Fálkinn


Fálkinn - 08.12.1939, Side 6

Fálkinn - 08.12.1939, Side 6
G F Á L K I N N Brnðkaup s- dag'iiFÍiiii eftir Carles Haydn. f~jERHARD liafði setið langan 'w* klukkutíina og talað um dag- inn og veginn, en beðið ineð óþreyju skýringarinnar á því, að hún skyldi hafa heðið hann að koma. Hann skildi auðvitað, að eitthvað var á seiði. Hann hafði veitt sinæstu sviphrigðuni hennar nána athygli og gat sjer þess til, að ekki væri alt nieð feldu. Hún hafði gert hoð eftir fyrver- andi unnusta sínum, og maðurinn hennar var ekki lieima. Þessar stað- reyndir voru nægar til að vekja furðu hans og forvitni. Og svo koin það. Hún talaði ákaft og var óðamála, alveg eins og hún væri hrædd um, að hann tæki fram í fyrir lienni, áður en him hefði lokið máli. „Okkur lenti í orðasennu og John fór. Það var ekki mjer að kenna og jafnvel þótt jeg eigi sökina á sumu, sem sagt var, þá gekk hann nú samt of tangt. Um leið og hann æddi út sagði hann, að jeg þyrfti ekki að eiga von á sjer aftur, fyr en jeg gerði boð eftir sjer. Og það get jeg vitan- lega ekki gert.“ „Hversvegna ekki?“ Gerhard bar spurninguna fram í mjög vingjarnlegum tón. „Vegna þess, að hann hafði enga ástæðu til að fara. Hann sagði ýmis- legt, sem hann hefði alls ekki átt að minnast á. Hann mintist meira að segja á skilnað.“ Það brá skugga á andlit Gerliards. „Heldurðu að honum hafi verið alvara?“ „Jeg veit ekki---------“ Maðurinn í sófanum reyndi að hafa hemil á röddinni. „Ef slíkt ætti að koma fram — Mildred, þá veistu að jeg er hjer. Jeg hefi altaf elskað þig.“ „Jeg veit það. Þessvegna gerði jeg þjer orð — til þess að biðja þig um að hjálpa mjer“. „Þú elskar hann ennþá?“ „Já.“ Augu hennar voru óeðlilega hjört og gljáandi, er hún hjelt áfram: „Þú ert yndislegur. Enginn maður er eins og þú. Enginn maður gæti komið mjer til að vera eins opin- ská. Og jeg þarf á hjálp þinrii að halda, núna undir eins------“ „Hversvegna einmitt núna?“ „Það er 5. október í dag. Á morg- un er brúðkaupsdagurinn okkar. Og jeg hefi grun um, að ef sá dagur liði án þess að nokkurt orð komi frá John, þá rtíuni hann aldrei koma aftur.“ „Geturðu ekki skrifað honum?“ „Nei, ekki eins og ,nú er ástatt. Jeg veit að þú elskar mig, og þess- vegna ætla jeg að spyrja mig að dá- litlu...sem jeg veit að er ómögu- legt. En þú ert mín eina von. Jeg ætla að biðja þig um, að fara til John og minna liann á, að það sje brúð- kaupsdagurinn okkar á morgun. Jeg hugsa, að honum þyki vænt um mig ennþá. Og máske getur brúðkaups- dagurinn vakið tilfinningar lians aft- ur, svo að hann fari að hugsa sig um. Þá ætla jeg lika að láta undan. Skilurðu mig? Heldurðu að þetta þýði nokkuð?“ Allan Gerhard sá alveg, hvernig i málinu lá. En á svip hans var ó- mögulegt að sjá, hvað honum bjó í brjósti. Konan, sem hann elskaði, konan, sem hann hafði mist og sem hann hafði gert sjer von um að vinna aftur, fyrir nokkrum mínútum, var að biðja hann um, að koma sættum á milli sín og mannsins hennar. Það var ekki aufúsuverk, en hánn sá örvæntingarsvipinn á andlitinu á Jienni og fann live sárlega mikið lienni var niðri fyrir. „Jeg skal gera það sem jeg get, Mildred. Þetta verður auðvitað erfitt. Jolin hefir altaf verið afbrýðisamur gagnvart mjer. En við skulum nú sjá til. Jeg býst við að jeg finni liann í klúbbnum.“ Hún hneigði sig þegjandi og tók háðum höndum um hendi lians. „Mjer þykir svo vænt um, að þjer skuli þykja vænt um mig, Allan.“ Hann lokaði dyrunum á eftir sjer og hún settist við gluggann og starði út á götuna. Það var verið að kveikja á ljóskerunum og margt fólk á gangi. Þarna sat hún og augun voru mild og vonglöð. Hún treysti því, að Allan mundi takast að1 endurheimta mann- inn, sem hún elskaði. Morguninn eflir fór hún snemma á fætur. Hún var á nálum. Þetta var fimti brúðkaupsdagurinn hennar. Sá fyrsti, sem hún hafði ekki vaknað við Iilið mannsins síns. I-Iún gekk eirðarlaus stofu úr stofu og beið eftir liringingu eða öðru lífs- marki frá manninum sínum. Klukkan varð bæði níu, tiu og hálfeljefu.... Þá var dyrabjöllunni hringt. ■— Hún þaut sjálf til dyra og opnaði. Kanske var það John — — Einkennisbúinn sendill stóð við dyrnar. Hann brosti um leið og hann afhenti henni blómvönd. Hún kvitt- aði i bókina hjá honum og hljóp aftur inn i stofuna. Hún sleit seglgarnið og reif um- búðapappírinn af blóinvendinum og lijarta hennar barðist ákaft. John hafði ekki gleymt brúðkaups- deginum. Altaf var hann sami öði- ingurinn. Þarna var nákvæm eftir- líking af brúðarvendinum hennar: Rósir. liljur og túlípanar. Það fylgdi ekkert brjef, en þetta var vottur þess, sem hún liafði von- að. Þetta var nóg. Hún liringdi til lians. „Kemurðu heim, John? Núna.'