Fálkinn


Fálkinn - 12.04.1940, Blaðsíða 13

Fálkinn - 12.04.1940, Blaðsíða 13
FALKINN 13 Krossgáta nr. 326. Lárjett. Skýring. 1 tala. 4 höll. 10 húð. 13 ramma. 15 jarða. 16 hljóð 17 leyfi. 19 sonur 20 al- gert. 21 mannsnafn ef. 22 ’crylla. 23 vofa. 25 naut. 27 liæð. 29 skip. 31 um- i'cnningar. 34 titill. 35 vegalengd. 37 grjóthrúgum. 38 lahha. 40 verkfæri. 4 í eldsneyti. 42 skannnstöfun. 43 rifa. 44 sár. 45 draugur. 48 fljót. 49 ónefndur. 50 meðal. 51 fugls. 53 tala. 54 bráðum. 55 góða. 57 vín. 58 fyrir innan. 60 henda. 61 er með. 63 einkenni. 65 röð. 66 á. 68 jDváett- ingur. 69 undir beru lofti. 70 bág- indi. 71 fjöl. Lóðrjett. Skýring. I ábending. 2 höfðingi. 3 greið- vikin. 5 mælieining. 6 bæjarnafn þf. 7 óhreinkuð. 8 fyrir ofan. 9 frum- efni. 10 kvenmannsnafn. 11 yfirstjett. 12 fæði. 14 uppgripa veiði. 16 tvístr- ar 18 hverfa. 20 heiðast. 24 hönk- ina. 26 efni. 27 tímatali. 28 fumi. 30 riki. 32 land. 33 maður. 34 húð. 36 timabil. 39 efni. 45 fljóta. 46 áfangi. 47 gróinn. 50 koma. 52 mannsnafn, ef. 54 sannleika. 56 eign. 57 hvilft. SANTIAGO - PANAMA. Frh. af bls. i) húsin og garðana. Þau voru að koma til Puquio. Þar fann Isidro bráðlega vjela- viðgerðarmann, sem að vísu hafði hetra vit á uxakerrum eða jafnvel gömlum Fordbílum en flugvjelum. En fyrir góð orð og betaling tók hann saman tæki sín og svo óku þeir saman i vagni þangað, sem flug- vjelin lá í lamasessi, og vjelamaður- urinn fór að klastra við flugvjelina, samkvæmt fyri'rsögn lsidros. En Dolores liafði orðið eftir i Puquio. Þess gat orðið langt að biða að vjelin yrði flugfær og henni yrði komið á stað, sem hægt var að fljúga henni af. Þarna i Puquio gat hún líka fengið sæmilega læknishjálp. Fóturinn varð að vera jafngóður áð- ur en hún hjeldi áfram ferðinni, en læknirinn sagði, að þetta væri ekki alvarlegl meiðsli hún hefði að- eins snúist um öklann, og það gæti batnað á fáeinum dögum, ef hún reyndi ekkert á fótinn. Og Dolores ljet ekki hugfallast; hún vissi hvað i veði var og lagðist þessvegna i rúmið til þess að fá algerða hvild og lá þar með bakstra. Hvað lnin hugsaði mest um þessa löngu daga .veit enginn um nema hún sjálf, og kanske fær enginn að vita það, cn maður má vist leyfa sjer að geta þess til, að hún hafi verið að hugsa um háan og fallegan mann i snjóhvítum 59 lykti. 60 lengill. 61 lið. 62 sæði. 64 þef. 66 frumefni. 67. fljót. Lausn á krossgátu nr.325 Lárjett. Ráðning. 1 efs. 4 sláttar. 10 mót. 13. flak. 15 úrval. 16 auli. 17 Fanný. 19 lík. 20 eðlan. 21 skál. 22 ask. 23 yfir 25 Alda. 27 hröð. 29 ær. 31 Einherjar. 34 er. 35 rugg. 37 doría. 38 umla. 40 ugla. 41 L. R. 42 Mr. 43 mögl. 44 slæ. 45 mentaða. 48 kul. 49 Ta. 50 l)æg. 51 mun. 53 Ra. 54 bani. 55 Æðey. 57 guðir. 58 ruðla. 60 ærnar. 61 aða. 63 grind. 65 sögn. 66 gulna. 68 Inga. 69 afa. 70 skratti. 71 Nil. Lóðrjett. Ráðning. 1 eff. 2 flas. 3 sanka. 5 lú. 6 árla. 7 Tvísker. 8 takk. 9 al. 10 mulið. 11 ólar. 12 tin. 14 knálega. 16 aðförum. 18 ýldi. 20 eyra. 24 kærustu. 26 and- legir. 