Fálkinn


Fálkinn - 22.12.1939, Side 16

Fálkinn - 22.12.1939, Side 16
10 F Á L K I N N X^TdL KONUNGUR — eða eigum við '*''heldiir að kalla hann Sóta — verður rekinn frá ríkjum eftir eitt ár! Gagnlegri hylting liefir aldrei orðið í neinum höfuðstað, því að Sóti er hverjum manni hvimleiður, liann er spillir heilhrigði og þrifn- aðar, hann veldur kvefpestum og skítur lit fötin. Og svo heimtar hann 'miljón króna í skatt á hverju ári, og borgar hann Englendingum, sem eru miklu ríkari en við. hessi saga er fallegasta æfintýrið, sem núlifandi Reykvíkingar geta sagt krökkunum sínum eftir nokkur ár. Ef að reykvískt barn væri spurt núna, hvernig stæði á því, að höfuð- staðurinn hjeti Reykjavík, þá gæti það vel haft til að svara: „Það er af hvort ekki væri liægt að auka vatns- magnið. Þar voru boraðar 14 holur, frá 20 til 246 metra djúpar. Vatnið óx um þriðjung og hitnaði um 5 stig! Og 1930 var þessi tilrauna-hita- veita fullgerð. Hún kostaði 235.000 krónur og gefur 40.000 króna hagn- að á ári. Iiitar upp Sundlaugarnar, Sundhöllina, Landspítalann, Austur- bæjarskólann og rúm 50 íbúðarhús. Og það liefir ekki komið fram, sem margir óttuðust, að liin mörgu efni í hveravatninu útfeldust og stifluðu pípurnar á leiðinni. Hverauppspretturnar uppi á Reykj- um voru nú rannsakaðar og mæld- ar. Þegar frumrannsóknum var lok- ið, reyndust þær gefa 106 litra vatns á sekúndu af 82 stiga heitu vatni. Jón Reykja - hiti í Reykjavík jjví, að það er svo mikill reykur hjerna stundum. En eftir nokkur ár dettur engu barni í hug að svara svo. Þá vita öll hörn, hversvegna Reykja- vík heitir Reykjavík, og þá liafa öll Þorláksson hafði í frumerindi sínu um málið bent á Reyki eða Hengil, sem líklegustu hitagjafa Reykjavíkur. En þessir 106 lítrar nægðu ekki nema hálfri Reykjavík. Og nú var afráðið börn betri skilning á, hvers virði hverahitinn er landinu, en jjau hafa nú. En er það skrítið, að örlögin skyldu liaga þessu svona? Að bærinn, sem heitinn var eftir hverahitanum, skykli verða fyrsti höfuðstaðurinn í veröldinni, sem gat látið reka Sóta á burt. Æfintýrið hófst með fyrirlestri Jóns heitins Þorlákssonar í Verk- fræðingafjelagi íslands fyrir 14 ár- um. Ef maður á þá ekki að segja, að það hafi byrjað í Reykholti einhvern- tíma kringum 1220, því að margl bendir á, að Snorri Sturluson liafi leitt heita gufu frá Skriflu inn í híbýli sín í Reykholti. Þegar gamli bærinn í Reykholti var rifinn fyrir nokkrum árum, fundust jiar í jörðu pipur úr deigulmó, sem að líkindum hafa verið fyrsta eim- eða hita- vatnsveitan á íslandi. Svo kom bónd- inn á Sturlureykjum í byrjun aldar- innar, svo Sigurjón á Álafossi, sem Ijet Amsterdamhver kynda verksmiðj- una svo rösklega, að allir gluggar stóðu upp á gátt, þótt liörkufrost væri úti — og svo komu gróðurliúsin á Reykjum. Og svo kom Reykjavik. Hin stór- kostlega tillaga Jóns Þorlákssonar liafði þau áhrif, að ákveðið var að setja upp ofurlitla hitavcitu við þvottalaugarnar, til þess að sjá hvern- ig útreikningur verkfræðinga stæð- ust reynsluna. Fyrst var farið að bora við Laugarnar til þess að sjá, að bora og leita að meira vatni. — Verkið gekk seint framan af, því að borinn sem bærinn átti var of lítill og illa gekk að ná í annan stærri. Og þegar sá stærri kom, þá bilaði hann fyrst í stað. En þegar barna- sjúkdómum hans var lokið, þá fór að ganga. Nú koma 220 lítrar á sekúndu af 87 stiga heitu vatni til jafnaðar, upp úr uppsprettunum á Syðri Reykjum. Þegar í byrjun náði bærinn kauprjetli á hitagjafanum fyr- ii ákveðið verð og keypti hann síðan. Svo þurfti nú vitanlega að rífast dálítið um þetta áform, eins og um öll merkileg mál. Sumir vildu fá liitann ofan úr