Fálkinn


Fálkinn - 22.12.1939, Side 18

Fálkinn - 22.12.1939, Side 18
12 F Á L K 1 N N Keluin Lindemann: JOL f LENINGRAD C KIPIí) okkar hafði legið í höfn i ^ Leningrad síðan í október til pess að lesta timbur, en það' fór atar hægt. Ef til vill yrðunt við að liggja þarna fram yfir áramót. Þó maður sje allur af vilja gerður getur niaður ekki staðhæft, að alt sje í besta lagi í liússlandi. Yfirmenn og undirgefnir á skip- inu kærðu sig lítt um landveruleyfi. Það er langt frá höfninni inn í miðja borg — og Leningrad er lítið lokk- andi borg. Borgarbúar ganga þögulir og bros- lausir um göturnar, milli niðurníddra liúsa; á sumum þeirra sjást enn götin eftir fallbyssukúlur byltingarinnar —, eða þeir standa í röðum fyrir utan búðarglugga, sem enginn varningur sjest í. Newski, sem einu sinni var glæsilegt og bjart aðalstræti með glæsilegum stórverslunum, heitir nú „Prospekt 23. október“ og er for- ugt og sóðalegt og plankar lagðir yfir verstu holurnar. Hin glæsta feg- urð, sem einu sinni Ijet ljómann stafa af Petrograd, er horfin. Gerir það nokkuð til? Á þeim timum, sem staðhæft er, að það geti haft alvar- legustu álirif á sálarlíf barna, að neyða þau til að eta upp hafragraut- inn sinn, er ekki rjett að gera of litið úr hátíðasvipnum og því brosi i gráu hversdagslífinu, sem íburðUr- inn og alt bið glæsta getur veitt. Og Leningrad hefir ekki fengið neitl endurgjald fyrir það, sem lnin hefir mist. Hlutir, sem við teljum nauð- synjar, eru taldir óhófsvara þar og verða að greiðast háu verði, svo sem gúmmístígvjel, rakvjelar, sápa og ávextir. Gangi maður um Newski mætir maður við og við fínni döniu i loð- kápu, farðaðri og með marga skart- gripi og í fallegum, silkifóðruðum gúmmistigvjelum (200 kr.). Oftast eru þær með ólgandi, ljóst hár og augun eins og Reckitts þvottabláma. Þær ganga sinar eigin götur, i and- rúmslofti hins annarlega og úrvals ilmvatna og eru einkennileg and- stæða hinna fátæklegu kvenna á göt- óttu pilsunum, með sjalið og net- körfuna á handleggnum. Hversvegna eiga nú þessar amer- íkönsku dömur að leika álfadrotn- ingar í Leningrad? Væri ekki betur sæmandi, þegar komið er í land, þar sem allir eru jafn rikir, að reyna að taka þátt í kjörum annara og reyna að byggja upp áhyggjuminni fram- tíð, og vera ekki svona eggjandi? En þessar lúxus-konur eru ekki ameríkanskir skemtiferðamenn. Þær eru rússneskar og broddar ráðstjórn- arinnar tigna þær.... Jeg hafði tækifæri til að vera við- staddur kröfugöngurnar á Rauða- torgi á afmælisdegi byltingarinnar. Jeg ýttist inn í kröfugöngu í þrengsl- unum, en þessi kröfuganga andmælti sjerstaklega kirkjunni, með tilliti til þess, að jólin voru ekki langt undan. Þar var dregin kerra og á henni stóð maður, klæddur sem prestur og með fíflshúfu á höfðinu. Við hliðina á honum sat hermaður og stakk í prest- inn með byssusting, svo að hann datt, en blessaði söfnuðinn svo liggjandi, cn allir viðstaddir hlóu dátt, að prestinum með krossinn úr gylta pappirnum. En annan dag hafði jeg sjeð gaml- an prest með sitt, grátt skegg gang- andi í Newski í liempunni sinni. Hann hjelt á bænabók i hendinni og lillu, fölu konurnar, sem voru á leið í búðirnar, viku með virðingu úr vegi fyrir honum. Við gengum i fylkingu á torgið, sem var