Fálkinn


Fálkinn - 22.12.1939, Side 28

Fálkinn - 22.12.1939, Side 28
22 F Á L K I N N Eftir messu gekk söfnuðiirinn npj) að altarinn með offrið sitt. — varð koniið — yfir brauðunum, öl- kagganum og á sperrur og bita. Og rækist maður á slrá, lirosshár eða þvi um líkt, var sjálfsagt að binda þesskonar i kross. ÞRIFNAÐUR ER ÞARFUR. Undir eins og hringd höfðu verið inn jólin fóru allir i laug og þvoðu skítinn af sjálfum sjer og öðrum og fóru síðan í spariföt sín. Var þetta þarfur siður, því að i þá daga gerði fólk litið að því að þvo á sjer kroppinn. Jóiabaðið var eina baðið, sem ýmsir fengu alt árið. En meðan heimilisfólkið var að þvo af sjer skítinn frammi í eld- húsinu — eða baðstofunni — ljeku ýmsir ósýnilegir árar listir sínar inni í bænuin. Annars má geta þess, að í sambandi við jólabaðið gátu forvitnar stúlkur fengið að sjá bóndaefnið sitt. Þær áttu þá að ganga þrisvar sinnum aftur á balc kring- um baðstofuna, með ölkollu i liend- inni. í þriðju umferðinni heyrðist brak og brestir, sem stúlkurnar máttu ekki láta á sig fá, og rjett á eftir kom maður, gekk að stúlkunni og saup upp úr bjórkollunni hennar og fór svo þegjandi á burt aftur. Það var mannsefnið. Þegar maður þóttist vera orðinn nógu hreinn til þess að fagna jól- unum og nýja árinu, var bætt elds- neyti á baðhlóðirnar og síðan farið úl. Nú máttu álfar og aðrar ósýni- legar verur þvo sjer líka ef þær lysti, og fólk þóttist hafa órækar sannanir fyrir því, að þær notuðu sjer þetta leyfi óspart, því oftast heyrðust hin fáránlegustu hljóð úr baðstofunni og vegsummerkin voru hin einkennilegustu, er fólk kom þangað næst. En þegar margir mán- uðir líða, milli þess að fólk kemur í baðstofuna getur vitanlega ýmis- legt skeð, t. d. að steinn losni úr vegg. En það þótti ekki nema eðli- legt, að ósýnilega fólkið vildi lauga sig, úr því að því var boðið það, og notaði þetta eina tækifæri, sem gafst á árinu. Nú voru allir orðnir svo hreinir, sem þeir gátu orðið, og var sá safn- ast saman í stofunni, þar sem alt var ijósum prýtt og mikill matur á borðum. Á arninum lá langur við- arlurkur, sem náði langt út í stof- una. Sumstaðar í Sviþjóð og í Eng- landi hefir þessi venja haldist fram ó þennan dag, og í Englandi þykjast menn hafa sannanir fyrir, að Iiann sje frá heiðinni tið. Englendingar kalla jólin Kristmessu, en þessi arindrumb- ur heilir yule-bloc. Yule er sama orðið og jól, og nafnið' var til löngu áður en kristni kom á norðurlönd, en var notað um hina heiðnu sól- stöðuhátíð. Það kom fyrir, að þessi jóladrumb- ur var svo stór, að hann var notaður ár eftir ár. Þegar drumhurinn hafði verið lagður á eldinn hófst afhend- ing jólagjafanna og það var sum- staðar ekkert smáræði, sem gefið var. Á óðalssetrunum var það siður að gefa öllum jólagjöf, er húsbændurnir höfðu haft eitthvað saman við að sælda á árinu, enda skiftu gjafirnar þar stundum hundruðum. Það vita líklega ekki margir nú á dögum, að á jólanótt klukkan 12 standa kýrnar upp á básum sínum og fara að tala hebresku saman! Og kunni maður þetta mál, getur maður rabbað stundarkorn við kýrnar, sem maður annars getur ekki talað við all árið, þó maður sjái þær daglega. Á sextándu öld trúði fólk þessu, eins og nýju neti og finst ekki nema eðli- legt, að skaparinn leyfði skepnunum að njóta málfæris og fá tækifæri til að tala, ofurlitla stund úr árinu. ENGLANA ÞYRSTIR. En það voru fleiri en menn og skepnur, sein nutu jólanna. Skrítið sambland heiðni og kristni er það til dæmis, að trjánum var gert gott, með því að hella mjólk eða öli yfir rætur þeirra á jólununi, og um leið átti maður að segja: „Gleðjist þið, trje! liinn heilagi Karst er kominn!“ Sömuleiðis þótti það sjálfsagt, að setja kollu með öli lit á bæjarvegg, handa englunum. — Þá mátti ekki þyrsta á jólanóttina. Á jólakvöldið setti fólk á sig livert smáræði, sem að höndum bar, þvi að af öllu mátti ráða ýmislegt um kom- andi ár, hvort heldur var gott eða ilt. tiað þótti talsvert áhættuspil að hætta sjer út úr hænum á aðfanga- dagskvöld og það gat dregið dilk á eftir sjer að líta út um gluggann, því að sá sem einu sinni sjer ófreskjur, bíður þess ekki bætur alla sína æfi. Mesta gát varð þó að hafa á smá- börnunum, því að huldufólkið sat um hvert tækifæri til að slela þeim og láta umskifting í vögguna í stað'- inn. En