Fálkinn - 23.08.1940, Blaðsíða 11
F Á L Ií 1 N N
11
□scar Clausen:
Fagradalssystur
Brynjólfur bóndi í Fagradal var
sonur Bjarna ríka Pjeturssonar
sýslumanns á Skarði og var því
stórættaður og i'æddur lil erfða og
auðæfa. Kona lians var Ingibjörg
dótlir sjera Páls Jónssonar á Mel-
stað, sem var af göfugustu ættum
kominn. Hjónin í Fagradal voru
lika orðlögð fyrir friðleik og liöfð-
inglegt yfirbragð. —
Fagridalur á Skarðsströnd er, eins
og nafnið benclir til, einn fegursti
staður við Breiðafjörð og sat Brynj-
ólfur þar með mikilli rausn, enda
var hann auðugur maður, svo að
sagt er, að hann ætti 4 hundruð
hundraða í fasteign fyrir utan alt
lausafje. Þetta var kveðið um Fagra-
dal um þessar niundir:
Fagurt er i Fagradal,
flestir um það róma,
Brynjólfur og brúðuval
bjuggu þar með sóma.
1 ýmsu hátterni var Brynjólfur
kátlegur, ekki síður en faðir hans
hafði verið og eru til sögur um það.
— Það var einu sinni, að Brynjóll-
ur reið út á Strönd og kom að tíröl'-
um, en þá jörð átti hann. Bóndinn
tók á móti honum, berhöfðaður á
lilaðinu og beiddi „húsbóndann góð-
aniP að ganga i bæinn, en þá sagði
Brynjólfur: „Upp á hvað liefir þú
að bjóða, veslingur, jeg geng úm
mitt gólf, fuglinn minn.“ En þetta
„veslingur“ og „fuglinn minn“ var
honum tamt að nota i samtölum við
menn.
Þegar Brynjólfur var orðinn gam-
all, misti hann sjónina, en á sumrin
Jjet hann þá leiða sig út i lilaðvarp-
ann og sat þar i sólinni þegar golt
var veður, en eí tiðarfar var stirt,
sal hann á torfbekk i bæjardyrun-
um, og voru slíkir bekkir á flestum
bæjufn. tíestir settusl á þá og fóru
ekki i bæina nema þeim væri boðið
það og fátæklingar voru oftast af-
greiddir i bæjardyrunum og látnir
setjast á þessa bekki. Brynjólfur
gamli hlustaði svo, hvorl farið væri
um lilaðið og kallaði, ef hann heyrði
nokkuð: „Hver fer þar?“ Ef það
var aðkomumaður, sagði hann: -—
„Settu þig niður, eða gakklu í bæ-
inn, veslingur, og segðu tiðindi, fugl-
inn minn“. Þó var hann kátur og
ræðinn og Ijet veita þeim góðan
beina. Svo greiðugur var liann og
gjafmildur, að ekki var liann eftir-
bátur föður síns í þvi. Hann sást
ofl ekki fyrir. um góðverk sín og
ljet, jiegar svo bar undir, leiða kýrn-
ar úr fjósinu og gefa fálækum, ef ,
þeir mistu bjargargripi sina.
í búi Brynjólfs í Fagradal var
margt dýrgripa, sem ekki var ó-
eðlilegt, þar sem hjónin höfðu tekið
svo margt í arf úr ríkisbúum for-
feðra sinna, en tveggja gripa er
sjerstaklega getið. Fyrst skal telja
atgeir Gunnars á Hlíðarenda, sem
Brynjólfur hafði fengið að gjöf hjá
nafna sínum, Brynjólfi sýslumanni
Þórðarsyni á Hlíðal-endii, en eins og
kunnugt er, gaf Brynjólfur Eggerl
lögm. Ólafssyni atgeirinn og fórst
liann með honum, jiegar Eggert
druknaði á Brciðaíirði. Það er sögn,
að Eggert ljeti bera atgeirinn fyrir
sjer, með miklu mikillæti, þegar
hann gekk til slcips í hinsta sinn.
Hinn dýrgripurinn, sem Brynjólí-
ur álti, var stör silfurskál, sem var
gjöf frá Bjarna föður hans. Skál
þessi, sem var gjörð af miklum hag-
leik, var með 2 eyrum, skrautleg-
um, og tók hún 3—4 merkur. Áður
en Brynjólfur dó, ákvað hann, að 3
af dætrum hans skyldu, i sainein-
ingu, eignast skál þessa, en engin
ein þeirra og Ijetu þær systurnar
svo skálina vera til skiflis lijá sjer,
svo sem missiri í einu, en þau urðu
svo örlög skálarinnar, að liún hvarf
og glataðist þegar ein systirin dó
og var hald manna, að hún hafi
siðar verið brædd upp og smiðað úr
silfrinu. —
Brynjólfi þótti vænt um liesta og
var mikill reiðmaður, og átti líka
góða hesta. Það er sagt, að hann hafi
rakið ættir þeirra lil Kingálu á
Bjargi, en liætt er við að sú ætt-
l'ærsla kunni eitthvað að hafa
glundrast á svo löngum tíma, en
liessu hafði Brynjólfur gaman af. —
Þau Fagradalshjónin áttu 4 dæl-
ur, sem þóttu, í mörgu, afbragð ann-
ara kvenna. Það voru þær, Jórunn,
tíuðrún, Arnfríður og Elín og skal
nú sagt nokkuð frá þeim. —
Elst systranna var Jórunn, sú, er
Lrúlofaðist sjera Jóni Þorlákssyni á
Bægisá og átti með honum 2 börn.
