Fálkinn


Fálkinn - 22.12.1939, Síða 22

Fálkinn - 22.12.1939, Síða 22
UPPI Á MÆNI NOREGS FEKÐnSDSUBRDT ÚR JÚTUriHEini. Jötunheimur heitir hæsti hluti Noregs. Og þar eru tveir tindar, sem metast um hvor sje hærri en hinn. Galdhö- piggen er hæsta fjalt á Norðurlöndum ----- en Glittertind er bæði hærri og lægri. — Við Otta sldlur maður við aðal- Guðbrandsdalinn og heldur nú upp hliðardal til norðvesturs, upp með í’.mi Otta og Vágávatni, sem er um 50 km. langt. Þetta er hin gamla þjóðleið af Sunnmœri austur yfir fjöll, og þessa leið fór Ólafur helgi liina frægu kristnihoðsfcrð í Guð- brandsdali árið 1021. Er talið að hann hafi látið reisa kirkjurnar í Vágá, og Lóm í þeirri ferð. svo og kirkj- una í Garmo, sem nú stendur á Mai- haugen. Stafkirkjan, sem stendur í Lóm, er talin vera frá 1021 — þ. e. a. s. það elsta af henni. Hún er stærsta og prýðilegasta stafkirkja Noregs og notuð til guðsþjónustuliaids enn í dag. 1 Lóm náttuðum við okkur kvöldið 27. júli eftir 210 km. ferð, í besta veðri. Og nú átti að heimsækja Jöt- unheim á morgun. Við fórum eldsnemma á fætur með nesti og nýja skó, ókum upp Böver- dal og komum við á Röysheim, til þess að spyrja um færðina upp að Juvasshytta. Það höfðu nefnilega geng ið rigningar fyrir skömmu og bif- reiðar setið fastar á leiðinni upp fjallið frá Böverdah Gistiliúsið á Röysheim er það forneskjulegasta, sem jeg hefi sjeð i Noregi og upp- lýsingarnar um veginn voru þjóðleg- ar, því að sinn sagði hvað. Ofar í Böverdal hittum við einmitt rjetta manninn: bílstjórann á áætlunarbíln- um, sem gengur upp að Juvasshytta. Hann sagði veginn vel slarkfæran, en ef við vildum ekki leggja í hann, þá gætum við fengið far með sjer. Sex krónur hvora leið fyrir mann- ir.n. Það var dýrt. Leiðin er 15 kíló- metrar! En hún er líka 1300 metrar á hæðina, og vegurinn svona álíka og liann var á Holtavörðulieiði hjer á árunum. Við ákváðum að nota okk- ar gamla Chevrolet þó hann væri mæðinn, en oft sauð á honum á leið- T ENGI hafði mig dreymt um að komast á hvirfil Jötunheima og iíta niður á þetta fjallaríki með tign- arlega nafninu. Jeg hafði fyrir löngu komist í liársræturnar, ef svo mætti segja, verið við Bygdin og Tyin, syðst í fjöllunum og sjeð háfjalla- vötnin, sem liggja undir ís fram á Jónsmessu, og ýmsa smærri spá- menn í hópi tindanna í Jötunheim- um. En sjálfa þákollana hafði jeg aldrei sjeð nema i móðu fjarlægð- arinnar. Þangað til í sumar. Og eig- inlega var það tilviljun að þakka, að jeg er kominn þangað enn. Úr Hallingdalnum, þar sem jeg átti heima, er fast að 200 km. upp í sunnanverða Jötunheima, því að ieiðin er krókótt. Þangað liafði jeg farið, en til þess að komast upp á mæni þessara fjalla þarf maður helst að koma að þeim að austan eða norðan, þvi að þar er stytst frá ak- vegi upp á efstu tindana. Og nú vildi svo heppilega til, að þarna í Hallingdal var kennari vestan úr Staf angri á ferð — meira að segja í brúðkaupsferð, en hún var þegar orðin svo löng, að þau brúðhjónin vildu gjarnan hafa samferðafólk. Svo að það