Fálkinn


Fálkinn - 12.04.1940, Blaðsíða 6

Fálkinn - 12.04.1940, Blaðsíða 6
6 F Á L K I N N Ráðvendnin er fyrir öllu. TWÍ ARY sal við skrifborðið eins og ■*" hún var vön og tönnlaði á jórt- urteðri og las í bók, sem hjet: ,,/í brúðurin að segja homim alt?“ Mary var lítil og lappastutt, ná- lægt þrítugu. Kringluleit, sælleg og rauðhærð. Og svo var hún bróðvel gefin. Hún vissi til dæmis alt, sem kvenfólk þarf að vita um karlmenn. Hún vann fyrir móður sinni. Og væri hún spurð, hvernig það væri, að vera símastúlka á stóru gistihúsi þó var svarið altaf: „Ó, bara að maður gæti skrifað bók um það!“ Mary var komin að bráðspennandi kafla í sögunni, sem Inin var að lesa. „Brúðurin stóð snöktandi og þrýsti kinninni upp að öxlinni á brúðgumanum en í sama bili kom John Murfee. Murfee var stór ogrdigur og meinlaus og hafði gam- an af að seg'ja Mary lygasögur. í þetta skiftið var hann ákaflega al- varlegur: „Nú fer jeg i dag, Mary, já það geri jeg,“ sagði hann. „Þjer eruð bráðdugleg stúlka og jeg er ekki sá maður, að jeg virði ekki það, sem vej er fyrir mig gert. Jeg hefi verið hjer í mánuð — og aldrei haft á- stæðu til að kvarta. Þjer hafið aldrei gefið mjer vitlaust númer. Og það kaila jeg kraftaverk. Þessvegna lang- ar mig til sem lítinn þakklætis- vott hm.“ Murfee stamaði, ræskti sig og stakk 50 dollara seðli í lóf- ann á Mary. Mary starði á seðilinn, svo starði hún á Murfee og svo aftur á seð- ilinn. „Nei!“ sagði hún .... „er hann ófalsaður?“ „Hvort hann er!“ sagði Murfee og brosti. „Ójú, og þjer hafið unnið til hans, já, það hafið þjer sannar- lega ..“ „Hjartans þakkir, herra Murfee!" sagði Mary, „lijartans þakkir, en jeg má ekki taka við honum, nei, í alvöru talað .... nei.“ „Ilvaða bull, Mary — auðvitað get- ið þjer tekið við honum, enga flónsku, Mary ....“ Mary saup hveljur: „Skiljið þjer mig það er nýi gistihússtjórinn okkar, sem hefir lagt þetta fyrir —- hann hjelt ræðu yfir öllu starfsfólkinu hjerna um daginn og sagði, að ef eitthvert okk- ar tæki við vikafje, þá yrði okkur sagt upp undir eins. Svo að jeg EÍtir Mark HElIingEr þori ekki að taka við honum, þó að jeg fegin vildi. Þakka yður kærlega fyrir. Það er söfn yðar gerðin.“ „Mjer er skítsama um, hvað mf. Williams segir,“ sagði Murfee fyrir- litlega, „við tölum ekki meira um það.“ Mary hristi höfuðið og Murfee ypti öxlum: „Jæja, þjer hafið þetta eins og yður sýnist, en um leið og jeg fer út hjeðan, þá ætla jeg að missa seð- ilinn. Vonandi verðið þjer til að finna hann. Verið þjer nú sælar, Mary!“ Hann fór. Og Mary sá seðilinn detta niður á marmaragólfið. Hún flýtti sjer að taka liann upp. Mary var ráðvendnin sjálf. En hún var þó ekki alveg vitlaus ....“ Allan daginn sat hún og var að hugsa um þessa fimtiu dollara. Þetta voru beinlínis auðæfi fyrir hana. Hugsa sjer alt, sem maður gæti keypt fyrir þá! En setjum nú svo, að Murfee væri njósnari fyrir Williams! Setjum svo að þetta væri hrekkjabragð! Til þess að reyna hana! Þá yrði hún rekin og fim- tíu dollarar mundu ekki hrökkva lcngi. Henni varð órórra og órórra og lnin gleymdi alveg skáldsögunni. Henni var eiginlega alveg sama, hvort brúðurin sagði alt eða ekki — hún liugsaði aðeins um, hvað hún ætti sjálf að gera. En Mary var ó- heimsk, eins og jeg hefi getið um áður, og eftir hálftima hafði hún fundið róðið. Það var svo einfalt og lá svo opið við, að hún skildi ekki, að hún skyldi ekki sjá það undir eins. Hún ætlaði að afhenda umsjónarmanninum peningana og segja, að hún hefði fundið þó ó gólf- inu. Umsjónarmaðurinn mundi geyma þá í mánuð, og ef eigandinn gæfi sig ekki fram, voru peningarn- ir eign Mary. Og úr Jjví að Murfee hafði „mist“ seðilinn, til þess að Mary fyndi hann, var ekki líklegt, að neinn eigandi gæfi sig l’ram. Næsta mánuð varð Mary hrörleg aí áhyggjum og eftirvæntingu. Hugs- um okkur, ef einhver gerðist svo ósvífinn að .... nei, það kom ekki til mála. En þó var henni ljettir í hvert sinn, sem einhver fór af gisti- húsinu, án þess að fara með pen- ingana hennar. En setjum nú svo, að Murfee iðr- aðist eftir rausnina? Ef hann eyddi nú öllum peningunum sínum og yrði blankur? Og kæmi svo einn góðan veðurdag og heimtaði pen- ingana