Fálkinn


Fálkinn - 08.12.1939, Blaðsíða 8

Fálkinn - 08.12.1939, Blaðsíða 8
8 F Á L K I N N Ú varð að skríða til skarar. Hann undi ekki þessu lífi lengur. I>uS færðist skapliörkusvipur um magurt andlitið „Jeg strýk,“ sagði liann up])- liátt með beiskju i röddinni. Ung stúlka, sem gekk fram hjá leit á maiininn, sem talaði svoiia liátt við sjálfan sig. Hún hjelt vist, að hann væi’i ekki með öllum mjalla — kanske var hann það lika ekki, eða minsta kosti á hraðri leið tii að missa vitið. Hann leit í kringum sig. Hann var kominn út á landsbygðina — rykug- ar bjarkir stóðu á víð og dreif við vegbrúnina. Smá kotbýli á við og dreif og kýr í tjóðri á túninu. Hann leit á klukkuna — hálf ellefu. Eftir nokkra klukkutíma mundi Ella koma heim af skrifstofunni. Hann sá margt i hugaum — símaliringingar í allar áttir, tiikynning til lögreglunnar, auglýsingar í útvarpinu. Kristján Vang verkfræðingur, 38 ára gamall, horfinn að heiman frá sjer. Hann er hár, dökkhærður, en bláeygður og fölur á hörund. Hann hefir verið at- vinnulaus lengi, og með þvi að hann hefir undanfarið verið mjög veiklað- ur á taugunum, óttast aðstandendur hans, að eitthvað kunni að liafa orðið að honum. — Siðan yrði liann tekinn, sendur heim, og sama kvalalífið byrj- aði á nýjan leik. Þá fór hrollur um hann. Nei, aldrei! Þá væri betra að skrifa Ellu nokkrar línur. Það var enginn liægðarleikur að fela sig. Þarna var svolítil kaffistofa. — Kaffi, gosdrykkir! var málað með klunnalegum stöfum á girðinguna. Hann fann að bann var glorhungr- aður. Taldi peningana — þrjár krón- ur og eitt brjef af sígarettum. Jæja, bann þurfti ekki að svelta í hel í dag. Hann brosti, en brosið varð að grettum. Jú, Ella var höfðinglunduð. Hún gaf honum að jeta og hýsti liann og svo fjekk hann aura fyrir sígarett- um í ofanálag. Fyrverandi starfsbróðir hans var svo hugulsamur, að stinga að honuni tíu krónuin við og við. Auðmýkjandi? Ójú. En maður hefir engan rjett til að vera stærilátur þegar maður er fátækur. Hann mundi daginn vonda, eins og það hefði verið í gær. For- stjórinn gerði boð eftir honum inn til sín. Fyrirtækið varð að hætta störfum Þarna stóð hann náfölur og kom ekki upp nokkru orði. Loks gal bann stunið upp úr sjer, hvort for- stjórinn gæti útvegað honum aðra atvinnu? „Því miður, Vang,“ —- forstjórinn fágaði gleraugun sín vandlega. — „Tímarnir eru erfiðir, eins og þjer vitið — ailir færa saman kviarnar. En maður með yðar hæfileikum get- ur altaf vænst einhvers af framtíð- inni. Auðvitað megið þjer vísa til mín um unimæli — jeg skal gefa yður besta vitnisburð." Svo hófst martröðin, óslitin röð af tálvonum. Loks hafði hann verið farinn að sækja um unglingastörf, með 50 króna mánaðarkaupi — alt var betra en iðjuleysið. En allstaðar sama svarið: of gamall! Þó voru 38 ár enginn öldungsaldur, hann var jafn ungur og athafnafús og fyrir líu árum. En nú fanst honum sinnu- leysið vera að sigrast á sjer. Hann var þreyttur og vonlaus í atvinnu- leitinni — vissi úrslitin fyrirfram. Stundum þegar drukkinn maður með dauð augu varð á vegi hans, gat honum dottið í hug: Bara að maður gæti verið eins