varð úr, að við lijónin sló- umst í ferðina. — Þvi að henni var heitið austur yfir Valdres, um Guð- hrandsdali og upp á Galdhöpiggen og þaðan vestur i Geirangur og suð- ur í Firði, í Sogn og að Vors. Alls eitthvað um 1500 kílómetra. Það var ómögulegt að standast þetta tilboð. Að vísu er sagt, að það sje hálfleiðinlegt að ferðast með ný- giftu fólki, en hræðsla mín við það varð alveg ástæðulaus. Þetta voru ljómandi skemtileg hjón, alveg dutl- ungalaus og mátulega ástfangin, og samkomulagið var það besta alla leið, bæði um áfangastaði, viðstöður og þessháttar. Það eina sem liægt var út á þau að setja var ekki lá- andi. Þau voru nokkuð sein á fætur á morgnana. Og siðdegis þann 26. júlí var svo haldið af stað frá Nesbyen, á göml- um Chevrolet-bíl, sem hafði þann ókost, að hann vildi hitna i löngum brekkum. Að öllu öðru leyti var þetta fyrirmyndar fararskjóti, þó að hann væri með hlæjum og vantaði straumlinuna. Þenna dag ókum við ekki nema 180 kílómetra, enda fór- um við ekki á stað fyr en klukkan 3. Leiðin austur í Guðbrandsdal ligg- ur frá Gol í Hallingdal yfir háls, sem þó er ekki hærri en svo að hann verður ekki skóglaus, niður í Valdres, sem tvímælalaust er faileg- asti dalurinn í austanverðum Noregi eða að minsta kosti smáfríðastur. Frá Leiru í Valdres liggur leiðin yfir nýjan liáls, Tonsás, niður að Randsfirði eða Rönd og enn yfir þriðja hálsinn uns komið er austur að Gjövik við Mjörs. Þar beygir leiðin til norðurs — upp endilangan Guðhrandsdal. Við gistum i smá- þorpi, Redal, skamt fyrir norðan Gjövik, á litlu gistihúsi með 11 svölu- hreiðrum undir þakskegginu. Dagurinn eftir varð enginn lang- fcrðadagur, þó að tímanlega væri farið af stað.Því að Lillehammer var í leiðinni og á Lillehammer er Mai- haugen — Sandvigssöfnin, sem allir verða að skoða. Við örkuðum þar um í sex tíma og urðum þó að fara fljótt yfir, þvi að það er margra daga verk að skoða þessi þjóðmenja- söfn til nokkurrar hlítar. Þrjár stúlk- ur voru þarna til að leiðbeina og þar var Sandvig gamli sjálfur, og stal regnhlíf af safninu að öllum á- sjáandi þegar hann fór, því að hellidembu gerði. „Hann gerir það oft,“ sagði stúlkan, en hann skilnr þeim altaf aftur.“ Regnhlífin var frá 1815. En söfnin hjeldu okkur svo lengi, að við höfðum ekki tíma til Stafkirkjan í Lóm að utan og innan. Það elsta af henni er frá 1021. að bregða okkur upp i Gausdal að Aulestað, heimili Björnstjerne Björn- sons, en þangað er 13 km. krókur af þjóðveginum, fyrir austan Lille- hammer. Við hjeldum Sem leið liggur úpp Guðbrandsdal, upp að Otta, og fór- um fram hjá tveimur hlið'arveguin í Jötunheim, hjá Vinstra og Sjöa. Önn- ur liggur upp Sikkilsdal en hin að Gjendesheim, en þeir staðir háðir eru í suðaustanverðum Jötunheimi, alllangt frá hæstu tindunum. Okkar ferð var heitið til Juvasshytta, hæsta mannabústaðnum í Noregi, 1817 m. yfir sjó. En þaðan er örskamt á Galdhöpiggen. Glittertind. Sje fönnin talin með er þetta hæsta fjall Noregs.

x

Fálkinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.