Fálkinn


Fálkinn - 12.04.1940, Blaðsíða 4

Fálkinn - 12.04.1940, Blaðsíða 4
4 FÁLKINN Draumurinn um Þjóðabandalagið ú fundi áðar ea þjóðaratkvæðið um Saar fór fram. BANDARÍKI EVRÓPU EGAR franski stjórnmálamaður- inn Aristide Briand dó, fyrir átta árum, varð draumur margra friSarvina í Vestur-Evrópu aS engu: Draumurinn um Bandaríki Evrópu. Á þessum átta árum hefir margt breyst. Árið 1932 höfðu menn von um afvopnun. Locarnosamningurinn var í gildi og hugsjón iýðræðis og friðar efst á baugi. En svo kom Hitler, vígbúnaður, einræði, ofbeldi og hótanir. Og svo styrjöldin nýja. í stað þess að afvopnast, bygðu þjóðirnar víggirðingar, smíðuðu vig- vjelar, fullkomnari og margháttaðri en nokkru sinni áður. Maginotlínan var fullgerð og Vesturveggurinn þýski var varla þornaður, þegar styrjöldin hófst. Herskyldutíminn var lengdur, framlögin til hervarna uxu um miljarda. Þjóðverjar gleyptu Austurriki, Súdetalönd, Bölimen og Máhren, Memel og loks Danzig og Pólland, en ítalir Etiopíu og Alban- iu. Og alþjóðabandalagið, stofnunin, sem samkvæmt ætlun Briands átti að verða friðarstillir veraldarinnar, reyndist gagnslaust gargan og á- hrifalaust. Japan sagði sig úr því, er það reyndi að hefta yfirgang þess í Kína, Þýskaland fór, ]>egar Hitler hóf landvinninga sína, ítalia fór og loks Rússland. Eftir sátu Frakkland og Bretland með fjölda af smáþjóðum, sem lýstu yfir þvi, að þær teldu sig ekki bundnar við þau ákvæði sáttmálans, sem nokkru skiftu. í hvert sinn sem hinum hátiðlegu ákvæðum þjóðasáttmálans skyldi beitt gagnvart brotlegu riki, þá sagði i-íkið sig úr bandalaginu. Og alt sótti í sama horfið og fyrir 1914. Ný bandalög mynduðust og reipdráttur- inn milli þessara bandalaga færðist i aukana. Þjóðverjar stofnuðu öxul- sambandið gegn Rússlandi, ásamt Ítalíu og Japan og Frakkar og Bret- ar urðu sammála um, að þeir gætu ekki hvor án annars verið, það v<ar látið heita svo, skiftingin yrði um lýðræði eða einræði, en þegar lil kastánna kom var það þó drotnun- arstefnan, sem mestu rjeð. Það sást best, þegar vináttusamningur Þjóð- verja og Rússa var gerður opinber, 24. ágúst 1939. — — Það var engan vegin ný hugs- un, sem Wilson barðist fyrir með stofnun þjóðabandalagsins og alls- berjardóms, sem skæri úr öllum deilum er risi milli ])jóða, í stað þess að láta vopnin skera úr. Ludvig gamli Holberg ræðir þessa aðferð í riti, sem heitir „Um hinn ævar- andi frið.“ Barón Sully (1560—16- 41), Penn, og de St. Pierre ábóti reyndu allir að finna leiðir til þess, að varðveita ævarandi frið. Og eftir hverja einustu Evrópustyrjöld liafa þesskonar ráðagerðir verið uppi. Gerðardómur frá 1794. Þessar ráðagerðir snerust aðallega um alþjóðlegan gerðardóm. Fyrsti gerðardómurinn, sem nokkuð kvað að, var sá sem Bretar og Banda- ríkjamenn konni sjer saman um ár- ið 1794. Var hann skipaður fulltrú- um frá þessum tveimur löndum. Rúmum 100 árum síðar, eða 1897, var fyrsta friðar])ingið háldið í Evr- ópu og boðaði Rússakeisari til þess. Þar átti m. a. að ræða um afvopnun, en það mál var tekið út af dagskrá samkvæmt beiðni Þjóðverja. Fundur- inn samþykti ýmsar ályktanir, sem einkum miðuðu að þýí,' að draga úr grimd í hernaði, og auk þess var stofnaður fastur gerðardómur, Ilaag- dómstóllinn, þrátt fyrir mótspyrnu ]>ýsku fulltrúanna. Fimm árum síðay lögleiddu Frakkar og Bretar samn- ing um gerðardóm sin á milli og bæði löndin skuldbundu sig til að leggja deilumál sín fyrir dómstólinn í Haag. Þýðing Haag-dómstólsins. Árið 1907 var annað l’riðarþingið haldið í Haag og ákveðið að halda það þriðja árið 1915, én af því varð auðvitað ekki, vegna styrjaldarinnar. Þegar heimsstyrjöldin braust út 1914, höfðu verið gerðir um 100 gerðar- dómssamningar milli ýmsra landa. Það verður ekki annað sagt en að Haag-dómurinn hafi unnið mikið og gott starf, þegar litið er á öll deilu- mál, sem hann hefir úrskurðað síð- an liann var stofnaður. Hjer á landi muna menn best Grænlandsdeiluna milli Dana og Norðmanna og lausn hennar. Ilún er dæmi um, hvernig útkljá má stórmál án ])ess að til vopnaskifta komi. íslendingar van- ræktu að bera fram kröfur sínar við það tækifæri, og Grænlendingar sjálf- ir voru ekki spurðir, en það hefði þó verið rjettara. Heimsstyrjöldin kæfði alt hjal um l'riðsamlega lausn deilumála l>jóð- anna. Sá, senr dirfðist að tala um frið á þeim árum var talinn land- ráðamaðúr, á sama hátt og Þjóð- verjar telja það landráð nú, að tala um frið og afvopmm. í fangabúðum einræðisríkjanna eru þús. manna, er ekki hafa annað til saka unnið en að láta í ljós trú sína á friði og sátt- fýsi meðal þjóðanna. Eftir vopnahljeð 1918 boðuðu hin- ir ráðandi stjórnmálamenn, að nú skyldi hefjast varanleg friðaröld. - Wilson forseti reið fyrstur á vaðið, Uriund á fundi í þjóðabandalagsráð inu i Genf.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.