27 hjarðmær. 28 brallar. 30 rugla. 32 Horn. 33 ríma 34 elgur. 36 glæ. 38 mök. 45 mænir. 46 trauðla. 47 auðug. 50 þaðan. 52 neðri. 54 hunga. 56 ylinn. 57 Gröf. 59 angi. 60 æsa. 61 aur. 02 ant. 64 Dal. 66 GK. 67 at. flugfötum, mann sem flestir hjeldu að væri úr steini. En Dolores aússí betur. Eftir marga daga var vjelin loks komin í samt lag og nú hvarf landið og fjöllin þeim á nýjan leik. Vjelin líður áfram hátt uppi í ljettu loft- inu. En Paolo situr á kerrunni sinni og Cinta hjá honum. En á hnjenu á honum er Pedro litli og leikur sjer að trjehestinum. Þau veifa og i fjarska hverfur silfurfugliun út í himinblámann. Aldrei hafði suðið í loftskrúfunni verið eins töfrandi og nú, aldrei hafði lsidro liðið eins vel og nú. Þrátt fyrr það, að hann hafði upp- götvað, að það var fleira til töfrandi en flugvjelahreyflar. Eða rjettara sagt vegna þess, að hann hafði uppgötv- að það. Nálægl þorpinu Biadosta í Ge- orgia er stöðuvatn, sem þornar upp með ákveðnum millibili. Vatnið er 5 kílómetra langt og einn km. á breidd. Þriðja til fjórða hvert ár þornar það upp — hrapar niður um afrásir i vatnsbotriinum. Þegar vatnið hefir verið þurt í mánaðar- tíma fer að safnast fyrir i það aftur, uns það nær hámarki. Líkt á sjer stað um Kleifarvatn, þó að í smærri slíl sje. Þar liækkar vatnsborðið og lækkar aftur með sæmilega reglu- legu millibili. UM STJÖRNURNAR. Frh. af bls. 11. En sú sólstjarnan, sem næst okk- ur er, er svo langt i burtu, að ljósið er fjögur ár að berast þaðan. En stjarna jæssi er á suðurhveli himins, og sjest aldrei á íslandi. Sú sólstjarna, sem næst er, al' þeim sem hjeðan sjást, er Hundastjarnan, öðru nafni Síríus. Hana má um þess- ar mundir sjá lágt á lofti i suðri. Hún er á ská niður undan Fjósa- konunum, og er auðvelt að þekkja hana, því að hún er skærust allra sól stjarna hjeðan frá jörðu að sjá. Ljósið er 9 ár að berast milli Hunda- stjörnúnnar og okkar sólkerfis. Éf reikistjarna væri i nánd við Hunda- stjörnuna, og þar byggju skynsemi gæddar verur, sem hefðu sjónpipur, svo góðar, að í þeim mætti sjá, livað við hefðumst að hjer á íslandi, þá myndu þær hafa sagt rjett eftir ný- ár í fyrra (1939); „Nú draga þeir upp marga fána á Þingvöllum.“ Því að þær væru þá fyrst að sjá fánana, sem dregnir voru upp á alþingis- hátíðinni 1930. Þetta er ])ó sú sól- stjarna, sem næst okkur er, af þeim sem við sjáum lijeðan. En aðrar eru miljón sinnum fjær okkur. Hundastjarnan er um helmingi stærri að þvermáli en sólin okkar. En luin er auk þess lilutfallslega mikið bjartari, þvi að lnin er mikið heitari, og er Ijósmagn hennar 26 sinnum meira. Fyrir löngu síðan sáu stjörnu- fræðingarnir, að Hundastjarnan rið- aði ofur litið, þ. e. hún færðist á nokkrum árum ofurlítið til á himn- inum, en þó miklu minna en svo, að j)að yrði greint með berum aug- um. Þóttust þeir af því vita, að þetta væri tvístirni, tvær sólstjörnur, er snerust hver um aðra. Með þekk- ingu sinni og hyggjuviti gátu þeir reiknað út þunga þessara hnatta og