Fálkinn - 05.07.1940, Síða 11
FÁLKINN
11
Sjóferð víkingaskipsins
»WOLF«
Útdráttur úr samnefndri bók eftir Roy Alexander
Framhald úr sfðasta blaði.
Það var einkennilegt og frem-
ur ömurlegt að vakna morgun-
inn eftir i lestinni, sem var full
af föngum. Er við fórum upp
stigann komumst við að raun
um, að við bæði uppgönguopin
stóðu varðmenn með alvæpni.
tJr lestaropinu sáum við
Wairuna, sem lá við festar og
vaggaði sjer á öldunum, en i bak-
sýn voru jurtagarðar Sunnudags-
eyjar. Eftir morgunverð, sem
var kaffi og rúgbrauð, var föng-
unum gefið merki um, að þeir
mættu ganga upp á þilfar. Við
skoðuðum skipið af miklum á-
huga.
Á skutnum var 5.9 þuml. fall-
bj-ssa og dáðumsl við að, hve
meistaralega vel hún var falin.
Af þilfarinu varð meira að segja
ekki annað sjeð en þetta væri
bóma.
Tarpalin var vafið um þessa
dulbúnu bómu, en undir henni
sat varðmaður, sem bafði stöðugt
símasamband við stjórnpallinn.
Á bátaþilfarinu voru vjelbyss-
ur, og var kjöftum þeirra beint
að þilfarinu, sem fangarnir böfð-
ust við á. Alls var skipið búið sjö
5.9 þumlunga fallbyssum og fjór-
um tundurskeytabylkjum. Þýsku
hásetarnir —- áböfnin var alls
um 400 — sem við sáum, virtust
vera einvalalið. Þeir voru bústnir,
knálega vaxnir og flestir á aldr-
inum frá 25—30 ára. Þetta voru
alt bestu strákar og ljetu fang-
ana alveg í i'riði.
Annar dagurinn minn um
borð í Wolf var sunnudagur. Er
hádegisverðinum var lokið, varð
jeg þess var, að fangarnir lilökk-
uðu til eftirmiðdagsins. Var það
vegna þess, að það var siður um
borð í Wolf, að gefa hverjum
fanga einn bolla af kakaó á
sunnudagseftirmiðdögunum, og
auk þess ljek þá bljómsveit skips
ins altaf i tvær klukkustundir.
En þetta var ljelegasta bljóm-
sveitin, sem jeg liefi nokkru sinni
ldýtt á. Hún kunni aðeins fimm
lög og þau ljek hún upp aftur og
aftur.
Umskipunin á vörunum úr
Wairuna stóð í hálfan mánuð, en
var iðulega trufluð af brimi og
það svo miklu, að skipin gátu
ekki legið lilið við lilið. Wairuna,
sem var með fullfermi og auk
þess 1200 tonn af kolum í box-
unum, var stór ránsfengur fyrir
Wolf. Það, sem var kærkomnast,
voru 20 lifandi kindur, en nýtt
kjöt liafði ekki verið til um borð
í Wolf i marga mánuði. Þegar
búið var að afferma Wairuna
var farið með skipið út á rúmsjó
og því sökt með kúlnaregni.
Skömmu seinna rakst Wolf á
nýja ln*áð, og var það ameríska
seglskipið Windslow, sem var
hlaðið bensíni, múrsteini og 350
tonnum af kolum. Alt þetta kom
Wolf í góðar þarfir; í kolabox-
unum var nóg rúm fyrir lcolin,
flugvjelin þurfti bensin og það
var skortur á múrsteini í hin
mörgii eldstæði. Þessu skipi var
sökt á sama liátt, eftir að alt
nýtilegt hafði verið flutt yfir í
Wolf. Það var liöfuðnauðsyn
fyrir Wolf, ef vel átti að takast,
að engin mannlaus og yfirgefin
skip væru ofansjávar, sem gæfu
til kvnna livar Wolf væri — eða
yfir höfuð, að víkingaskipið væri
til.
Okkur föngunum var leyf t að
hafast við á þilfari alt til sólar-
lags. Eitt kvöldið, rjett áður en
við slcyldum í'ara undir þiljur,
söfnuðumst við saman aftur und-
ii skut og mynduðum þar skjól-
garð um tvo okkar, sem böfðu á-
lcveðið að gera tilraun til að
strjúka. Þeim tókst að laumast
fyrir borð, og ætluðu þeir sjer
að synda til næstu eyju, en senni-
lega hefir þeim ekki tekist það,
því að þarna er sjórinn fullur
af hákörlum. Til þeirra hefir al-
drei spurst. í hvert sinn, er nafna
skráin var lesin upp, svaraði ein-
liver i þeirra stað, og þannig
komst þelta ekki upp fyr en all-
miklu seinna. Von Oswald yfirfor
ingi, sem bafði ýfirumsjón með
föngunum, var hreinræktaður
Prússi, glæsilegur og mjög virðu-
legur. Hann lijelt meira að segja
öllum virðuleik sínum, er liann
kom niður liinn bratta stiga,
sem lá niður í lestina, og var
l>að vel gert. Hann var i hvítum
og gyltum einkennisbúningi, og
á þeim var hvorki blettur nje
lirukka. Jakkakraginn var svo
hár og rækilega „stífaður“, að
yfirforinginn gat engan veginn
breyft höfuðið — ef bann ætlaði
að líla tii hliðar, þá varð hann
að snúa öllum búknum. En þeg-
ar slcrautklæddi maðurinn komst
að raun um, að tveir fangar
befðu flúið, þá umhverfðist hann
allur. Hann slepti sjer alveg,
virðuleiki bans fór út i veður og
vind og liann fjekk mörg af
þessum reiðiköstum, sem eru
einkennandi fyrir þýska yfirfor-
ingja. Hvernig á því stendur, að
Þjóðverjar hafa fengið orð fyrir
að vera værukærir, hlýtur að
verða öllum, sem nokkuð bafa
umgengist þá, lireinasta ráðgáta.