Hengli, aðrir sunpan úr Krýsuvík, og enn aðrir vildu alls engan hverahita. Það varð stjórn- málaþref um málið og það má telja víst, að ef ekki hefðu verið vaktar um það deilur, þá þyrftu Reykvík- ingar ekki að gjalda Sóta neinn skatt i vetur. Jón Þorláksson var orðinn borgarstjóri og á hans árum hafði bærinn með höndum Sogsvirkjunina, sem þó ekki varð fullgerð fyr en að honum látnum. Og undir eins og henni var lokið, þótti tímabært að snúa sjer að framkvæmd hitaveit- unnar. Það fjell í hlut núverandi borgarstjóra, Pjeturs Halldórssonar, að opna rafstöðina við Ljósafoss og það fjell í hans hlut að koma liita- veitunni á rekspöl, ásamt Valgeir Björnssyni bæjarverkfræðingi. En sá maður, sem einkum hefir undirbúið T. v.: Borunarturninn á Reykjum. — Aö ofan: Úr borunarskálanum. — Neðst: Vatnið fossar út úr pipu i einni borunarholunni. Sú dýpsta fjeirra er 560 metrar. hina verkfræðilegu hlið málsins, stjórnað bornum og öðrum rannsókn- um, reiknað út kerfið og því um líkt, er Helgi Sigurðsson verkfræðingur. Loks var í sumar samið við verk- fræðingafirmað Höjgaard & Schultz um byggingu hitaveitunnar og láns- útvegur til hennar og er sú saga i svo fersku minni, að óþarft er að rekja liana hjer. Yfirverkfræðingur þessa firma við verkið er Langvad verkfræðingur, sá hinn sami, sem stjórnaði virkjun Ljósafoss síðara árið. í sumar sigldu þeir, borgarstjóri og bæjarverkfræðingur, til þess að ganga frá samningum við verktaka og síðan starfaði Helgi Sigurðsson með verk- fræðingum firmans að undirbúningi málsins í alt sumar. Tilboðin í allar pípurnar í bæjarkerfið komu fyrstu dagana í september og var sainþykt að taka þýsku tilboði i þessar pípur. Er nú verið að smíða þessar pípur og von um, að takast megi að fá þær fluttar hingað jafnóðum. Þessar píp- ur í götunum verða mjög misvíðar, aðalæðarnar 300 mm í þvermál en smæstu æðarnar 25 mm. Alls mun æðakerfið í götunum verða um 40 kílómetrar á lengd. En svo að byrjað sje við upptökin, þá er gangurinn þessi: Frá upp- sprettunum á Reykjum er vatnið leitt i pípum að einni dælistöð. Hún tek- ur við því og dælir því gegnum tvær pípur, 15,3 km. langar, alla leið ofan á Kongsmel i Öskjuhlíð. Þessar píp- ur eru 325 mm. í þvermál. Liggja jiær í steyptum stokk, sem allur er ofanjarðar og verður fylt með vikri eða gjalli kringum pípurnar í stokkn- um og síðan steypt yfir. Pípur þess- ar eru frönsk uppgötvun og heita Bonná-pípur. Eru þær úr stálþynnu, sem sement er steypt á og styrkt með vírneti, bæði utan og innan. Vegna þenslunnar, sem verður all- mikill á pipunum eftir hitastigi vatns- ins, er umbúnaður á þeim, með 400 metra millibili, Jiannig að Jtær geti gengið livor inn í aðra og dregist sundur aftur er þær kólna, líkt og kíkir. En hvað tekur svo við á Kongs- mel? Hann er 61 meter á hæð, svo að þaðan á vatn að geta runnið um allan bæinn. Þarna á melnum verða reistir geymar, sem rúma 1000 rúm- metra liver, til Jiess að taka á móti heita vatninu frá Reykjum og miðla því í bæjarleiðsluna á þeim tíma, sem mest er notað af heita vatninu i bænum. Vatnið frá Reykjum rennur nefnilega jafnt dag og nótt, en fólk- ið í Reykjavík notar meira vatn á sumum tíma sólarhringsíns en öðr- um. Því eru vatnsgeymarnir, svo að hin dýrmæta hitalind nýtist sem best. Gert er ráð fyrir, að fimm vatns- ' geymar verði bygðir í hring, en i miðju þeirra verði gæslustöð, sem með einu handtaki getur jafnað rensl- ið í hvern geymi og úr. i Frá geymunum á Öskjuhlíð rennur vatnið svó í tveimur 400 mm. víð- um pipum ■ niður á blett við Hring- braut, austanvert við Landspítalann, en þar er ráðgert að torg verði í

x

Fálkinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.