fjarlægðina milli þeirra. Er þungi stærri stjörnunnar um 2% sinnum nieiri en þyngd okkar sólar, en þyngd þeirrar minni heldur minui en sól- arinnar okkar. En þegar stjörnufræð- ingarnir loks komu auga á minna linöttinn (það ætlaði að ganga erfið- lega, af því að hann hvarf í birtu hins) þá reyndist birta hans mjög dauf, ekki nema um fjögur hundrað- asti hluti af ljósmagni okkar sólar, l)ótt hún hefði hjer um bil sama þunga. Það var þvi ályktað, að hnöttur þessi myndi vera miklu kaldari en sólir alment. En svo kom að því, að einum stjörnufræðing tókst að mæla hitann á yfirborði þessa minna hnattar, (því að slíkt gera þeir nú) og kom þá i ljós, að þessi hnöttur var jafn heitur og stærri stjarnan og hlutfallslega jafn björt. Skýringin gat þvi ekki verið önnur en sú, að hún væri mikið minni en hin, þótt þungamunurinn væri ekki mjög mik- ill. Hefir hún reynst að vera litið stærri en jörðin okkar, þótt hún sje fram undir það jafn þung og sólin. Það hefir sýnt sig, að efnið í þessum hnetti er svo þjett og þungt i sjcr, Vð eldspítnastokkur úr slíku efni myndi vega tvær smálestir. Síðan hafa fundist fleiri tvístirni, sem er farið á þennan hátt, og sum þar, sem minni hnötturinn er úr enn þjettara efni. Til dæmis er fylgisól stjörnunnar Procyon úr svo þjettu efni, að eldspýtnastokkur með því myndi vega 400 smálestir. Efni þetta er þó úr sömu frumefnum og eru hjer á jörðunni. En þessa stjörnu — Procyon -— má sjá niður undan öftustu stjörnum Karlsvagnsins, lijer um bil í heina linu, og er luin auð- fundin, því hún er eina bjarta stjarnan þarna. Procyon er lítið eitl lengra frá okkur en Hundastjarnan. Ljósið er um 10% ár að berast þangað. Þessar lillu þungu sólir eru kall- DEWEY FORSETAEFNI? Thomas E. Dewey saksóknari i New York og versti óvinur hóf- anna, verður í kjöri við næstu for- setakosningar í U.S.A. af hálfu lýð- veldissinna. Hjer sjest hann á kosn- ingaferð. Hann fær ekki atkvæði bófanna. STRÍÐIÐ í FINNLADI. Finskur hermaður, sem hefir feng- ið rússneska kúlu gegnum annað lungað fær aðhlynningu á einu sjúkraskýlinu hak við víglínur Finna. aðar hvitir dvergar þvi fleiri tegundir dvergsólna eru til. Stjörnu- fræðingarnir vita um tiltölulega fáii hvíta dverga, ef til vill af því, hve erfitt er að greina þá. En mjög er langt frá því, að i tvístirnum sje jafrián önnur stjarn- an dvergsól. Tvistirni eru mjög al- geng — sumir álíta að jafnvel fimta hver sólstjarna sé tvistirni eða meira - og eru hnettirnir venjulegast i eðli sínu líkir okkar sól. Af stjörnum sem margir þekkja, sem eru fleirstirni, má nefna Leiðar- stjörnuna (pólstjörnuna, hún er sem næst í beina linu upp af afturenda Ivarlsvagnsins) og Mizar, sem er fimmstirni (í miðri stöng Karls- vagnsins). í sjónauka má sjá, að rjett hjá Leiðarstjörnunni er dauf stjarna, og snúast þær hver um aðra á 11 árum. En auk þess er önnur sól rjett hjá aðalstjörnunni, er hendist i kringum hana á fjórum sólarhring- um okkar.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.