Fálkinn


Fálkinn - 23.08.1940, Blaðsíða 5

Fálkinn - 23.08.1940, Blaðsíða 5
F Á L K I N N 5 lugt. Og þegar kemur út á ytri höfnina og fariö er aö „talca upp“ nótabátana, lieyri jeg þaö á skrafi skipverja að þó nokkrir þeirra liafa aldrei verið á síld- veiðum fyr. Allir eru þeir þó meira og minna vanir sjómensku að einum undanskildum, 18—19 ára pilti, sem aldrei hefir fvi' á sjó komið, nema sem farþegi á milliferðaskipum. Seinna fæ jeg að vita, að hann liefir nýlokið 4. bekkjarprófi við Mentaskólann á Akureyri. Og nú ætlar hann að fleyta sjer á síldinni gegnum 5. bekk næsta vetur. Vinnunni við bátana er lokið. Gufuvjelin hyrjar að stynja þung- an, svo hraðar og hraðar, grái stálskrokkurinn kippist við og skipið skelfur og nötrar undir fótum mjer. Svo fer það af stað og stefnið ristir silfurgljáandi sæflötinn sundur. Skriðið eykst, — — innan stundar æðir sól- glitrandi hvítfossinn aftur með kinnungunum. Það horfir á Akranes. Karlamir þyrpast umhverfis „kabyss“dyrnar aftur á, seilasl þar um og koma, svo aftur út á dekkið, með rjúkandi kaffi- könnur og slá sjer niður lijer og þar, sem þægilegast er að sitja á þilfarinu, eða standa og halla sjer makindalega upp að einhverju og spjalla saman. Skipstjórinn kallar til mín. „Kaffi!“ Jeg er orðinn einn af liópnum. Við erum komnir til sjós og var verður hver og einn að bjarga sjer sjálfur. Hjer er engin „elsku mamma“, og engir hvítjakkaðir veitingaþjónar, með brilliante í hárinu til að dansa á tánum um- hverfis mann. Jeg olnhoga mig gegnum þvöguna við eldhús- dyrnar, næ mjer i gríðarmikla lcönnu, sem liangir þar á krók og svo fyllir kokkurinn hana af ilmandi kaffi. — Sykur og kex í stórum dollum .... „Hjálp- aðu þjer sjálfur.“ Jeg sest út á þilfarið. Alt um- liverfis mig suðar glaðværð og kátína. Jeg virði fyrir mjer öll þessi brúnu og veðurteknu and- lit. Mjer liafði fundist eitthvað þunglamalegt og stirt yfir þess- um lióp, meðan við vorum að losa festarnar og fara frá liafn- arbakkanum, en það hefir ó- efað verið missýning, því að nú snætir mjer eitthvað frjálslegt og óþvingað i augum og svip þessara masandi og hlæjandi, hrúnbörkuðu náunga, sem eru að leggja af stað norður í æfin- týralönd síldarinnar. Jeg sje, að það horfir enn á Akranes. Jeg gef mig á tal við piltinn, sem situr við hlið mína og fæ að vita um fyrsta áfang- ann í þessu ferðalagi. Hann hefir heyrt, að við eigum að fara „upp á Skaga“, og taka þar saltfisk i skipið. Svo eigi að fara með fisk- inn til þurkunar eittlivað vestur á land. Meira veit liann ekki. — Við erum svo sem ekki enn komnir í síldina, enda liggur ekkert á, — engar síldarfrjettir að norðan enn og í dag er 20. júní. -— „Ætli maður sjái nokkra hröndu fyr en um miðjan næsta mánuð!“ segir einliver ofur-góð- látlega við mig. — Hm! — Jeg á þá kanske eftir að vera svo sem 3 vikur hjer um borð! — Alt í lagi. — Svo herst talið að öðru. Kaffililjeinu er lokið. Skips- mennirnir dreifast um þilfarið og byrja að fást við ýmisleg störf, en jeg rölti af stað til að skoða skipið. Það heitir „Hug- inn“, Imuveiðari, hygður 1907, einn af fyrstu línuveiðurunum, sem til landsins komu. Þetta frjetti jeg alt seinna. En þar er ekki sjerlega greiður gangur um þilfarið að þessu sinni. Fram- dekkið og aftur fyrir mitt skip er alt sundux'liólfað með mjaðm- arháum skilrúmum, fyrir síld- veiðina. Jeg gefst því brátt upp á því að ldifra úr einu hólfinu í annað og lield mig aftur við vjelarúmið og eldhúsið. Þar fyr- ir aftan er reist allstór tjaldbúð, sem er ætluð fyrir borðsal handa liásetunum. Undir eldhúsinu er káetan, þar sem yfirmennirnir — að skipstjóranum undanskild- um, sem hýr undir brúnni, — lcokkurinn og kyndarinn eiga að liafa sitt sumarheimili. Þar eiga þeir að borða og búa næstu mán- uði. — Þarna frjetti jeg, að mjer sje einnig ætlaðul’ samastaður á leiðinni. Jeg lít allra snöggvast niður. Þar sjest engin sála, all- ir uppi á þilfari við störf. Mjer liálfleiðist. — Svo fer jeg upp á þilfar aftur, halla mjer út fyrir boi'ðstokkinn á stjórnhorða og góni upp á Kjalarnesið, sem teyg- ir sig út i sólskinið og vorblið- una. Framundan er blár Skag- inn og þar mótar fyrir húsa- þyrpingunni, sem færist óðfluga nær. Upp úr vjelarúminu kemur nú lágvaxinn, kolsvartur og livat- legur náungi. — Jeg hafði veitt honum eftirtekt áður og sjeð hann kveðja fríða, unglega konu á liafnarbakkanum. Síðan hefi jeg sjeð lionum bregða fyrir einu sinni eða tvisvar og það hefir vakið eftirtekt mína, hve mikil unggæðisleg kátína og fjör er i augum og hreyfingum lians. Hann er þó sýnilega kominn á fullorðinsárin og á góðum vegi með að verða hersköllóttur. Mjer finst líka að jeg kannist við andlit lians. Sú gáta leysist fljótt. Hann gengur til min þar sem jeg ligg fram á borðstokkinn. „Höfum við ekki sjest í stúk- unni „Verðandi“? Jú, — nú man jeg það. Þar eða einhvers staðar annars stað- ar innan „Reglunnar“ hefi jeg sjeð liann .... Og samviskan kippist ofurlítið við, þegar mjer verður litið framan í þennan kátínufulla og lcolsvarta „bróð- ur“. — En það eru nú svo marg- ir mánuðir síðan þetta var.... Og svo förum við að skrafa um veðurhlíðuna og síldveiða- horfurnar. Hann er þarna öllum ókunn- ur eins og jeg, en svo er víst um flest skipverja. Og þannig er það víst oft á vorin, þegar lagt er af stað norður í síldina. Menn úr öllum áttum týnast ofan í ein- hvern dall við hafnarbakkann í Reykjavík, einn hliðveðursdag, hver með sinn sængurfatapoka. Frh. á bls. ík. Siglufjörö'ur.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.