Fálkinn


Fálkinn - 12.04.1940, Blaðsíða 3

Fálkinn - 12.04.1940, Blaðsíða 3
F'ÁLKIN N 3 VIKUBLAÐ MEÐ MYNDUM. Ritstjórar: Skúli Skúlason. líagnar Jóhannesson. Framkv.stjóri: Svavar Hjaltested A ðalskrifstofa: Bankastr. 3, Reykjavík. Sími 2210 Opin virka daga kl. 10-12 og 1-0. Skrifstofa í Oslo: A n l o n S c h j ö t s g a <1 e 14. Blaðið kemur út hvern fösturlag. kr. 4.50 á órsfj. og 18 kr. árg. Erlendis 24 kr. Allar áskriftir greiðist fyrirfram. Aaglijsingaverð: 20 aura millim. HERBERTSpre/j/. Skraddarabankar. Skilningur almennings á gildi vinnuskóla er að aukast, en [ió hefir málinu ekki þokað lengra áfram ennþá en svo, að ungum mönnum á að vera i sjálfsvald sett, livort þeir noti sjer vinnuskólann eða ekki. En meðan svo er, verður ekki sagl, að hugsjónin hafi fengið lífsafl. Því að það er þungamiðja máls- in's, að allir eiga að leggja sitl til þessarar stofnunar. Vinnuskólinn á að vera þegnskylduvinna allra ungra manna í landinu, hvort heldur þeir eru fátækir eða ríkir, eða hvert, sem lífsstarf þeirra verður, ef að' þeir aðeins hafa líkamsþroska og heilbrigði lil að stunda líkamlega viuini. Þó að einhver eigi það fram- undan að eiga að sitja á skrifstofu- slól eða vinna önnur innistörf alla komandi æfi, þá tekst aldrei að sanna, að hann hafi nema gott af að læra líkainlega vinnu nokkra mán- uði af æfi sinni, undir rjettri stjórn og reglubundnum aga. Kaupstaða- búum er þetta nýnænii og tilbreyt- ing, sem vikkar sjóndeildarhring þeirra, og sveitabúum er það þjálf- un að vinna undir ákveðnu og föstu formi i stórri sveit, i stað þess að „dútla sjer“ eins og flestir verða að gera á einyrkjubýlunt hins nýja ís- lands. Ekkert land í Evrópu þarfnast vegabóta i sama mæli og ísland og ekkert land i heimi á tiltölulega eins mikið af óræktuðu og ræktanlegu landi og Island. Rikið viðurkennir nauðsynina á vegabótum og ræktun með þvi, að leggja tiltölulega meira fje til þessara framkvæmda en nokk- ur þjóð önnur gerir. En gera menn sjer alment grein fyrir, hve stór- kostlegar framkvæmdirnar gætu orð- ið, ef liegnskyldan væri notuð til þeirra? Þá fyrst er átakið orðið stórt. Við íslendingar erum einir Evrópuþjóða lausir við herskyldu, og ekkert er eðlilegra og sjálfsagðara en að við notum þann liðstyrk, sem aðrir nota til landvarná, lil þess að rækta landið og gera það byggi- legt. Og mundi ekki sú jiegnskyldu- vinna hafa þau áhrif, að margir hjeldu áfrani sama stari'i að lokinni skylduvinnunni — gerðu jarðrækt- ina að lífsstarfi sínu — sem annars mundu aldrei líta við henni. Það er hörnmlegt að tala um at- vinnuleysi með jijóð, sem hefir jafn mikið af óleystum verkefnum og is- lenska þjóðin. Hjer er nóg að vinna handa öllum, og miklu meira en nóg. Það vantar aðeins framtakið, viljann.’ Þegnskylduvinnan mundi benda hverjum dugandi unglingi á jiá staðreynd, að hann þurfi aldrei að verða atvinnlaus, Tútlí (Þóra Borg) og Pultalín (Brynjólfnr Jóhannesson) Gamanleikur í 3 þáttuni ettir Arnold & Bach I staðfæringn Emils Thoroddsens. - Leikstjöri 1. Waage Lily (Sinna Hallgríinssoii) og Jón Hansen (Gunnar Stefánsson) þessa hóglífa spjátrungs og Jóni aldrei betur en í gerfi hins viðsjála veitingamanns, sem svífst einskis þegar peningarnir eru annarsvegar, er í aðra röndina stimamjúkur og meinslægur Mefisto, en i hina ó- heflaður sveitakarl, sem þó hefir lært nokkuð af hrekkjum borgar- dónans. Meðferð