Fálkinn


Fálkinn - 08.12.1939, Blaðsíða 13

Fálkinn - 08.12.1939, Blaðsíða 13
F Á L K I N N 13 STRAUSS. Frh.af bls. 5. ákaflega miki'ð Ijráttað um tónsmíð- R S., og en er það svo, að þegar einhversstaðar eru fluttar einhverjar iiinar nýrri tónsmíðar hans, þá bloss- ar upp vandlætingasemin í „íhald- inu“, — eða ef til vill er nú rjettara að segja: hinum klassisku listdóm- urum. En þetta er gamla sagan. Um miðja nitjándu öld og alt fram undir alda- mót, var það Wagner, sem þótti óal- andi og óferjandi. Efir aldamóttin er það svo Richard Strauss, sem setur heiminn á annan endann. Og nú er spurt: hver verður næst fyrir skot- hríðinni. I'að er talað um „ófreskishátl" i tónlistareðli R. S. og að tónsmíðarn- ar sumar sjeu „ljótar“. Og það er satt, að viðfangsefnin sum, sem hann hefir tekið sjer fyrir liendur að „málá“ í tónum og hljómum, hafa verið ærið hryllileg, eins g t. d. söngleikurinn „Salomé“. Textinn er gerður eftir sorgarleik enska skáldsins Oscar Wilde, og ekkert úr dregið. Og það er síður en svo, að músikin gefi textanum eftir. En svo eru önnur viðfangsefni, sem mönnum hefir komið saman um, að væri dásamtega fögur. Og um það eru menn sammála, að Slrauss sje frábær gáfumaður og snillingur. Og myndi svo ekki geta farið á þá teið, þegar tímar líða fram, að menn verði alveg sammála um tón- smíðar R. S., eins og menn eru nú orðnir sammála um tónsmíðar Wagn- ers, — og dái hann umfram aðra tón- snillinga á svipaðan hátt og Wagner er dáður nú. R. S. hefir samið fjórar hljóm- drápur, en auk þess marga söngleiki og symfónisk tónaljóð, salónverk, sönglög, — yfirleitt fðngist eitthvað við flestar greinar tónsmíða. Hann hefir ferðast mikið og þykir ákaflega mikið kveða að lionum sem htjómsveitarstjóra. Annar nafnkendur Strauss er Jo- hann Strauss hinn yngri (1825—99), Vínarvalsa-tónskáldið fræga, ög skal hans getið lauslega hjer vegna þess, Kvikmyndafrj et tir að ýmsir hafa ruglað þeim saman, Richard Strauss og honum. Báðir voru þeir tónskáld, en annað er ekki skylt með þeim. Johann Strauss er i öðrum flokki tónsnillinga en þeim, sem sagt hefir verið frá í þessum þáttum, en var snillingur á sínu sviði. Hann fjekst eingöngu við ljettara hjal tónlistarinnar, danslög og gam- an-söngleiki (operettur). Var hann vel mentaður tónlistamaður og ágæt- ur og aðsópsmikill hljómsveitarstjóri. Rak hljómsveitarfyrirtæki og ferðað- ist með hljómsveit sina viða um lönd og var hvarvetna vel fagnað. Hann samdi um 450 tónsmíðar og urðu margar þeirra heimsfrægar. Má segja, að margir valsarnir hans sjeu orðnir klassiskir. Þessi Strauss er miklu þektari lijer á íslandi en Richard Strauss, því að margaji hafa valsarnir hans glatt hjer, ekki síður en annarsstaðar, eins og t. d. „An der schönen btauen I)onau“, „Wein, Weib and Gesang“, „Wiener- blut“ o. fl., og eru sumir þeirra jafn- vel á hvers manns vörum. Almenn- ingur hjer kannast líka við ýmistegt úr sumum óperettum has, t. d. „Die Fledermaus“, „Eine Nacht in Vene- dig“ og „Der Zigeunerbaron“. Okkur, sem ami er að því að lilusta á Jazz-ruglið, er það jafnan gléði og hressing, þegar við erum inni á gilda- skála, þar sem verið er að garga, væla og afskræma góðar tónsmiðar, — þegar hljómsveitin tekur sig svo alt í einu til og kemur með glymjandi og dillandi Straussvals. Það er eitthvað annað. í Butte i Montana er maður, sem hefir kvalist af óstöðvandi hixta í tvo mánuði og hixtar enn. Hann heitir Edgar O’Connor. Síðan blöðin fóru að skrifa um hixtann í honum fær liann kynstur af brjefum með ráðleggingum, en ekkert ráðið hefir dugað enn. Eitt ráðið var að taka teskeið af sykri með kloroformi, annað að setja piparplástur á mag- ann, þriðja að eta stóra sítrónu á fastandi maga á morgna og fjórða að drekka kampavín og whisky saman. Hann hefir reynt þetta alt en hixtar jafnt eftir sem áður. TARZAN BJARGAR. Innan skamms kemur ný Tarzan- mynd á markaðinn og heitir hún „Tarzan landflótta“ (Tarzan in Ex- ite) og leikur Jolin Weissmuller sundmaður aðalhtutverkið. Þegar Weissmiiller var drengur var hann svo táplítill, að hann gat ekki teikið sjer með öðrum börnum. Þá var ])að að læknir gaf foreldrun- um það ráð, að þau skyldu láta John litla læra að synda. Gekk það illa í fyrstu, en bráðum kom á dag- inn, að hann var besta sundmanns- efni. Er hann var orðinn fræg- ur sundmaður fór hann að leika í kvikmyndum, en þess