Fálkinn


Fálkinn - 23.08.1940, Blaðsíða 14

Fálkinn - 23.08.1940, Blaðsíða 14
14 F Á L K I N N FAGRADALSSYSTUR. Frh. af bls. 11. Næstelsta dóttir Brynjólfs í Fagra- dal var GuSrún, og ólst hún, að mestu leyti, upp í Búðardal hjá Karitas föðursystur sinni, konu Þorsteins lögrjettumanns. Hún giftist sjera Bjarna Eggertssyni í Selárdal, en þau voru aðeins árið í hjóna- bandi og eignuðust ekkert barn. — Þegar hún hafði mist mann sinn, fór hún aftur til átthaga sinna, suð- ur að Skarði og dó þar hjá Skúla sýslumanni, frænda sínum, 65 ára gömul, 1816. — Guðrún var sköru- leg kona og „ráðsvinn", eins og hún átti kyn til. Hún var gædd fjar- sýnisgáfu, svo að hún sá oft og sagði frá því, sem var að gerast á fjar- lægum stöðum. — Eínu sinni var það um vetur, á Skarði, að Guðrún hófst upp úr eins hljóði og sagði, að Stefán vinnumað- ur þaðan, sem reri undan Jökli, hefði lent i skipreika. — Það væri verið að bera hann, með litlu lífi, inn í rúm, í búðinni, sem hann hjeldi til í, og lagt væri yfir hann brekán, sem hún lýsti litum á og auðkennum. — Þetta reyndist síðar alveg eins og hún hafði sagt, að þvi viðbættu, að Stefán dó litlu síðar, en það hafði Guðrún líka fundið á sjer og sagt fyrir. — Þær systurnar, Jórunn og Guðrún, ljetu eftir sig nrikinn auð og urðu langar og harð- ar deilur út af erfðaskiftum eftir þær. — Arnfriður var þriðja heimasætan í Fagradal. Hún var fríðust af systr- unum og giftist frænda sínum, Egg- ert Eggertssyni i Bæ á Rauðasandi. Hún átti nokkur börn, þ. á. m. Þor- varð, sem sr. Fr. Eggerz segir, að hafi verið „illhryssings strákur“, sem komið var til Magnúsar sýslum. Ket- ilssonar, til þess að aga hann, en Magnús var þá orðínn gamall og gat ekki tjónkað við strákinn. Hann strauk þaðan úr vistinni og þótti ekki verða neitt auðnumenni. — Arnfríður varð fjörgömul og var sú eina af Fagradalssystkinum. sem eignaðist afkomendur. — Elín var fjórða systirin og þeirra gáfuðust og merkust. Henni er lýst þannig: „Hún var gerðarleg kona með höfðinglegu yfirbraigði, liæglát og stilt í framgangi, gagnorð, greind í tali, orðgætin og lastvör. — Hún var forstands og búsýslukona mikil, og greiðasöm verukona i lund“.... Elín var guðhrædd og trúrækin, en nokkuð þunglynd og alvarleg. Hún hjelt fast við kristilega og góða siði. eins og húsandagt, bænahöld og kirkjurækni, og oftast þegar luin var ein og hjelt að engin sæi sig, las hún bænir í hljóði, bærði var- irnar og signdi sig. — Hún var dul og lítið fyrir að láta bera á sjer, svo að á heimili hennar, í Búðardal, hafði enginn hugmynd um, að lnin hefði söngrödd, en einu sinni var það á sunnudagskvöldi, að hana vantaði i bæinn og hafði hún þá gengið út á tún. — Stúlka fór á eftir henni og heyrði þá til herinar, þar sem hún var að syngja sálm, með yndislegri röddu. — Það kom á Elinu jaegar hún sá stúlkuna og bað hún hana að segja ekki frá því, þó að hún hafi verið oð kveða sjer til dægrastyttingar. Þegar Elín var 23 á'ra