Fálkinn


Fálkinn - 22.12.1939, Page 40

Fálkinn - 22.12.1939, Page 40
34 F Á L K I N N Ntúlkan við liafið Eins langt og liún mundi, liafði úthafið velt öldum sínum upp að sjálfu túninu, sem ættarhær hennar stóð á — og í stórmætti sínum leikið sjer að lábörðu grjótinu neðan við grasgróinn bakkann, en í brimi kastaði helj- armiklum hnullungum inn um alt tún og kartöflugarða um leið og það braut varnargarðinn, sem lá el'tir endilangri túnröndinni með fjörunni. En strandbúarnir voru þessu vanir og gerðu hvorki að æpa nje æðrast, heldur veltu stórhnullungunum á ný fram á vallarhrún þegar briminu slot- aði og reistu við flóðgarðinn. Svo var alt eins og áður. Sjálfur bærinn, Stóraströnd, var gamall orðinn, en ramger og rúmgóður og var stærð lians miðuð við að þar gætu heilar skipshafnir gist, þegar svo bar undir. Ósvikin valborð og úrvals- rekaviður ásamt stórhöggnu blá- grýti og ólseigu torfi standast lengi tímans tönn. Or þessu efni var bærinn á Stóruströnd bygð- ur á sinni tið — og stóð þar enn á sínu barðlenda túni og storkaði stórbrimi, ofsahríðum og jarð- skjálftum, jafnt sem breytingum og tískutildri í mannheimi. — Þarna var hún fædd og hafði al- ið aldur sinn, að undanskildum tveimur vetrum í höfuðstað landsins, en þar hafi hún dval- ið lil þess, að læra að sauma utan á sína sex bræður, sem allir voru yngri en hún. Móðir henn- ar var dáin og tvær eldri syst- urnar giftar á burt. Hún var hús- freyjan á Stóruströnd. „Helga, hvar ertu?“ kallaði faðir hennar þegar einhvers þurfti með, hvort sem það var smátt eða stórt. Og allir hugsuðu til hennar, þegar einhvern vanda bar að höndum. Hver skyldi fá hana Helgu á Stóruströnd? hugsuðu jafnaldrar hennar í sveitinni — og liorfðu löngunaraugum lieim til bæjar- ins mikla, þar sem hún ein rjeði öllu með föður sinum, útvegs- höfðingjanum og stórbóndanum, Brandi Hrafnssyni á Stóruströnd. Og ekki var bún siður í minni skipbrotsmönnum frá öðrum hjeröðum, er gistu á Stóruströnd og sáu hana sinna húsmóður- störfum á þessu viðkunna heim- ili, þar sem höfðinglund og gestrisni rjeðu lögum og lofum. En hvað hugsaði Helga sjálf ? Það vissi enginn. Hún lifði fyrir aðra og var þó alfrjáls að öllu. Hún var hraust og starfsöm og fann til unaðar, þegar rnest á reyndi. Hún hefir engan tíma til þess að verða ástfangin, liugs- aði granni hennar, Þórólfur Bjarnarson, sonur bóndans á næsta stórbýli, Fljótsósum, og ljet brúnir síga af gremju. ,,En þó að hún sýnist aldrei mega vera að því að tala orð við mann, þá skal þó bónorðið ekki drag- ast lengur en til liaustsins." Þó að Helga Brandsdóttir á Stóruströnd ætti annasamt, þá gaf hún sjer ávalt tíma til þess að fara til kirkju, enda var kirkjugatan ekki löiig. Þegar Stórustrándartúnið þraut tóku við sandflákar, vaxnir melgrasi, er hafði verið grætt þar síðustu missirin. Hár og þykkur grjót- garður niður við sjóinn hafði, alt lil þessa, varið nýræktina fyrir æði hafsins, náði hún alla leið að hæðinni, sem kirkjan stóð á og melgrasið hafði teygt sig upp allan kirkjuhólinn og óx nú hröðum fetum inn yfir kirkju- garðinn, milli leiðanna og yfir þau. Þetta fljótsprotna gras var, að vísu, nokkuð stórgert og ann- arlegl á lit, samahorið við dimm- grænt túngresið, en strandbú- arnir urðu fegnir að sjá það hylja nekt sandsins og stöðva flug hans og fok inn yfir síðustu leifarnar af landi kirkjunnar og stórbýli þess, er eitt sinn hafði legið undír hana, en var nú und- ir sjó eða örfoka, nema kirkju- lióllinn sjálfur og hæsti hluti túnsins, þar sem siðast hafði ver- ið látið fyrirberast með bæinn; hafði liann þrisvar sinnum verið fluttur undan ágangi liafsins og að síðustu á þennan háa túnhól. Á rústum hans óx ennþá töðu- gras, en melgrasið huldi alla brekkuna ofan að sjó. Það brast í fjöruskeljum undir fótum fólks- ins er það gekk stíginn vestur yfir nýræktina til kirkjunnar, því að sjávarþang hafði verið notað sem áburður á melgróðurinn og skeljar fylgt með. En ofan við nýræktina lágu harðir og ör- snöggir grasbakkar, rósrauðir af blóðbergi, frá vori til hausts. Kirkjan sjálf var litil og