Fálkinn - 23.08.1940, Blaðsíða 12
12
F Á L Ií 1 N N
Leyndardömar
Nr. 10
Frh.
-------MATSOLUHUSSINS
SPENNANDI SKÁLDSAQA EFTIR E. PHILIPPS OPPENHEIM.
nafni, sem annaðhvort er lögfræðingur, eða
vinnur á lögfræðiskrifstofu. Við getum far-
ið til lians.
Þeir gengu greitt niður að aðalgötunni og
stigu inn i strætisvagn.
„Hvað var að þjer áðan, þegar þú mint-
ist á matsöluhús þitt?“ spurði nú fjelagi
Rogers forvitnislega.
Roger henti á nokkur spjöld við hliðið á
Hyde Park.
„Jeg var alveg búinn að gleyma þvi,“
sagði hann. „Sjáðu þarna.“
Þeir lásu:
Hörmulegur dauðdagi uppgjafa ofursta.
„Hann hjet Dennet. í morgun fanst hann
myrtur nálægt matsöluhúsi okkar. .Teg sá
líkið. Einkennilegt,“ hjelt Roger áfram, „fyr-
ir fáum klukkustundum hjelt jeg, að jeg
gæti aldrei gleymt útliti líksins og hve hrylli-
legl þetta var, en nú finst mjer þetta eins
og óljós draumur.“
Þegar þeir loksins komu i City, hafði eftir-
væntingin rekið sultinn á flótta, svo að þeir
fengu sjer aðeins tvö glös af öli, sem vel
hefði getað verið vatn, án þess að þeir gæfu
því gaum. Svo gættu þeir i símaskrána.
„Hjer er hann,“ sagði Sark.
„Padgham, Angel Court 7, Finsbury“.
„Aðeins tiu mínútur hjeðan. Við skulum
flýta okkur, áður en hann borðar hádegis-
verð.
Eftir dálitla leit fundu þeir Angel Court.
Það var ekki viðkunnanlegur staður, þeir
fóru inn um dyrnar á hrörlegu, en virðulegu
steinhúsi, og lásu nöfn leigjendanna á töflu
í anddyrinu.
T. Padgham 2. hæð.
Roger leit í kringum sig. Hjer var enginn
dyravörður, og lyftan virtist honum all
annað en árennileg. Húsið var alt ósköp
ömurlegt og eyðilegt. Þeir sáu enga lifandi
veru, nema sendil, sem hljóp út veifandi
tösku sinni.
„Mjer líst ekki á þennan stað,“ sagði Roger
hreinskilnislega. „Eigum við ekki heldur að
fara lil baka og spyrja gestgjafann á Canon-
hury Hotel um einhvern Iögfræðing?“
„Það skaðar ekki að ganga upp 'og spyrja
nokkurra kurteislegra spurninga, fyrst við
á annað horð erum komnir hingað,“ sagði
Sark.
„Jæja ])á, við skulum koma“. Þeim gekk
greiðlega að finna lnirð, þar sem á var skrif-
að: T. Padgham.
„Hefði ekki átt að standa lögfræðingur,
eða eitlhvað þessháttar?“ spurði Roger.
„Nú, ef hann er ekki lögfræðingur, þá
nær það bara ekki lengra," sagði vinur lians.
„Við skulum koma inn og spyrja“.
Það var hann, sem barði að dyrum og
opnaði hurðina, þegar þeim liafði, liálf treg-
lega þó, verið gefið til kynna að ganga inn.
Herhergið, sem þeir komu inn í, var langt
frá að vera viðkunnanlegt, en þó mátti það
teljast sómasamlegt. Eyðilegt skrifborð stóð
rjett við dyrnar, en í miðju herberginu stóð
annað stærra og þar sal hr. Padgham. Stál-
skápar með skúffum stóðu út við vegginn,
en var þannig fyrir komið að nöfn skjól-
stæðinga hans sáust ekki. Tvær eða þrjár
hókaliillur með nokkrum slitnum hókum
og hægindastólar voru þar einnig. Herbcrgið
var fult af vindlareyk. Hr. Padgham hjelt
á penna í hendinni, en ekki leit hann út fyrir
að hafa skrifað mikið. Hann horfði alveg
forviða á komumenn.
