Fálkinn


Fálkinn - 22.12.1939, Síða 25

Fálkinn - 22.12.1939, Síða 25
P Á L K I N N yfirgefið og ýmislegt benti á, að íbú- arnir hefðu flúið það, af því að rotn- unarlyktin úr kjallaranum varð ó- þolandi. Hallar- og musterishverfið liggur að stærri höfninni. Þar má á ýmsu sjá menningaráhrif frá Sumeríumönn- um, og af þeim má gera lauslegar timatalsákvarðanir, jafnvel þó forn- saga Sumeríumanna sje þoku vafin og enginn viti hvaðan þeir voru upprunnir. Það voru grafir konunganna, sem ýttu sjerstaklega undir dr. Wolley að grafa dýpra, í von um að finna aðr- ar menjar. Wolley álitur, að fyrstu stofnendur borgarinnar liafi verið scmítaþjóð, sem fluttist til Kaldeu frá Arabíu, — ef til vill skyldir Akka- deum, sem einhverntima í fyrndinni höfðu sest að norðan við land Súmar- íumanna. En þó að menn þekki ekki uppruna þessarar þjóðar þá er liægt að fá nokkra vitneskju um daglegt líl hennar af fornleifunum í Úr. Þeir hafa lifað jöfnum höndum á fisk- veiðum og akuryrkju. Hús þeirra voru úr leir, en liurðir úr timbri. Moldargólf var í híbýlum þessum og á miðju gólfi hlóð úr tigulsteini. Konur hafa einkum notað kvarts til að skreyta sig með og ennfremur bafa þær hörundsflúrað sig, ef marka má myndir, sem til eru á skálum og krukkum frá þessari kynslóð. Virðist svo sem fólk þetta hafi lifað friðsamlegu lífi þangað til Sumeríu- merin komu og breyttu þessu leir- kofaþorpi í viggirta stórborg. Var þá lokið btóma þessa vestanfólks sem fyrir var, því að það varð að und- irtyllum hins nýja þjóðflokks, þó eigi væri það rekið í burt. Ptefir það ekki einu sinni fengið að búa innan borarmúranna heldur sest að fyrir utan þá. Sjest mikill munur ; handaverkum þeirra, sem bjuggu i borginni og hinna, sem bjuggu í sveitinni. Þannig bafa borgarbúar mótað leirker sín og krukkur a hverfistalli, en sveitamenn hnoðað þau í höndunum. Stóð menning borgarbúa i öllu tilliti miklu ofar, og jöfnuður komst ekki á, fyr en syndaflóðið hafði umlurnað öllu þjóðfjelagsskipulagi og gert alta jafna. Sumeriumenn áttu sjer fjölskrúð- ugan goðaheim. Anu var æðstur guða þeirra og var hann skapari jarðar, en ástfólgnastur lýðnum var Nannar eða mánaguðinn. Því að tunglið lýsti þeim leið, sem ferðuð- ust að næturþeli og jafnvel holds- veiku aumingjarnir töldu tunglið besta vin sinn. Nannar var landvætt- ur Úr og þvi var eigi að kynja þó að fegursta musterið í borginni, Zig- gurat væri helgað mánaguðnum. Þegar dr. Wolley byrjaði á greftin- um, var musteri þetta að kalla alt undir sandi, en nú hefir það verið grafið upp til fulls og gnæfir 20 metra hátt yfir umhverfið. Það er eins og Babelsturn í laginu, eins og öll musteri Sumeríumanna, fjall úr sólþurkuðum leir, með þremur stöll- um en þakið brendum tígulsteini að utan. Stall af stalli eru brattir stigar og hundrað þrep í hverjum, og i gamta daga voru pálmar gróðursett- ir á efsta pallinum. Kringum Zigurat hafa verið grafin upp ýms smærri musteri og er eitt þeirra sjerstaklega merkilegt. Það er samsteypa margra bygginga og hefir líklega verið orðið um þúsund ára gamalt þegar Abraham var uppi. í þessu musteri gerði Wolley merki- lega uppgötvun, sem olli honiim mikilla heilabrota fyrst í stað. í must- eri einu, sem ekki var nema frá sjöttu öld f. Kr. fann hann allskon- ar muni frá ýmsum tímuni, suma yfir 4000 ára gamla og alla eldri en byggingin var. Braut hann lengi heilann um þetta en loks fann hann leirsívalning, sem geymdi ráðningu á gátunni. Þelta var gamalt þjóð- inenjasafn. Það hafði einu sinni í fyrndinni verið undir umsjón prins- essunnar Bel-Sjalsi-Nannar og það fanst meira að segja ítarleg skrá yfir sfnið. „Og í neðsta laginu?“ spyr jeg dr. Wolley er við höfðum farið um all- ar rústirnar. „Er ekki liugsanlegt, að þar finnist leifar eftir ennþá etdri menningu?“ Hann liristi höfuðið. „Jg hefi grafið mjög djúpt,“ svar- aði hann. „En neðst finn jeg ekki neitt, sem fornfræðingar bafa gam- an af. Við erum komnir til botns. Þessar fundnu menningarleifar, frá tímum mannanna sem áttu heima þarna á undan Sumeríumönnum er það etsta, sem til er á þessum slóð- um. Þessi dularfulli þjóðflokkur hef- ir að líkindum sest hjerna að skömmu eftir að liann myndaðist og og varð ein heild. Tell-el-Muqaijar er minnismerki um þá þjóð frá fyrstu dögum sögunnar.