Fálkinn - 08.12.1939, Blaðsíða 9
F Á L K 1 N N
9
mann, pabbi,“ sagöi Björg um leið
og hún hoppaði út úr bifreiðinni.
„Hvað segirðu um það. Var það ekki
vel af sjer vikið‘?“
Andrjes leit hvast á Kristján, og
sagði önugur: „Nei, jeg hefi ])á reglu
að ráða aldrei umrenninga í vinnu".
„llvað segirðu, pabbi.“ Hún flýtti
sjer til hans og hvislaði: „Þetta er
enginn umrenningur — það er at-
vinnulaus verkfræðingur."
„Kaupstaðabúi þá. Merglaus <>g
máttlaus. Hvað á jeg að gera við
hann?“
„Hann getur lært, og það er dugur
i honum,“ sagði Björg ákveðin. „Þjer
er óliætt að taka hann. Er mjer vant
að skeika í mannþekkingu?"
Það birti yfir andlitinu á bónda
og bann rjetti Kristjáni liendina.
„Jæja, vertu þá velkominn, úr þvi
;ið hún Björg vill það. Hún er nefni-
lega svo skrambi klók,“ sagði hann
og brosti.
„Það hefi jeg sjeð fyrir löngu,“
svaraði Kristján.
Fólkið sat við langborðið i stof-
unni, sjö alls -L tveir vinnumenn,
auk Kristjáns og tvær vinnujconur
Það var auðsjeð, að fólkið kunni vel
við sig á Mólandi. Það var kátt og
liafði spaugsyrði á reiðum höndum.
Kristján þekti ekki sveitafólk, nema
frá sjónarmiði skemtiferðamanna,
eins og flestir kaupstaðabúar — ]). e.
a. s. hann þekti það ekki. Nú sat
hann þarna og dáðist með sjálfum
sjer að, live mikið það vissi og hafði
lesið og hve greindarlega það' dæmdi
um alt.
„Jeg lield við verðum að fara í
suður-akurinn,“ sagði Andrjes, þeg-
ar máltíðinni var lokið. „Það er vist
orðið þnrt þar.“
„Ágætt,“ sagði Bjöi’g. „Þá getur
Kristján snúið bensli úr bindini.“
Hann skildi þetta ekki fremur en
hebresku, og allir hlóu.
„Jeg hefi sannast að segja ekki
hugmynd um, hvað ])að er,“ sagði
hann.
„Auðvitað ekki,“ sagði Björg. „En
jeg skal kenna þjer það.“ Hún kunni
svo vel við þenna alvarlega mann,
með angurblíðu augun.
Hópurinn lijelt nú skrafandi suður
á akur. Bjiirg greip nokkur hafra-
öx í leiðinni: „Nú skal jeg kenna
þjer að snúa bensli. Stattu bak við
mig, þá sjerðu betur hvernig jeg
fer að því“.
Hann gerði það, en horfði meira
á brúna kinnina og sólbjart hárið
en öxin. Hún angaði af sólskini. Svo
undursamlega frísk og fögur eins og
sjálf náttúran þarna i kring. Hann
gleymdi sjer og hrökk við, þegar
hún vatt sjer við. — nú átt þú að
reyna.
„Þú gerðir það of fljótt,“ sagði
liann afsakandi.
„Þá skal jeg endurtaka ])að með
liægri kvikmynd,“ sagði hún. „Taktu
nú vel eftir. Og reyndu svo.“
„Það er ekki eins auðvelt og það
sýnist,“ sagði hann. Hann reyndi og
hún leiðbeindi. „Sei, sei. Þetta gekk
prýðilega,“ sagði hún.
„Við höfum auðvitað sjálfbindara,
en við verðum að skera traðir i ak-
urinn til að koma honum, án þess
að hann troði niður, og það gerum
við með höndunum,“ sagði Björg.
Hún, Andrjes og Pjetur vinnumað-
ur skáru, og svo komu hin á eftir.
Einn sneri bensli, annar batt knippi
og þriðji lagði knippin til hliðar.
Akurinn var 140 mál, svo að þctla
var ekki gert á svipstundu.