meðvitundarlítill og hann þarna. En hann hristi þær hugs- anir af sjer — hann var heilbrigðari en svo. Verst fanst honum, að nú voru allir farnir að tala um góðæri — uppgangs tima kölluðu þeir það. Blöðin voru altaf að tala um ágætar horfur. En góðærið hafði þau áhrif á hag lians og Ellu, að þau urðu að herða á sultarbandinu, því að neysluvörur hækkuðu í verði með hverri viku. Ella varð að strika yfir nýjan vor- kjól og taka fram hattinn frá í fyrra. Það var liart. Hann vissi hve henni fansl það mikilsvert, að vera fallega klædd og eftir tískunni. Yfirleitl hafði hjónabandið orðið hin afleit- asta sneypuför. Hann hafði lesið jiað úl úr augum hennar á liverjum degi i öll jjessi ár — og liann liafði sjeð |iað sem þögula ákæru í augum tengdamóður sinnar. Henni hafði heldur aldrei verið um þennan ráða- hag. Eðlilega — hann var ekki úr höfðingjastjett bæjarins. Faðir hans liafði verið óbreyttur verkamaður, sem koinist hafði i verkstjórastöðu, en sjeð syni sínum fyrir bestu ment- un, sem völ var á. Hann var í ágætri stöðu, þegar liann kyntist Ellu. Þau kyntust í samkvæmi hjá stjettarbróður hans — kona hans var vinkona EIIu. ög hann varð undir eins gagntekinn af fegurð heiinar. Hann þekti yfirleitt lítið til kvenna, æfi hans hafði verið sam- felt starf, svo að hann vissi ekkert um þann margvíslega tilgang, sem konur hafa með því að gefa ungum mönnum undir fótinn. Auðvitað hlaut það að vera ást — hvað aniiað? Þau trúlofuðust og giftust í snatri. Byrjunin var prýðileg. Yndisleg funkisíbúð og glaður kunningjafjöldi. Svo reið þruman yfir. Atvinnumissir- inn. Og þá hurfu vinirnir — og ástúð Ellu. Hann sá nú, en of seint, að þau áttu ekkert sameiginlegt — allan grundvöll vantaði undir vináttuna. Hún varð kuldalegri og fjarlægari með hverjum degi. Það kom fyrir, að liún stakk upp í hann, þegar liann leyfði sjer að hafa sjálfstæða skoðun. Ónei — þegar maður stóð i hans sporum hafði maður auðvit- að ekki leyfi til, að hafa neina skoð- un. Ekki svo að skilja að hann á- feldist hana — þetta var ekki nema eðlilcgt. En, drottinn minn, hve liann þráði alúð og atlot, einstöku sinnum! „Afsakið þjer, — ætlið þjer ekki að borða matinn?“ FrammistöðU- stúlkan var óþolinmóð í málróinn- um. Hann vaknaði af hugleiðingum sinum. „Jú — jú, þakka yður fyrir." — Hann borgaði og fór að maula seigt brauðið. Svo kveikti hann sjer í sígarettu, svolgraði ofan i sig reyk- inn og slcrifaði: Kæra Ella! Jeg fer mjna leið. Þú kemst betur af eftir að jeg er farinn, þvi að jeg er þjer ein- ungis til byrði. Nei, annars, þetta er eins og jeg sje að vinna kærleiks- verk, en það er ekki svo. Það er mannleysuháttur og ragmenska. — Mjer er um megn að lifa þessu lífi lengur. Reyndu að skilja mig — en þú getur það visl ekki. Karlmenn einir geta skilið livað jiað er, að láta kvenfólk vinna fyrir sjer. í borginni getur enginn notað niig lil neins. Jæja — kanske einhver bónd- inn þurfi á vinnuinanni að halda. Lifðu heil. Kristján. Jæja, þá var það gert. Hann sá í liuganum undrun Ellu og móður liennar! En þeim mundi koma þetta vel. Honum var ljettara er liann kom út aftur og