Jóns á Brúsa er at- hyglisverð. Hormónu Sexihil leikur Auróru Halldórsdótlir með miklum bægsla- gangi og broslegu gervi og töktum. Barstrand skrifstofustjóra og Ásfeld aðstoðarritara leika þeir snoturlega Þorst. Ö. Stephensen og Ævar Kvar- Þessi gamanleikur Leikfjelagsins er hlægilegur, en broslegri var þó forleikurinn: einhverjir góðhjartað- ir siðferðispostular hjer í bæ koniu jieirri flugu i munn lögreglustjóra að banna sýningu sjónleiksins. Eft- ir stutt þóf var svo leyft að sýna „alt svínaríið“, óbreytt. Já, baráttan fyrir siðferði og i'rómu líferni tekur slundum á sig kátlegar myndir! En fyrir þær manneskjur, sem ilia þola að sjá fólk í venjulegum baðfötum, i slopp þar utan yfir, — er liað mikil guðsmildi, að enn skuli ekki vera sýndur ballett og aðrar slíkar sýningar. Það mundi eflaust eitt- hvað hlaupa fyrir lijartað á jieim við að sjá svo ófrómt atliæfi! En svo að vikið sje að leiknum sjálfum, jiá er hann alls ekki svo nauða ómerkilégur og sumir vilja vera láta. Uppistaðan er að vísu fremur lítilfjörleg og atburðirnir líka. En svo er lika i flestum gam- anleikjum. En víða í þessuin leik er hæfið háð, sein allir liafa gott af að kynnast. Háðið-er slunginn lækn- ir og áhrifaríkur. Leikur þessi f.jall- ai dálítið ómjúkt og hiklaust um bitlingalýð og klíkustarfsemi, og á- deiluleikrit eru aldrei vinsæl hjá ó- heilindunum, sem jiau ráðast á. Fyrsti og annar þáttur gerast í Stjórnarráðinu (eða Stjórnarráninu, eins og stendur á einum stað i leik- skránni), en miðþátturinn á skóla- setrinu og skemtistaðnum Vatnalaug- um. Aðalpersónan er Puttalín, að- sloðarritari í Stjórnarráðinu, sem er eini maðurinn, sem vinnur ærlegt handtak jiar, en jió er jafnan geng- ið fram hjá honum, og aðrir hækka í tigninni, sem betur hala rækt klík- urnar. En nú nær hann skjótum og miklum frama, jiegar hann, - ó- viljandi þó, kemst að ýmsu mis- jöfnu í fari yfirmanna. sinna. Margir leikendanna skila hlut- verkum sínum einkar vel. Heiðurs- manninn Puttalín leikur Brynjólfur Jóhannesson og leksl vel að sýna innifölan meinleysing, samviskusam- an, en þó fremur lítið géfinn. En sjerstaklega ber að nefna snildar- góðan leik tveggja leikenda í smærri hlutverkum, j)á Val Gíslason sem Dag Dagsson fulltrúa og Jón Aðils sem Brúsa hótelstjóra. Val hefir lík- lega sjaldan tekist betur en i gervi « Puttalin (Brynjólfur Jóhunnesson og Srnart (Alfred Andrésson) Disa (ólafia Jófisdóttir) og Ásfeld (Ævar Kvaran) an, og sama er að segja um Ö/du Möller og Þóru Borg í hlutverkum Tútli og frú Puttalín. Mikinn fögn- uð vekur gervi og kverkmælgi Gró- mundar Karls, sem Lárus Ingólfsson leikur og Bjarni Björnsson er mjög broslegur, sem liin sísofandi lög- regla. Alfred Andrjessyni hefir oft lckist betur en i Smart. Með önnur hlutverk fara: leik- stjórinn, Indriði Waaye, Gnnnar Stefánsson, Ólafía G. Jónsdóttir, Sinna Hallgrímsson, Hildur Kalman. Leikur þessi er vel skemtilegur og verður þess að sjá, þ. e. a. s. fyrir fólk, sem getur látið sjer stökkva bros og er sæmilega heil- brigt á sálinni. En þeir, sem vilja sjá hneyksli, sjá ekki slika hluti i Leikhúsinu. Þau gerasl nógu mörg úti í þjóðlíf- inu og • eru stundum bönnuð en slundum ekki. - Jeg elska yður, fröken. Yðar vegna skyldi jeg ganga á heimsenda! — Nei, nú gangið þjer of langt. §tnadnm 0G STUNDUM EKKI

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.