Loks voru traðirnar skornar og nú
kom dráttarvjelin til sögunnar með
sjálfbindarann i eftirdragi. Andrjes
stýrði dráttarvjelinni, en Björg sjálf-
bindaranum. Og þegar Andrjes loks
hætti var sólin sigin í hafið, en
kvöldroðinn gylti sjóndeildarhring-
inn. —
„Þú skilur,“ sagði hann við Krist-
ján á heimleiðinni, „að það er ekki
lijerna, eins og i kaupstaðnum, að
maður ætti að vinna á ákveðinni
mínútu. Hjerna verður maður að
nota tíðina, eins og hægt er.“
Nóttina eftir svaf Kristján vært
í fyrsta skifti i þrjú ár, þangað til
klukkan vakti liann kl. 5,30. Vikurn-
ar liðu fljótt og Kristján var eins
og annar maður. Sjóloftið hafði lækn-
að í honum taugarnar og hann hafði
ágæta matarlyst. Hann var orðinn
brúnn eins og Indiáni og þróttur í
hverjum vöðva. Nú var hann ekki
afstans — hann var vinnandi. Þegar
ekki var þurkur var unnið að skurð-
greftri og reyttur arfi í görðum. Auk
|>ess þurfti að hugsa um 70 kýr, (i
hesta og fjölda af hænsnum, grísum
og gæsum. Björg var alstaðar og
altaf að kenna honum. Hún var ljóm-
andi manneskja — full af fjöri og
þrótt.
Einn morguninn þegar selið var
yfir litlaskattinum, kom hún utan
úr fjósi, og hafði vakað lengst af
nóttinni, með þau tiðindi, að gyltan
liennar hefði eignast átján grísi. —
Þreytt? Langt frá því. Hún vann
allan daginn. Það var ekki furða, þó
að Andrjes hefði dálæti á dótt'ur
sinni.
Þegar komið var fram í September
var alt kornið komið í hús og þresk-
ingin langt komin. Og nú áttu að
haldast slægjur, eftir gömlum sið á
Mólandi. Unga fólkið kom úr öllum
áttum og nú var dansað. Kristján
var hálfvegið viðutan þarna innan
um alla þessa unglinga. Hann lang-
aði til að dansa við Björgu, en allir
þurftu að dansa við hana. Mest dans-
aði hún við ljóshærðan pilt. „Hver
var þelta?“ spurði Kristján Andrjes.
„Það er eftirmaður minn lijer á Mó-
landi, ef Björgu linst líkt og mjér,
næstelsti sonurinn á Brú, Þórir —
góð ætt og efnað fólk.“ Það var eins
og hnífur væri rekinn í Kristján.
Nú fyrsl varð honum ljóst, livers
virði Björg var honum — að hún
var lífið sjálft. Hann verður að að
stilla sig að ryðjast ekki inn i dans-
endahópinn og lirópa: „Snertið ekki
hana Björgu — hún er mín — mín!“
lin livaða rjett liefir hann til ])ess.
Hann borfði enn um stund á dansinn
og fer svo burt. Reikar niður með
sjó og hugsar um Björgu. Hvað hafði
hún sagt forðum, þegar þau voru
að tala um hjónaskilnaði? Þeir voru
svo fátíðir i sveitinni. Hversvegha?
Vegna þess að þar eru maður og
kona saman um sttu'fið. Fjelagar ■—
í orðsins besta skilningi. Hún hafði
orðið fjelagi hans þarna á Mölandi,
besti fjelaginn, sem hann hafði nokk-
urntíma átl. En hvað stoðaði það.
Jafnvel þótl henni þætti vænt um
liann — var það ómögulegt. Hann
stundi. Jeg verð að flýja hjeðan,
sagði hann. jeg á ekki annars úr-
kostar.
En í sama bili stendur Björg bjá
honum og segir: „Hversvegna fórstu
Kristján — vildirðu ekki dansa við
mig?“
Það var beiskja í röddinni, er liann
svaraði: „Jeg er víst of gamall til
þess, enda virtist ])ú ekki sakna min,
þegar þú hafðir bann Þóri á Brú.“
Andlit hennar ljómaði af fögnuði.
Svo að honum þótti þá vænt um
liana! Það var aðeins misskilið stæri-
læti, senr liafði varnað lionum árás.
