Fálkinn


Fálkinn - 12.04.1940, Blaðsíða 14

Fálkinn - 12.04.1940, Blaðsíða 14
14 F'UKl.NN Theodór Árnason: Merkir tónlistarmenn lífs og liðnir llin glæsilegu, franska stjarna mefí fögru, dreymandi augun, Michele Morgan er ein af efnilegustu stjörn- inn í franska kvikmyndalieiminuin. Hún segir um sjálfa sig: „Jeg hefi aitaf vitað |)að, að jeg mundi ein- hyerntíma verða leikkona. Þegar jeg var þriggja ára, las spámaður það i lófanum á mjer, og því hefi jeg alt- af starfað með það vissa markmið fyrir augum“. — Foreldrar hennar lilúðu að þessari hneigð og leyfðu Michele að taka sjer tíma í allskon- ar leikfimi og auk þess settu þau liana til náins hjá frægum leikara. Þegar hún var 15 ára gömui fjekk hún „statista“-hlutverk hjá kvik- myndafjelagi einu. — Tveim árum seinna fjekk hún hlutverk í kvik- mynd einni af tilviljun. Ein af vin- konum Michele hafði smáhlutverk i myndinni, og þar sem hún varð veik meðan á upptökunni stóð, fjekk Micliele Morgan að koma i skarðið. Hún gekk undir próf, og kunnur lcikstjóri, Marc Allegret, bauðst til að gera samning við hana. Hann var undirskrifaður, þegar hún var 17 ára, á afmælisdaginn hennar. Fyrsta kvikmyndin, sem hún ljek í 'var mjög vel tekið. Xæst fjekk hún sjálfan Charles fíoyer til að leika á móti sjer, og i „Hafskipa- hryggja í j)oku“ leikur lnin móti .Itan Gabin. — Mesta ánægja Michele Morgan er að sjá kvikmyndir, þótt merkilegt sje. „Jeg horfi á allskonar kvik- myndir, hvort heldur þær eru bros- legs, alvarlegs eða glæpasamlegs efnis. Það er nauðsynlegt,“ segir hún. „Maður getur altaf lært eitt- hvað, og kvikmyndin er skemtileg kensluaðferð.“ HVAÖ BOÐAR NÝJA ÁRIÐ. Svo hafa margir spurt um ára- mótin, en enginn getur svarað. Jafnvel spákerlingin á myndinni get- ui’ það ekki og þykisl hún þó auð- sjáanlega vita sínu viti. Georges Bizet. 1838 -1875. Raunar hafði liann verið skírður Alexander César Leopold, en gamall frændi hans einn, sem miklar mætur hafði hafl á hinum herskáa dýrð- lingi, heilögum Georg, kom því ein- hvernveginn lil leiðar, að við dreng- inn festist það nafn. Gleymdust svo skirnarnöfnin, og var hann jafnan nefndur Georges síðan. Hann var af Gyðingaættum (f. 1838) og var faðir hans söngkenn- ari, en móðursystir hans hafði verið mjög fær píanóleikari. Naut liann ])ví snemma góðrar tónlistartilsagn- ar i heimahúsum og var brátt eftir því tekið, að hann myndi hafa góða hæfileika tii hljómlistarnáms. Og þegar hann var aðeins níu ára, var hanu því settur til menta í tónlistar- skólann í París, og naut þar frá upphafi tilsagnar hinna ágætustu kennara i píanó- og orgelleik, liljóm- fræði og „komposition.“ Arið 1857 vann liann Rómafarar- verðlaun skólans, og dvaldi síðan í Ílalíu í nokkur ár. Saindi hann þá meðal annars tvo söngleiki og tvær eða þrjár allstórar orkester-tónsmíð- ar. En fremur þótli lílið uð þéssum verkum kveða. Skönimu eftir að hann kom til Parísar aftur, var tekin ])ar til leiks söngleikur eltir hann: „Pecheurs des perles“ (Perlufiskararnir) (1863), og fór um hann sem liina fyrri, að menn ljetu sjer fátt um finnasf, og á sönni leið fór tiin tvo söngleiki þá iiæstu. En mest raun og vonhrigði voru Bizet það, hvernig viðtökur „Carm- en“ fjekk, en það var nðalverk hans og hafði Iiunn býgt á því miklar vonir um að með þvi niyndi hann ná þeirri viðurkenningu, sem hann þóttist eiga skilið. Ekki var það þó svo, að söngleik þessuin væri ekki veitt athygli. En sú athygli var á annan veg en Bizet hafði vænst og honum ekki ’iil frægðar þá, eða eftir að hann var leikinn fyrst. Þrem mánuðum eftir, að ,,Carmen“ var sýnd í lýrsta sinn (í Paris 1875) ljest Bizet af hjartaslagi, — og raun m saddur lifdaga. En að höfundinum látnum fór „Carmen" glæsilega sigurför um lciksvið allra landa Evrópu og nýl- ur enn mikilla vinsælda, að vísu nokkuð breytt, hvað leiksviðsútbún- að snertir. Tónsmíðar Bizets eru mjög með öðrum svip en hin ljúfú og þýðu lög Gounods. Þegar i hinuin fyrstu söngleikjum sínum gerir Bizet sjer far um að lýsa í hljómum og hljóð- færanotkun umhverfinu, þar sem at- hurðirnir gerast, bregða upp eins- konar slaðhátla-myndiun. En i „Carmeii" var óhefluðum raunveru- leikanum lýst, hæði í teksta og tón- um. Slíkt var þá alveg' óþekt og mönnum fjell það ekki. Þar voru I. d. sliigsmál á milli biðlanna, ppp á líf og dauða. Þeir bylfast um og hrölta á leiksviðinu