Fálkinn


Fálkinn - 05.07.1940, Blaðsíða 7

Fálkinn - 05.07.1940, Blaðsíða 7
FÁLKINN 7 „EKKERT BULL nnnCY“, Eftir J, P. Longham fjAÐ kom liljóð frá George Moybray neðan úr djúpi liægindastólsins við arininn í klúbbnum: „Jeg get ekki fallist á þetta tískuslúður um kvenfólkið. Hlut- verk konunnar er að lilýða mann inum sínum.“ Tommy litli Weaver hló upp- gerðarhlátur um leið og liann svaraði stóra Moybray: „Er þetta ekki úrelt skoðun?“ Og piparsveinninn McColl bætti við: „Jeg held, að það sje rjettar að snúa því við: „Hlutverk mannsins er að hlýða konunni sinni.“ George ljet sem liann heyrði ekki piparsveininn, en leit fyrir- litlega til Weavers. „Auðvitað hlýðir engin kona með virðingu fyrir sjálfri sjer þjer.“ sagði hann. „En það gegnir öðru máli um mig.“ „Heldurðu því fram, að kon- an þín geri altaf það, sem þú seg- ir?“ greip jeg nú fram í. „Vitanlega,“ sagði George og sneri að mjer stóru, rauðu and- litinu. „Jeg læt hana Nancy aldrei komast upp með neitt bull.“ „Og hún hlýðir þjer altaf?“ spurði jeg vantrúaður. „Auðvitað,“ sagði hann örugg- ur. „Annars lifði liún til lítils. Jeg er gamaldags eiginmaður, það skaltu reiða þig á. Maður, sem eiginkonan getur dáðst að og verið undirgefin. Það er á- slæðan til, að hjónaband okkar er svo farsælt.“ Jeg hafði aldrei sjeð frú Moy- bray. En nú langaði mig til að sjá hana og tala við hana. Jeg gat nefnilega ekki hugsað mjer sæmilega greinda konu, sem feng ist til að hlýða. George í einu og öllu, og þessvegna sagði jeg með mesta sakleysissvip: „Jeg er viss um, að konan þín er bæði töfrandi og aðdáunar- verð — en, hm . .. .“ Hann beit á eins og soltinn urriði: „Þú trúir ekki, að hún hlýði mjer?“ „Jeg á erfitt með það,“ sagði jeg. „Gott og vel!“ sagði hajm. „Láttu þá sjá, að þú þorir að standa við það. Viltu veðja um þetta?“ „Já, við skulum veðja svolitlu að gamni okkar,“ sagði jeg. „Það er þá ákveðið mál,“ sagði George. „Látum oklcur nú sjá — já, nú veit jeg það. Við skulum undir eins fara heim og komast að, hvað Nancy hefir hugsað sjer að gera í kvöld. Svo ætla jeg að stinga upp á alt öðru. Og jeg skal veðja fimm pundum um, að hún gerir það, sem jeg sting upp á. Ertu sammála?“ — Jeg samþykti boðið. Nancy var lítil og ljósliærð með falleg blá augu. Altof góð lianda George, fanst mjer, og auk þess svo liæg, að hún ljet ekk- ert á sjer bera. Jeg fór að verða hræddur um að tapa veðmálinu; einustu sárabæturnar voru þær, að hafa kynst Nancy. Hún tók mjer brosandi. „En hvað það var gott að þú lcomst, George. Mig langar svo til að þú komir í samkvæmið til Scrutten-Gaythorpe í kvöld.“ „Ekki til að nefna,“ urraði hann. Það kom ofurlítill lcipr- ingur í andlitið, eins og hún ætl- aði að fara að gráta. En liún hark aði það af sjer og reyndi að brosa i staðinn. En þó komu kiprurnar i munnvikin aftur þegar hún sagði: „Þú ætlar þó víst ekki að fara í cocktail-þjórið hjá Farringdon? Hann smelti saman lófunum og sagði: „Jú, það er einmitt það, sem jeg ætla mjer, og þangað komið þið líka, þú og Jack. Hann er lijartanlega velkominn þang- að lika.“ Hún starði raunalega í eldinn eina eða tvær sekúndur, líkt og barn, sem reynir að muna leksí- una sína. Svo leit hún upp og livíslaði: „Jæja, úr þvi að þig langar til þess, þá stendur ekki á mjer.“ „Það er ákveðið mál, að við förum þangað. Öll þrjú.“ Mig langaði óstjórnlega til að gefa honum utanundir, en hark- aði af mjer. Hún hneigði sig þjónslega og fór upp til að hafa fataskifti.