Hún var rík, en bann fátækur. Hún
tekur báðum höndum um böfuð bon-
um og segir:
„Elsku einfeldningurinn minn. Það
ert ])ú, sem mjer þykir vænt um!“
Þá sleppir Kristján sjer. Hann
þrýstir lienni að sjer, kyssir liana
í ólgandi unaðsvímu. En alt í einu
sleppir liann benni og segir hás:
„Björg, þú verður að fyrirgefa
mjer. Jeg hefi engan rjett til þessa.“
Augnaráð bennar gerbreytist og
bún roðnar. „Er það svo að skilja.
að þjer þyki ekki vænt um mig?“
„Vænt um þig? Jeg elska þig,
Björg. En það er annað, sem skilur
okkur. Jeg — jeg er giftur. Nú er
])að sagt!“
Þá loksins að lnin rýfur þögnina,
segir hún kuldalega: „Og þessu hefir
])ú þagað yfir! Jeg hjelt að þú værir
;erlegur maður, Kristján."
„Hlusaðu á mig, Björg. Hjónaband
mitt var mikill misskilningur. Jeg
sá það, þegar jeg misti atvinnuna.
Þessvegna fór jeg á burt, og síðan
kantu söguna. Þið voruð mjer öll
svo góð hjerna, jeg var hræddur
um, að jeg mundi missa vináttu ykk-
ar, ef jeg segði að jeg væri að skilja
við konuna. Jeg veit, hvernig þið
lílið á slíkt. Aldrei mundir þú vilja
giftast fráskildum manni, Björg?“
Hún liristi höfuðið. „Nei, fyrir
mínum sjónum er hjónabandið heilagt
og órjúfanlegt." Hún vafði örmunum
um hálsinn á honum: „Fyrirgefðu að
jeg efaðist um þig — jeg skil þig
nú. Mjer mun altaf þykja vænt um
þig, en nú verðum við að skilja.“
Daginn eftir var verið að taka upp
kartöflur, en Björg hafði ekki sjest
ennþá. -— Þegar hún kom var hún
þreytuleg og dökkar rákir undir aug-
unura. Kristján sá hvað hún hafði
liðið — hans vegna. Hún víkur sjer
að honum.
„Jeg var úti í alla nótl — gat ekki
farið heim fyr en jeg liafði hugleitt
málið til fulls. Nú veit jeg, að þú
er mjer meira virði, en allir fordóm-
ar veraldar. I dag tala jeg við hann
pabba.“
„Björg, þú ert yndislegas'ta mann-
eskjan i veröldinni.“
Við kvöldverðinn var Andrés ó-
venju fátalaður. Fólkið var hissa.
Á eftir bað hann Kristján að koma
inn til sín. Hann kveikti í langpíp-
unni sinni, ræskti sig og einblíndi
á Kristján.
„Þú munt fara nær um, livað það
er, sem jeg ætla að tala við ])ig um.
Þú verður að fara lijeðan í fyrra-
málið. Jeg skal gefa þjer góð ineð-
mæli. Þú liefir sýnt vinnulægni, at-
orku og vilja. En hana Björgu færðu
ekki. Hún befir sagt mjer alla sögu,
en þótt þú hafir málsbætur, þá breyt-
ir það ekki þeirri staðreynd, að þú
átt konu á lífi.“ Hann stóð upp og
bætti við: „Björg er eina barnið, sem
jeg á, og jeg berst fyrir þvi, að hún
verði hamingjusöm."
Kristján rjetti fram bendina. „Jeg
skal fara, ekkert vildi jeg siður, en
standa í vegi fyrir gæfu Bjargar.
Vertu sæll, og þakka þjer fyrir liðn-
ar stundir — þær sælustu á æfi
minni.“ Hann sneri sjer við í dyrun-
um: „Viltu heilsa Björgu — jeg orka
ekki. að kveðja hana sjálfur."
Kristjáni tókst að fá vinnu fjói'-
um dögum eftir að hann fór frá
Mólandi. Það var uppi í lieiði hjá
heimkonmum Amerikufara, sem var
að reisa nýbýli. Það var erfið vinna
— grjót og grjót — en lientugt Krist-
jáni. Stritið deyfði sálarkvalirnar.
Á vetrarkvöldunum sátu þeir Sverrir
saman við eldinn með pipur sínar,
og skröfuðu margt. Sverrir kunni frá
ínÖrgu að segja að vestan. Hann afði
m, a. verið einn með Indiána inni
i Alaskaskógum. Þeir höfðu fundið
gullnámu. Og eftir það sat Indíán-
inn jafnan um líf lians. I.oks varð
Sverrir að drepa hann.