á milli er hann björgunarmaður við bað- staðina í Santa Monica, og nær í óvant fólk, sem hefir hætt sjer of langt til liafs. Hjer sjest Tarzan vera að snæða morgunverðinn sinn. CHOPIN SEM JAZZ-TÓNSKÁLD. Joan Crawford hefir nú látið sjá sig i dansmynd frá Metro, eftir fimm ára htje. Heitir myndin „Stund freistingarinnar“ (Shining Hour) og dansar Joan þar mjög erfiða dansa. Hljómleikarnir i myndinni eru upp- runalega eftir Chopin, en Wienar- tónskáldið Franz Waxman hefir snúið þeim upp í „tango, rumbu foxtrott og swing“ með því að breyta hrynjandanuni og nota jazzhljóðfæri. Mótleikari Joan Crawford í mynd þessari er Melwyn Douglas og sjást þau hjer á myndinni. Joan Craw- ford var upprunalega dansmær á fjöllcikhúsi og dansfimi sinni átti hún að þakka, að hún komst að kvik- myndaleik. Fyrsta myndin, sem hún ljek aðalhlutverk i, var i ,,Hin dans- andi Venus.“ Grunaði hana ekki neitt, að hjarta hans lifði og bærðist aðeins fyrir hana? Atti hann að leita þrautalendingarinnar og játa henni alt? Átti liann að segja núna, á þessari stundu: — Það sem jeg hefi gert, hefi jeg aðeins gert af því, að jeg elska þig, Natasja! Þegar hann var að velta j)essu fyrir sjer reis barónessan upp í sleðanum, benti fram- undan og kallaði glöð: Nú erum við komin að markinu, Boris Petrovitsj. Þarna eru landamærin! Boris spratt upp líka. Þau stóðu hlið við hlið i sleðanum er hann rann yfir landa- mærin. Æltjörðin var að baki þeim. Þau höfðu leitað verndar á erlendri fold, og fundið hana. Landamæraverðirnir tóku á móti þeim og fóru með þau í flóttamannaskálana. Þau voru frelsuð, en livilik eymd og neyð hlasti við þeim þarna í flóttamannabúðun- um? Hundruð á liundruð ofan af lands- mönnum þeirra höfðu verið rekin frá húsi og heimili og ekki getað bjargað nema því allra nauðsynlegasta. Karlmennirnir stóðu saman í hnapp og voru að ræða um horf- urnar. Konurnar grjetu og kveinuðu og störðu vonaraugum yfir landamærin, þangað sem þær höfðu einu sinni lifað sælar og á- úvggjulausar. Börnin ein hlóu og ljeku sjer og liöfðu ekki hugmynd um, að ættjörðin var lokuð þeim líka og að þeirri beið æfi útlagans. Nú, þegar Natasja vissi að hún var á öruggum stað og hræðslan og angistin var horfin, dró úr henni allan mátt. Henni var ómögulegt að svara einni einustu af spurn- ingunum, sem lagðar voru fyrir liana. Hún studdist við handlegginn á Boris og gat varla staðið. Einhverjar af konunum hjálpuðu henni og gerðu handa henni flet úr hálmi. Þær suðu te og gáfu henni brauð, sem einhverj- ir Jijartagóðir menn höfðu gefið flótta- fólkinu. Meðan hún var að borða og drekka lilust- aði hún á, er Boris sagði formanni flótta- mannabúðanna frá árásinni á höllina. Hún heyrði lika lýsingu lians á atburðunum í veitingahúsinu og það kom roði fram í kinnarnar á henni þegar hann leit á hana. — Það vildi svo til, að þegar jeg fór á póstliúsið konrst jeg yfir vegalrrjef, sem hljóðuðu á nöfnin Boris Petrovitsj Simeom og konu lians, Olgu Feodorownu. Jeg stakk þeim á mig og það bjargaði lifi okkar. Menn óskuðu honum til hamingju með undankomuna. En Natasja sagði grátandi: Meðan jeg veit ekki, hvernig föður vegnar, get jeg ekki glaðst yfir að vera sloppinn úr þessum djöfladansi. — Grátið elvki, barónessa, sagði Boris hug- hreystandi. — Úr því að þjer eruð komin á óhultan stað flýti jeg mjer lieim aftur til J)ess að vitja um baróninn. Natasja liristi Iiöfuðið raunalega. — Hvar ætlarðu að leita að honum, Boris, Franzow- liöllin er víst ekki til framar. — Jeg ríð til lijeraðsstjórans og spyr eftir baróninum. Fyrst verður þú að Jivíla þig. Þú lilýl- ur að vera dauðþreyttur eftir þessa löngu og ströngu ferð. Boris gladdist í huganum yfir umhyggju hennar fyrir lionum. Svo að Jienni var þó ekki alveg á sama um liann. Hann tók auðmjúklega í liendina á henni, en þegar augu þeirra mættust flýtti hann sjer að sleppa. Það sást greinilega í augum hennar, að hann liefði látið þjást að hann elskaði liana, og að henni ofljauð þetta. — Jeg er alls ekki þrevttur, barónessa, sagði hann fidlvissandi. — Því fljótar sem jeg kemst til hjeraðsstjórans því betra. Þjer megið ekki vera í óvissu um örlög föður vðar lerigur en nauðsyn ber til. En livað þú ert vænn, Boris Petrovitsj, sagði hún lágt. Og þegar henni í sama bili var litið á gullhringinn sinn á baugfingrin-

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.