Fálkinn


Fálkinn - 12.04.1940, Blaðsíða 15

Fálkinn - 12.04.1940, Blaðsíða 15
F A L K 1 N N Kaupum gamalt Steypujárn Vjelsmiðjan Hjeðinn Símar 1365 (þrjár línur) Salan □scar Glausgn: Ingunn skygna á Skeggjastoðum Einu sinni var Ingunn stödd í frambaðstofunni á ValþjófsstaS og ræddi þar við prófastinn, síra Stefán Árnason. Sat Ingunn undir glugga, en prófasturinn gekk um gólf og voru þau í miklum samræðum um eitthvað, sem nú er gleymt og bar þeim mikið á milli, þannig að kapp hljóp í lijá báðum. Ingunn hafði í futlu trje við prófast, þó að slíkt væri óvenjulegt á þeim tímum, að leikmenn beygðu eigi af fyrir lærð- um mönnum, en Ingunn lijelt ávalt skoðun sinni fyrir hverjum, sem í hlut átti; svo var hún einörð. Síra Stefán prófastur var orðinn heitur og ákafur, og herti þvi gang- inn og brýndi röddina, en Ingunn hjelt málstað sínum fram með liægð og festu. ■— Alt í einu varð íngunni litið út um gluggann, og spratt hún þá snöggt upp og' sagði: „Nú skeður mikið.“ Prófastur sótroðnaði, stans- aði gönguna og spurði með ákefð: „Og livað skeður þá?“ „Það fáið þjer að vita á morgun," sagði hún. Það kom á prófast, hann þagnaði og gekk snúðugt inn í svefnhúsið sitt, — Daginn eftir kom sendimaður ut- an af hjéraði og sagði þau tiðindi, að síra Sigfús bróðir prófasts liefði riðið drukkinn, í Lagarfljót undir fossinum og druknað þar, en síra Sigfús var eitthvað óhamingjusamur í ástamálum og hafði lagst í drykkju- skap. — Slys þetta hafði orðið á sömu stundu og Ingunn leit út um gluggann á Vatþjóðsstað. Erlendur hjet hálfbróðir Ingunn- ar og var hann giftur Ólöfu systur Odds á Skeggjastöðum. Þau erlendur og Ólöf bjuggu í Hellisfirði og voru talin göfugustu hjón, einkum fór orð af Ólöfu fyrir einlæga góðvild hennar og gæsku við menn og slcepnur. — Þessi saga er sögð þvi tit dæmis. — Erlendur, sem var mikil skytta, þreif einu sinni byssu sina og vildi skjóta hrafn, sem gjörð- ist atl nærgöngull, en Ólöf bað hann þá að vera ekki að drepa blessaðar skepnurnar saklausar, því að þær yrðu að bjarga sjer eins og menn- irnir. En Erlendur fór sínu fram og ætlaði að skjóta krumma, og þá sagði Ólöf: „Ó, það vildi jeg', að guð gæfi, að blessaður hrafninn gæti forðað sjer.“ Það varð lika. Krummi tók iil vængja sinna og flaug. Það var góð frændsemi og vinátta milli Hellisfjarðar og Skeggjastaða- systkinanna og heimsóttu þau hver önnur bæði haust og vor, einkum þær mágkonurnar. Ingunn færði þeim i Hellisfirði tóvinnu sína, en i'jekk aftur aflabrögð á móti, en Ölöfu var þó ekkert um forsagnir Ingunnar og þótti þær forneskjuleg- ar, en þetta var jiað eina, sem þær greindi á um. — Einu sinni, sem oftar, heimsótti Ingunn frændfólk sitl í Hellisfirði og og lá þá Erlendur bróðir hennar þungt haldinn í taugaveiki. I þetta skifti dvaldist henni þar fremur venju og sat hún oft á tali við Guð- rúnu frænlui sína, dóttur Hellisfjarð- arhjóna, enda er sagt, að hún liafi liaft mestar mætur á þessari frænd- konu sinni af öllu sinu frændfólki. Einu sinni jiegar Guðrún var ung, hafði hún gengið á leið með Ing- unni, úr Hellisfirði og þá spurt liana um forlög sín, en þá hafi Ingunn svarað á þessa leið. „Kvíð þú engu; það liggur gott fyrir þjer, þú eign- ast vænan mann.“ —- En nú var þetta komið fram, því að hún var gift Bjarna frænda þeirra Pjeturs- syni frá Karlsskála og Mekkin sysl- ir hennar átti Ólaf bróðir Bjarna. Þegar nú Ingunn fór úr Hellisfirði í lietta skifti, gekk Guðrún á leið með henni og spurði hana: „Held- urðu að faðir minn deyi nú úr þess- ari veiki?“ „Nei,“ svaraði Ingunn, „hann kemst á fætur og jeg sje hann oft enn.“ — „En hvað er þá að segja um mig,“ spurði Guðrún, ,,og mann- inn minn?“ „Þú verður mörg ár ekkja,“ svaraði Inguiin, „því að þeir Ivarlsskálabræður ver'ða ekki allir langlífir, en Guðlaug systir þeirra verður gömul.“ „En þú átt ekki að vera að hnýsast eftir þessu. Þig varð- ar ekkert um það.