Fálkinn


Fálkinn - 23.08.1940, Blaðsíða 8

Fálkinn - 23.08.1940, Blaðsíða 8
8 FÁLKINN A LDREI Á ÆFI MINNI,“ sagði James Butt með á- herslu, „aldrei á æfi minni skal jeg koma til Henry Burr i'ram- ar!“ Þau stóðu í anddyrinu heima hjá sjer, hann og konan hans, og voru að koma heim. Um helgina höfðu þau verið í heim- sókn hjá kunningja sínum, pip- arsveininum Henry Burr, að það var auðsjeð á andlitinu á James Butt, að hann var ekki í vafa um sannindi orðtaksins: „Heim- an er gott, en heima er best.“ „Ekki jeg heldur," sagði frú Butts. „Að vísu eruð þið karl- mennirnir venjulega sjergæðing- ar og hugsið jafnan fyrst og fremsl um, að láta ykkur sjálf- um líða vel, en annan eins sjer- gæðing og Henry Burr hefi jeg nú samt aldrei vitað. Það má eflaust eitthvað gott um hann segja, en hafi maður á annað borð boðið til sín gestum, finsl mjer að maður eigi fyi'st og l’remst að hugsa um þá.“ Alveg rjett, Jane, einmitt! Þú hittir á það.“ Butts hlammaði sjer uiður í þægilegasta stólinn í stofunni, kveikti i pípunni sinni og sagði: „Mjer þykir vænt um, að mað- ur er búinn að ljúka þessu af. 1 næsta skifti, sem hann gerir okkur laugardagsheimboð verð- um við áreiðanlega bundin ann- ars staðar. Hinsvegar skal hon- um vera velkomið að heimsækja okkur, mjög velkomið, meira að segja. Þá skulmn við sýna hon- um, hvernig húsbændur eiga að haga sjer við gesti sina.“ Hann saug pípuna í ákafa og hjelt svo áfram: „Manstu, að hann áminti mig um að lauga mig fyrir klukkan níu, þvi að baðið væri í notkun milli níu og tiu — af honum — sjálfum — og kanske manstu líka, að það hentaði honum ekki að drekka te í dagstofunni, held- ur í blómastofunni. Og alt liitt. Þetta eru auðvitað smámunir, en það eru smámunirnir, sem mynda sjálft lífið og gera það svei mjer súrt stundúm, það finst mjer. Og í morgun vildi hann endilega nota golfkylfuna mína, líklega af því að hún var best. Og þar fram eftir götunum. Nei, jeg hefi aldrei vitað annan eins sjergæðing. Og bað hann þig ekki um, að fara út og ganga með hundinn, eingöngu af því að það var á þeim tíma, sem hon- um þótti hæfilegast að hvila sig? Pyr má nú rota en dauðrota!“ „Jú, en jeg gerði það ekki.“ „Nei, en það kom í sama stað niður. Eða hvað fanst þjer?“ Frú Butts viðurkendi, að það hefði komið i sama stað niður. „Já, hann ætti svei mjer skilið að fá þetta borgað“. Butts hoppaði upp úr stóln- um. „Einmitt! Já, hann skyldi fá það borgað. Það var orð að sönnu! Hann skyldi svei mjer fá það borgað. — Jeg ætla að búa Sjergæðingurinn Smásaga eftir Thomas Hasson. til sögu úr þessu, svoiitla smá- sögu, og þá skaltu sjú. .. . “ Butts var ekki gjörsneyddur rithöfundargáfunni. Að vísu var liann ekki rithöfundur að starfi, og af hverjöm tíu smásögum, sem hann sendi blöðunum var hann ekki vanur að fá nema sjö endursendax*. Nú tók hann undir eins til óspiltra málanna og kl. eitt um nóttina logaði lampinn enn á skrifborðinu hjá honum til vitnis um ritmenskuáhugann. Söguefni hans var eins og menn mun 'gruna — sjei'gæð- ingsháttur Henry kunningja hans og með slika driffjöður i bak- hendinni var það vandalitið mál að korna saman sögu. Daginn eftir fór hann með söguhandritið með sjer á slcrif- stofuna til þess að hreinrita það með ritvjel og um kvöldið var sagan fullger frá höfundarins liendi. „Hún er afbragð!" sagði hann íbygginn — „og þú skalt sanna, að þeir taka hana. Jeg sendi Billinglons Magazine hana“. Frú Butts var búinn að gleyma tilefninu. — „Já, sagan urn Henry. Er það satt — gerðirðu það? Hugsum okkur, ef þeir taka hana?“ Það var óttahreimur i röddinni. „Hvort þeir gex’a það! Jeg er viss um, að þeir glej’pi við henni.“ „En ef hann læsi liana nú?“ „Það vona jeg, að hann geri. Jeg skil ekki, livað þú ert að fara, Jane, við urðum ásátt um, að....“ Frú Butts andvarpaði. „Já, en Henry er nú vorkunn, upp á sinn nxáta. Hann hefir ekki luigmynd um það sjálfur hve sjálfselskur hann er, og í insta eðli sínu er hanú besta skinn, það veistu sjálfur. Annars getur vel verið að Billington taki ekki söguna.“ (Röddin varð ofurlítið rólegri). „Það getur svo sem komið til mála,“ svaraði liúsbóndinn, „en þá sendi jeg hana bara öðru blaði, og þó það svo kosti mig hálft purid í burðargjald skal jeg halda áfram að senda hana þang- að til hún kemur ekki aftur.