Stóll við marmáraborð og bolli af te. Ilvíld .... Við borð nálægt dyrunum sátu tveir menn og ræddu um Philipp — um Mason-málið svokallaða .... Hún læddist út aftur og gekk inn á far- seðlaganginn. Auglýsingar frá sól- björtum baðstöðum dönsuðu fyrir augunum á henni. Bognor .... Bex- hill .... Harvey .... Cove .... „Harvey Cove .... þar höfðu þau verið hálfan mánuð sumarið ’31. Einhversstaðar varð hún að ganga, eitthvað varð hún að fara. Hún varð að fá hvíld. Komast svo langt sem mögulegt var þaðan, sem hið ægilega átti að ske. Þangað, sem engar frjettir bætu borist af því — ef sá staður væri til á jörðinni. Hún keypti sjer farseðil og steig inn í lestina til Harvey Cove. Nóttin lagðist yfir. Götuljósin loguðu i smá- bæjunum, sem leiðin lá um. Hún lagði aftur augun. Kanske gæti eitthvað gerst á síðasta augnabliki, svo.að Pliillipp fengi að lifa og koma til hennar aftur. Hún liafði sótt um náðun — árangurslaust. Alt hafði reynst árangurslaust. En máske .... Lestarvörðurinn hrópaði „Harvey Cove!“ Hún steig út og fann hvernig svalt næturloftið beit i kinnarnaar. Undarlegur bær þetta, þar sem lnin og Phillip höfðu lifað í sælu í tvær vikur. Undaralega litill bær, með svartri á og lítilli trjebrú. Gistihús! En hún hafði engan far- angur með sjer. Langar skýringar. Slúður. Tortryggjandi augu. Nei, hún gat það ekki .... Hvað gerði það til? Hún gekk og gekk. Fann lyktina af þangi og þara og mintist dimmrar götu, þar sem hún og Phillip höfðu einhverntíma keypt eitthvað, í búðinni á horninu. Hún gekk niður dimmu götuna. í nábleiku tungsljósinu fór hún stíg- inn, sem lá meðfram ánni. Gamla trjebrúin kom í Ijós. Hún settist á bekk, hlustaði, og reyndi að hugsa. Hver veit nema eitthvað gerðist á síðustu stundu? Tíu gjallandi högg frá kirkjuklukk- unni. Hún taldi þau. Svo ellefu. Ilún gat ekki minst þess að liafa hugsað nokkurn skapandi hlut tímann sem leið á milli. Höfuð hennar var eins og loft. Hún hafði ekki annað að gera en sitja þarna og telja höggin hjá klukkunni. Tólf! Öll ljós í litla bænum voru fyrir löngu sloknuð. Eitt! Tvö! Þrjú 1 Tunglið var farið að dala, bak við gömlu trjebrúna. Hún hrærði sig ekki. Það var eins gott að vera hjerna eins og hvar sem væri annarsstaðar. Hversvegna að flytja sig? Fjögur! Fimm! Tunglið var horfið, en ekki komin dögun. Það var dimt eins og í dybl- issu. Kanske Phillip teldi slögin líka. Hún skalf. Sex! Tíu. Klukkan tíu? Það var bjartur dagur. En .... Hún settist upp og skalf. Hún hlaut að hafa sofið. Klukk- an tíu. Fyrir einum klukkutíma .... Hún kjökraði. Það leið löng stund þangað til hún gat hreyft sig. Loks þegar klukkan sló ellefu stóð hún upp og gekk blýþungum fótum til baka dimmu götuna inn i syfjaða smábæinn. Ilún varð að vita úrslitin. svo að enginn efi væri eftirskilinn. Eitthvað gal hafa gerst á síðustu stundu. __ 1_ Þetta var gamaldags hlaðabúð í High Street. Röð af auglýsingamið- um, sem sögðu frá efni blaðanna. Hún rendi þreyttum augum yfir auglýs- ingarnar. Forsætisráðlierrann veikur. f heimi, sem var fullur af harmasög- um virtist þetta vera það eina sem máli skifti.'Hún gekk inn í búðina. Lítil klukka dinglaði og hringdi yfir höfðinu á henni. Góðlátlegur gamall maður rneð gler- augu kom fram að diskinum að inn- anverðu. „Hvað má jeg bjóða yður frú?