yfir- lætislaus sveitakirkja, þrátt fyrir allan sinn áheitaauð, en ástúð og virðing sóknarbarnanna var auð- sæ í öllum búnaði hennar og um- gengni, inni sem úti. Og þar varð aldrei messufall. Presturinn, sem þjónaði nú var orðinn gamall maður, en hvernig sem viðraði fór Iiann einu sinni í mánuði Ieng'st innan úr hjeraði þarna út á ströndina og messaði í kirkj- unni á hæðinni út við hafið. Hún var hest sótt af öllum þeim fimm kirkjum, sem hann þjón- aði. Og aldrei brást það, að liann sæi Brand Hrafnsson á Stóru- strönd ganga inn kirkjugólfið með sinn mannvænlega barna- hóp, dótturina Helgu og synina sex. Að lokinni guðsþjónustu gekk Helga, svo lítið har á, aust- ur fyrir kirkjuna að leiði móður sinnar. Melgresið óx alt í kring- uni það, en ofan á því blágresi og fleiri íslensk blóm, sem hún Iiafði gróðursett þar með eigin höndum. Helga seltist í grasið og reitti upp áleitin strá, sem sóttu inn á milli hlómanna og hlúði að, livar sem hafblástur- inn hafði tekið með sjer mold og sveigt til jarðar blómin. Á með- an talaði hún í huganum við móður sína — um að hún skyldi reyna að vera væn dóttir lilúa að pahba og gæta bræðranna. 1 rjettinni við Fljótsósa var saman kominn fjöldi fjár. Heiða- fje, snjóhvítt á lagðinn og ljón- stygt, fjörufje, Ijótt á litinn, en laimþungt og r<)legt í allri hund- gánni og hávaðanum. Það var vorsmölun til rúnings og krakk- arnir kölluðu og hentu þegar þau sáu ærnar sínar komnar með Ijómandi falleg fráfærnalömh, og unga fólkið stóð berliöfðað og hlægjandi eftir allan eltinga- leikinn, alt í kringum rjettina og ínasaði saman um alt og ekkert. „Sæktu liann Stjarna minn, Doddi!“ kallaði Helga á Stóru- strönd til Þórhalls, yngsta bróð- ui síns, „jeg þarf að flýta mjer heim.“ Hún gat aldrei stilt sig um að fara með bræðrum sín- um i vorsmölunina, lengst inn á heiði, þar sem faðir hennar átti hundruð dilkáa og hundr- uð út með öllum ströndum. Það var sem hún yrði altaf lítil stúlka með lilhlökkun harnsins í sál sinni þegar hún var lögð af slað á reiðhestinum sínum inn á heiði, þar sem fjeð undi sjer við kjarn- grösin, stóð jótrandi á hæðunum og liorfði yfir landið, eða bældi sig undir grávíðirunnum og röíti um smástíga og graslautir. Upp frá Fljólsósum lá dalverpi, djúpt og vaxið angandi birkikjarri, þangað fór hún allaf að síðustu og rak með Þórólfi Bjarnarsyni stærsta hópinn til rjettarinnar. Hann smalaði altaf sjálfur gilið og fór sjer liægt með liópinn, þangað til Helga kom þeysandi austan af heiðinni með væna fjár breiðu og sameinaði rekstri hans. Þetta voru hans sæludagar. En nú kallaði hún á Dodda og bað um hestinn sinn undir eins. Altaf þurfti liún að flýta sjer! Þórólfur sá hana stíga á l>ak og hverfa suður af túnbarðinu, alfrjálsa eins og sunnanvindinn, sem bljes á móti lienni. En Helga horfði heim til Stóru- strandar og lmgsaði um alt það, sem hún þurfti að koma í verk fyrir kvöldið. Nú komu „girð- ingamennirnir,“ tólf saman. Sumar eftir sumar höfðu þeir liafl aðalaðselur sitt á Stóru- strönd, þó að þeir svæfu í tjöld- um inn með öllum sjó og væru þar flesta virka daga. Allar lielg- ar voru þeir á Stóruströnd og þurftií þá margs með, eins og gefur að skilja. Þetta voru mis- jaliiir náungar, eins og gengur. En ekki höfðu þeir fvr stigið fæti sínum í Stórustrandarbæ og sjeð Helgu Brandsdóttur, lieldur en þeir vissu, að þar yrðu þeir að fara eftir því, sem þeim var hoð- ið og sitja á strák sínum í einu og öllu. En ekki tekst öllum að breyta eins og þeir vita að þarl'. Þremur eða f jórum piltum höfðu húsráðendurnir á Stóruströnd vísað á burtu með öllu og dirfð- ust verkstjórarnir ekki að koma með þá á ný. Hinir allir höfðu hlýtt rjettum „Stórustrandarlög- um“ — alveg, eða nokkurnveg- inn, og alt farið vel og friðsam- lega. — Nú voru þeir væntanleg- ir á morgun, þessii' starfsmenn ríkisins, sem var að láta girða fyrir sandfokið þarna út við sjó- inn og verja hið kjarnmikla sauðland og víðáttumiklu slægju- lönd, þar sem bær við bæ liafði staðið til forna, en nú var óbygt

x

Fálkinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.