Sumar kom eftir vetur, sól og
fuglakliður um mýrar og móa. Þá
var eins og þráin til Bjargar færðist
í auka. Hann eygði hafið ofan úr
heiðinni. Skyldi hún muna? í hvert
skifti, sem hann opnaði blað skalf
hann af kvíða fyrir að sjá lýst með
henni og Þóri. En hvað gat hann
eiginlega vonað? Jafnvel þótt Andrjes
dæi, mundi hún aldrei ganga í ber-
högg við vilja hans. Nei, vonin var
engin. Samt setti hann skilnaðar-
beiðni frá sjer í póstinn og einn dag
sá hann í blaði, að Ella ætlaði að
giftast húsbónda sínum, Bryn, hin-
um forríka útgerðarmanni. Honum
þóttu það góðar frjettir, hann hafði
])á gert vel í því að hverfa, og nú
fjekk liún góða daga.
Einn daginn, þegar þeir Sverrir
komu heim, sáu þeir hest vera að
bíta i hlaðvarpanum. Var það ekki
hann Gráni frá Mólandi? ' Kristjáni
varð órólt. Jú, hesturinn hneggjaði
a móti honum, — hann þekti hann.
Þegar þeir konm inn 1 eldhúsið sal
Andrjes gamli þar með hálfan kaffi-
bollann í liendinni. Þeir heilsuðust
með handabandi og Kristján starði
á hann, — hann þekti liann varla
aftur, svo mjög hafði hann gefið
á milli. Tærður, skininn og grár.
Kristján varð hræddur.
„Er nokkuð að? Er Björg veik?“
Andrjes fór undan í flæmingi. —■
„Ekki beinlínis veik, en þú verður
að koma með mjer, Kristján — þin
þarf með þar — jeg fer að verða
gamalll.“
Kristján vissi ekki bvað bann átti
að halda — djörf von spratt fram. ..
Sverrir horfði á þá á víxl. „Ef jeg
skil rjett, þá þarf jeg ekki að von-
ast eftir þjer aftur, Kristján. Jeg
samgleðst þjer — þótt jeg vildi ó-
gjarna missa þig.“ Kristján strauk
um ennið. Var hann að dreyma?
„Jeg get ekki farið svona alveg á
stundinni — get jeg ekki komið eftir
hálfan mánuð eða svo?“
„Nei,“ sagði Andrjes ákveðinn. „Þú
verður að koma með mjer. Jeg skal
senda Sverri mann í staðinn þinn,
svo að hann verði ekki mannlaus,
])angað til hann getur fengið annan
mann.“
Þegar þeir voru komnir upp i
kerruna sagði Andrjes: „Það er hún
Björg, skilurðu — henni líður illa.
Ilún hefir reynt að liarka af sjer
og gleyma, en jeg hefi sjeð þetta á
henni á liverjum einasta degi. Jeg
þraukaði meðan jeg þorði — lijelt að
þetta mundi líða hjá, en það stendur
dýpra en jeg hjelt. Þessvegna kem
jeg til þess að bjóða þjer hana
Björgu.“
„Guð blessi þig,“ sagði liann. —
Hann skildi, að þetta liafði kostað
Andrjes mikla sjálfsafneitun.
Kvöldverkunum er lokið á Mólandi.
Kýrnar standa á meltunni i fjósinu
og liver blutur á sínum stað i búri
og eldliúsi. Björg gengur upp lieiðar-
veginn. Hún skilur ekki, hvað orðið
liefir af honum föður hennar. Hann
befir verið á bak og burt i allan
dag og enginn sá liann, þegar hann
fór. Loksins kemur kerran — faðir
liennar er ekki einn, sjer hún. •—
Ivanske það sje nýi dýralæknirinn
— bún Brúnka er með kveisu. —
Kerran kenmr á fleygiferð. Gráni
vill komast heim í hafrana sína. Nú
sjer hún að það er Kristján. Hún
verður dreyrrauð — hjartað berst,
svo að lienni finst það koma upp í háls
Andrjes tekur í taumana og stöðv-
ar hestinn. Grána gremst þetta. —
Hvaða uppátæki er þetta, að stansa
lijer?
„Björg!“ Kristján stendur hjá henni
í sama vetfangi og hún hjúfrar sig
fagnandí upp að honum.
„Elsku unnustan mín — nú verð
jeg lijá þjer um aldur og æfi.“
„En — hvernig.... ?“ Hún horfir
undrandi á föður sinn, sem kinkar
kolli og brosir.
Augu þeirra Andrjesar og Krist-
jáns mætast. Loforð eru gefin og
tekin. — Og loksins fær Gráni að
komast heim í hafratrogið sitt.
SMÁSAGA EFTIR INGJERD HAALAND