og reyna að kyrkja hvor annan. Þar eru grút- skítugir sígönjar og l'rek og skítug sígönjastelpa (Carmen), klædd ó- hreinum fatadruslum, í götóttum sokkum og hælaskökkum skógörm- um. - Þetta vakti andúð og gremjn — og jafnvel viðbjóð áhorfenda. Og „músíkin": það var eins um hana, að hún þótti óhefluð og sjervisku- leg og „skera" i eyrun, t. d. fyrsti spanski þjóðdansinn (Habanera), -— og „Segudilla-vísan" var með alt öðru yfirbragði en aríurnar, sem nienn áttu að venjast og mönnum ])ótti sjálfsagðar í hverri óperu, og þetta lineykslaði. En þegar þessi söngléikur svo hirtist í „skrautútgáfu" að höfund- inum látnum; þar sem Carmen, aðal- persónan, „sígönjastelpan" er látin vera i brakandi silkikjól og með lakkskó á fótunum, þar sem dregið er úr áflogunum og sigönjarnir eru þvegnir og stroknir, þá var sem eyru manna opnuðusj fyrir því, hversu „músikin" var einkennileg og víða tilþrifamikil. Eins og áður er sagt, nýtur „Carm- en“ enn mikilla vinsælda og jafnvel umfram aðra söngleiki. En af öðrum verkum Bizets, sem enn er á lofti haldið, má nefna „L’Arlésienne“ (Stúlkan frá Arlés) tónsmíðafiokk fyrir orkester (orkester-suite), sem upphaflega var saminn i söngleiks- formi við sorgarleik Alfonse Daud- ets, „Ossian“-forleikinn og „Perlu- fiskarana". Þó að vísu sje það ekki mikið að vöxtum, sem „lifað" hefir, af verk- um Bizels, þá nnin hann jafnan verða talinn merkur maður í sögu tón- listarinnar, þvi að hann var upp- hafsmaður hinnar svonefndu „ver- i.s/«“-.stefnu, eða ef til vill er rjett- ara að segja, að hann hafi verið hrautryðjandi „veristanna“, en svo eru þeir nefndir Mascagni, Leonca- vallo og Puccini. Hann verður þeirra fyrstur lil að víkja frá gömlum venj- um og formi í söngleikjum sínum (itölsku stefnunni), en tekur sjer fyrir hendur, að lýsa raunveruleik- anum og hversdagslegu lífi líðandi stundar. ------- Eigi alls fyrir löngu var upphoð lialdið i London á sendibrjefum ýmsra frægra karla og kvenna frá liðnum öldum. Hsésta verðið á upp- boðinu var greitt fyrir hrjef frá Maríu Stuart. Það komst upj) i 18.450 kr. Þarna voru lika nokkur hrjef frá tveimur konum Hinriks áttunda, liins alrænula drotningahöð- uls. Brjef frá Katrínu af Aragoníu var slegið fyrir 14.400 kr., en aiinað var frá Katrínu Parr til hróður hennar, þar sem hún dásamar þá gæfu, er henni liafi fallið í skaut, að verða drotning Englands og kona Hinriks VIII. Það kom síðar á daginn, að sú gæfa varð ógæfa, enda seldist hrjefið ekki fyrir meira en 3150 kr. — Brjef frá Elísabetu drotn- ingu seldist á 6570 kr. og lirjef frá Maríu Tudor á 7550 kr. Eigendur brjefanna höfðu náð í þau fyrir lítið verð og græddti því margfall kaup- verðið á sölunni. Til samanburðar við þetta hrjefaverð nui geta þess, að ástarbrjef frá Napoleon til Jósefinu sinnar, skrifað i herferð suður á ítaliu, var selt í Berlín fyrir nokkr- um árum fyrir „aðeins“ 2250 kr. Mickey Rooney vill vera Ieikstjóri Drengurinn, sem er að ná heims- frægð. Mickey Rooney fæddist í Nexv York fyrir 17 árum. Foreldrar hans voru hæði i farandleikaraflokki, og þegar Mickey var 11 mánaða, fjekk hann fyrsta hlutverk sitt, auðvitað í leik, sem foreldrar hans voru riðnir við. Nokkrum árum seinna komst Mickey inn í kvikmyndaheim- inn. Og þar varð fljótt tekið eftir því, að hann hafði ágæta hæfileika, og smám saman fjekk hann svo stærri og stærri hlutverk. Nú er hann húinn að leika í yfir 20.mý.nd- um. Margir kannast hest við hann í „Jónshiessunæturdrauninum.“ I þrem kvikmyndum liefir hann leik- ið móti Freddie Bartholomew og eru drengirnir óaðskiljanlegir vinir. Mickey er alhliða gáfaður. Hann hefir ágæta hæfileika lil að nema erlend mál og talar fjögur mál reip- rennandi. Auk þess er hann mjög söngvinn. Mestallan skólatíma sinn hefir hann stjórnað drengjahljóm- sveit, og kvað vera hreinn snilling- ur á píanó. Hann er líka ágætur tennismaður, og hefir á þvi sviði unnið meistaratign árum saman í unglingaflokki. llpp á síðkastið liefir hann aflað sjer svo mikillar hylli i ameriskum kvikmyndum, að nærri Iiggur, að liann sje farinn að skyggja á kær- ustu stjörnurnar. MOSICKI í SVISS. Ignaz Moscicki fyrv. forséti Pól- lands, hefir sest að í Freiburg í Sviss og kennir við háskólann þar. Á myndinni sjest forsetinn, sem nú er 72 ára, með frúna sína og huiid- inn sinn.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.