gömul, gift- ist hún presti, sjera Markúsi Páls- syni á Auðkúlu, en misti hann eftir 10 ára sambúð og var svo í ekkju- dómi 20 ár, en 53 ára gömul varð hún seinni lcona Magnúsar sýslu- manns Ketilssonar, sem þá var orð- inn 66 ára gamall. — Bæði hjóna- bönd hennar voru barnlaus. Elín lifði seinni mann sinn í 24 ár og dó ekki fyr en 1827 og var þá 87 ára gömul. — Hún var jörðuð á Staðarhóli í Saurbæ, en við jarðarför hennar gerðust sögulegir atburðir, A LEIÐ NORÐUR .... Frh. af bls. 5. Og svo þegar þeir hafa losað fest- ar og lagt af stað, fara þeir að spyrja hver annan að heiti og annara þeirra tillilýðilegu spurn- inga, sem óumflýjanlegar þykja, hvar sem tveir íslenskir alþýðu- menn mætast, sem ekki liafa þekst fyr. Og svo kynnast menn beetur dag frá degi. Þorpið á skaganum. Við höfum lagst að hryggju við Akranes. Fólkið streymir niður að skipinu. Hópur lilæj- andi meyja koma hlaupandi í sólskininu ofan bryggjuna. Það glampar á gular olíusvuntur, — og grænar, rauðar, gular, bláar og livítar höfuðskýlur þyrpast í hópum niður að skipinu og gægj- ast niður. — Fiskframskipunin á að hefjast samstundis. Karlar í brúnum og bláum vinnuföt- um, streyma einnig að. Vagnarn- ir byrja að renna skröltandi upp og niður bryggjuna. Að ofan koma þeir kúffullir af saltfiski, sem steypist síðan eins og gul- hvítur foss fram af bryggjuhrún- inni og niður í skipið, þar sem óðfúsar hendur grípa þorskana með örsnöggum liandtökum og stafla þeim i lestarnar. Upp bryggjuna þjóta vagnarnir svo galtómir undan hlæjandi og hrópandi unglingum, piltum og stúlkum. —- Brosandi og rjóð andlit heit af gleði dagsins og starfi, — hálfopnar varir og hlikandi áköf augu mæta manni hvert sem litið er um skipið eða á bryggjunni. — Það er bjart yfir Akranesi þennan dag. Jörð og sjór flóa i sólskini, — utan úr flóa koma mótorbátarnir á fleygiferð í blik- andi logninu. Það glitrar á síldina á þiljum uppi, því að reknetaveiðin við Faxaflóa er í fullum gangi.... Alt ólgar af lífi og starfi þennan sólbjarta sumardag. Jeg raula fyrir munni mjer hrot úr gömlu erindi eftir sjálf- an mig: „Hvar seni gengur vorglöð æska að verki, þar verður jörðin græn og loftið blátt.“ Framh. í næsta blaði. sem ekki verða sagðir hjer, og við skifti á reitum hennar urðu miklar deilur milli erfingjanna, en ekki að sama skapi merkilegar.1) A) Með hliðsjón af Lbs. 1535 4to og Smæ II. — Jeg sagði yður það skýrt og skorinort Petrína, að þjer ættuð að taka vel eftir hvenær mjólkin syði upp úr. — .Tá, það gerði jeg líka. Klukkan var nákvæmlega 7 minútur yfir 11. A/«V/VlVlV — Hvoru megin í brjóstinu er hjartað? — Að innanverðu kennari góður! /V/V/VW/V Skrúfstigi, sem gengur upp á loft úr nýja afgre.iðslusalnum. Vjelsmiðjan Hamar hefur smíðað sligan. LANDSBANKINN. Frh. af bls. 3. bergja. Stærð eldri sala eru um það bil 253 fermetrar, en hins nýja 260 fermetrar, og er þvi afgreiðslusalur bankans nú samtals 513 fermetrar. Afgreiðslurými við