Fálkinn


Fálkinn - 23.08.1940, Blaðsíða 3

Fálkinn - 23.08.1940, Blaðsíða 3
F Á L K I N N 3 VIKUBLAÐ MEÐ MYNDUM. Ritstjórar: Skúli Skúlason, Ragnar Jóhannesson. Framkv.stjóri: Svavar Hjaltested Aðalslcrifstofa: Bankastr. 3, Reykjavík. Sími 2210 Opin virka daga kl. 10-12 og 1-6. Skrifstofa i Oslo: Anton Schjötsgade 14. Blaðið kemur út hvern föstudag. kr. 5.25 á ársfj. og 21 kr.. árg. Erlendis 28 kr. Allar áskriftir greiðist fyrirfram. Auglýsingaverð: 20 aura millim. HERBERTSpre/d. Skraddaraþankar. Sjaldan eða aldrei i sögu mann- kynsins liefir sjest önnur eins sóun á verðmætum og nú þessa mánuðina. Milljónirnar streyma sem sandur um greipar þjóðanna, útgjöldin til stríðs- ins gengur ekki að spara. En þó verður allur almenningur að leggja hart að sjer, einhversstaðar verður að taka fje til að fylla liít sty'rjald- arinnar. En það er víðar en i stríðs- löndunum, sem nú reynir á hagsýni og ráðdeild fólksins. Eigi hvað sísl verðum við íslendingar að gæta allr- ar varúðar um vor litlu efni, bæði einstaklingar og lieild. Verðlag að- fluttra vara hefir á mörgum tegund- um margfaldast, og þar að auki eru samgönguhömlur miklar og siglinga- hættur. Það liefir því eigi lítið að segja fyrir oss á slíkum vandræða- tímum, að þurfa sem minst til ann- ara að sækja og það er oss lífsnauð- syn að hlúa sem mest og best að vorum eigin framleiðsluvörum og að halda sem skynsamlegast á þeim. Þrautseigja og hagsýni verða að ein- kenna jjjóðlif vorl á slíkum timum. Allir verða að gera sjer Ijósa ábyrgð- ina, sem á þeim hvílir, jafnvel l>ótt í smáu sje. Það fylgir því t. d. dá- lítil ábyrgð, þótt ekki sje annað en eiga og annast matjurtagarð. ís- lenskri garðrækt hefir fleygt fram á síðustu árum, jarðeplaframleiðsla síðasta árs gerði jafnvel meira en fullnægja neyslunni innanlands. Enn eru fyrir liendi birgðir frá fyrra ári, stórar og góðar kartöflur. Stjórnar- völdin hafa því rjettilega sjeð á- stæðu til að vara kartöfluframleið- endur við því að taka of snemma upp úr görðum sínum í sumar, lield- ur benda þeim á að leyfa jarðepl- unum að þroskast sem best, svo að úr þeim verði betri vara. Það liggur í augum uppi, hvcrsu liagkvæmara það er að neyta fyrst birgðanna frá fyrra ári. Með því endast jarðeplin oss betur, og þess er full ])örf eins og nú stendur á. Ergilegt væri að þurfa siðar að vera án ]>essarar ó- missandi fæðutegundar vegna skamm sýni og klaufaskapar. í þessu máli verða garðjurtaframleiðendúr að sjá, að umrædd tilhögun er sjálfum þeim fyrir bestu, en þar að auki verður þeim að vera Ijóst sjónarmið hins ábyrga þjóðfjelagsþegns, sem jafn- framt lítur á heildarhag. fitbreiðið Fálkann. Land § b Aiikinn fær aukín M§akpmi. Hin nýju húsakynni bank- ans voru tekin til notkun- ar s.l. laugardag. Ein þeirra islensku stofnana, sem alt frá upphafi hafa verið i örum vexti, er Landsbanki íslands. Frá j>vi er hann var stofnaður fyrir meira en hálfri öld liefir bankinn oft skift um húsnæði. Og þcgar liann kom í liin nýju lmsakynni sín i Aust- urstræti árið 1924 voru flestir þeirr- ar skoðunar, að nú þyrfti hann ekki að stækka við sig i marga mannsaldra. En hjer fór sem oftar, að spár manna reynast skammsýnar. Á síðari árum hafa viðskifti landsmanna aukist svo ört, að húsakynni bankans urðu enn lil óþæginda of lítil. Enn hefir hann aukið við sig liúsnæði, sem hann er nú fluttur i.Síðastliðinn föstudag