Fálkinn


Fálkinn - 23.08.1940, Blaðsíða 4

Fálkinn - 23.08.1940, Blaðsíða 4
4 F Á L K I N N Sólarlag ú Akranesi. Steindór Sigurðsson: Við lifum eitf sumar. — Á LEIfl NORÐUR í ÆFINTÝRALÖND SÍLDARINNAR AÐ er vitanlega ekki í frásög- ur færandi þó að maður einn g'óðviðrismorgun dembi rakáhöldun- um sínum niður i handtösku, ásanit tveimur skyrtum og einhverju fleiru drasli og leggi svo af stað niður á liafnarbakka, staðráðinn í því að þurka af fótum sjer ryk hinna reyk- vísku gatna og halda norður fyrir land. En venjulegast sest maður þá inn í reykingasal á einhverju miiliferða- skipinu, kemur föggum sínum fyrir í svefnklefa, hefir kvatt kunningja, vini og vandamenn, tilkynt þeim ferðaáætlunina o. s. frv. Og undan- tekningarlítið er maður þá að fara til einhverra ákveðinna staða og í einhverjum ákveðnum erindum, eða að minsta kosti í vei skipulagða skemtiferð, sem áður hefir verið undirbúin um lengri tíma. Hitt er vafalítið sjaldgæfara og vafalítið hneykslanlegt framferði 1 augum ráðsettra borgara að þjöta fyrirvaralaust um borð í fiskiskip, sem er að fara i síldarleit, án þess að kveðja kóng nje prest, án þess að þekkja nokkurn lifandi mann um borð, — án þess að hafa nokk- urt takmark eða tilgang fyrir aug- um en þann, en komast eitthvað langt i burtu í nýtl andrúmsloft. — Og til að kóróna þetta flan, er svo pyngjan galtóm, höfuðið þungt og kverkarnar þurrar .... En hvað sem öllu þessu líður, fer einhver kitlandi galsi um hug manns, eins og æfinlega, þegar liin lokk- andi æfintýri óvissunnar stór eða smá, verða á vegi manns. Maður liefir á tilfinningunni að vera svo- lítill strákhvolpur á blússufötúm, sem stelst að lieiman, niður í fjöru eða upp í fjall til að leita að einhverju æfintýri, — hlakkandi og hálfsmeyk- ur i senn. Og þó að maður sje i finu fötun- um sínum og buxurnar sjeu rifnar að aftanverðu, brosir maður framan í sólskinið í Bankastræti og fólks- strauminn, sem rennur í látlausri hringiðu umhverfis klukkuna á Lækj- artorgi. Hún er á mínútunni 12 þennan blíðviðrismorgunn, vorið 1939. Fólkið streymir út frá skrifstofun- uin, bílarnir þjóta livíslandi fram- hjá og kunningjunum bregður fyrir hjer og þar í mannþrönginni. — Maður verður órór og lúkandi og nemur staðar eitt augnablik. — Þarna fer einn, sem rnaður þarf að tala við áður .... og þarna fer annar.... Samtalið, sem maður hefir átt við skipstjórann á sildveiðaskipinu, l'yr- ir nokkrum dögum, rifjast upp. „.... og yður er velkomið að fá að fljóta með. — — En fyrst og fremst er alveg óákveðið, hvenær við förum, — það verður ekki á- kveðið fyr en samdægurs — og svo getur tiðið vika og jafnvel liálfur mánuður, áður en við komum að landi. Við ætlum ekki tii hafnar fyr en við höfum fengið síld.“ „Alt í lagi. — Jeg kann ágætlega við mig á sjónum.“ „Svo er algerlega óvíst, hvar við leitum hafnar á Norðurlandi.“ „Ágætt. Þá veit maður það ekki heldur. —“ Og svo hefir maður ekkert liugs- að fyrir þessu frekar, fyr en þenn- an morgun klukkan 11, að maður frjettir að skipið eigi að fara kl. 12,30. Teningunum er kastað. — Og mað- ur beygir niður í Hafnarstræti — niður að höfninni ...... Lagt úr höfn. Sólskinið blikar og brotnar á spegilfleti hafnaririnar, flæðir yfir iippfylljriguna og yfir stál- gráan skrokkinn á litla línuveið- aranum, sem nú er að losa fest- ar og leggja af stað norður i sildina. Jeg stekk um borð á siðasta augnabliki, klifra upp á báta- dekkið og dreg mig í hlje. Skips- höfnin er öll á þiljum uppi og á hafnarbakkanum stendur mannþyrpingin meðfram allri skipshliðinni, vinir og vanda- menn, sem komnir eru til að kveðja, sjómenn af öðrum skip- um, sem eru ekki ennþá lögð af stað norður, og eitthvert slangur af fólki, sem forvitni og tilviljun hafa bætt við í hópinn. Vinirnir og vandamennirnir, konur og börn, — systkyni og foreldrar, standa á blábrúninni. Skipið er að síga frá og bilið, sem myndast milli bakkans og skipsins, boðar sumarlangan að- skilnað. Þegar út á liöfnina er komið, er kallað og veifað. Svo leysist mannþyrpingin á bakk- anum sundur og týnist í smá- liópum inn í götusundin upp af uppfyllingunni. — Sumir skips- mannanna líta upp í síðasta sinn .... kona snýr sjer við á bakk- anuin og veifar. — Og augna- bliki síðar eru svo allir önnum kafnir við störf sín. .Teg hefi á meðan setið á af- viknum stað sem áhorfandi, því að jeg átti þar engan að kveðja. Og hver veit nema þeir sjeu far- sælaslir, þegar öll kurl koma til grafar, sem engan þurfa að kveðja og engum að heilsa. Svo tek jeg að virða fyrir mjer skipsmennina. Allir eru þeir mjer ókunnir, en jeg sje, að meiri hluti þeirra eru ungir inenn, jafnvel unglingar innan við tví-

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.