...?“ „Strax, elskan mín. Undir eins...“ Alt var komið í samt lag aftur. Hún þekti svo vel hreiminn í rödd mannsins síns. Sá, að nú var alt gott. Hættan liðin hjá. Guð blessi brúðkaupsdaginn og brúðkaupsvönd- inn. En ineðan Jolin skundaði heim i faðm konunnar, sem Allan Gerliard elskaði, stóð Allan við' gluggan heima hjá sjer og starði á ofurlítinn miða. Það var kvittun frá blómaverslun og þar stóð: „Blómaverslunin La France. — Til dr. Allan Gerhard. — An: 1 brúðar- blómvöndur .... 35 dollara". Maðurinn, sem er að enda við að kaupa brunatryggingu: — Og ef liúsið mitt brennur svo á morgun — livað fæ jeg þá? Umboðsmaðúrinn: — Minst þrjú ár í tugthúsinu. — Mamma, má jeg fara í dýra- garðinn? — En það uppátæki! Að biðja um að lofa sjer að fara í dýragarðinn núna, þegar hún Milla frænka er gest- ur hjá okkur. — fiaö samííðapinnar: — Játmundur Járnsiða. Núverandi hæstráðandi breska hersins er gamall stríðsmaður. Hann var fyrsti enski flugforinginn, sem steig á land í Fraklilandi í ágúst 1914 eftir að heimsstyrjöldin liófst, en eigi var hann þó neinn nýgræð- ingur i þeim sökum, því að hann var i Búastríðinu sem tvítugur und- irliðsforingi. Hershöfðingi varð hann 39 ára gamall, en er nú 59. Því var spáð fyrir honum, að hann mundi verða afreksmaður á vígvelli, en siðri á herstjórnarskrifstofunum. — Iteynslan hefir sýnt, að hann var góður á báðum stöðunum. Hann er ekki aðeins stórmenni í verki, held- ur einnig líkamlega stór. 1.95 in. á hæð og vegur 114 kíló. Sir Edmund Ironside hefir orðið frægur fyrir fleira en herkænsku og þá einkum það, hve mikill mála- maður hann er. Auk enskunnar tal- ar liann 15 tungumál, þar á meðal persnesku. Hann dvaldi i Persíu heimsstyrjaldarárin sem skipulags- maður Persahers. Þar kallaði hann einn góðan veðurdag óbreyttan liðs- mann fram úr fylkingunni og gerði hann að liðsforingja, og ljet hann um leið lofa sjer, að vera ávalt lilýð- inn shainum i Persíu. Árið 1917 fjekk liann brjef frá þessum sama manni, sem bað liann um að leysa sig frá hollustuheitinu. Hann var þá orðinn forsætisráðherra í Iran (Pers- íu) og kvað stjórn shains leiða til landsauðnar. Sir Ednnind varð við óskinni og Riza Pahlevi, því að sá var maðurinn, varð shah í Iran og kom landinu úr kútnum. Frá Suður-Afríku eru margar sög- ur til um afrek sir Edmunds Iron- side og sömuleiðis frá Rússlandi, er hann var sendur þangað tif þess að liindra, að Þjóðverjar þvergirtu fyrir vistaflutninga til herliðs sam- lierja í landinu. Síðan var hann um tíma í Danmörku og þaðan fór hann ti! Tyrklands. 1928 fór hann sem bershöfðingi til Indlands og var þar þrjú ár, og þangað fór hann aftur eftir stutta veru heima. Um tíma var hann liæstráðandi í Gibraltar, end- urbætti vigið og lagði til þess 250.000 kr. úr eigin vasa. Gerði Jiann þar sprengjutryggar hvelfingar fyrir 15.- 000 manns. Sir Edmund er talinn glaður mað- ur og skemtinn og ganga ýms tilsvör lians um alt England. — Nú gegnir þessi maður sömu stöðu, sem sir John French gegndi þegar heimstyrj- öldin hófst. Hann er „Inspector Gen- eral, Oversea Forces.“ Næsta tölublað sem út kem- ur af Fálkanum verður Jólablað FÁLKANS 56 síður, msð skrautlegri kápumynd af Öxarárfossi á Þingvöllum í þrem litum á forsíðu. Afar fjölbreytt að efni, með sögurn, greinum og fjölda mynda. LandsiBs stærsta og langsamiega besta jöla- blað, sem alUr verða að lesa. Eitttavað fyrir aOa tam á hvert einasta heimíli. Kostar aðeins eina kr. Þessvepa ódýrasta jólablað landsins. Nánar auglýst í dagbiöðun- um um útkomudag. Mnnið að kaupa það í tíma.

x

Fálkinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.