“ Hún þreifaði i töskunni sinni eftir skikling. Og um leið varð henni litið á lilaða af samanbrotnum blöðum á búðardiskinum. Yfir dálkunum stóð n'eð feitu letri: Hanged This Morning (Hengdur í morgun). Hún kæfði niðri i sjer angistaróp- ið. Gamli maðurinn með gleraugun horfði forviða á hana. Eins og úr fjarlægð heyrði hún hann spyrja, hvort eitthvað væri að henni. Hún liristi höfuðið ósjálfrátt. Hún sneri frá og aftur gelti í dyrabjöllunni. Hún reikaði niður að ánnit Það sást ekki nokkur manneskja. Hvergi bærðist líf. Vatnið var svart og djúpt og hún gekk alveg fram á bakkann. Og hún gekk áfram. Augnabliki síðan kipti straumurinn undan henni fótuunm og lyfti þeim upp. Hún sá máf sveima hátt uppi og heyrði í honum vælinn. Svo varð alt dimt .. Maðurinn í bátnum dró hana upp úr vatninu rjett fyrir neðan gömlu trjebrúna. Hann hjelt fyrst í stað að hún væri dauð. „Hversvegna gerðuð þjer þetta,“ spurði hann. „Þeir hengdu hann í morgun,“ hvíslaði hún. „Hengdu hvern?“ spurði maðurinn. En hún svaraði ekki þvi að það hafði liðið yfir liana. Góðlátlegi gamli maðurinn með gleraugun greip efsta blaðið úr hlað- anum á búðardiskinum sínum, braut það í sundur og las yfirskriftina á forsíðunni: „Premier: Condition Unchanged This Morning" (Forsætisráðherrann: Heilsufarið óbreytt í morgun). En neðarlega á síðasta dálki fyrstu síðu, þar sem nýustu frjettum er skotið inn stóð þetta: „Ný gögn hafa komið fram í máli Phillip Mason, er hafa valdið þvi, að hann var látinn laus snemma í morgun.“ í hænum Glendale i Ohio hafa menn einkennilega aðferð til að til- kynna barnsfæðingar. í kirkju einni, sem hefir klukkuspil, er hringt lagið „Little Jack Horner" ef drengur hef- ir fæðst, en „Mary had a little lamb“ ef meybarn fæðist. er miðstöð verðbrjefavið- skiftanna. — Buð samtíðarinnap: — Benito Mussolini. Eftir John Gunter. Ákafamaðurinn glæsilegi, járn- smiðssonurinn, sem skóp ftalíu nú- tímans, á að baki sjer býsna sundur- leitan æfiferil. Hann hefir ekki ver- ið við eina fjölina feldur um æfina. Faðir hans var byltingasinnaður socialisti og þá lífsstefnu tók Benito í arf. En að öðru leyti varð harin ekki fyrir svipuðum áföllum, sem geta gjörbreytt stefnu ungrar sálar, eins og t. d. þeir Lenin og Pilsudski, sem urðu að segja tnátti að horfa upp á aftökur eldri bræðra sinna. Og móðir Benito var barnakennari i fæðingarþorpi hans, prýðiskona, eins og mæður flestra stórmenna. Sá sem mest áhrifin hefir liaft á Mussolini í æsku, hefir líklega verið rússnesk flóttakona, sem hann hitti i útlegðinni í Sviss, frú Angelica Balabanov. Hún Ijet sjer ant um hann á fyrsta byltingarskeiði hans, hjelt við heilsu lians og gaf honum að horða — bæði andlega og Iíkam- lega. Mussolini, sem þá var múrari, virðist einhverntíma hafa átt tal við Lenin, fyrir milligöngu frú Balabanov Mörgum árum síðar ámælti Lenin ítölsluim socialistum fyrir það, að þeir hefðu ,mist‘ Mussolini, besta mann sinn. Hann gleypli í sig Marx, Hegel, Macchiavelli, Lasalle, Nietsche, Pare- to og Sorel og melti þá eins og þerri- blað blek. Af Nietsche lærði hann að fyrirlíta fjöldann — af Marx að elska hann. Hann segist hafa gengið með smámynd af Marx i vasanum i æsku. Mussolini fór á kristilegan skóla, af ])ví að nióðir hans bað hann um það, þó að faðir hans væri andvíg- ur allri guðstrú. Síðar varð hann kennari sjálfur, með 56 lira kaupi á mánuði, þangað til hann flýði til Sviss, 19 ára gamali. Hann vann fyrir sjer sem múrari og sem starfs- maður í súklculaðigerð. Oft svalt hann. Frú Balabanov lýsir því, er hann stal mat frá tveimur enskum kerlingum, sem voru á gönguför og höfðu með sjer nesti. Á nóttinni fræddist hann um sosí- alisma. Hann var áróðursmaður, komst í tæri við lögregluna, lenti í fangelsi og var gerður landrækur úr hverju svissneska fylkinu eftir annað. Alls var liann fangelsaður 11 sinnum í Sviss og Ítalíu. Hann hat- aði fangelsin, bæði af siðferðilegum áslæðum og vegna hinna Hkamlegu óþæginda. Einu sinni tók lögreglan í Genf fingraför hans og síðan hefir honum jafnan verið illa við Sviss. Fangelsisdvalir Mussolini eru eflaust orsök þess, hve illa honum er við Frh. á bls. 11.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.