Fálkinn


Fálkinn - 22.12.1939, Blaðsíða 38

Fálkinn - 22.12.1939, Blaðsíða 38
32 F Á L K I N N NNGVALLAMYND SIGURÐAR MALARA & gnfuskipi tii Grimseyjar fyrir 43 árum. Grenivík, en þar bættust .10 í hóp- Af myndlistarmönnum á 19. öld kveður mest að Sigurði Guðmunds- syni málara. Hann hefir þá sjerstöðu meðal þeirra, sem þá list iðka um þær mundir, að hann lagði ungur út á námsbrautina. Hann var maður fjölliæfur, hafði að vöggugjöf hlotið ríka listlineigð og auk þess skaps- muni ákafamannsins, sem veit hvað hann vill og keppir af einbeitni að settu marki. Fyrir þetta vinst hon- um öðrum betur námið og má sjá þess merki í vinnubrögðum hans. En Sigurður varð skammlífur (1833 —1874) og átti við vanheilsu að striða og fjeleysi. Margþætt áhugamál dreifðu starfskröftum hans að óskyld- um verkefnum, svo ekki liggur ýkja- mikið eftir hann í þeirri grein listar- innarð sem hann er tíðast kendur við, málaralistinni. Margir kannast við mannamyndir hans, leiktjöld, teikn- ingar af búningi kvenna og mann- virkjum og vopnum frá Söguöld, en landlagsmyndir gerðar af honum eru fágætari. Nýlega hefir komið i leitirnar máð ljósmynd af Þingvallamynd eftir Sig- urð, og er liún þess verð að bætast í hóp þeirra mynda, sem varðveittar eru eftir liann, því að hún staðfestir fjölliæfni lians og sýnir, að hann hef- ir hafl góða handastjórn á gerð land- lagsmynda. Málarinn stendur á Spöng- inni og horfir til norðurs. Sjest Niku- lásargjá til liægri, en Flosagjá til vinstri, niður í vatnsborð. Austan Nikulásargjár sjest skák af hrauninu, en handan Flosagjár yfir Vellina, svartur veggur Almannagjár og foss- inn steypast fram af berginu og úðar upp af. í fjarsýn eru Súlur, Gagnheiði og Ármannsfell. fyrir enda þess sjest á Mjóafell, en bak við það byrjar vesturlialli Skjaldbreiðar, og er skýj- aður himinn yfir fjöllunum. Eftir Spönginni ganga þrír menn (á forn- mannabúningi?). Myndin hefir annað- hvort verið brotin í kross eða rifin í fjóra liluta, en síðan skeytt saman, og eru samskeytin sjáanleg frá efra jaðri hennar gegnum Gagnheiði miðja og niður úr, einnig þvert yfir mynd- ina, um skýið, sem liggur yfir fjöll- unum. Engu þori jeg að slá föstu um ald- ur myndarinnar, en sennilega er lnin gerð sumarið 1861, þá var Sigurður á Þingvöllum í fylgd með Birni Gunn- laugssyni, er liann mældi alþingis- staðinn forna og gerði uppdrátt af lionum, þann sem prentaður er i Is- landslýsingu Kaalunds, en í þeirri ferð mun Sigurður einnig hafa gert staðarrannsóknir þar, til undirbún- ings riti sínu, „Alþingisstaður hinn forni við Öxará.“ Mjer þykir það liklegra, að lnin sje máluð þá en 1873, er Sigurður sat Þingvallafund eða 1874, síðasta sumarið sem hann lifði, en þá var hann þar með Sig- fúsi Eymundssyni til þess að sjá um undirbúning Þjóðhátíðarinnar. Bæði var það, að Sigurður sinti þá lítið málaralist, og í þetta sinn hefir hann liaft nóg annað að sýsla. Landlagsmynd eftir Sigurð málara er svo fágæt, að liún má ekki glatast, og vel mætti þessi mynd, ef hún er einliverstaðar varðveitt í einkaeign, komast i urnsjá þjóðminjavarðar eða Mentamálaráðs, og ef betri ljósmynd af henni er fáanleg, mætti teikna hana að nýju og geyma i