Fúkyrði þau, sem von Oswald
ljet sjer um munn fara, er liann
varð hvarfsins var, líktist mest
orðbragði götusala i Porl Said
er vörum befir verið stolið frá
honum. Ilann liljóp upp á þil-
far og niður aftur, hann gargaði
og öskraði, bölvaði okkur niður
fyrir allar liellur bæði á þýsku og
bjagaðri ensku, liann afskræmd-
ist í framan, augasteinarnir stóðu
sem á stiklum og ragnið vall
upp úr lionum. „Þetta er í fvlsta
máta óheiðarlegt“, öskraði liann
að lokum. „Alt til þessa, athugið
það, hafið þið ekki verið fangar
— heldur gestir þýsku flota-
stjórnarinnar!“ (Gestirnir, sem
stóðu þarna í röðum, göplu af
undrun). „Það er mjög lítilsvirð-
andi, er gestir hlaupa á brott.
Og framvegis“, hann ljest vera
mjög móðgaður — „eruð þið
ekki gestir. Þið eruð fangar!“
Hann gekk að stiganum, sótti
i sig veðrið og livæsti siðan að
okkur: „Þið eruð ókurtei'sir!
Mjög ókurteisir! Jeg skal fram-
vegis gæta þess, að þið hlaupið
ekki á brott — verið vissir um
það, skepnurnar ykkar!“
„Gestirnir“, sem ekki voru
lengur gestir, ráku upp gleðióp,
er von Oswald hvarf upp lúgu-
opið.
Það er gamall siður hjá þýsk-
um yfirforingjum — mjög svo
ólíkt breskum sið — að lýsa
gremju sinni með því, að öskra
og skammast ákaflega, Negrer,
skipstjóri á Wolf, sem var feit-
laginn, virðulegur og þögull
maður að jafnaði, sýndi þetta
einu sinni mjög vel. Nokkrum af
hásetunum hafði verið skipað að
láta kol í grindur, og einn þeirra
kom til vinnunnar klæddur
frakka, með pípuhatt á böfðinu
og með göngustaf — þetta hafði
bann fundið í einum af binum
hernumdu skipum. Það vildi
þannig til, að skipstjóranum varð
litið út fyrir stjórnpallinn, og sá
hann þá manninn vera að moka
kolum, þannig klæddur. Skamm-
irnar, sem skipstjórinn jós yfir
yfir vesalings hásetann, voru al-
veg dæmalausar. Þetta æðiskast,
sem skipstjórinn kom sjálfum
sjer i, stóð í nokkrar mínútur,
það skemtilegasta af þessu var
þó hásetinn. Han stóð þarna efst
upp á kolahrúgu, kjólklæddur og
með pípuhatt, og var að reyna
að ná jafnvæginu til að geta
staðið teinrjettur á meðan skip-
stjórinn ljet skömmunum rigna
yfir hann. Jafn furðulegt var að
heyra skipstjórann hætta skömm
unum alt í einu og sjá hann sið-
an halda áfram að þramma fram
og aftur eftir þilfarinu eins og
ekkert hefði í skorist.
Seint í júní vorum við á sveinn
í Tasmanhafi, sem er út af norð-
ur odda Nýja-Sjálands, og fór
skipið með hálfri ferð.
Við komumst á snoðir um, að
ætlunin væri að leggja- tundur-
duflum á þessum slóðum. Nú
var föngunum aldrei, að einum
degi undanskildum, lileypt upp á
þiljur. Skipshöfnin var önnum
kafin við að búa alt undir starf-
ið næstu nótt. Við heyrðum er
þeir voru að smíða grindur á
þilfarið yfir liöfðum okkar, til
þess að hægt væri að leggja
tundurduflunum aftur af skut-
inum.
Milliveggurinn, sem skildi okk-
ur frá þriðju lest, var úr stáli,
en á honum voru nokkrar rifur,
og gegnum þær gátum við sjeð
tundurduflin — 200 talsins —
sem Wolf liafði enn innanborðs.
Þarna voru þau í löngum röðum,
hvert þeirra i stálhylki, og voru
þau alveg eins og svört tunnustór
egg í eggjabikar. Við gátum ó-
mögulega varist þeirri hugsun,
hvernig fara mundi fyrir okkur,
ef sprengikúla hitti lestina, sem
þessar „vörur“ voru i. Margir af
föngunum höfðu þyrpst saman
upp í lestarkarminum til þess að
sjá, hvað skipshöfnin aðhefðisl
uppi á þilfarinu.
Sjerbverju tundurdufli var fesl
með löngum vírþræði, sem var
vafinn upp á rúllu, við hylki, sem
var á hjólum þannig, að liægt
var að aka þvi eftir grindunum
og þilfarinu. Þannig voru tund-
virduflin flutt úr lestinni og aftur
i skutinn, en þar voru þau látin
falla í sjóinn. Málmhylkið sökk
lil botns og verkaði nú sem akk-
eri, en vírþráðurinn vafðist sjálf-
krafa af rúllunni þar til tundur-
duflið var komið á ákveðið dýpi.
Dýpi þetta var venjulega ákveðið
um 15 fet (frá yfirborði sjávar)
til þess að aðeins allstór skip
skyldu rekast á þau.
Framh.
Graf von Spee, frægasta víkingaskipið það sem af er þessn slríði.