Fálkinn


Fálkinn - 08.12.1939, Blaðsíða 4

Fálkinn - 08.12.1939, Blaðsíða 4
4 F Á L K I N N r-.; • . L jósmyndalistin hundrað ára Hugmyndin var æfagömul, en það var Frakkinn J. J. Daguerre, sem gerði hana að veruleika. Og Henry Fox Talbot fann negativmyndina, en Eastmann gerði ljós- myndunina allra meðfæri. J. J. Daguerre, sú sem fann upp Ijósmynd- irnar. yiÐ ERUM STÖDD í PARÍS árið 1839. Og Parísarbúun- um leiddist og fanst ekkert ger- ast. Þeir voru hundleiðir á Lou- is Pliilippe, „horgarkonungnum“ skikkanlega, og þráðu næsta fjár- mála- eða fjársvikahneykslið — eða þá svolitla skemtilega stjórn- málabyltingu. En þá bar dálitið við, sem vakti eftirtekt og áhuga í öllu atburðaleysinu. Það kom fram galdramaður með dálítinn kassa. Og liann sagðist ekki þurfa ann- að en þennan kassa, silfurþynnu og' sólarljós til þess að geta tekið myndir af því, sem fyrir augun ])æri i náttúrunni. Þetta var algert nýmæli — eða rjettara sagt var það fram- koma margra alda gamals draums. Galdramaðurinn hjet Daguerre. Aðferðin hans var kölluð Daguerrotypi og mynd- irnar, sem hann tók daguerro- typur. Þegar það sannaðist, að maðurinn og myndirnar efndu það, sem hann sagði, urðu lund- Ijettir Parisarbúarnir fullir af aðdáun. Það varð ös í búðum sjóntækjasalanna. Allir, sem efni höfðu á, vildu kaupa sjer þessa dularfullu undrakassa, með stækkunargleri í öðrum endan- um — allir vildu búa til dagu- errotypur. Það varð brátt al- gengt, að sjá menn standa og kíkja bak við kassa, sem stóð á þrifót. 1 stuttu máli: Dagu- errosóttin breiddist út með sömu ákefð og útvarpssóttin fyrir 15 árum. En hvað lá nú að baki öllu þessu tilstandi? Jú, það var ár- angur langrar og erfiðrar þró- unarsögu margra vonbrigða og margrar raunaæfi. Þegar skáta- strákur setur filmuna í ljós- myndatækið sitt á því herrans ari 1939, þá finst honum ekk- ert merkilegt við það. öðru nær. Honum finst þetta eðlilegt og sjálfsagt, alveg eins og útvarpið, flugvjelin, síminn, rafljósið og öll önnur undratæki, sem gerðu almenning forviða fyrir rúmum mannsaldri eða voru ekki til þá. Þeim, sem fyrstir urðu til þess, að setja „filmuna í vjelina" fanst það ólíkt erfiðara, en okkur finst það í dag. Jafnlengi og mann- kynið dreymdi um að fljúga um loftið, jafnlengi hefði það verið óljós draumur þess, að láta sól- argeislana „stimpla“ myndir á gler eða pappír, þannig að þær eyddust ekki aftur. Meðal annars má'finna það i fórum spekings- ins Aristotelesar, að hann hafði veitt því eftirtekt, að ljósið breyt- ir ýmsum efnum. Hann hafði tekið eftir því, að það er sólin, sem myndar rauða litinn á epla- berki og blaðagrænuna í jurt- unum. Hann gerði tilraunir með að láta jurtir vaxa í dimmum kjallara og komst að raun um, að þá urðu blöðin bvít. Þegar tímar liðu fram fjölg- aði þeim, sem gerðu tilraunir með efni, er urðu fyrir áhrifum sólarljóssins, en það var ekki fyr en i lok 18. aldar og byrjun þeirrar nítjándu, að vísindamenn einbeittu sjer að þessum rann- sóknum í þeim mæli, að ljós- myndin lilaut að uppgötvast. — Menn furðar á því nú, hve lang- an tíma það tók að finna upp ljósmyndina, en þetta kom af því, að flestir, sem fengust við þessa uppgötvun, voru ekki vís- indamenn, en mjög kunnáttu- litlir í efnafræði og vissu ekki, hvaða efni lientugast var að nota til tilraunanna. Um fyrri aldamót þektu vísindamenn mörg efni,,sem voru næm fyr- ir áhrifum Ijóssins — steinprent- unin uppgötvaðist t. d. um það leyti, — en þessir vísindamenn höfðu aðeins áhuga fyrir efn- unum sjálfum og eiginleika þeirra, án þess að láta sjer detta í hug, til hvers hægt væri að nota þessa eiginleika. Afleiðingin varð sú, að tilrauna mennirnir fálmuðu í blindni ár eftir ár. Einn þeirra, sem langa raunasögu hafði að segja af til- raunum sínum, var Joseph Nice- phore Niepce, sem hyrjaði til- raunir sínar nálægt 1813 og not- aði einkum uppleyst asfalt til þeirra og gat gert myndir eða rjettara sagt myndamót, sem kölluð voru „heliografiur“. En þessar myndir voru óbrúk- legar og það tók marga daga að lýsa þær eins og þurfti. Svona litu Ijósmyndararnir út fyrir 80 úrum. Þeir, sem fengust við þessar tilraunir urðu að liafa stækkun- argler eða linsur í „dimmukass- ann“ sinn, sem myndirnar voru teknar í, og þessvegna komu til- raunamennirnir oft til sjóntækja- salanna. Einn þeirra, Chevalier að nafni, varð einskonar skrifta- faðir hinna vonsviknu hugvits- manna, sem komu til lians og sögðu honum frá vonbrigðum sínum og vonum. í sambandi við Chevaliej- þennan er rjett að segja frá dálitlu atviki. Einn daginn kom ungur maður inn til hans, alúðlegur og viðfeld- inn maður, sem Chevalier þekti ekki i sjón. Hann var auðsjáan- Iega að flýta sjer, en bað Cheval- ier að geyma fyrir sig flösku með einhverju í, þangað til dag- inn eftir- Chevalier tók við flösk- unni, en maðurinn kom aldrei aftur. Löngu siðar opnaði Che- valier flöskuna og reyndist vera í lienni upplausn með ljósnæm- um silfursöltum. Chevalier var ekki í vafa um, að eigandi flösk- unnar væri kominn nálægt því marki, að geta tekið myndir, en síðan hefir aldrei til lians spurst. Eftir nokkurn tíma var innihaldinu úr flöskunni helt niður, án þéss að efnasamsetn- ing þess væri rannsökuð. Það var Chevalier þessi, sem kom þeim Niepce og Daguerre saman — eiginlega í ógáti. Da- guerre var skreytingamálari í París, eða öllu heldur einskonar þúsundþjalasmiður. Hann liafði smíðaði dálítið áhald, sem hann kallaði „diorama“, stóran kassa með allskonar myndum í, og gati lil að liorfa gegnum á myndirn- ar. Með sjerstökum tilfæringum gat liann látið myndirnar lireyf- ast fyrir augum áhorfandans, þannig að þær sýndu til dæmis mismunandi árstíðir. Ferðað- ist Daguerre með þetta áhald milli markaðanna og hafði tals- verða aðsókn. En honum var ljóst, að þetta dygði aðeins með- an nýjabrumið væri á því, og þessvegna svipaðist hann um eft- ir einhverju öðru. Þá var það sem honum datt i liug að búa lil ljósmyndir. Hann varð svo hug- fanginn af þessu, að liann van- rækti lífsuppeldi sitt og konan hans nöldraði svöng frá morgni til kvölds yfir því, að hann var einlægt að sýsla með ljósmynd- unartilraunirnar. Þannig voru þeir þessir menn, sem Chevalier kynti. Ráðir frem- ur garmslegir og lífslúnir og vanir vonbrigðum. Þeir voru fá- látir, bvor gagnvart öðrum í fyrstu, en svo fór að þeir „rugl- uðu saman reitunum" og gerðu fjelag með sjer. Fyrst fóru þeir að leita að efni, sem væri nægilega Ijós- næmt. Nieqce komst að þeirri reynd, að ýms silfursölt dygðu best — það var um 1830. En þessu miðaði hægt áfram, og þegar Nicqce dó, 1833, var gátan enn óráðin. Þó voru þeir þá orðnir vissir um, að þeir væru á rjettri leið, en það var harm- ur Nieqces að honum entist ekki aldur til að sjá uppskeru iðju

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.