Til er lýsing á henni eftir sjera Fr.
Eggers, en liann lýsir lienni þannig:
„Hún var stutl og digur, sivöl á
vöxt og herðar, langhálsuð, sigin-
axla, langleit, mjóleit, stóreygð, með
krepju i augum, munnófríð ineð
geiblu, einföld og gufuleg.“ — Ekki
þarf að efast um, að þessi lýsing
Jórunnar sje nær sanni, en sam-
kvæmt henni hefir hún hvorki ver-
ið nein fegurðardís eða miklum gáf-
um gædd, svo að harla einkennilegt
er, að sá gáfaði maður, sjera Jón
Þorláksson, sem kallaður var „mað-
urinn með engilsaugun", skyldi
verða hrifinn af henni, en vegir
ástarinnar eru órannsakanlegir.
Jórunn ólst upp i Fagradal og var
heimasæta í föðurgarði þegar Jón,
sem j)á var orðinn stúdent, bað
hennar.
Brynjólfur lók þvi bónorði mjög
illa og sagði, að heldur skyldi
hún fara í Gullfoss, sem er foss í
ánni fyrir neðan túnið, en að hún
ætti Jón. — Nokkru sí'ðar lók Jón
vígslu og fjekk Saurbæjarþing, en
þrátt t'yrir það gekk honum eklcerl
betur að fá Brynjólf til þess að gefa
sjer dóttur sína, og það þó að marg-
ir góðir menn legðu til með honum.
- En einhvernveginn var það nú
samt svo, að kynni þeirra Jóns og
Jórunnar voru, þrátt fyrir mótstöðu
föður hennar, orðin svo náin, að
liún fór ekki einsömul af völdum
Jóns og var nú komið í mesta óefni.
— Jórunn var „l'alleruð" og fyrir
sjera Jóni lá ekki annað en að missa
hempuna fyrir hórdómsbrot. Ekk-
ert gal bjargað þeim nema heilagt
hjónaband. —
Hallgrímur Bachmann læknir var,
um þessar mundir, nýfluttur að
Reykhólum. Hann var skörungur
mikill og var þvi fenginn til þess
að túlka mál þetta við Brynjólf i
Fagradal og reyna að sansa hann.
Hann fór nú á fund Brynjólfs og
þrátta'ði lengi við hann um ástamál
Jóns og Jórunnar, en alt að árang-
urslausu. Bachmann hjelt Jóni frain,
með festu, en Brynjólfur andæfði.
Að lokum var svo komið, að Brynj-
ólfur var orðinn svo argur og leiður
á þessu stagli að Jiað hljóp svo i
taugar lians, að hann fjekk öngvil
og valt út af í stólnum, þar sem
hann sat. — Það vildi nú til, að
liarna stóð læknir að máli og varð
karli ekki meint af Jjessari geðs-
liræringu, en eftir Jieftk Jjorði eng-
inn að fara til hans og túlka mál
sjera Jóns. —
Svo álti Jórunn barnið og kendi
sjera Jóni. Það er drengur, sem
ólst upp hjá afa sínum, í Fagradal,
en varð ekki langlífur, því að hann
dó aðeins 1(5 ára gamáll og orti fað-
ir hans l)á kvæðið „Sorg ekkjunnar
í Nain“. —- Sjera Jón misti svo
liempuna fyrir Jiessa barneign, en
var „i útistöðum", aðeins 2 ár og
fjekk J)á Slað í Grunnavik. En
uin það bil, sem liann aftur fjekk
uppreisn, kom það á daginn, a'ð
Jórunn var orðin vanfær í annað
sinn og svo átti hún barn, sem liún
lcendi sjera Jóni og misti prestur
]>á hempuna í annað sinn.
Jórunni fjell afarþungt stífni föð-
ur síns í Jiessu giftingarmáli lienn-
ar, en þar varð engu um |>okað. ....