hjelt. áfram ferðinni. Þetta var steikjandi heitur ágústdag- ur og ekki noklcur vindblær. Það var eins og loftið stæði kyrt og titraði af bita. A sumum bæjum var byrjað að skera kornið. Vinnumennirnir allsnaktir niður að mitti og hlóðu upp kornbindunum. Hepnismenn, hugsaði Kristján, allir höfðu nóg að starfa, nema liann. En þarna voru ekki nema smábýli, svo að ekki þýddi að spyrja eftir vinnu jiar. Hann lieyrði sjávarnið í fjarska, og þegar liann var kominn upp á ásinn, sá hann til sjávar í vestri. Ætti hann ekki að. ganga þarna vest- ureftir. Það var svalara meðfram sjónum og þar voru stærri býlin, svo að líkurnar voru meiri til að fá vinnu þar. Honum sýndist sjórinn svo nærri, en samt þrammaði hann langa lengi án þess að honum fynd- isl sjórinn færast nær. Nú bærði hafgolan við lieitu and- litinu á honum. Hafið var blátt og letilegt, það var rjett svo, að það nenti að brjóta á skerjunum þarna innfrá. Hann gekk ofan í fjöruna, afklæddi sig í snatri og synti út. En livað þetta var notalegt. Eftir á fann hann kvos milli niarhálmsþúfnanna, kveikti sjer í sígarettu og kendi un- aðar í öllum kroppnum, sem liann liafði ekki fundið í mörg ár. Það var spánýr Kristján, sem labbaði af slað á ný. Hann rjetti úr sjer, var Ijettur i spori og glaður og vongóður og fór meira að segja að syngja. Hann gekk heim á nokkra bæi og spurði eftir vinnu — nei, það vanhagaði ekki um menn. Hann komsl upp á veginn aftur og nú fór að draga af honum. Vörubíll, fulhir af mjólkurbrúsum, hafði staðnæmst á veginum, og ung- ur piltur i samfestingi var að burðast við að snúa sveifinni, án jiess að hreyfillinn geri sig líklegan til að sýna lifsmark á sjer. Kristján hug- leiddi með sjálfum sjer, livílík vit- leysa það væri, að trúa svona ung um strákum fyrir að aka bifreið. En upphátt sagði hann: „Sparaðu kraftana, drengur minn. Það þv’ðir ekki að snúa hvort sem er.“ —- Það var lifið lil hans greindarleg- iim augum: „Ef þú hefir vit á bil- um, þá stattu ekki þarna glápandi, en komdu og hjálpaðu mjer.“ Kristján tók viðbragð og fann jieg- ar, hvað að var. Hreyfillinn fór von bráðar að miirra. Bílstjórinn brosti, svo að skein i hvítar tennurnar. „Þakka jijer fyrir. Jeg varð að stansa, jiví að stór gæsahópur jjurfti endilega að álpast vfir veginn, rjett fyrir framan mig, en svo var mjer ómögulegt að komast af stað aftur Jeg er nefnilega búfræðingur, en ekki bílstjóri," lijelt liann áfram, en bif- reiðin hjelt áfram og Kristján hafði sest upp i. „Mjólkin varð að koniast i mjólkurbúð, en vinnumaðurinn, sem er vanur að aka bilnum, datt ofaii um lúkuna á kornloftinu í morg- un og fótbrotnaði. Það var verra ó- happið — í svona góðum þerri. Og nú er ómögulegt að ná í kaupamann, liví að annatíminn er sem mestur. Geturðu skilið i öllum jiessum at- vinnuleysingjum inni í bæjiinum, að þeir skuli ekki ráða sig í kaupavinnu? Þeir eru auðvitað hræddir við á- reynsluna, letingjarnir. ÞaS er ann- að að púla í sveitavinnu, en dragnast milli bekkjanna í bænum og virða fyrirlitningu sína á beiðarlegri vinnu.