Fálkinn


Fálkinn - 12.04.1940, Blaðsíða 10

Fálkinn - 12.04.1940, Blaðsíða 10
10 F A L K I N N VMCS/Vtf LE/£MbURMIR . yLjgfi/m ISgglPg^Il IPJlll m - : HÚSGÖGN í BRÚÐUHÚSIÐ. Hjer sjáiö þið einkar lagleg brúðu- húsgögn, sem þið getið búið til sjálf Málin á uppdráttunum í mynd b eru i millimetrum, en auðvitað er hægt að smíða húsgögnin stærri eða minni, bara með því að margfalda eða deila í ötl málin með sömu tölu. Borðið er smíðað úr 4 mm kross- við. Fjórir borðfætur, eins og — B —, eru sagaðir út. Borðplatan — P er alveg kringlótt. Neðri platan U — er sýnd með punktalinum ofan ó — P — og hana á að fella í hökin, sem söguð eru í borðfæturna — B —, en kringlótta platan — P — á að leggjast í hökin, sem eru efst á borðfótunum. Borðinu er fest sam- an með linu og svo er politúr eða glæju lakki strokið yfir það, svo sem tvisvar sinnum. Svo eru 3 hægindastólar og 1 sófi. Trjegrindurnar innan i eru smíðað- ar úi' 6 mm. krossvið og eru klædd- ar flauelspjötlum eða slíku. íni. Þetta er fallegt og er mjög svip- að skinni. Neglið nú fyrst eina slíka ræmu (7 mm. breiða) um bakið eins og sýnt er á — 1 —. Strengið ræmuna vel. Síðan er tauræma negld (eða límd) neðan á bakstykkið — 2 —, er lögð utan um það og svo fest aftan á að neðan. Límið síðan tau ó innri hlið liliðarstykkjanna tveggja —• 3. — Saumið tvö stykki — S — saman, limið klæði á þau öðrum megin (set- an — 4 —) og strengið gúmmíræmu, 13 mm. langa um kantinn, og festist um leið i bakkantinn. Stólunmn er fest saman með grönnum nöglum, sjá — 5 — Límið tau á hliðarnar utanverðar — L —og strengið að lokum 7 mm. gúmmíræmu um jað- arinn á hliðarstykkjunum, og er endum ræmunnar fest undir botn- inn. Fjórar þunnar krossviðarspýt- ur, h. u. b. 7 x 7 mm., eru negldar undir stólana sem lappir. Fullsmíð- aðúr stóll sjest á — 6 —. Sófanum er tyit saman á svipaðan hátt. Húsgögnin verða fallegri, ef þið uotið ijósara efni í ytra áklæði en hið innra, í setur og bök. 8 stykkj, nákvæmlega eins og I, —, eru söguð út, 3 bök — H — í slólana og G stykki eins og — S — (sem er sýnt i punktalinum á — R), þau eru notuð í setur stóianna, stm þurfa að vera tvöfaldar, bak í sófann X — og tvöföld seta i hana Y (í punktalinuna á X). Til að klæða armbríkur og slíkl er notuð skinnlíking, sem búin er til úr ræmum, sem klipt eru út úr gam- alli hjólhestaslöngu, (helst rauðri). Ilreinsið gúmmíið fyrst með bens- SKÓLASAGA. Einhver hafði brotið eina rúðuna i skólastofunni með snjókúlu. Kenn- arinn hafði grun um, hver framið hefði afbrotið og þessvegna ávarp- aði hann nemendurna frá kennara- borðinu, liárri og myndarlegri röddu: „Hver ykkar braut rúðuna, ef jeg mætti spyrja?“ „Ekki jeg, ekki jeg,“ gullu strák- arnir við einni röddu. Aftast í stof- unni sat Pjesi. Hann virtist vera utan við sig og svaraði engu. Kenn- Nr. 595. Adamson hittir markiö. S k r f 11 u r. Pabbi! pabbi! Hann Jún hjerna hinumegin spyr, huort hann megi el.ki líta á útvarpstœkiö okkar. Rjetta leiðin til jjess að verða grannur er sú, að borða sex sinn- um á dag, segir dr. Garfield Duncan i Philadelphia, og hefir boðskapur- inn að vonum vakið hinar mestu deilur. Dr. Duncan segir, að sex litlar máltíðir sjeu jafn óbrigðular til að safna ekki fitu, eins og tvær stórar máltíðir sjeu óbrigðular til þess að hlaða á sig spiki. Skipstjórinn (sem er sestivr í helg- an stein): — Ja, nú er þaö bara 'lugginn, hann er ekki í samræmi viö hitt, skrattinn á honum. Frægasti stærðfræðingur nútímans, Albert Einstein höfundur afstæðis- kenningarinnar, fjell við inntöku- prófið í tekniska háskólann í Ziir- ich. Hann var 10 ára gámall ])ó. Maðurinn, sem síðar þoldi saman- burð við Newton og Kopernikus, varð að lesa upp og la>ra betur, áður en hann náði prófi. arinn gekk lil hans og spurði: „Hví svarar þú ekki, Pjesi?“ „Jeg heyrði bara ekki, hvað þjer spurðuð um,“ svaraði Pjesi. „Það var svei mjer skrítið, lags- maður! En við skulum nú athuga málið og gera tilraun. Nú sest jeg hjerna í sætið þitt, en þú gengur upp að kennaraborðinu og segir litthvað við okkur.“ Pjesi gekk rösklega upp að kenn- araborðinu og sagði hátt og skýrt: „Hver ykkar var það, sem fjekk vel úti látinn löðrung hjá ungu fim- leikakenslukonunni núna á síðasta skólaballi?“ Allir nemendurnir svöruðu: „Ekki jeg, ekki jeg.“ En — kennarinn svar- aði engu og varð því að viðurkenna, að það heyrðist hreint ekki vel þarna ó öftustu bekkjunum. Þetta er, hikk, breiðasta járn- brautarsþórið, sem jeg hefi nokk- urntíma gengiö yfir.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.