Fálkinn


Fálkinn - 08.12.1939, Blaðsíða 3

Fálkinn - 08.12.1939, Blaðsíða 3
F A L K I N N Mannfjöldinn við finsku ræffismanns- skrifstofuna í. des- ember. (Ljósm. Fúlkinn). -fl , * ’* ■::■ EFTIRMINNILEGT FULLVELDISAFMÆLI VIKUBLAÐ MEÐ MYNDUM. Ritstjórar: Skúli Skúlason. Ragnar Jóhannesson. Framkv.stjóri: Svavar Hjaltested Aðatskrifstofa: Bankastr. 3, Reykjavík. Sími 2210 Opin virka daga kl. 10-12 og 1-6. Skrifstofa i Oslo: Anton Schjötsgade 14. Blaðið kemur út hvern föstudag. Áskriftarverð er kr. 1.50 á mán., kr. 4.50 á ársfj. og 18 kr. árg. Erlendis 24 kr. Allar áskriftir greiðist fyrirfram. Auglýsingaverð: 20 aura millim. HERBERTSprenf. Shraðdaraþankar. Frumhýlingurinn er að jafnaði fyrningalítill og það er ekki tiltöku mál. Því að það er undir flestum kringunistæðum margra ára verk, að kpma sjer upp fyrningum, hvort heldur þær eru í hlöðunni eða spari- sjóðshókinni. Það eru margir smáir afgangur, sem skapar þær fyrningar, er veita tryggingu — eru varasjóð- ur, jjegar illa fer og aflinn hrekkur ekki fyrir eyðslunni. Hrafna-Flóki varð heylaus á fyrsta vetri, en honum var það ekki láandi. Hann vantað’i reynsluna. Við getum ekki sagt það sama. Við höfum reynsluna og liún er sú, að islenskt tíðarfar og árferði yfirleitt er svo stopult og laust við alt meðalhóf, að hjer á landi er bvýnni þörf á vara- sjóðum en í nokkru öðru nálægu landi af „hey, mat og eldivið“ — þessu jjrennu, sem vár ])að eina, sem karlinn hafði nokkurntíma vant- að í húskapnum. Menn hafa á undan- förnum áratugum ve.rið að glin.a við heyleysishættuna með ýmsum lagaboðum: eftirlití um ásetning, fóð- urforðabúrum og þvílíku, og það er orðið tiltölulega sjaldgæft að menn drepi skepnur sínar úr hor, Enda síður freisting til að ofsetja á, þar sem nú er sæmilegur markaður fyrir sauðfje, sem áður var stundum eng- inn. En þeir bændur eru þó til enn- þá, sem telja það búhygni að drepa úr hor, þeir vinni það upp á fjenu, sem fram fleyíist á góðu árunum. Hinsvegar er ekkert eftirlit með ])ví, að fólk h'-fi nægar matarbirgð- ir, enda væri ögerlegt að koma þvi eftirliti á lijá einstaklingnum. Það er af sem áður var, að sveitafólk hirgði sig upp til árs eða missiris i einu — samgöngurnar hafa gert það ó- þarft og það er i rauninni til þæg- inda. En það er hægt að hafa eftirlit með því, að landið í heild sje jafnan birgt að nauðsynjavörum til ákveð- ins lágmarkstima og það er ráðdeild i þvi. Vegna þess, r.ð þó að þessu fylgi nokkuð rentulap, ])á forðar það hinsvegar frá nokkrum hluta hins mikla álags, sem kemur á vörurnar hvenær sem aðflutnin- ar verða erfið- ir bæði sjálfri verðhækkuninni á erlenda markaðinum og þeim gifur- lega aukakostnaði, sem legst á: strics- vátryggingum og farmgjaldahækkun, Það er golt að fyrna hey, en það er ekki siður gott að fyrna mat — og eldivið. Og það er ekki síst nauðsynlegl að fyrna fje. íslenski frumbýlingur- inn á engar fyrningar i fje, heldur aðeins skuldir. Spurning hvort hann á nokkrar fyrningar af lánstrausti. Það er hlutverk komandi ára að safna þeim. Það liefir stundum verið sagl um oss íslendinga, að vjer sjeum tómlátir i framkomu og lítið gefnir fyrir að flíka tilfinningum vorum á strætum og torgum. Hjer er líka fátt um hópgöng- ur og útifundi, og eigi slíkt sjer stað fer alt ósköp rólega og friðsamlega fram, — oftast nær. Menn taka yfir- leitt dauflega í það að fylkja liði og láta vilja sinn kröftuglega i ljós á þann hátt. Þó hefir það sýnt sig, að þeir at- burðir geta gerst, sem ýta nokkuð við tómlæti íslendingsins. Og það var einmitt það, sem gerðist á síðasta af- mælisdegi íslenska fullveldisins, 1. desember 1939. Þennan dag, 1. des., er það venja, að frani fari allumsvifamikil hátiða- höld í tilefni hins þýðingarmikla af- Það er síst að furða, að finski skáldsnillingurinn Sillanpáá er liýr á svipinn á þessari mynd. Á sím- skeytinu, sem hann er að lesa, er til- kynning um, að sænska akadcmíið hafi veitt honum bókmentaverðlaun Nóbels fyrir 1939. mælis. Ýmis fjelög og flokkar standa þá fyrir samkomum, en aðalforyst- una hafa stúdentar haft, bæði með skrúðgöngum, ræðum á opinberum vettvangi, blöðum og mörgu fleiru. Svo var og nú. Hátíðáhöld liöfðu ver- ið undirbúin með venjulegu sniði. En þá gerðust þeir atburðir austur í Evrópu, sem gerbreyttu útliti þessa hátíðisdags vor Íslendinga. Það var árás Rússa á Finna. Þennan dag var lílil þjóð að verja líf sitt og frelsi gegn risaþjóð búinni ægilegum hern- aðartækjum á landi, í lofti, á sæ. Og það var ein Norðurlandaþjóðanna, sem ráðist var á. íslenskir stúdentar aflýstu öllum hátíðahöldum sinum þennan dag og sama gerðu svo að segja öll önnur fjelög og flokkar. En í þess stað boðaði Stúdentaráð Háskólans og Stúdentafjelag Reykjavikur til hóp- göngu til ræðismannsskrifstofu Finna til að votta liinni striðandi ])jóð samúð. Úr þessu varð svo hin stærsta hópganga, sem sjest hefir hjer. Var gengið frá Stúdentágarð- inum og var fylking stúdéntanna einna svo stór, að þegar fylkingar- hroddurinn var á Tjarnarbrú voru Theodór Árnason, rithöfnndur, verður fimtugur 10. þ. m. þeir siðustu að fara frá Garði, en þrír gengu í hverri röð. Niðri i bæn- um hættist svo við fjöldi fólks. Við ræðismannsskrifstofuna staðnæmdist mannfjöldintí og ávarpaði þar Bárður Jakobsson, form. Stúdentaráðs, ræð- ismann Finna, L. Andersen og bað hann skila kveðju til finsku þjóðar- innar, en ræðismaðurinn þakkaði. Voru síðan leiknir þjóðsöngvar Finna og íslendinga. Var þessi atliöfn stúdentum og al- menningi í Reykjavik til hins mesta sóma. HVGR ER MAÐURINN Nr. 10. Maðurinn er

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.