fult af körlum og konum i einkennisbúingum og stóðu í rað- fylkingu og gengu síðan framhjá palli, þar sem ýmsir háttsettir konun- únistar stóðu. Foringi G. P. U., svíradigur maður, hrópaði: Lengi lifi Lenin og Stalin. Og húrrahrópin kváðu við um alb borgina gegnum gjallarhornin, sem eru á hverju götuhorni og þegja livorki nótt eða dag. Maður einn hrópaði: Lifi Kalinín. — Og nú fyrst kom jeg auga á æðsta ráðstjóra Leningradborgar, sem sat við hliðina á lögregluforingjanum, en var svo smávaxinn, að aðeins höfuðið með Mefisto-skeggið náði yfir brúnina á ræðustólnum. Bak við hann stóð Tukajevski. Það var i þá daga.--------- Nöldrið í skipstjóranum stoðaði ekki hót. Það var svo dag eftir dag, að verkamannaflokkurinn, sem átti að skipa timbrinu, er hafði komið fljótaleiðina í prönnnum til Lenin- grad, ljet ekki sjá sig, og okkur varð sífelt ljósara, að við kæmust ekki lieim fyrir jól. Nokkrmn dögum fyrir jól var okkur sagt, að við mundum verða seglbúnir þann 25. desember. Á Þorláksmessu var jeg á slangri i landi og til þess að drepa tímann fór jeg inn í ríkisútsölu, þar sem miðalausar niðursuðudósir voru i öllum hillum. Þessi útsala var ætluð verkamönnum, sem liöfðu sjerstaka seðla, og húsið var hið stæðilegasta, í haRarstíl. Þarna hafði einu sinni verið stærsta blómaverslun borgar- innar og var eigandi hennar dansk- ur. Nú var þetta afhendingastöð fyrir forrjettindafólk, sem með hollustu sinni liafði fengið aðgang að niður- soðnum rófum og baunum. Grannvaxin ljóshærð stúlka kom til mín og spurði mig einhvers. Jeg gat ekki svarað öðru en „Ne poni- majo!“ Og hún spurði aftur. Jeg brosti og liristi höfuðið og ])á skildi luin, að jeg var útlendingur. Hún var í þunnri kápu, — það var alls ekki kalt i Leningrad, — og kápan var óhnept, svo að jeg sá að hún var í grárri peysu undir og pilsið var með sama lit. Hún brosti svo að sá í hvitar tennurnar og tók sakleysislega i liendina á mjer og kastaði höfði til að spyrja, hvort jeg vildi ganga með sjer. Jeg liefði undir eins þorað að veðja um, að hún væri jafn saklaus og hin heilaga Teresía, en kunningjar mínir segja að vísu, að jeg sje ekki sálfræðingur, og hún hafði tekið i hendina á mjer! Hún dró mig að búðarborðinu og spurði afgreiðslu- manninn einhvers, sem liann neitaði. Við fórum inn í aðrar útsölur og hjeldumst altaf í hendur og allstað- ar hristu afgreiðslumennirnir höfuðið en þá leit liún á mig bláu augunum og hló. Svo stigum við inn í sporvagn, með snjóplógi framan á, og á plógnum sátu tveir óhreinir drengir. — Þeir töldu sporvagninn leikfang sitt og settust á plóginn þegar þeim leist. Það var algengt i Leningrad. Þegar við stigum út úr vagninum aftur hafði jeg ekki liugmynd um livar jeg var. Mjer var kanske svo- lítið órótt, en Taisía var svo sak- leysisleg. Við höfðum talast fátt við; jeg kunni ekki rússnesku en lnin að- eins nokkur orð í þýsku, — en það fjell vel á með okkur. Við gengum nokkrar götur og nú var auðsjeð, að við vorum komin að markinu. Gamalt liús og á múrnum stóð með gyltum stöfum: „... .stofnun Leningrad“. Fremsta orðið gat jeg ekki þýtt. Hún ljet mig skilja, að jeg ætti að hinkra ofurlítið við og hvarf inn í garðinn. Þar stóð gamall maðUr við fjalhögg, með öxi í hend- inni. Jeg sá öxina falla