Fálkinn - 20.10.1939, Blaðsíða 13
F Á L K I N N
13
« 1 1 2 3 4 m 5 m 6 m 7 9 10
M 1 1 m 13 | 14 1 1
1 i11-' m 17 m 18 m 1 9
,, 2 1 m 22 m 23 m 24 m 25 |
•.*6 I27 íií 28 29 30 m 31
32 | 33 m 84 m 35 | »
36 | m 37 38 M! m 3y | m 4 0 |
m m Ml4’ \ i m
«2 4 3 44 m 45 | 3SF| m 4 6 m 4 7 48
49 | 50 m 51 52 m 53 54 »
55 1 m 56 | 57 » 58 | ■ 59
60 » 61 m m 62 63 » 64 1
65 66 | | j67 ||§£ 68 69 » 70
m 72 | 73 »|
74 i m\ m m 75 |
Krossgáta Nr. 309.
Lóðrjett.
1 bjúga. 2 á fæti. 3 sár. 4 gort. 5
hreyfa sig. (> .kraftar. 7 í spilum 8
samtenging. 9 komast. 10 ágóði. 12
þyngdarniál. 14 vagn. 16 illur. 19
goð. 21 aðgangur. 23 skaut. 25
hlöskri. 27 tveir ómerkir. 29 skamm-
stöfun. 30 goð. 31 upphrópun. 33
Ifýtti sjer. 38 úrkoma. 39 fæða. 43
tangi. 44 huglaus. 47 halli. 48 á
spólu. 50 tveir samhljóðar. 51 upp-
hrópun. 52 tveir eins. 54 forsetning.
55 ríki í Evrópu l)gf. 50 svalt. 57
byggir. 59 brauð. 61 hýði. 63 guð,
66 Þór. 68 uppstökkur. 09 skyld-
menna. 71 titill. 73 úttekið.
Lárjett.
1 Postuli. 7 Snjóa. 11 þrældómur.
13 bæjarnafn. 15 loðna. 17 drynja. 18
tína. 19 trylt. 20 eldstæði 22 skamm-
stöfun. 24 tveir eins. 25 ösluðu.
2(: kjáni. 28 framleiðsla. 31 skip. 32
þraut. 34 rigna. 35 ekki minn. 36
stefna. 37 liðandi stund. 39 tími. 40
stefna. 41 gata í Reykjavík. 42 náms-
grein. 45 tveir ómerkir. 46 forsetn-
ing. 47 þrir eins. 49 kiljönsk per-
HJÖRLEIFUR LÆKNIR.
Frh. af bh. lí.
lagði síðan grös við fótinn og batt
spelkur við. Svo stundaði hann koll-
una með mikilii nákvæmni og ao
lokum gréri fóturinn. Síðan slepti
hann henni, en þetta var fyrsta
lækningatilraun hans og upphafið að
því að hann fór að lækna menn, sem
síðar varð aðallífsstarf hans, þó að
hann reyndar líka væri þjóðhaga-
smiður og hefði getað lifað vel á
því handverki sínu. —
Einu sinni kom Hjörleifur á hæ,
þar sem verið var að smíða utan
um mann og gekk hann með smion-
um til þess að mæla líkið. Smiður-
inn hað Iljörleif að halda í annan
cndann á bandinu og tók hann end-
ann, og gekk að líkinu, en stansaði
við og sagði: „Þú þarft ekki að
smíða strax utan um þennan mann,
Ijví að hann er lifandi“. — Hjörleifur
fletti síðan áhreiðunni ofan af hin-
um dauða manni og tók honum svo
hlóð í hvirflinum, en þá fór brátt að
sjást lifsmark með honum og svo
batnao'i honum svo, að hann varð
heill heilsu. —
Eitt sinn var Hjörleifur beðinn að
lækna barn, sem hafði orðið blint
upp úr veikindum og var búið að
vera það í heilt ár. — Hjörleifur ráð-
lagði að þvo á því augun úr upp-
sprettuvatni, sem væri tekið úr upp-
sprettunni svo snemma að morgnin-
um, að fugl hefði ekki flogið yfir
það, en það sagði hann líka, a?í upp-
spretta þessi ætti að vera undan
sólu, eða móti norðri. — Þetta var
sóna. 51 hrós. 53 bjáni. 55 narr. 56
lirópa. 58 —vinsla. 60 tafl. 61 tveir
öfugir. 62 jarmur. 64 tröllkonuheiti.
65 spil. (>(> bóla. 68 leggja af stað.
70 úllekið. 71 útgjöld þf. 72 óslit-
andi. 74 eftirsjá. 75 fullvissa.
Lausn á Krossgátu Nr. 308.
Lárjett.
1 flaskar. 6 straums. 11 öngultaum.
12 skáin. 13 ausan. 15 kvi. 17 ósk.
19 ask. 21 kimi. 22 álkur. 23 kuta.
24 ata. 26 far. 28 sór. 29 randar. 32
Austri. 34 áraskifti. 35 rjórok. 37
lagnir. 40 kól. 41 slæ. 43 aga. 44
ásar. 45 skata. 46 uglu. 47 laf. 49 öri.