þjóðminja- safni eða Þingvallabæ eða á öðrum virðulegum stað. Til þess hefir Sig- urður unnið, því að hann átti mikinn hlut að því að þjóðminjasafnið varð til, og enginn lijelt drengilegar á lofti lielgi Þingvalla en hann með ritum sinum og rannsóknum. Sigurður málari var framarlega i sveit þeirra bardagamanna, sem liróp- uðu eggjunarorð í eyru þjóðar sinnar og livöttu til viðreisnar og dáða. Hann var eins auðugur að hugsjón- um, og hann var snauður að því, sem til heimsláns er talið. Þó var hann gæfumaður, því áhugamál hans gengu fram að honum lifandi og þó betur eftir hans dag og verður ekki sagt, að sá maður hafi til einskis barist, sem svo er um. Þjöðminjasafnið er orðið þjóðarauður og þjóðargersemi, og Þingvöllum allur sómi sýndur. Svona á þetta að vera. Minningu Sig- urðar ber einnig að sýna sóma og varðveita handverk hans. Ef einhver, sem les þessar linur, gæti vísað áhvar þessi mynd sje niðurkomin gerði hann minningu íslensli,a húmanistans, Sigurðar Guðmundssonar málara, greiða, og stuðlaði að varðveislu hennar. Jens Bjarnason. Eftir Oscar Clausen Það var á síðasta áratug aldarinn- ar sem leið, að menn voru, að marki, farnir að finna lil þess hversu sam- göngur voru erfiðar með ströndum fram, einkum á Austfjörðum og fyrir Nor&urlandi, en þá var það Tlior E. Tulinius, sem lijálpaði upp á sakirnar í samgöngumálunum, eins og svo oft síðar þegar liann braust i að kaupa hvert gufuskipið á fætur öðru, til þess að bæta úr siglingaþörfinni hingað til landsins og meðfram ströndum þess. -— Tulinius átti gufu- bát, sem lijet „Brimnes" og ljet hann ganga í strandferðum fyrir austur- og norðurlandi sumarið 1896 og hjelt hann uppi áætlunarferðum á svæð- inu frá Ilornafirði norður um land, alla leið til Sauðárkróks. — Báts- ferðir þessar bættu vel úr brýnni þörf um samgöngur milli hafna fyr- ir austan og norðan, og var, ef til vill, einna mest orsök þess, að menn gjörðu almennar kröfur til reglu- bundinna strandferða, sem var full- nægt skömmu siðar þegar Samein- aðafjelagið Ijet „Skálholt“ og „Hól— ar“ fara reglubundnar strandferðir eftir áætlunum, mánaðarlega frá Reykjavik austur og vestur um land. í byrjnn júlímánaðar 1896 kom „Brimnes“ til Akureyrar og átti að standa þar við í 3 daga. Klemens Jónsson, siðar ráðþerra, var þá bæj- arfógeti á Akureyri og sýslumaður í Eyjafjarðarsýslu. Hánn gekst þá fyrir því, ásamt Eggert Laxdal kaupmanni á Akureyri, að fá bátinn til þess að fara skemtiferð til Grímseyjar, ef svo mikil þátttaka yrði að kolin fengist borguð. — Skipstjórinn var fús til ferðarinnar og þálttakan var mikil, enda var fargjaldið lágt, aðeins 2 kr. 50 aur. fram og aftur á 1. farrými og 1 kr. 50 aur. á öðru. Það gáfu sig, þegar i byrjun, fram rúmir 40 karlar og konur, sem vildu taka þátt í ferð- inni og voru 12 þeirra úr Öngul- ulstaðahreppi einum. Einn þeirra, sem fór þessa ferð, var Jón gamli Borgfjörð fræðimaður, faðir Klem- ensar bæjarfógeta og hefir hann skrifað niður ýmislegt smávegis um læssa ferð og iief jeg stuðst við það viðvíkjandi þvi, sem hjer verður sagt frá. — Lagt var á stað frá Akureyri 9. júlí kl. 8 að kvöldi og komið við á Svalbarðseyri, Hjalteyri, Hrísey og mn og var einn