- Hún elskaði sjera Jón, enda var
liann bæði gáfaður og göfugur, ])ó
að hann væri ekki friður, og liugsaði
litið um öflun fjármuna. —- 1 Fagra-
dal var gömul kona, Jóhanna Orms-
dóttir. Hún var dóttir Orms sýslu-
manns Daðasonar, sem líka bjó i
Fagradal, en hann var höfuðrikur
maður og hafði Jóhanna erft fjölda
jarða et’tir hann. Jóhanna var gömul
vinkona Brynjólfs og hafði hann
beðið hennar, þegar hún var ung,
en ekki fengið hennar vegna lö'ð-
ur hennar, svo vel hefði Brynjólfur
mátt geta selt sig í spor sjera Jóns
Þorlákssonar. —
Jóhanna gamla var nú helsta stoð
Jórunnar í þessum ástarraunum
hennar og trúnaðarvinur hennar, og
vildi hún því hugga hana* og um
leið geðjast föður hennar, en það
vissi hún, að harmar Jórunnar voru
besl bættir með fjegjöfum, þvi að
liún var um l'ram alla hluti ágjörn
og samhaldssöm og í því gjörólík
elskhuga sinum, sem eins og kunn-
ugt er, skeytli svo litið um jarðneska
muni, að sagt var, a'ð all, sem hann
ætti væri jafnheimill öðrum mönn-
um. —
Jóhanna Ormsdóttir gaf Jórunni
jörð til raunaljettis. Það var Ólafs-
dalur, og er sagt, að þessi hugulsemi
gömlu konunnar liafi m. a. glundr-
að hug Jórunnar frá sjera Jóni, sein
var henni þó tryggur, eins og vísan
ber vott um, sem hann kvað um
læssar mundir, en hún er svona:
Sorgar báru ýfisl und,
alda rasta njórun.
Freyju tára fögur grund,
falleg ertu Jórunn.
Auðsjeð er á vísu þessari, hversu
sjera Jón liefir verið hrifinn af
Jórunni, þó að liún væri ekki fög-
ur eða glæsileg'. — Hverju, sem um
var a'ð kenna, |)á varð Jórunn sí'ðar
alveg fráhverf sjera Jóni og þá sner-
ist lika hgugur hans til liennar upp
í kulda og gremjii, svo að hann orti
til liennar „ósnotra" visu, sein-ekki
verður skráð hjer. Síðan giftist hann
Margrjeti Bogadóttur úr Hrappsey,
en lijónaband þeirra var með þeim
harmkvælnm, að þau skildu. — Jór-
unn giftist aldrei, en lifði á eign-
um sínum og hjelt lil hjá Elínu
systur sinni í Búðardal eftir að fað-
ir liennar dó, en síðustu 6 árin,
sem liún lifði var hún hjá Einari
dannebrogsmanni í Rauðseyjum, og
þar dó hún 86 ára gömul, í júlí
1834. —
Þegar Jórunn var í Búðardal lijá
systur sinni, Elinu ekkju Magnúsar
sýslum. Ketilssonar, lijeldu þær syst-
urnar til i öðrum enda baðstofunn-
ar og höfðu rúmtjöld t'yrir rekkj-
um sínum. — Þær voru þá orðnar
gamlar konur og á sunnudagskvöld-
um höfðu þær þann sið, að kveikja
hver sitt ljós hjá rekkju sinni. —
Elin las þá fram á nótt, i bibliunni
eða öðrum guðsorðabókum og tal-
aði þess á milli við Jórunni og
spurði livort hún væri ekki vakandi
og væri að lesa. — Hún svaraði því
altaf játandi, en var þá að skeinta
sjer við að ra'ða peningum á á-
breiðu sína. Þetta var hennar mesta
yndi, en ekkert var hún s])enl fyrir
guðsorðalestri, þó að hún hinsveg-
ar vildi elcki láta systur sína komast
að því, því að það myndi hafa
hrelt hana. — Það cr sagl, að Jór-
unn kynni litið til ullarvinnu eða
sauma og a'ð hún hafi yfirleitt verið
lítið gefin fyrir alla vinnu, enda
þurfti hún aldrei á þvi að halda að
vinna fyrir sjcr. Hún var borin til
arfa og auðs, og var auk þess svo
samhaldssöm og nísk, að „pund"
hennar ávaxtaðist fyrirhafnarlílið.
Jórunn hafði verið svefnug og
værukær, <>g stundum hafði Elín
kallað til hennar úr rúmi sínu: „Get-
ur þú sofið, syslir?" Þá lirökk lnin
upp og svaraði önug: „Ekki, það
rann á mig einhver hýma“. — Þær
systurnar klæddusl einföldum ís-
lenskum búningi og höfðu skuflu á
höfðinu, en til ]>ess að þjóna sjer
og snúast við sig höfðu þær hver
sína stúlkuna.
Frh. á bls. 14.
Stríðsfrjeitirnar eru lesnar med mikilli áfergju um allan heim,
og auðvitað fyrst og fremst i slríðslöndunum. Hjer sjást
Lundúnabúar lesa nýútkomin blöð á götum úti.