51 auð. 52 illur. 55 latar. 58 innileg-
ar. 59 rafmagn. 60 gamanið.
Lóörjett.
1 frakkar. 2 sök. 3 knár. 4 agi.
5 Runólf. 6 stakur. 7 tau. 8 rusl. 9
ama. 10 spakari. 12 síman. 14 naust.
16 vitaljós. 18 skarkalar. 20 stór-
siglu. 25 baron 27 Putar. 30 dár. 31
rak. 32 afl. 33 sig. 35 skálmar. 36
Ólafi. 38 nagar. 39 rauðvið. 41 skör-
in. 42 ætileg. 48 elna. 50 stam. 53
lim. 54 ung. 56 aga. 57 ara.
gjört, eins og hann lagði fyrir og
fór þá barninu að batna smátt og
smátt, og varð að lokum vel sjá-
andi og hjelt sjón alla æfi. Þetta
var stúlkubarn, sem hjet Steinunn
Sigurðardóttir og voru foreldrar
hennar á Kálfafelli í Suðursveit, en
sagan er höfð eftir móður hennar,
sem hjet Valgerður.
Hjörleifur var einu sinni gestur
á bæ og sá stúllcu stökkva ofan af
garði skamt frá, þar sem hann var
að tala við heimamennina. Þá vjek
hann sjer að stúlkunni og sagði: „Nú
gjörðir þú tvent úr einu, stúlka
mín“. Þeir, sem til heyrðu skyldu
ékki hvað hann átti við, en 9 mán-
uðuni siðar átti stúlkan tvíbura og
var þá slegið föstu, að Hjörleifur
hafi sjeð hvað verða vildi, þegar
hún stökk ofan af garðinum.
Einu sinni var Hjörleifur á ferð
í Hornafirði og kom að Árnanesi,
en þar kom hann ofl og var þar vel
tekið, eins og allsstaðar, því að
hann þótti góður gestur og var vel
sjeður af öllum. Húsfreyjan i Árna-
uesi var vön að koma til tals við
Hjörleif, þegar hann kom þar, en
nú hrá hún vana, en það var hæði
vegna þess, að hún var vanfær og
ekki vel frísk, og svo leiddist lienni
það, að hún hafði ekkert, sem henni
])ótti boðlegt handa Hjörleifi. Hún
var því í önguni sínum yfir því.
hvað hún ætti að gefa honum að
borða og varð gengið fram hjá dyr-
iinuin á herbergi því, sem Hjörleifur
sat í, en þá kom liann út og heils-
aði henni og sagði: „Þú þarft ekki
að vera að hugsa um mat handa
mjer, gefðu mjer graút, eins og liinu
fólkinu." --- Svona fór hann nærri
um hvað húsmóðirin var að lmgsa
um. —
í annað skifti var Hjörleifur á
ferð og ætlaði suður í Öræfi, en kom
að Kálfafelli í Suðursveit. Sigurður,
sem þar var bóndi. hað hann um
meðöl handa Valgerði konu sinni,
sem var vanfær, en þegar hún hafði
áður átt barn, hafði henni gengið
svo erfiðlega, að hún var nærri kom-
in í dauðann. Hjörleifur þekti ekki
Valgerði og spurði hvort hún væri
dökkhærða konan, sem hann hefði
sjeð þar úti þegar hann kom, cn
bóndi kvað nei við’ því en það
væri Guðrún systir hennar. Þá vildi
Ifjörleifur fá að sjá konuna og kom
þá Valgerður fram. en þegar hann
hafði sjeð liana, sagði hann bónda, að
hann gæti auðvitað látið hann fá
rneðöl, en það væri óþarfi, þar sem
hún væri hraust og þyrfti þeirra
ekki með, og myndi aldrei nota þau.
—- Sigurður bóndi vildi. eigi að síð-
ur, fá meðölin og ljet Hjörleifur þau
því i tje.
Skönnnu síðar lagðist Guðrún á
sæng og gat ekki fætt barnið og var
þá tekið til meðalanna frá Hjörleifi.
sem hann hafði ætlað Valgerði, en
þau hjálpuðu ekkert. Þá var maður
sendur til að sækja Hjörleif. en hann
var þá staddur úti á Núpstað og hafði
verið sóttur þangað. Sendimaðurinn
hjelt þvi áfram þangað og bað Hjör-
leif að koma með sjer austur Iiið
bráðasta. Hjörleifur sagðist geta kom-
ið með honum, en það væri til einsk-
is, því að konan yrði dáin þegar
hann kæmi austur. Hann sagðist liafa
sjeð hana á suðurleiðinni og þá sjeð
á lienni, að hún væri feig og það
væri ekki á sinu valdi, að hjálpa
henni. Hann fór þó á stað með sendi-
manninum, en þegar þeir voru komn-
ir aiistur á Núpsstaðahlíðina, sagði
Hjörleifur: „Nú er konan dáin“. —
Þeir hjeldu nú samt áfram austur að
Kálfafclli, en þegar þangað kom, var
konan dáin og þegar að var gáð.
