Fálkinn


Fálkinn - 22.12.1939, Qupperneq 13

Fálkinn - 22.12.1939, Qupperneq 13
F A L K 1 N N 7 Einar Jónsson: Hamarshákarl. skrítið að uppgötva, að eigin- lega liafði hún aldrei gert sjer J)að ljóst fyr, live Jörgen var vel að sjer ger. Hún hafði heyrt, að aðrir legðust í óreglu og yrðu kærulausir þegar þeim gengi eitt- hvað á móti. En Jörgen háfði farið fram síðustu þrjú árin og var tvímælalaust fremsti majSur á bátnum. Um tvö hundruð faðma undan landi stóð þrímastrað skip og rambaði á sandrifi. Sjóarnir gengu yfir það í sífellu og grófu það i brimlöðrinu. Þó dimt væri var liægt að sjá, að eitthvað af skipshöfninni hafði komið sjer fvrir á bátaþilfarinu aftast, en aðrir hjengu i siglunni miðskipa eða á framsiglunni. Vagninn með björgunartækj- unum og fluglínubyssunni voru komnir i fjöruna á undan hjörg- unarhátnum. Nú var líiiuhyss- unni komið fyrir og skotið. Lín- an kom ofan á stórsigluna, en enginn á skipinu liafði mátt til ná lienni og innan skamms fauk hún á burt. Nú var línu skotið aftur og hún lenti á mersránni og náðu þeir fjórir, sem þar sátu í end- ann. Og nú var stóllinn settur á linuna og þeir fjórir um borð fóru að draga hann til sín. „Þetta tekst aldrei, straumur- inn er of þungur,>“ sagði Jörgen og starði á brimgarðinn. Og það rættist. Straumurinn var svo þungur og ef til vill hafði eitt- livað rekald flækst í línuna, svo að stóliinn gekk hvorki fram eða aftur. Björgunarbáturinn var nú dreg inn á hljeborða við strandaða skipið og björgunarmennirnir fóru um horð. Svo kom hópur .-ijálfboðaliða að og ýttu bátnúm úr vörimii. Árarnar gripu sjó- inn allar samtimis og báturinn mjakaðist hægt frá landi. Jörgen sat á fremstu þóftunni. Báturinn þunglamaðist varla á móti. Hann fylti livað eftir annað, svo að bátsverjar voru i sjó upp að mitti, og stundum lá nærri að honum livolfdi. Tvívegis urðu skipverjar að að kasta akkeri til að livíla sig. Þeir höfðu nú barist nærri tvo tíma við rokið og sjóinn. Nú voru þeir komnir á borð við strandskipið og ljetu sig reka hægt og varlega nær því, fyrir akkerinu og með stefnið upp i. En akkerisfestin var ekki nógu löng og þeir urðu að bæta við nýrri festi. Nú var björgunarbáturinn kominn mjög nærri strandskip- inu, en það lá að kalla á hlið- inni og sífelt gekk sjórinn yfir það. Alt í einu kom sjór, sem virtist ætla að draga bátinn inn- undir stórmastrið, sem riðaði fram og til baka yfir þeim hjörg- unarmönnúnum, sem sundur- tættan reiðann. Ef þetta rækist i bátinn væri dagar hans taldir. „Höggvið á akkerisfestina!“ drundi i formanninum gegnum allan liávaðann, og Jörgen greij) öxi og hjó á. Honum sárnaði að sjá alla festina liverfa í freyðandi öldurnar, en hátnum var hjargað og liann rak frá. Nú varð aftur að taka til ár- anna og nú leið enn klukkutími þangað til báturinn var kominn svo nærri strandskipinu, að liægt var að reyna að kasta stóra akk- erinu um horð í skipið. Það fjell í lilut Jörgens að gera þetta það var sterkur armur hans, er kastaði stjóranum svo, að hann fór langan hoga og lenti í „stór- vantinum“ á strandskipinu. Bátsmenn reyndu nú að kom- ast nær skipinu, en það var ó- gerningur vegna braksins, sem var á floti kringum það. En nú kom nýr stjóri um borð og við hann var fest björgunarlina of- an í bátinn í stólnum. Ú FÓRU nokkrar alvöru- þrungnar mínútur í hönd. Ólgandi hafið vældi raunasöng sinn yfir skipinu, sem engdist sundur og saman í dauðaharátlu sinni undan faðmlögum öldunn- ar. Þeim í bátnum sýndist sem skipsmennirnir liikuðu við að hlaupa úl í freyðandi öldurnar. Það kom fyrir, að skipsmenn á strandskipum voru svo aðfram konmir, að þeir gátu hvorki tekið á móti björgunarlínu nje höfðu magn til að stökkva fyrir horð, svo að menn úr björgunar- liðinu urðu að fara um horð fyrst að hjálpa þeim. Loks heyrðist kall ofan úr siglunni og svartur skuggi sást þeytast gegnum hvítt brimlöðr- ið. Það var sá fyrsti af skip- hrotsmönnum, sem þorði að Iilaupa. Björgunarmennirnir flýttu sjer að draga línuna og bráðlega náði Jörgen í föt skipbrotsmannsins. A næsta augnabliki hafði hann verið innhyrtur og lagður ofan í hátinn. Alt og sumt, sem liann gat sagt þeim var, að hann væri norskur. — — — Nú voru níu menn komnir i björgunarbátinn og var ekki hægt að sjá, að fleiri væri ofan- þilja á strandskipinu. „Hvað voruð þið margir?“ hrópaði formaðurinn. „Tólf“, svöruðu hinir einum rómi. „En sþipstjóranum og öðr- um manni til skolaði fvrir horð i hrotsjó i gær.“

x

Fálkinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.