þeirra síra Gunnar Ólafsson uppgjafaprestur frá Höfða, þá 78 ára gamall. Hann var þá enn ern og kátur, en hafði aldrei komið til Grímseyjar. Voru nú orðnir nærri 70 farþegar með bátnum og mátti þvi með sanni segja, að fullskipað væri orðið. Komið var við í Ólafsfirði og þar lileypt á land 4 mönnum, sem ekki ætluðu lengra og svo lialdið til Siglufjarðar, en þar átti að taka Klemens bæjarfógeta, sem liafði farið þangað ríðandi til þess að lialda manntalsþing. — Til Siglufjarðar var komið kl. 3% um nóttina, en ekki farið í land fyr en um fóta- ferðartíma, því að þá voru allir í fasta svefni þar. Þá var Siglufjörður ekki orðinn miðstöð sildveiðanna í Norðurlandi og þvi síður, að þar væru komnar stærslu síldarverksmiðjur lieimsins — Á Siglufirði varð að biða eftir sýslumanni þangað til að á dag- inn leið, því að manntalsþingið átti að vera kl. 11 f. h. Fóru menn því i land og fengu bestu móttökur og góðgjörðir hjá Siglfirðingum. Frá Siglufirði sjest til Grímseyjar i heiðskýru veðri, ef gengið er upp á hæð fyrir ofan kaupstaðinn og ber hún þá yfir bæinn á Siglunesi, eða lítið eitt austar. Lagt var á stað frá Siglufirði kl. 3 og haldið norður til Grímseyjar. Veðrið var gott og mikill hiti, og skýjabakki niður við hafið til norðurs, en þegar á daginn leið, var nokkur undiralda og nepja þegar norðar dró, en það kölluðu Siglfirð- ingar „Gæmu“. Þegar komið var miðja vegu á Grímseyjarsund blánaði fyrir eyjunni við þokubakkann. — Það var enginn hversdagsviðburður, að gufuskip kæmi til Grímseyjar i þá daga, enda var dreginn upp danskur fáni á tveim stöðum á eyjunni þegar sást til skipsins, en það var hjá hreppstjóranum, Árna Þorkelssyni og á prestssetrinu í Miðgörðum Iijá sira Matthíasi Eggertssyni, sem þá var nýlega orðinn þar prestur. Um kvöldið kl. 7 var tekið land í evjunni og var ákveðið að standa þar 3 tíma við, sem flestum þótti of lítil viðdvöl, en nú flýttu allir sjer að komast í land, og svo dreifði fólk- ið sjer um eyjuna í smáhópum. — Veðrið var bjart um það bij, sem fólkið kom í land, svo að útsýni var gott um alla eyjuna; það sást til allra bæja og vestur á bjargbrúnina, en um kvöldið sló yfir þoku, svo að tók fyrir alla útsjón og gjörði það skarð í gleði manna. Þegar sýslumaður var kominn i land, sendi liann jafnskjótt boð um alla eyjuna og bað bændur að koma til manntalsþings á prestsetrinu í Miðgörðum, og komu þeir þangað allir. Fyr hafði það aldrei komið fyrir, að sýslumaður liafði þingað í eyjunni, en hreppstjóri hafði sjeð um alt, sem viðkom liögum eyjar- slceggja, svo sem skýrslur og annað. Það var almenn ánægja yfir komu yfirvaldsins til eyjarinnar, enda á- varpaði sýslumaður þingheim með snjallri ræðu. Að loknu þinghaldi fór svo Klem- ens sýslumaður með hóp m'anna aust- ur á bjarg, en þá sló þokunni yfir og var þá haldið vestur á bjargið, en jiar er hæðótt og graslent, en sum- staðar mosaþembur og leirflög. Bjarg- ið var ægilegt að sjá, i þokunni og virtist glæfraför að fara niður i það á lausum handvað, þvi að það er talið 100 stikur á liæð, þar sem það er hæst. Unglingspiltur var með i förinni og vildi hann síga í bjargið <
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.