hafði hún dáið einmitl á sama tíma og
Hjörleifur hafði sagt það við sendi-
manninn á Núpsstaðaliliðinni. ■— Val-
gerður kona Sigurðar á Kálfafelli ól-
svo barn sitt á rjetturn tíma, með
eðlilegum hætti og var hin hraustasta,
svo að hún þurfti ekki á neinum með-
ölum að halda, eins og Hjörleifur
hafði sagt fyrir. —
Hjörleifur var eitl sinn við Ein-
holtskirkju á Mýrum og var þar
margt fólki tekið til altaris. Eftir
messuna voru menn að spjalla sam-
an og sagði þá Hjörleifur við prest-
inn: „Þú tókst tvær manneskjur til
altaris í dag, sem sekar eru um
mannsmorð". —■ Ekki var meira ræll
um þetta og setti alla liljóða, en
grunur var á bónda i sókninni, um
að hann hefði orðið dreng að bana
og á kvenmanni um að hún hefði bor-
ið út barn sitt, og voru þau bæði til
altaris í þetta skifti. —
Þegar Hjörleifur var á Starmýri í
Álftafirði, var leitað ráða til hans
vegna stúlku ofan af Fljótdalshjeraði,
stm hafði mist málið upp úr ein-
hverjum veikindum. Þá var Gisli
Hjálmarsson fiórðungslæknir eystra
og var búið að fara með stúlkuna
til hans, en hann kvað hana ólækn-
andi. Hjörleifur ljet flytja stúlkuna til
sín og kom henni fyrir á Þvottá, en
þr.ngao er skamt frá Starmýri. Hann
fór svo þangað, annan og þriðja hvern
dag, til þess að lækna stúlkuna og
eftir liálfan mánuð var hún húin að
fá málið aftur, og talaði þá jafn-
skýrt og hún hafði talað áður en
hún varð veik. Enginn vissi livaða
aðferð hann hafði liaft til þess að
lækna stúlku þessa. — Það var hulin
ráðgáta, en þeir sem best þóttust
vita, sögðu að hann hefði notað til
þess grös. — Þegar Gísli læknir
Hjálmarsson frjetti að Hjörleifur
hefði læknað stúlkuna, sagði hann
verða að finna Hjörleif til að læra
af honum, því að það væri krafta-
verk, að hún skyldi fá málið aftur.
Þetta hefir visl verið á efstu árum
Hjörleifs, því að nokkru síðar, þegar
Gisli læknir var á ferð þar syðra,
var Hjörleifur nýdáinn.
Skamt frá götunni fyrir ' ofan
Breiðábólstað i Suðursveit er upp-
sprettulind, mjög svo einkenniíeg.
Um vatnið úr þessari lind, sagði
Hjörleifur, að ekki væri til sú mein-
semd, sem það ekki læknaði, ef það
væri rjettilega notað. Það er sagt,
að margir hafi sólt lækningu meina
sinna í þessa lind, að ráðleggingu
Hjörleifs.
Þegar Hjörleifur var búsettur á
Hvalnesi í Lóni, var sjera Björn
Þorvaldsson prestur á Stafafelli. —
Þegar Hjörleifur sá sjera Björn í
fyrsta skifti, varð honum að orði:
„Þarna er sá, sem mun jarðsyngja
mig og er það undarlegt, þvi að ekki
verð jeg jarðaðúr í Stafafellskirkju-
garði.“ — Nokkru síðar varð sjera
Jón á Hofi í Álftafirði, veikur og var
Hjörleifur læknir sóttur til hans, en
svo dó presturinn og var Hjörleifur
þá fenginn til þess að smíða utan
um hann. — Hann smíðaði kistuna
á Geithellum, en á meðan hann var
að þessu verki veiktist hann og dó.
— Síðan jarðsöng sjera Björn þá
báða í einu, séra Jón og HjörJeif
lækni, í kirkjugarðinum á Hofi, og
kom þar fram það sem Hjörleifur
hafði sagt fyrir.
Hjörleifur læknir var bláfátækur
alla æfi, enda gaf hann ekkert um
að fá borgun fyrir lækningar sínar,
en lagði sig allan fram, án þess að
rnæna til nokkurra launa. Þegar hann
dó, árið 1843, átti hann ekkert og
Ijet ekki ajinað eftir sig, en rúmið
silt. —
Það sem hjer er sagt frá Hjörleifi
lækni, er bygt á frásögn Guðmundar
bónda Jónssonar á Hoffelli.1)
*) Lbs. 1585 8vo.
ÓKEYPIS STEYPUBAÐ.
Áður voru höggmyndalistaverki í
skartgripir, sem girt var kringum með
háum girðingum, svo að enginn
skyldi koma of nærri þeim, en nú er
víða leyft að koma við brons-myndir.
Strákurinn á myndinni er (. d. ekk-
ert feiminn við krókódilinn sem spýr
vatnsbununni.
. Drekkið Eqils-öl
________________