bauð bankastjórnin ríkisstjórn, blaðamönn um o. fl. að skoða húsið. Georg Ól- afsson bankastjóri flutti stutta ræðu, en Jakob Möller fjármálaráðherra árna bankanum heilla. Þegar gengið er inn í afgreiðslu- sal Landsbankans er viðbótin á hægri hönd, bjartur salur, með ein- kennum nútísku liúsagerðarstils. Gamli salurinn er á vinstri hönd, dimmur og dekkri yfirlitum. Samt hefir tekist að ná furðu miklu sam- ræmi i þessa byggingu, og er gám- an að sjá þessa einkennilegu blönd- un nýs og gamals í einum og sama sal. Allar upplýsingar um starfið við þessa nýju húsnæðisaukningu Lands- bankans, fást best með þvi að kynna sjer ræðu Georgs bankastjóra Ólafs- sonar, þá er að framan getur, og fer hún þvi hjer á eftir: 1. júlí 1886 til Landsbankinn til starfa i húsinu nr. 3 við Bankastræti, og var hann þar i 12 ár eða til árs- ins 1898, er bankinn flutti í hús það, sem liann hafði sjálfur látið reisa við Austurstræti. í april 1915 eydd- ist húsið af eldi í brunanum mikla, er lagði mörg hús við Auslurstræti og Hafnarstræti i rústir. Eftir brun- ann fjekk bankinn liúsnæði i núver- andi pósthúsi, og 1917 flutti hann í nýbygt hús við Austurstræti, er Nathan & Olsen höfðu látið reisa, og er þar nú Reykjavikur Apotek. Á árunum 1922 og 1923 ljet bankinn endurbyggja bankahúsið við Austur- stræti, allmjög stærra en jiað var í uppliafi, og flutti bankinn í hið nýja liúsnæði 1. mars 1924. Var þá gert ráð fyrir að bankinn liefði feng- ið húsnæði, sem myndi verða hon- um nægilegt um langan aldur. En það voru ekki mörg ár liðin, þegar sýnt var, að bankanum yrði brátt þörf á enn rýmra húsnæði, og með hliðsjón af framtiðarþörfum bank- ans voru hinn 13. september 1928 fest kaup á nágrannaeign bankans, Ingólfshvoli. Nú hafa viðskifti bankans á und- anförnum árum aukist svo mjög, að um all-langt skeið hefir verið þröngt við afgreiðslu, og hefir það verið til mikils baga. Og síðustu árin var af- greiðslusalurinn á neðstu hæð húss- ins orðinn með öllu ófullnægjandi sökum þrengsla. Var því sú ákvörð- un tekin að stækka húsið og byggja við það, og skyldi einkum afgreiðslu- salurinn stækkaður. Byggingarframkvænulir „hófust i ágúst 1938, og var steypuvinnu lokið i febrúar 1939. Stærð neðrihæðar og kjallara hvors um sig er 234 fermetrar, efri liæðar 82 fermetrar, en byggingin er tvær hæðir og kjallari. Uppbygging húss- ins var að ýmsu leyti hin vandasam- asta, og má t. d. geta þess, að sjávar gætir 2 metra ofar neðsta gólfi, þegar stórstreymt er, og meðan steyptar voru súlur, hvildi norðurlilið banka- hússins og suðurhlið Ingólfshvols á bráðabirgðatrjesúlum. Styrkleiki súlna og veggja er miðaður við það, að hægt verði að hækka bygginguna um tvær liæðir, og er þá ætlunin, að Ingólfslivoll verði rifinn, en bygg- ingin nái þá yfir um horn Póstliús- strætis og Hafnarstrætis. Mestan hluta kjallarans talca aðal- féliirsla og verðbrjefageymsla bank- ans og nauðsynleg herbergi í sam- bandi við þær. Þar er og herbergi fyrir seðlagreiningu og eyðingu seðla, sem teknir hafa verið úr umferð. Á fyrstu hæð er viðaukinn við afgreiðslusal, sjerstök herbergi fyrir endurskoðun og skrifstofustjóra auk eldtraustrar geymslu og snyrtiher- Myndir úr nýja afgreiðslusalnum: Efst: Salurinn sjeður til vesturs. í miðið: Veðdc.ildin. Neðst: Afgreiðsla sparisjóðs og veðdeildar. Frh. á bls. U.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.