Fálkinn


Fálkinn - 08.12.1939, Blaðsíða 11

Fálkinn - 08.12.1939, Blaðsíða 11
FÁLKINN II SANTA LUCIA i. Fyrir rjc.ttum tveimur árum vor jeg staddur á Liselund skólanum í Dan- rnörku. Áður en gengið var til náða að kvöldi þess 12. desember, var það tilkynt, að liginn, góður gestur kæmi í heimsókn snennna morgun- inn eftir, og að allir, yngri sem eldri. yrðu að fara á fætur til að fagna honum. Annars var ekkert gefið upp um það, hver hann væri, og ef spurt var um það, urðu svörin ógreið. — I’að var eins og nauðsynlegt væri. að skólafólkið tifði í fullkominni ó- vissu um það, hver gesturinn væri. hað segir sig sjálft, að margir gengu mjög eftirvæntingarfullir til hvílu þetta kvöld, og án efa hcfii það liaft svefn af sunnim. Klukkan sex um morguninn liringdi skóla- bjallan í ákafa, og nú varð hreinasta kapphlaup um það að komast sem fyrst í fötin. Eftir fáar mínútur voru allir komnir niður í ganginn og andlit margra voru hálft eða heilt spurningarmerki. Hvað var eiginlega a seiði? Nú var öllum boðið til sætis í ar.nari skólastofunni, sem var upp- Ijómuð. Borð voru „dekt“, og á þeim stóð löng röð af kaffibollum og kökudiskum. Það var greinilegt „tilhald" í vændum. I.oksins fór það að kvisast, hver væri á ferðinni — Sancta Lucia. Hver var Sancta Lucia? Þarna stóð maður augliti til aug- litis við hana. Hún kom syngjandi og brósandi inn í dyrnar á skótastofunni með þrem i för með sjer. Góði gestur- inn var kominn. — Hún var í snjó- hvítum klæðum. Um höfuð sjer hafði hún fagran sveig, og var komið fyrir i honum logandi kertum, er báru mikla birtu. Þernan var og hvit- klædd og hafði einnig sinn kertn- sveig, en hann var allur svipminni en sveigurinn hennar Sancta Luciu, eins og vera bar. Sancta Lucia og þernan gengu fram og aftur um stofuna með söng og gestirnir glöddus við birtuna og siinginn. — Þær vor að boða ná- lægð jólanna, frið þeirra og fögnuð. Sancta Lucia lijelt á bakka með kaffikönnu á og gekk meðfram borð- unum og helti í kaffibollana, og þtrnan á eftir með kökudiskinn i hendi. — Það var unaðsleg stund í skólastofunni á Liselund meðan Sancta Lucia dvaldi þar. Það hafði ekki verið ofsagt, að tiginn og góð- ur gestur væri á ferðinni, þar sem hún var. II. — Víða í katólskum löndum er 13. desember — Sancta Lucia-dagur- inn — haldinn hátíðlegur. Þessi sið- ur hefir náð fótfestu hjer á Norður- löndum, einkum í Svíþjóð'. í Dan- mörku þekkist hann ekki, og að hann var haldinn liátiðlegur i Lise- lund stóð í sambandi við það að kona skólastjórans, frú Amelie Doel, er sænsk. Sancta Lucia-dagurinn er haldinn •til minningar um dýrlinginn, Luciu hina heilögu, er helgisögnin segir, að uppi liafi verið um 300 e. Kr. Sagt er að hún hafi verið frá Sikil- cy og hafi liðið pislarvættisdauða i Sýrakúsa árið 304 e. kr. Lucia var af mjög tignum kristn- um ættum og erfði mikið fé eftir föður sinn. Það gaf hún alt fátæk- um í trú á það, að móðir hennar niundi batna, er þjáð var af slæmum sjúkdómi. Hún var trúlofuð, er þetta gerðist, og er sagt að unnusti henn- ar, sem var heiðinn, liafi orðið svo reiður fyrir þessa fjársóun hennar, að hann liafi ákært liana sem kristna fyrir yfirvöldunum. Yfirvöldin skip- uðu að liegna henni með því, að setja hana í vændiskvennaliús, en þegar hún neitaði ao hlýða því harða boði, var viðarkesti komið fyrir i kringum hana, oliu helt á, og kveikt i. En þegar eldurinn grandaði henni ekki, var hún.lögð í gegn með sverði. III. Nafnið Lucia er álitið að dregið sje af latneska orðinu lux, þ. e. Ijós. Og út frá því liefir myndast önnui' sögn um hana. Samkvæmt þeirri sögn var Sancta Lucia nunna. Hún var augnfögur, svo að af bar, og fyrir því feldi þjóðhöfðingi einn brennandi ást til hennar. Reif Lucia þá úr sér augun og sendi lionum þau i fati. Hafði þetta svo mikil álirif á hann, að hann snerist til kristinnar trúar. — Fyrir hænrækni sína og trúarhita fjekk lnin augun samt aftur. — í sambandi við þessa sögn er það sennilega tilkomið, hve augnveikt fólk hafði mikinn átrúnað á Sancta Lucia. Sancta Lucia-hátíðiin er hátíð lirein- lcika, ljóss og birtip og varpar Ijóma sínum inn í svörtustu skammdegis- skuggana. Og lagið Sancta Lucia, sem allmargir Islendingar kannast við er fnlt fegurðar og tilbeiðslu. Sigurjón Guðjónsson. er miðstöð verðbrjafavið- skiftanna. Sjúklingurinn: — Hvernig haldið þjer að þetta fari, Jæknir? Læknirinn: — Það er þrent, sem gengur að yður. Einn sjúkdómur- inn — þetta i lungunum, er bann- vænn, en hitt hugsa jeg að mjer tak- ist að lækna. fSpgp SIMON BOLIVAR FERST. Hollenska farþegaskipið „Simon Bolivar“ fórst nýlega í Ermasundi. Það rakst á tundurdufl ekki aðeins einu sinni, heldur tvisvar, hvert dufl- ið á fætur öðru. 86 mahns fórust. Það voru sannarlega síðustu forvöð að taka myndina, eftir örfáar mín- útur var „Simon Bolivar“ ekki ofan- sjávar. Nokkur skip voru viðstödd, flugvjelin yfir skipinu er ensk. § SIEMENS PROTOS BRAUÐRIST KRÓMHÚÐUÐ. Borðprýði. — Steikt brauð — herramannsmatur. — Tilvalin tækifærisgjöf. Fæst hjá R AFTÆK J ASÖLUM. Svaf í þrjá mánuði — blundaði í hálfan. Læknarnir á liáskólaspitalanum í Dorpat hafa verið að glíma við ein- stakt tilfelli af svefnsýki. Það var í fyrra, að átján ára gömul stúlka sofnaði og svaf í þrjá mánuði sam- fleytt. Varð að dæla ofan i hana næringu, svo að hún veslaðist ekki upp af hungri. Þegar hún vaknaði eftir jicnnan langa svefn tók hún svo fljótum bata, að læknarnir hjeldu, að hún væri sloppin. En nú er hún farin að sofa aftur. Fyrst blundaði hún í fjórtán daga og er sofnuð löngum svefni á ný.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.