„Hvers óskið þið?“ spurði hann, og eitt-
hvað í rödd lians vakti undrun þeirra fjelaga.
„Fyrirgefið, ef við geruin ónæði, hr. Padg-
ham,“ sagði Roger. „Við Iiefðum líklega ekki
átl að koma hingað.“
Hann hikaði. Hendur hr. Padgham skulfu
greinilega. Roger mundi þá eftir, að hann
liafði ekki komið til morgunverðar, og þeg-
ar lionúm nú varð litið á hann, þar sem
hann sat með úfið hár, óhreint hálslín og
áhvggjufullur á svip, fanst honum hann vera
sönn ímyndun verslunarmanns, sem hefir
skemt sjer alla nóttina og iðrast þess nú
sáran.
„Þjer eruð nýi leigjandinn í Palace Cres-
cent eða er ekki svo?“ greip hr. Padgham
fram i fyrir honum. „Hversvegna í ósköp-
unum komið þjer hingað? Hvað viljið þjer
mjer?“
Padgham leit út fyrir að vera hræddur af
hverju sem það var. Roger hrosti vingjarn-
lega.
„Mjer þvkir leitt, að við skyldum trufla
yður, hr. Padgham,“ sagði hann. „Við fje-
Iagar þurfum mjög mikið á lögfræðilegri
aðstoð að halda. Við þekkjum engan hér i
London, en alt í einu kemur mjer i hug, að
einhver mötunauta okkar í Palace Crescenl
sagði mjer það um daginn, að þjer væruð
lögfræðingur. Sje það misskilningur þá hið
jeg yður afsökunar.“
Hr. Padgham lagði frá sjer pennann. Hans
venjulega glcttni og kumpánaskapur var al-
gerlega rokin úr honum. ITann var annað-
hvort veikur eða þá skíthræddur.
„Þetta þykir mjer skrýtið,“ tautaði liann
tortrygginn. „Setjist þjer, Ferrison. Hvað
viljið þjer annars? Eruð þjer í einliverjum
vandræðum?"
Roger hló glaðlega. „Ónei, ekki er það nú,“
sagði hann. „Við liöfum þvert á móti dottið
í lukkupottinn, jeg og vinur minn. Við höf-
um fengið ágætt tilboð í vjelina okkar frá
Mallory, en það er traust fyrirtæki, eins og
þjer vitið. Þeir vilja, að við komum með
lögfræðing á fund þeirra klukkan fjögur.“
„Um hvern skrattann eruð þjer eiginlega
að lala, maður?“ spurði hr. Padgliam hásri
röddu og glápti á þá hlóðhlaupnum augum.
„Mallory og' klukkan fjögur! Vjel!“
„Já, jeg skal skýra yður þetta nánar, el'
þjer hafið áhuga fyrir því,“ sagði Roger.
„Sko til, þetta er viðvíkjandi . . . .“
„Eigið þjer virkilega við það, að þjer sjeuð
ekki kominn hingað vegna þessa atburðar
í Palace Crescent — þess sem kom fyrir i
nótt — í morgun snemma, á jeg við?“ tók
Padgham fram í.
„Hjálpi okkur, nei, nei!“ sagði Roger.
„Núna á stundinni mundi jeg satt að segja
ekki eftir því.“
„.Tá, en það voruð þjer, sem heyrðuð í lög-
regluflautunni — og fóruð út og sáuð lík-
ið, — var það ekki?“
„Jú, alveg rjett,“ sagði Roger. „Jeg var
líka mjög óttasleginn þá, en það er eins og
heppni okkar í dag hafi komið mjer til að
gleyma því. En hvað sem því líður, þá mundi
mjer aldrei hafa til lmgar komið að fara
liingað til yðar til að tala um það.“
Padgham barðist við að ná stjórn á sjálf-
um sjer, en það leit ekki úl fyrir að ætla að
ganga vel. Tortryggnin bjó enn í augum
hans.