ofan á við- arkubb. En Taisia kom ekki aftur. Hafði hún verið að gabba mig? ■— Þegar stundarfjórðungur var liðinn kom ungur maður út um liliðið. — Hann liafði þennan dularfulla svip Rússa, sem ómögulegt er að villast á. Andlitið breitt og fallegt og aug- un dimm og raunaleg. Hann kom til min og skýrði mjer frá því, með miklu handapati og nokkrum þýsk- um orðum, að hann væri frændi Taisiu — hvort jeg vildi ekki koma inn? Hvort jeg vildi það þó! Jeg sagöi: Spasivo! Hann tók undir liandlegg mjer og við leiddumst inn garðinn að stiga- dyrum. Ferðinni var lieitið upp á efstu hæð. Ungi Rússinn kallaði nokkur orð og þá kom gömul kona og lauk hurðinni upp. Hún heilsaði mjer ofur vingjarnlega og við hlóum öll þrjú. Svo gengum við inn í tann- lækningastofu og inn í litið, hlýtt herbergi, þar sem stórt borð stóð við gluggann út að garðinum. Á borðinu stóð tehitunarvjelin — sam- ovarinn — nokkrir bollar, skurðar- fjöl með sykruðu jarðhnetumauki, eins og bjúga í laginu en iíkast hálf- bráðnum sykri að sjá. Taisia sýndi heimilisfólkinu mig all-drýgindalega. Jeg var auðsjáan- lega sjaldsjeður gestur, sem þau liin höfðu hlakkað til að sjá. Þau voru öll eitt bros og töluðu í sifellu. Ungi maðurinn hjet Alexei og frænka lians lijet einhverju nafni, sem jeg kann ekki að skrifa. Þau ýltu mjer ofan í besta stólinn og frænkan fór að hella tei á boll- ana. Jeg átti vindlinga í vasanum og Taisia varð afarglöð, þegar jeg bauð slíkt góðgæti, en Alexei fanst þeir vera of sterkir. Við liöfðum litinn orðaforða til þess að halda samtalinu uppi, en á einhvern óskiljanlegan hátt gátum við þó sagt hvert öðru sithvað' af högum okkar. Alexei var á Hagsofunni, en frænkan gætti tannlækningastofunnar. Jeg sýndi Taisiu mynd af livolpin- um mínum. Henni leist ekki á hann en að öðru leyti vakti alt það, sem jeg tíndi upp úr vösum mínum til að sýna, ósvikna aðdáun hennar: sjálf- blekungurinn, vidlakveikirinn, hníf- urinn og rakvjelarblöðin. Jeg gaf henni vetrarhanskana mina og kveik- irinn og klippu til að taka brodda af vindlum með. Ekki vissi jeg hvað luin ætlaði að gera við hana, en henni leist afar vel á hana. Alexei gaf jeg vindlingaveski og jakkann minn. Eftir stutta stund var mjer tilkynt, að nú ætti jeg að fá gjöf! Taisia fór fram í eldhús og kom aft- ur með lítinn brúnan böggul, sem lnin rjetti mjer. Jeg tók umbúðirnar af: Þetta var stórt, grænt en ó- þroskað epli! Augu Taisiu ljómuðu af gleði er hún horfði á mig. Jeg átti að eiga eplið einn, — var það ckki góð gjöf? Mjer lá við að vökna um augun yfir þvi, hve þau voru öll innileg. Þetta var fólk, sem hafði unnið mikið meira til þess en jeg, að lifa góðu lífi og njóta ])ess sem jeg naut dags daglega, án þess að gera mjer grein fyrir, hvers virði það væri. Jeg vissi líka, að svona epli kostaði upphæð, sem þetta fólk munaði um. Það var undursamlegt lifandi sam- band- milli okkar allra. Klukkan varð eitt áður en jeg gerði mjer það ljóst. og nú skýrði jeg Alexei frá, að eng- inn bátur færi út j skipið mitt fyr en klukkan 5 um morguninn. Hann stakk upp á, að jeg skyldi sofa í í’úminu hans — þá gæti hann farið og vakið upp fjelaga sinn og fengið að sofa hjá honum. Því boði hafnaði

x

Fálkinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.