“ Svo kvöddust þær og Ingunn hjelt leiðar sinnar. Það kom alt fram, sem liún sagði. Guðrún misti Bjarna og lifði síðan ekkja rúm 30 ár. Mekkin misti lika Ólaf og hinir bræðurnir urðu held- ur ekki gamlir, nema einn. Dóttir Bjarna og Guðrúnar var Ólöf á Eg- ilsstöðum og hefir hún sagt þessa sögu. — Hólmfríður Einarsdóttir hjet stúlka, sem alist hafði upp að mestu, hjá Oddi og Ingunni á Skeggjastöðum, en Sveinn nokkur sonur Einars i Götu var þá vinnumaður hjá þeim. Þau Hólmfríður og Sveinn feldu hugi saman og trúlofuðust og sýndust vera í innilegu tilhugalífi. Svo rjeð- ist Hólmfríður upp á Fljótsdal, en Sveinn tók um líkt leyti við búi bjá föður sínum, í Götu, og um vorið fór hann upp eftir að sækja unnustu sína. Skönunu síðar átti Ingunn er- indi upp á Fljótsdal og var þá með henni frænka hennar, Járngerður móðir síra Einars prófasts á Hofi, en á milli þeirra frændkvennanna, Ingunnar og Járngerðar, voru mikl- ir kærleikar. Þær riðu eins og teið liggur, fram svonefnt Götuholt, og sáu þá hvar Sveinn kom á móti þeim með unnustu simv. Þar urðu góðar kveðjur og reið svo hver sína leið, en Járngerður sagði frá því, að i þetta skifti liafði Iiigunn horft fast og ákveðið á eftir þeim Sveini og Hólmfríði, og sagt eins og við sjálfa sig: „Ekki er þetta til neins fyrir hann Svein; aldrei á hann hana Hólmfríði, en einhver verður það. lienni skyld.“ — Járngerður sagði, að sjer væru minnisstæð orðin og augnatillit Ingunnar, því að liún var svo undrandi og jiótti alt trúlegra en að upp úr þessari trúlofun slitn- aði; svo hamingjusöm virtust þau Sveinn og Hólmfríður. — Það fanst henni óhugsandi, því að henni þótti þau eins og sköpuð hvort fyrir ann- að. Ekki hafði Ingunn fleiri orð um þetta og ekki Jjýddi Járngerði að spyrja frekar, það vissi hún, en vorið eftir kom spádómur Ingunnar fi am. Þau Sveinn og Hólmfriður komu sjer saman um að skilja og fór liún aftur upp í Fljótsdal og eignaðist þar annan mann, en Sveinn átti síðar frænku Hólmfrið- ar, Vilborgu Eiríksdóttir, sem var systir Járngerðar. Einu sinni veiktist Sigfús sonur Ingunnar og Odds, mjög hættulega, svo að leita varð læknis. Sveinn í Götu var því fenginn til þess að fara suður í Þingmúla eftir meðölum lil sira Jóns Brynjólfssonar, sem var sonur Brynjólfs Pjeturssonar l'jórð- ungslæknis og liktist honum að því, að hann þótti heppinn læknir. I þessari ferð dvaldist Sveini nokkuð og urðu menn liræddir um liann, þó að hann væri vanur og hraustur til ferðalaga. A leiðinni heim hafði hann hrept asahláku og lenti þá í miklum lífsháska á Lagarfljóti, þvi að ísinn hafði veikst af hlákunni og hjeldu menn um kvöldið, að Sveinn hefði farist, en þá var Ingunn hin rólegasta og sagði: „Verið þið ó- miklu lifar urvaí hrædd, það er hvorugur þeirra feigur, Sveinn kemur heill á húfi og Fúsa mínum batnar." Þetta kom hvorttveggja fram, en Sigfús, sem var hraustmenni, varð þó skammlífur. Sveinn sonur Sögu-Gvendar, en bróðir Jóns i Dölum í Fáskrúðsfirði hafði búið í Skuggahlíð í Norðfirði, en fluttist þaðan að Ilafrafelli í Fell- um vorið 1830, en veturinn eftir þurfti Sveinn að bregða sjer niður í Norðfjörð að sækja eitthvað, sem hann hafði skilið þar eftir, og bað þá Ingunn hann fyrir smásendingu til frændfólks síns þar neðra, en þegar Ingunn kvaddi Svein, sagði hún: „Mundu mig um það, Sveinn minn, að fara ekki seinna að heiinan, en á fyrsta sunnudag eftir Jirett- ánda, og vertu ekki lengur að heim- an en 8 daga. Ef þú gjörir þetta mun þjer farnast vel, en komist þú ekki heim næsta laugardag fyrir þorra, máttu vara jiig! Mundu nú jietta. Jeg vildi að þjer gengi vel og guð sje nú með þjer!“ Sveinn fór svo að heiman, á tilsettum tima og kom sendingunni frá Ingunni til skila, og ætlaði svo að haga ferð sinni eftir ráðum hennar, en svo kom eittlivað það fyrir hann, að liann gat ekki lagt á stað heim aftur á jjeim degi, sem hún hafði ákveð- ið, en fór þó morguninn eftir, í besta veðri. Honum gekk vel upp Dalina, þangað til að hann var kom- inii að Valagilsá. Þá var farið að syrta að, en Sveinn var harðfrískur maður og lierti því gönguna, en ekki var hann kominn lengra en út að svokallaðri Hnútu, þegar svört kaf- aldshrið skall á. Honum tókst j)ó að rata og' komst hann með miklum herkjum að Egilsstöðum og þar var hann veðurteptur í 2 daga, en veður þetta hjelst í heila viku og komst Sveinn nauðulega lieim. En það var haft eftir Sveini, að ef liann hef'ði í engu brugðið útaf því, sem Ingunn lagði fyrir hann þá hefði ferð lians gengið ágætlega. ■—

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.