þættist fólk vita, að liuldu- fóíki hefði tekist að hafa barna- skifti, þrátt fyrir alla varúðina, þá var það helsta ráðið, að misþyrma barninu á allan hugsanlegan liátt þrjú fimtudagskvöld í röð, berja það, hrækja á það, fleygja þvi í ösku- stóna og þessháttar, svo að huldu- fólkinu rynni blóðið til skyldunnar og liefði barnaskifti aftur. En væri fólk ekki vist um, ^ð skifti hefði verið höfð eða tímdi ekki að heita pyntingum við börnin, var liægt að láta alt dankast til páska og fara með barnið út i sólarupprás á páska- morgunn. Ef það var huldubarn þó sprakk það. Það var ógaman að liggja einn ó jólanótt, því að huldufólkið hafði það líka til, að sýna fullorðnu fólki grátt gaman, þótt það væri sjaldgæfara. Þessvegna var borinn hálmur á stofu- gólfið og svo svaf alt heimilisfólkið i einni kös á gólfinu jólanóttina. Þetta átti jafnframt að sýna, að á jólunum væri allir jafnir. Á jólun- um voru engir yfirmenn og engir undirgefnir, en allir jafnir. Fyrsti jóladagur var helgaður heimilislífinu, hann var friðaður. Þá átti enginn fara í heimsókn, en ef það bar við, að gest bar að garði eigi að síður, þá fjekk hann ómjúkar viðtökur. Það var skvett á hann fisk- soði. HESTADAGURINN. Á annan dag jóla var heiðursdagur hestanna. Þessi hluti jólasiðanna stafaði eingöngu frá lieiðnum sið. Sankti Stefán hefir af einhverjum ástæðum verið gerður verndarvættur hestanna, og hann og lians lið var heiðrað með kappreiðum og burt- reiðum og hestaati. En áður en leik- irnir hófust var hestunum jafnan komið í gott skap, þeir voru látnir þamba vænan slatta af bjór. Það þótti gott að taka liestum blóð á 2. jóladag, en þó ekki fyr en kapp- reiðarnar vor afstaðnar. Þegar þessari ákveðnu „skemti- skró var lokið, liófust stórveislurnar. Fólk lijelt lieimboð og var boðið í heimboð, og sumir komu óbeðnir þangað, sem mest þótti vonin um rausnarlega beina. Mikið var þamb- að af öli í þessum veislum og ýmis- legt haft til skemtunar, einkum söng- leikir allskonar, sem allir tóku þátt í. Margir þessara leikja eru til enn í dag og notaðir af börnunum, ekki aðeins á jólum lieldur alla tyllidaga. Einn var sá leikur, sem aldrei gleymdist og var vinsælastur í öll- um jólasamkvæmum 16. aldar. Hann var í því fólginn, að einn i hópnum var flengdur. Fyrst var bundið fyrir augun á honum og lionum liring- snúið nokkrum sinnum, en að því búnu var liann lagður upp á borð. Við livert högg spurði só sem lamdi: „Fjekstu stroku?“ en hinn svaraði: ,,Það lield jeg,“ og átti jafnframt að geta hver hefði barið. Var hann lam- inn á ný þangað til lionum tóksl að geta rjett. ^ Sumstaðar var bannað að dansa á jólunum, því að ýmsir töldu dansinn syndsamlegan og var refsing lögð við. Ein af refsingunum var sú, að » sá seki átti að dansa alt órið! Ein jólaskemtunin var sú. að taka upp hálmstrú með tánum. FJALL-FINNAR FLYTJA .... Niðurl. frá bls. 20. sina — 3000 dýr. Hann kom frá Kautokeino og ætlaði ofan i Hreppafjörð. Lengi hafði liann verið konungur norður þar, hæði yfirmönnum og skepnum en nú var liann í siðustu ferðinni. Þetta var síðasta rekstrarförin Iians yf- ir hvítu fjöllin þarna í eyðimörk- inni. Hann dó um haustið, þessi rikasti Fjall-Finni Lappmerkur og glæsilegasti sonur öræfanna. Áður en við komumst niður að sjó fæddist fyrsti kálfurinn i hjörðinni, en hann drapst sam- dægurs, þó hreiðrað væri um hann í sleðanum. Hann Áslákur varð ljótur á svipinn þegar kálf- urinn fæddist. Þetta verður kall sumar, það skaltu bölva þjer upp á, sagði hann. — Þetta var uxa- kálfur, og þá verður sumarið kalt og súrt. Það reyndist rjett, en ekki skal jeg um það segja t hvort það var tilviljun, eða kálf- inum að kenna. Á fimtánda degi komum við út að sjó, og rákum lireinahjörð- ina á sund Magerösundið. Við höfðum ekki mist einn einasta hrein, en sumir hinir höfðu rnist fast að tuttugu úr rekstrinum sínum. Þeir höfðu rekið of hart og ungviðið hafði gefist upp á leiðinni. Svona gengur það í rekstrarferðunum. Einn er liepp- inn, annar óheppinn og þetla skiftist á ár frá ári. Nú hafa Fjall-Finnarnir verið á rekstrarferð tvisvar siðan og enn fara þeir sömu leiðina og fyr. Stórir eru hóparnir, langar lestirnar. Tjöldin færast frá norðri lil suðurs, frá austri til vesturs mót vori og sumri.

x

Fálkinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.