------- Nancy var alls ekkert móðguð þegar við komum i samkvæmið. Jeg sá liana seinna sitja í Chest- erfieldsófa og vera að tala við laglega, dökkhærða stúlku. Jeg l'ærði mig nær sófanum, í von um að fá að tala við hana undir f jögur augu, ef stúlkan færi. Sett- ist bak við sófann til þess að vera viðbúinn að taka sætið undir eins og það losnaði. Þær töluðu lágt saman, en rödd Nancy var svo skýr, að jeg beyrði hvert orð, sem hún sagði. „. .. . jeg bjóst ekki við George heim í dag og þessvegna varð jeg að beita lægni. Jeg stakk upp á, að við færum til Scrutton-Gay- tliorpe.“ Hún ski-íkti um leið og vinstúlkan líka og hjelt svo á- fram: „Hann aftók það vitanlega und ir eins. Svo grátbændi jeg hann um, að fara ekki til Farringdons, og þá fór hann auðvitað liingað.“ „Er liann altaf svona öfugsnú- inn ?“ „Já, altaf, góða. George er frá fyrri hluta Victoríuskeiðsins, ó- svikinn húsbóndi á sinu heimili, sjerðu.“ „Og þú lætur liann kúga þig svona ?“ „Skilurðu mig ekki. Ef mig liefði langað til Scrutton-Gay- thorpe, þá hefði jeg vitanlega stungið upp á að fara til Farring- don. Það er svo auðvelt að stjórna honum George: það er sama, hvað jeg segi — hann gerir altaf þver- öfugt. Og þessvegna óska jeg alt- af þess mótsetta við livað jeg vil.“ „Og hann heldur altaf, að það sje hann sem ráði?“ „Já, einmitt.“ „Ætlarðu suemma heim í kvöld ?“ „Nei, alls ekki. Og þessvegna ætla jeg að biðja hann um það?“ Svo skellihlógu þær l>áðar. Þeg- ar hún stóð upp kom hún auga ú mig. „Við sltulum koma og finna George,“ sagði hún og tók undir liandlegginn á mjer. Við fundum hann í xnestu - makiixdum yfir bláum cocktail. Nancy sagði þreytulega: „Mjer finst við ættum að vera komin heim klukkan fimm.“ Hann bljes út túlann, leit á mig og sagði skipandi: „Jeg held nú ekki. Við verðum lijerna til klukkan sex.“ Nancy ypti öxlum og andvarp- aði: „Jæja, eins og þú vilt.“ Þegar hún var farinn brosti h.ann hreykinn og og bætti við: „Jeg held, að þú skuldir rnjer fimm pund, lasm! Er ekki svo?“ Jæja, ekki vildi jeg koma upp um Nancy og þess vegna varð jeg bráðlega fimm pundum fá- tækari. „Þú átt vndislega konu,“ sagði jeg. „Jeg er yndislegur eiginmað- ur,“ svaraði hann. Svo rákumst við óviðbúið á Tomnxy litla Weaver með ógur- lega stórt briggskip, senx reynd- ist vera konan hans. Tommy kynti okkur og við fórunx að af- greiða cocktail á ný. „Þjer þekkið vist alla, sem lxjer eru staddii-,“ sagði jeg. Frú Weaver leit á nxig xxieð vanþóknun og svaraði kuldalega: „Niei, jeg þekki ekki alla, senx hjer eru, og langar ekkert til þess lieldur. Jeg ber enga virð- iixgu fyrir cocktail eða fólki, sem drekkur cocktail. Mig hafði lang- að xxieira til að vera lxjá Scrutton- Gaytliorpe í kvöld, það er vina- fólk okkar, senx heldur sam- kvæmi.“ „Hvei*svegna fóruð þjer þá eklci þangað?“ spurði jeg. Frú Weaver yjxti öxlum og sagði mæðulega: „Við fórum ekki þangað, af því að hann Thomas langaði meira að koma hingað. Hann er svo ákveðinn. Þegar hann segir PRÁ SEVILLA. Myndin er frá vorhátið í Sevilla: Þrjár senoritur ganga um strætin í þjóðbúningum. SJÁLPBOÐALIÐAR í FINNLANDI. Víða að komu sjálfboðaliðar til Finnlands. Hjer sjest foringi amerík- önsku sjálfboðaliðanna i liðskönnun. „SECURIT“-gólfflísar framleiddar af H.f. Stapi. Söluumboð J. Þorláksson & Norðmann. i er miðstöð verðbrjefavið- skiftanna. eitthvað, þá meinar hann það. Ef jeg ljeti það ekki eftir honum, þá væri lifið nxjer óbærilegt. Vitið þjer livað jeg lield: Þessir litlu menn eru allra nxanna óvið- ráðanlegastir.“

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.