Fálkinn


Fálkinn - 12.04.1940, Blaðsíða 11

Fálkinn - 12.04.1940, Blaðsíða 11
SkíOavelílingar. ■ Prjónaaðferð: Fitjið upp 70 I. af bandi og prjón- iS eina umferð rjetta, 3 umferSir brugðnar og 1 umf. rjetta, og auki'ð í 8 1. Skiftið lykkjunum þannig: A fýrst’a prjón 19 1., á 2. pr. 20, á 3. pr. 39. Lófinn er prjónaður á pr. 1 og pr. 2, handarbakið á pr. 3. Athugið sýnishornið, er sýnir vettlinginn nið- ur að þumalsopinu. Þaðan eru svo prjónaðir ferhyrningar, 3 1. á hvorn veg. Á hægrihandar vettling eru 12 1. teknar af 1. pr. fyrir þumal- fingrinum og þræddar upp á ör- yggisnælu. A vinstri liandar vettl- ingnum eru 12 1. teknar al’ síðast á 2. pr. í næstu umferð eru lykkjurn- ar fitjaðar upp aftur. Þegar búið er að prjóna 11 cm. frá þumalsop- inu, byrjar úrtakan: 1. pr.: 1 I. tekin af, 1 1. prjónuð, prjónaða 1. tekin gegnum lausu 1. — Prjónn 2: Síðustu 2 1. prjónað- ar saman. - Pr. 3 byrjar eins og pr. 1 og endar eins og pr. 2. Úr- tökunum er haldið áfram þar til eftir eru 24 1., þá er ein umferð prjónuð í viðhót. Síðan dreginn spotti i gegnum lykkjurnar og saum- að vandlega saman á röngunni. Þumallinn: 12 1. á nælunni eru settar á prjón og teknar upp 12 1. hinum megin og 3 á hvorri hlið. Úr þessum 30 lykkjum er þumallinn prjónaður með ferhyrningum. Þeg- ar hann er orðinn (i cm., byrjar úr- takan, sem fer fram á sama hátt og á vettlingnum sjálfum. Útbreiöið Fálkann. dálítid um STJORNURNAR I. Eitt sinn var álitið, að stjörnur þær, er sæjust ó heiðskiru vetrar- kvöldi, væru svo margar, að þær væru óteljandi. En þó erfitt virðist að telja þær, hefir stjörnufræðingunum samt veist það auðvelt, og eru stjörnurnar færri en ætla mætti. Þvi að ekki eru það nema um 3000, sem sjúst með berum augum. En ef horft er á himininn í sjón- auka eykst mjög tala þeirra og í góðum sjónaukum sjóst miljónir mil- jóna stjarna. Og svo að segja allir ]tessir litlu ljósdeplar á himninum, er við köllum stjörnur, eru glóheitar sólir, eins og sólin okkar — sumar minni, en margar mikið stærri. Að þær sýnast svona litlar, orsakast af þeirri órafjarlægð, sem þær eru í. Þetta verður skiljanlegt, þegar at- hugað er, að sólin og tunglið sýn- ast viðlíka stór, þótt þvermál tungls- ins sje ekki nema um fjögurhundr- aðasti hluti af þvermáli sólarinnar. En sólih er þeim mun lengra frá okkur, en tunglið, að hún sýnist viðlíka stör, (sjeð gegnum sótað gler, eða þykni við sjóndeildar- hringinn, en á heiðum himni er erf- itt að greina skjöld hennar, af þvi hún er svo björt). Að stjörnurnar sýnast misstórar, orsakast sumpart af því, að þær eru misstórir hnettir, en sumpart af þvi, að þær eru misjafnlega bjartar, þó jafnstórar sjeu. En mest stafar mun- urinn af því þær eru afar misjafn- lega langt frá okkur. Og um meiri- hluta þeirra á það við, að því skær- ara sem þær lýsa, því nær eru þær okkur, og því fjær sem þær eru daufari. Á sextándu öld kom Pólverjinn Kóperníkus með þá kenningu, að sólin væri miðhnöttur reikistjarn- DÁLÍTIÐ UM EFTIR ÓLAF VIÐ FAXAFEN. anna, og jörðin væri sjálf ein af þeim, en áður höfðu menn haldið, að sóiin og reikistjörnurnar snjerust um jörðina. Kenning þessi var ekki ný, en hún hafði verið sama sem gleymd í tvö þúsund ár, en Grikk- inn Pythagoras, sem fæddur var 590 árum f. Kr., hafði haldið þessu sama fram, og fleiri grískir stjörnu- fræðingar. Þessari skoðun kollvarp- aði þó Ptolemeus, er líka var Grikki og uppi var á annari öld e. Kr. Sagði hann jörðina í miðju hnatta- kerfinu, og rjeðu