“ En ótti hans rej'ndist ástæðu- laus. Einn morguninn eitthvað viku seinna lá umslag á borðinu hjá honum, áprentað með nafni Billington Magazine. Þetta var litið umslag svo að það gat ekki verið neitt handrit i þvt. Butts opnaði brjefið. Alveg rjett: tjekk- ávísun kom út úr umslaginu og noklcur orð tilkynning um, að sagan hefði vei'ið tekin.“ En hvernig sem á því stóð varð Butts eklci eins glaður við og maður skyldi hafa ætlað. Því að það er ekki á liverjum degi, seni áhugarithöfundar eru svo heppnir. En mergurinn málsins var sá, að liann hafði hugsað ým- islegt síðan hann sendi söguna. Alt sem hann sagði var: „Þú sjei’ð að jeg hafði á rjettu að standa. Þeir tóku söguna.“ „Þeir hljóta að vera i vandræð- um með sögur,“ sagði frú Butts. Hann varð eitt spurningar- merki í framan: „í vandræðum með sögur? hvað áttu við með því “ Frú Butts flýtti sjer að segja, að hún ætti ekki við neitt sjex'- stakt. Orðin hefðu bara fallið svona. Butts hafði fremur slæma inat- arlyst, annai's var hann vanur að hafa besta lystina á morgnana en nú var eins og einhver ang- urværð heí'ði gagntekið liann. Og um kvöldið borðaði hann jafn- litið, þó að miðdegisverðurinn væri líka vanur að vera besti málsverður hans (eins og reynd- ar hádegisverðurinn líka). Yfir kaffinu sagði hann: „Heyrðu, Jane. Heldurðu að Henry taki injer þetta óstinnt upp ?“ Frúin leit upp, hugsandi. „Það er nú eftir að vita. Þú munt ekki hafa nefnt hann rjettu nafni?“ „Nei, auðvitað ekki. Hvernig dettur þjer það í hug. Jeg kallaði hann Percy Wilton, en það var lika það eina, sem ekki var ekta. Annars tíndi jeg alt til. Baðið, golfkylfuna og hundinn og öll hundrað sönnunargögnin fyrir síngirninni hans. Svo að það fer ekki hjá þvi, að hann þekki af sjer myndina.“ Frú Butts andvarpaði. „Þú veist, að við verðum að bjóða honum heim á sunnudag- inn kemur. Annars er hann van- ur að koma til okkar að minsta kosti einu sinni í viku og það verður erfitt að vísa honum á bug formálalaust. En ... . “ „En ......“ „Jeg ætlaði bara að segja, að sjergæðingarnir vita sjaldnast af sjergæskunni í sjer sjálfir, svo að það getur vel verið, að hann þekki sig ekki eftir lýsingunni Þau voru búin að borða og Butts stóð upp. „Það er auðsjeð, að þú hefir ekki lesið söguná. Því að ef hann þekkir ekki sjálfan sig í þeim spegli, sem jeg liefi gert af Per- cy Wilton, þá væri hann asni. Nei, en jeg vona, að hann laki þessu skynsamlega, og liver veit nema liann verði betri maður eftir, Jane. Það er sannarlega mál til komið. Finst þjer það ekki ?“ Frú Butts svaraði ekki. Hún andvarpaði bara. En lnisbóndinn var ekki ánægður. „Ileldurðu að hann reiðist?“ Frú Butts andvarpaði aftur. „Jeg geri ekki ráð fyrir að hann faðmi þig af hrifningu.“ „En hversvegna ljestu mig þá skrifa söguna?“ „Ljet jeg þig .... livað ertu að segja, góði James. Ekki ljet jeg þig skrifa hana.“ „Þú hjelst með mjer, var ekki svo? En nú tekur þú málstað hans. Annars er kvenfólkið altaf svona. Eitt í dag og annað á morgun.“ Sannast að segja vissi hann eldd sjálfur hvað liann vildi og i þrjá daga var sagan sífelt um- ræðuefni .... sagan og Henry Burr. Fjórða daginn var viðræðaii á þessa leið. Það var Butts sem tal- aði: „Rjettast liefði það verið, að jeg hefði aldrei skrifað söguna. Eða að minsta kosti aldrei átt að senda hana til prentunar. Það var illa ráðið. Annars eru þeir oftast boðnir og búnir til að end- ursenda, en þá sjaldan maður óskar þess að þeh* gerðu það, getur maður verið viss um að þeir gera það ekki.“ Frú Butts leit til hans og augnaráðið var brjóstumkennan- legt.' „Jæja, svo að þig langaði mest til þess. Jeg skil það ofboð vel, þú hefir ekki sofið vel á nótt- inni upp á síðkastið. Og svo hef- irðu slæma matarlyst. Sannast áð segja þá kemur þetta liarðast niður á okkur sjálfum, James. Hver veit nema Heni'y sjúi aklrei söguskömmina.“ Butts ypti öxlum. „Já, þú getur vonað það. Ef hann ekki sjer nafnið mitt á aug- lýsingunni um heftið, þegar það kemur út, og kaupir það vegna þess að liann þekkir mig, þá get- ur þú verið sannfærð um, að ein- hver verður til þess að skjóta því að honum. Eða hann rekst á blaðið lijá rakaranum eða ann- arsstaðar. Nei, það er nú ekki svo vel.“ Hún tók um Iiandlegginn á honum. „Góði James, hvað eigum við að gera? Jeg vildi óska þess að þú hefðir aldrei skrifað þessa ólukkans sögu.“ Butts virtist eklci taka eftir þessari neikvæðu umsögn. En skyndilega fann hann lausn á málinu. „Nú veit jeg,“ sagði hann, „jeg fer til Billington og bið það um

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.