Fálkinn


Fálkinn - 05.07.1940, Side 12

Fálkinn - 05.07.1940, Side 12
12 FALKINN Leyndardómar ==Zi " MATSðLUHÚSSINS SPENNANDI SKÁLDSA6A EFTIR E. PHILIPPS OPPENHEIM. iil. „Það liggur miði til yðar á hillunni, hr. Ferrison,“ sagði Jósep við hann, þegar hann kom til Palace Crescent mn kl. (> næsta dag. „Gleymið ekki að hengja lvkilinn vðar á snagann, áður en þjer farið upp.“ Roger Ferrison leit hvast á liann. „Hvcrsvegna er það nauðsynlegt, að jeg liengi lykilinn minn þarna?“ spurði hann. Jósep virtist verða hálfklumsa við ])á spurningu. ,,.Teg ællaði alls ekki að móðga vður, sir,“ sagði hann afsakandi. „Þetla er hara hús- venja og frúin gengur fast eftir, að henni sje framfylgt. Það er á ýmsan hátt þægilegl, að geta sjeð hverjir eru heima, hara með því að líta á lyklasnagana.“ Ferrison tók lykilinn upp úr vasa sínum og hengdi á snagann nr. l(i. „Þá er það í lagi,“ sagði hann. „En segið þjer mjer —- hlýða allir ibúarnir þessnm fyrirmælum frú Dewar?“ „Menn eru yfirleitt mjög reglusamir um þetta og hengja oftasl lykla sína upp óðara og þeir kóma inn.“ „Einmitt það. En ef þeir fara aftur út á kvöldin?“ ,Þá er auðvelt að iaka lykilinn aftur.“ „En sjeu þeir nú lengi fram eftir nóttu úti og þrevttir og utan við sig þegar þeir koma heim?“ „Alveg sama. Þeir vilja i lengstu lög fram- fylgja settum reglum.“ Roger datt i hug það, sem hann hafði sjeð nóttina áður, ætlaði að fara að tala um það, en fansl maðurinn vera tortrygginn á svip- inn, svo að hann þagði yfir því. „Látum oss vona, að jeg verði jafnathug- ull um þetta og hinir,“ sagði hann. „En þetta hlýtur að vera níisskilningur með brjefið til mín, Jósep, enginn þekkir heimilisfang mitt nema fjelagi minn, og jeg var með honum rjett áðan.“ „Miðinn er frá frúnni.“ Roger brá. Hafði hann nú eitthvað gert af sjer? Ef hann yrði nú rekinn á dyr? Hann iMirð að fá fult fyrir sjö pundin sín. Hann reikaði að hrjefahillunni, tók miðann og las. Hann reyndist að vera mjög meinlaus. Iværi hr. Ferrison! Viljið þjer gera svo vel og líla inn lil mín allra snöggvast, ef þjer komið heim fyrir kl. 6Y2 í kvöld. Yðar einlæg. Hanna Dewar. „Er frú Dewar í skrifstofu sinni?“ „Já, það er hún og verður hálftíma enn- þá.“ Roger skaut renniluirð lil hliðar, gekk inn ganginn og drap á dvr skrifstofunnar. Frú Dewar sat við skrifborðið við bókhald. Hún lagði pennann frá sjer, þegar hann kom inn. „Gerið svo vel að setjast stundarkorn, herra Ferrison,“ sagði liún. „Jeg geri ekki ráð fyrir að dveljasl hjer lengi inni, frú Dewar,“ sagði Roger og tylti sjer á einn revrstólinn. „Jeg' vona, að jeg hafi ckki gerst brotlegur við neinar liús- venjur." ,Hrcint ekki, lierra Ferrison, jeg er viss um, að þjer hafið hreytt nákvæmlega eftir þeim. Nei, jeg vil hiðja yður að gera mjer smá-greiða.“ Frú Dewar virtist annars ekki vera kona, sem oft bæði menn að gera sjer greiða. En hún var dálítið hikandi og sú breyting i framferði hetmar sýndi, að eitthvað var í liúfi. „Þjer kyntust ungfrú Quayne í gær- kvöldi," byrjaði hún. ,,.Iá,“ svaraði Roger slultlega. „Ungfrú Quayne,“ lijelt frúin áfram, „er mjög mikils vifði lijer i húsinu og allir aðrir leigjendur mínir meta hana mikils. Ef til vill hafa þeir fulmikið dálæti á henni. Ör- kuinl ungfrú Quayne liafa gert hana mjög viðkvæma.“ „Einmitt það.“ „Hún bauð yður með sjer i kvikmynda- hús í kvöld, en þjer afþökkuðuð. Hún gerði þetta í viiiáttuskvni, af þvi að þjer voruð nýkominn.“ „Mjer finst Jtella mjög vingjarnlegt af henni,“ svaraði Roger. „En sem stendur er mjer ómögulegt að þiggja nokkurt hoð.“ „Leyfist ntjer að spyrja hvernig á því stendur.“ Roger hrukkaði ennið lítillega. „Er þetta ekki dálítið skrítin spiirning?“ sagði liann. „Þarf jeg að segja nánar frá en það, að jeg kæri mig ekki um að þiggja boð?