aftur. I rauninni hafði hann fullan rjett til þess. Hann hafði mist peningana á gólfið. í hugaræsingn- um gleymdi hún því alveg, að Mur- fee vissi ekki, að hún hafði afhenl umsjónarmanninum peningana. Þegar mánuðurinn var liðinn voru taugarnar í Mary alveg að bila. Síðasta daginn var liún kölluð inn til hótelsstjórans. Henni varð ljett- ara. Enginn hafði gefið sig fram sem eiganda. Svo að peningarnir voru hennar eign. Og hún mundi fá hrós fyrir ráðvendnina. Hún brosti er hún kom inn í skrifstofuna til mr. Williams. For- stjórinn brosti líka. Hann stóð upp frá skrifborðinu og rjetti henni hendina. ,,Mary,“ sagði hann ofur blíður, ,,|)að er mikil ánægja, að hafa mann- eskju eins og yður i þjónustu sinni. Eins og þjer vitið krefst jeg fyrst og fremst ráðvendni af starfsfólki mínu. Ráðvendnin er fgrir öllu, jjað er mitt einkunnarorð, og þjer hafið sýnt, að þjer eruð ráðvönd i starfinu. Jeg tel mjer sóma að yð- ur, Mary. Margir aðrir mundu hafa freistast lil að halda peningunum. Þjer gerðuð það ekki. Þjer gerðuð það eina rjetta — skiluðuð þvi, sem þjer áttuð ekki. Sem lítinn l>akk- lætisvott langar mig til að gefa yð- ur fimm dollara i ofanálag á ]$aup- ið i þetta sinn. Þjer getið talið það sem gjöf frá gistihússtjórninni vitanlega." Mary starði mállaus á fimm doll- ara seðilinn, sem forstjórinn stakk i lófann á henni. „Hjartans þakkir, herra Williams,“ gal hún loksins stunið upp úr sjer, „en jeg hefði gaman af að vita .... hver tíndi peningunum?" Williams lagði hendina á öxlina á henni og brosti: „Það gerði jeg, stúlka góð. Þetta var ekki annað en prófraun á yður, skiljið þjer jeg misti seðilinn viij- andi rjett hjá skiftiborðinu yðar, fil þess að sjá, hve ráðvönd þjer vær- uð ....“ er miðstöð verðbrjefavið- skiftanna. liOt) SAMTlBABlNWAR fiugusí u. Nackensen Hindenburg og Ludendorff eru komnir undir græna torfu, en sá þriðji af aðalhershöfðingjum Þjóð- verja úr heimsstyrjöldinni lifir enn og er nú kominn yfir nírætt. Það er Anton Ludvig Friedricli Mackensen, maðurinn, sem barði eftirminnileg- asl á Rússum, Serbum og Rúmenum i heimsstyrjöldinni. Mackensen fæddist á óðalssetrinu Leipnitz í Wittemberg 6. desember 1949. Faðir lians var stórbóndi og vildi láta soninn taka við af sjer, en þegar stríðið við Frakka hófsl árið 1870 gegndi Mackenssen her- þjónustu sem sjálfboðaliði og hjelt nú áfram á hermenskubrautinni, varð ylirlautinánt hjá keisaranum. Árið eftir var hann aðlaður og hækk aði nú sifelt í tigninni og varð ridd- araliðshershöfðingi og hæstráðandi 17. hersins 1908. Hann varðist með llindenburg í orustunni við Tannen- berg og Gumbinnen og varð hæst- ráðandi 9. hersins haustið 1914. Sigraði Rússaher við Lodz um sama leyti, en vorið eftir tók hann við stjórn 11. hersins og rak Rússa úr Galizíu, náði Lvow af Rússum og var þá gerður marskálkur, í júni 1915. Um haustið lagði hann Serbiu undir Þýskaland og Rúmeníu að mestu leýti sumarið eftir og sat þar út styrjöldina til þess að gæta lands- ins. En þegar vopnahljeð varð haust- ið 1918 fjell hann í hendur sam- herjanna, sem höfðu hann í haldi um hríð og fóru með hann til Grikk- lands, en her hans fjekk heimfarar - leyfi. Siðan ófriðnum lauk hefir von Maclcensen elcki skift sjer af stjórn- málum. Þó vita menn það, að hon- um þótti mikill skaði að missa keis- arann og jafnan var hann svarinn ó- vinur Weimar-lýðveldisins. Sat hann nú lengst um á búgarði sínmn, þar sem hann er ennþá og harmar horfna tima. Ekki gekk hann i nasistaflokk- inn þegar hann náði völdum, en er þó sáttur að kalla við IJitler, og við hátíðleg tækifæri sýnir hann sig og er þá jafnan í sínum gamla her- stjóraeinkénnisbúningi og með mar- skálksstafinn í hendi. Þýska þjóðin hefir gleymt honum þó að hann væri um skeið vinsæjasti maður þjóðar- innar, að Hindenburg einum undan- skildum. Sonur von Mackensen kom hingaö til íslands fyrir nokkrum árum og ferðaðist þá víða um land, og hefir skrifað nafnið sitt á bita í gamla sæluhúsinu á Hveravöllum. Hann hefir undanfarið verið sendiherra Þjóðverja i Rómaborg. Litill, finskur borgari bíður lest- arinnar, sem á að flytja hann upp í sveit,

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.