“ „Og um forgengileikann," bætir Salem Effendi við, í hálfum hljóð- um. UPPI Á MÆNI NOREGS. Frh. af bls. 17. sem flest liafði komið aðra leið en jeg, neðan frá sæluhúsinu mikla í Glitterheim. Þaðan ganga flestir á Glittertind, því að leiðin er bæði hægari og skemtilegri en úr Visdalen. Enginn átti samleið með mjer ofan í Böverdal og jeg lallaði af stað og huggaði mig við að jeg ætti undan brekkunni. Jeg liefði gjarnan viljað ganga hægt, en neyddist til að' af- neita þeim „lúxus“, þvi að ekki vildi jeg lenda i myrkri. Eftir rúma tvo tíma var jeg kominn niður að Röys- heim og var svo beppinn að fá sæti í bifreið niður að Lóm. Þar sat sam- ferðafólkið, vitanlega komið fyrir löngu þrátt fyrir margar viðstöður „á bæjunum" á leiðinni, og þóttist hafa heimt mig úr helju. Þetta liafði verið yndislegur dagur, og með tilliti til þess, að við höfðmn öll mikið dagsverk að baki, var á- kveðið að vakna ekki fyr en hverj- um sýndist daginn eftir. Þá var komin hellirigning. Mikil Iiepni að hún liafði ekki komið degin- um fyr. Og ónefndur maður var ein- kennilegur í göngutagi þegar hann fór á stjá, en hafði þó fengið verri harð- sperrur á æfi sinni. En tilkenningin i andlitinu var eitthvað lik því, sem jeg hugsa mjer að væri lijá sauðun- um, ef þeir vissu af þegar verið er að svíða af þeim sviðin. í heila viku var hann að lireistra og sje hann ekki hættur þvi þá hreistrar hann enn. — En livað er maður að liugsa um það. f dag eigum við að sjá Grjótlilíð og Geirangur. — En það er önnur saga.... Sk. Sk. 19 SAM BRIGGS Frh. af bls. 15. fjölskyldan liatar þá af lífi og sál, en þeir eru gjöf frá kærum ættingja, sem keypti þá á útsölu. Takið þjer þá! En þá lagði Sam Briggs frá sjer pokann. Það voru ekki fílarnir í sjálfu sjer, sem hann hafði á móti heldur þyngdin. — Kæra fröken, verið mjer náðug, stamaði hann. — Jeg veld þeim ekki. — Jæja, það er þá best að lofa yður að steppa, sagði hún. — Og nú megið þjer fara. Þjer hafið svei mjer gert okkur góðan greiða. Alt heimilið stendur í þakklætisskuld við yður — nema frænkurnar og bróðir minn, auðvitað. Honum dettur aldrei i hug að eignast saxófón aftur, þegar hann sjer hve sumir menn eru fíknir i þesskonar hljóðfæri. Þakka yður fyr- ir, Sam Briggs. Þjer hafið merku lilutverki að gegna í veröldinni. Og velkominn á næstu jólum. Munið eftir bronsefílunum. Gætuð þjer annars ekki tekið annan þeirra undir hend- ina? — Það er gott að liún veit ekki að jeg er á skrjóðnum, hugsaði Sam Briggs með sjer, þvi að þá mundi liún neyða mig til að taka þá. — Og nú skal jeg vísa yðnr til veg- ar út, sagði hún að lokum. — En reynið ekki að fara á bak við mig og fleygja ruslinu í skóginn, þvi að þá kæri jeg yður fyrir lögreglunni. Hún hafði tekið annað vasaljósið haris og vísað honum til vegar út í frjálsræðið. Hún opnaði tvennar dyr og lokaði þeim aftur og loks hvarf Sam Briggs út i myrkrið og úr sög- unni. Þegar fjölskyldan hafði skoðað vegsummerkin morguninn eftir sagði húsbóndinn: — Þetta er merkilegur þjófur, það verð jeg að segja, þegar maður athugar hvað það er sem hann hefir liirt. — Hann tók nú það verðmætasta, andvarpaði Soffía frænka. — Manstu eftir krukkunni minni? — Hvað sem öðru liður þá er hann smekkmaður, sagði Emilía frænka. — Hann kunni að meta púðann nrinn. — Og elskar heimilisfriðinn, sagði Elsa og brosti, — þvi að hann stal saxófóninum hans Georgs. Hún leit samúðaraugum til bróður sins. — Mikil vandræði, bróðir sæll, að þú gast ekki spilað fyrir okkur nokkur jólalög á saxófón. Þá hefðirðu svei mjer orðið upp með þjer. — Að nrinsta kosti, lióf húsbóndinn nú aftur máls — eftir að frænkurnar höfðu tekið á sig náðir lil þess að melta morgunmatinn — verð jeg að segja að þetta er undarlegur þjófur. Hann tók einmitt það, sem jeg vildi losna við, já i viðbót við saxófóninn .... Hugsið y'kkur .... púðann og svo krukkuna .... Elsie stóð við glugggann og horfði út. — En vindlarnir þá, pabbi? Hann bljes frá sjer reykjarstrók. — Já, vel á minst. Það er líkast gjörningum. Auðvitað verð jeg að til- kynna lögreglunni þjófnaðinn, en ef liún kemur aftur með vindlakassann þá neita jeg að taka við honum. — Já, sagði Elsie að lokum. — Hann hafði einkennilegan smekk, það er víst og satt ....

x

Fálkinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.