Fálkinn - 08.12.1939, Blaðsíða 7
F A L K I N N
/
Freklegri móðgun hafa Bretar
vart orðið fyr.ir í Austur-Asíu en
þegar Japanar lögðu samgöngu-
bann á enska hverfið í Tientsin 1-'i.
júní í sumar og afklæddu breska
þegna, er fóru út og inn í hverfið,
til þess að leita á þeim. Eftir tæp-
an hálfan mánuð hófust svo samn-
ingar milli Japana og fíreta og
standa þeir enn og virðast Japanir
staðráðnir í því að fella úr gildi
öll sjerrjettindi útlendinga í Kína.
Hjer til h. er mynd af japösskum
varðmönnum við gaddavírsgirðing-
una, sem þeir hafa sett kringum
enska hverfið í Tientsin.
fíað hefir vakið mikla athygli að
Ibn Saud gerði út í haust sjerstak-
an erindreka, Khalid al Hiul, á
fund Hitlers, og er talið, að erindi
hans sje að ræða við Þjóðverja um
að hnekkja drottinvaldi fíreta í
Vestur-Asíu. Myndin að neðan t. h. er
tekin þegar al Hud kom til Berghof
i áiheyrn lil Hitlers og sjást þar frá
v. Schmundt ofursti, Kalid al Hud,
fíriickner undirleiðtogi, fíahls
„Sturmtruppl iihrer" og túlkúrinn
dr. Schmidt.
Forsætisráðherra fíúlgara og utan-
rikisráðherra, Kjosseivanov kom í
heimsókn til Hitlers 5. júlí og var
fagnað þar með kostum og kynjum,
enda vcir það talið víst, að erindi
hans væri að játast á band með
öxulveldunum, Þýskalandi og ítal-
íu. Engin ótvíræð yfirlýsing mun
þó hafa komið fram um þetta.
Hjer á myndinni að ofan sjest Koss-
eivanov ganga fram hjái heiðurs-
fylkingu í forgarði hinnar nýju
kanslarabyggingar.
Kafbátaslysið mikla, er „Thetis“
fórst i reynsluför sinni skaml frá
Liverpool og um 100 manns fórust,
er enn í fersku minni. Það reyndist
mikliun vandkvæðum bundið að ná
kafbáhium upp; m. a. varð að búa
til sje.rstaka vira til þess að lyfta
honum. Sjást þeir hjer á myndinni.
Trossan er 9' þumlungar í þvermál,
undin saman úr fjölda mörgum
stáliaugum.