“ „Þetta er að sumu leyli rjett, en það eru ekki allir undir sönni synd- ina seldir. Sumir mundu þakka fyrir að fá að púla. Jeg get borið um það, jiví að jeg er einn af þeim. Yiljið jiið kanski taka mig i vinnu hjá ykkur? Jeg er að visu ekki bráð- ungur, en jeg er hraustur og get lært.“ Bílstjórilin virti liann fyrir sjer: „Þú getur orðið samferða heim í Móland, jeg held að mjer sje óhætt að lofa þjer atvinnu." „Móland, er jiað ekki eitt allra stærsta býlið á þessum slóðum?“ spurði Kristján. Bílstjórinn brosti út í annað nninn- vikið. „Ójú, ekki er jiað neitl kot.“ „Jeg gleymdi alveg að segja til nafns niins. Jeg heiti Kristján Vang', og er alvinnulaus verkfræðingur. „Jeg heiti Björg Móland.“ „Drottinn minn — eruð jijer ung stúlka, og jeg sem hjelt....“ stam- aði Kristján. „Hárið.... Samfesting- urinn. Jeg bið yður innilega afsök- unar. Og jeg sem hefi þúað yður“. Björg skellihló, og hláturinn var svo smitandi, að Kristján fór að hlæja líka. Loks sagði liún: „Það tekur ekki að biðja afsökunar á því — maður verður að vera búinn við þessháttar misskilningi, þegar mað- ur er svona kliptur, en það er þægi- legt, og jeg hefi engan tíma til að ganga á hársnyrtistofur. En hvað sem því líður, þá er það víst, að jeg er stúlka og alls ekki kornung, því að jeg er orðin 26. Og hvað „þú“ snertir, þá skaltu bara halda því á- fram. við kiinnum best við það í sveitinni“ „Jeg veit ekki, hvernig jeg á að' þakka þetta,“ sagði Kristján. „Þú átl alls ekki að þakka þó að l)ú ætlir að hjálpa okkur, factum -■st,“ sagði hún. Þetta fanst honum merkileg sveita- stúlka, sem talaði svona. „Ertu ættuð úr borginni?“ spurði hann. Hún hló ertin „Þarf jeg að vera það, þótt jeg segi factum est. Held- urðu að sveitaheilarnir í okkur sjeu svo litlir, að það komist ekki fyrir i þeim nolckur orð á latínu. Ónei, Jiið kaupstaðarbúar ættuð að lesa upp og læra betur. Annars ætlaði jeg að leggja stund á fornfræði, en svo dó hann bróðir minn, og vitanlega átti jörðin ekki að ganga úr ættinni, að föður míniim látnum. Svo að jeg fór á landbúnaðarskólann í staðinn, og það iðrast jeg aldrei eftir.“ Ilve hún var blátt áfram og eðlileg þessi stúlka. Gerólík kaupstaðarstúlk- uiiuin. Ekki beinlinis fríð, en svo að- laðandi. Persónuleg einkenni hennar svo ósnortin af kaupstaðarmenning- unni. — Hann lirökk upp af hugleiðingum sínum við að hún sagði: „Nú erum við bráðum komin. — Þarna sjerðu Móland — er kanske ekki fallegt þarna?“ Ánægjan yfir ættaróðalinu skein út úr augunum á henni, er hún sneri bifreiðinn: upp á breiðan hliðarveg. Framund- an blöstu við þrjár stórar, hvitmál- aðar byggingar og i kring víð flæmi af grænum túnum og bleikuiii korn- ökrum. Jú, víst er það fallegt. Vinnufólkið var að koma heim í miðdegismatinn. Allir tóku af sjer trjeskóna við dyrnar og gengu inn á sokkaleistunum. Sá stærsti og gild- asti i hópnum staldraði við og horfði á bifreiðina. Það var Andrjes Móland bóiidi, maður á sextugsaldri. Höfð- ingi í sjón, með konganef, andlitið veðurbarið, loðnar augnabrúnir. Aug- un Ijósblá og falleg eins og í Björgu, en hvassari. „Hjerna kem jeg með nýjan kaupa- HENNI VAR ÞAÐ UM MEGN

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.