skoðanir hans til daga Kóperníkusar, og alllengi eftir það. Því að skoðun Kóperníkusar var all-lengi að ryðja sjer braut. Kóper- níkus hafði tileinkað páfanum rit sitt um þetta, en páfi bannaði lestur þess. Kom þeim Lúther þarna all- vel saman. Þótti Lúther kenning Kó- erníkusar all-heimskuleg, því að það stæði í bibliunni, að Jósúa hefði sagt sólinni að standa kyrri, en ekki jörðinni, og Melanchton skoraði á yfirvöldin að kæfa i fæðingunni þessar villukenningar, sem hann á- leit að Kóperníkus hefði komið með af hjegómagirnd, eða til þess að láta bera á sjer. Margur hefir góður maðurinn farið villur vegar! II. Reikistjörnurnar eru fimm, er mönnum eru kunnar frá fornöld, voru þær nefndar eftir guðunum og heita: Merkur, Venus, Mars, Júpiter, Satúrn. Um þessar mundir ber svo ein- kennilega við að sjá má á sama kvöldinu hinar fjórar síðastnefndu, og ber það ekki við nema eitt árið af hverjum 10 til 20 (að því er St. Sig. stjörnufræðingur segir mjer). Þrjár reikistjörnur hafa fundist síðan farið var að nota sjónauka. Hafa þær líka verið látnar heita guðanöfnum og eru kallaðar: Úran, Neptún, Plútó. Úran fansl árið 1781, það gerði Vilhjálmur Herschel, hljóðfæraleik- ari í Englandi, af þýsku bergi brot- inn, með sjónauka, er hann hafði búið til sjálfur, og talinn er nú einn af merkustu stjörnufræðingum er verið hafa. En Plútó fann Banda- rikjamaður, að nafni Tombaugh. Þrem árum áður var hann fjósa- maður i sveit. Bjó hann sjer sjálfur til sjónauka, og sá i honum ýmis- legt, er aðrir liöfðu ekki tekið eftir. En einn af forstöðumönnum hinna mörgu stjörnuturna Bandarikjanna, sá að þarna myndi vera maður, sem rjettara væri að láta fá atvinnu í stjörnuturni en að lóta hann hirða kýr. Tíu mánuðum eftir, að Tom- baugh kom í stjörnuturninn fann hann Plútó. Þessar 8 reikistjörnur, sem taldar hafa verið, og jörðin hin níunda, eru hinar svonefndu stóru reikistjörnur. Reyndar eru þær mjög misstórar, og Merkur og Plúló á stærð við tunglið. En þær eru nefndar svo til aðgreiningar frá smástirninu svo- nefnda, sem lika eru reikistjörnur og ganga kringum sólina. Vita menn nú um 1380 af þessum litlu reiki- stjörnum, en aðeins ein þeirra verð- ur sýnileg með berum augum. Hún heitir Vesta, og er þvermál hennar viðlíka og frá Reykjavík til Langa- ness. Hún er hin þriðja i röðinni eftir stærð, al' þessu smástirni. Stærst af þeim er Ceres; þvermál hennar er helmingi meira en Vestu. Sumar þessar litlu reikistjörnur eru ótrúlega litlar, t. d. sú er óvænt sást 1938 og' var þá nær jörðu en nokkur reikistjarna hefir verið. Var mikið gert úr því siðar, að hætta hefði verið á jrví, að hún rækisl á jörðina, en því fór fjarri, þvi að lr'" kom aldrei eins nærri okkur og tunglið. Ilnetti þessum liefir verið gefið nafnið Hermes, og er ekki stærri en það, að ef hann lægi uppi á Kjalarnesi, myndi hann ekki bera hærra en við brún Esjunnar. III. Tunglið er næst okkur af himin- hnöttunum. Það er svo að segja rjett hjá okkur, enda er ljósið ekki neina liðuga sekúndu að berast á milli tungls og jarðar. Sólin er aftur töluvert lengra frá okkur, enda er ljósi'ð 8 mínútur að berast þá leið. Samt er stutt ó milli sólar og jarðar, miðað við Plútó, ystu reikistjörnuna. Ljósið er 5% stund að berast þangað frá sólinni. Virðist það býsna langt, miðað við vegalengdina upp i tunglið, en stutt þegar það er borið saman við vega- lengdina til næstu sólstjarna. Frh. ú bls. 13,

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.