“ Frú Dewar var nú ekki jafn stirnuð á svip og vant var. Kuldaleg augu liennar voru jafnvel biðjandi, er hún leit á liann. „Herra Ferrison,“ sagði hún. „Afkoma þessa liúss er að miklu leyti komin undir dutlungum ungfrú Quayne. Jeg held, að allir aðrir Ieigjendur mínir viti það. Þeir gera alt, sem Ivægl er, til þess að halda henni í góðu skapi. Hún er mjög æsl, vegna neitunar yð- ar í gærkvöldi.“ ,,Já, en kæra frú Dewar,“ mótmælti hann. „Jeg get fullvissað yður um, að mjer er ómögulegl að fara mcð lienni.“ „Hversvegna?“ Hann reis upp til hálls, en seltist jafn- Iiarðan og rak upp smáhlátur. „Nú, jæja þá —■ en jeg' er ekki viss um, að mjer sje það heppilegt að svara spurn- ingu yðar. í fyrsta lagi hefi jeg engin föt til að fara í, þessi föt, sem jeg er í, eru yfirleitt þau einu, sem jeg á. Jeg er líka á þrotum með nærföt og skyrtur. Þessi sjö pund, sem jeg greiddi vður, voru næstum einu pening- arnir, sem jeg átti eftir. Ef jeg ekki kem því, sem jeg vinn að, í framkvæmd innan eins mánaðar, þá er jeg alveg kominn í hundana. Jeg gæti ekki einu sinni keypt leikskrá handa ungfrú Quayne. Ekki leigt bifreið. Ekki boð- ið henni neina hressingu eftir sýninguna. Hvernig á jeg að taka við boði ungrar stúlku undir slikmn kringumstæðum ?“ „Er það ekki annað,“ sagði frú Dewar og henni ljclli greinilega. „Nei, það er ekki annað. En er það ekki nóg ?“ „Þetta er þá einskonar metnaður,“ sagði hún. „Jeg skil vður, einu sinni var jeg líka stór upp á mig, meðan jeg hafði kjarkinn. er ekki hægt að fá yður til að ganga fram hjá þessu sjónarmiði, bara í þetta sinn. Ung- frú Quavne er ekki eins og flestar aðrar stúlkur.“ Hann hugsaði sig um skamma stund og hló svo. „Alt er þetta hjegómi,“ sagði hann. „En ef ungfrú Quayne endilega vill hafa mig með þegar svona stendur á þá er mjer sama í þetta sinn.“ „Viljið þjer vera svo góður, herra Ferri- son,“ hað hún, „að ganga við á herbergi hennar og segja lienni, að þjer viljið koma með? Það er herbergið hjerna við hliðina á, sömu megin. Henni hefir ekki liðið vel í dag'. Stúndum líður henni mjög illa. Þetta nnm ekki tefja yður mikið.“ Hann reis lipp skjótlega. Var ekki neitt hrifinn af þessu hlutverki. „Jæja ])á, jeg skal gera það, úr því að þjer óskið þess.“ Han ngekk út úr skrifstofunni, drap á næstu dyr til vinstri og var strax sagt að koma inn. Hajm varð mjög undrandi þegar hann steig inn fyrir þröskuldinn. Þarna var alt öðruvisi en Iiægt var að húast við í Palace Crescent. Fætur hans sukku niður í mjúkt tvrkneskt gólfáklæði. Húsgögnin i hreinuni Lúðviks fimtánda stíl. Á horðinu voru tveir stórir blómvendir, og stór bókahlaði. Eldur brann glatt á arni, enda þótt komið væri lrain í maí. Flora Quayne liafði hvílt á legu- bekkiuim, en reis nú upp og rjetti hendurn- ar út á móti honum. „En hvað það var vingjarnlegt af yður, herra Ferrison, að lita inn til mín. Jeg' skil ])að svo, að yður haf'i snúist hugur um bíó- ferðina, er ekki svo? Eða viljið þjer fara í söngleikhús eða leikhús livað sem þjer viljið. Setjist þjer þarna í stólinn, nema þjer viljið lieldur sitja hjerna og halda í hendina á mjer.“ Hann hörfaði undan óframfærinn og ljet fallast i djúpan stól. „Ef þjer kærið vður um það í raun og veru, ungfrú Quayne,“ sagði hann, „þá vil jeg með ánægju koma. í einlægni, jeg þekl- ist ekki boð yðar sökum þess, að jeg á eng- in önnur föt en þessi og verð að setja á mig síðasta hreina flibbann minn. Jeg get greitt bifreiðina og leikslcrána, en meira ekki. Kvöldverður á eftir er með öllu úti- lokaður. Jeg' mundi hafa glaður tekið boði yðar, ef jeg hefði getað sjeð fyrir þessu öllu, eins og vera ber.“ Hún hló bliðlega. „En hve þjer eruð mikið flón,“ sagði lnin. „Þetta er alt saman hjegómi. Jeg skal vera tilbúin hálftima eftir matinn. Hafið engar áhyggjur út af útgjöldunum. Jeg hcfi mina eigin bifreið. Þerna mín fvlgir mjer jafnan í leikhús, svo að smáútgjöld og snún- inga annast hún. En mig tekur sárt að heyra, að yður gengur illa núna. Jeg geri varla ráð fyrir, að þjer kærið yður um að snæða við mitt horð í kvöld?“ „Mjundi yður þykja miður, ef jeg neita?“

x

Fálkinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.