disk eldri hlut- ans er um það bil 18,5 metrar, en við breytinguna. eykst það um 38,5 inetra og er því nú samtals 57 Innanhússmunir og diskar eru gerðir úr celluloselakkbornu ahorni. I disknum er komið fyrir spjald- skrám og því um líku til notkunar við afgreiðslu. í afgreiðslusál eru bólstruð húsgögn, klædd íslensku sauðskinni, til afnota fyrir viðskifta- menn, en skrifborðsstólar eru klædd- ir íslenskum vefnaði. Upphitun er með þeim liætti, að dælt er inn hreinsuðu, hæfilega lieitu og röku lofti, en óhreint loft er sog- að út með fótalista. Hvort nægilega heitt er í öllum sölum og skrifstof- um, má sjá á þar til gerðum mælum fPermostat) i sjálfu ketilrúminu. Raflýsing salarins er óbein (indi- rekte) og hlandað sainan kvikasilfur- og dekalominperum, lil þess að birt- an verði sem líkust dagsbirtu. Sjer- stakir rafgeymar eru i kjallaranum fyrir bókhaldsvjelar og varalýsingu, ef rafkerfi bæjarins bilar um stund. Á efri hæð eru (i skrifstofuherbergi auk snyrtiherbergja og þess háttar. Verkstjóri við bygginguna var Jón Bergsteinsson múrarameistari, en fyrir smiði innanstokksmuna stóðu Jón Sólmundsson og Guðmundur Breiðdnl. Bólstrun annaðist Helgi Sigurðsson, en frú Erna Ryel hefir ofið klæði á skrifstofustólana. Máln- ingu annaðist Helgi Guðmundsson. Járnteikningar gerðu Geir Zoega og Gústaf E. Pálsson; hitalagnir teikn aði Benedikt Gröndal, en útfærslu annaðist firmað Á. Einarsson & Funk; raflagnir teiknaði Jalcob Guðjohn- sen, en verkið tók að sjer Júlíus Björnsson. Við smíði úr málmum hafa unnið Vjelsmiðjan Hjeðinn, Vjelsm. Hamar, Sfálhúsgögn h/f, Björn Eiríksson og Tryggvi Árnason á verkstæði Egils Vilhjálmssonar. Teikningar hefir gert Gunnlaugur Halldórssön, arkitekt, sem og hefir haft daglegt eftirlit með öllum fram- kvæmdum, en aðstoðarmaður hans við húsgögn var Skarphjeðinn Jó- hannsson, húsgagnateiknari. MISHEPNUÐ HEFND. Frli. af bls. 7. jeg er hefnigjörn .... nei vertu ekki að taka fram í fyrir mjer! Og svo sagði hún honum alt. Hvað hún hefði meint með því að hitta hann, og hvernig liún hefði ákveðið að auðmýkja liann .... hara til þess að ná sjer nðri á honum fyrir það sem hún sjálf hafði orðið að þola. — Og hvað svo! surði hann þegar liún var húin. — Nú hefi jeg' eyðilagt liefnd- ina mína, sagði hún með sárs- auka i brosinu. Þú veist að þú hefir kyst mig fyr en i dag, og þá kendir þú mjer að elska þig! jeg hef verið að reyna að telja mjer trú um, að mjer væri sama um þig .... en .... Britta, jeg elska þig og þú elskar mig! og livað er þá meira að tala um, það er einskis að hefna. — Kossinn þinn sló hefndina úr liöndunum á mjer! Jeg revndi að leggja is við hjartað á mjer, en kossar þínir bræddu ísinn. Nokkrum mínútum seinna óku þau upp að húsinu. Foreldrar hans, sem höfðu heyrt í bílnum, stóðu á tröppunum til þess að taka á móti þeim. Vagn hjálpaði Brittu út úr bílnum og þau leiddust upp tröppurnar þar sem gamli Jo- Iianson stóð og lók á móti þeim með útbreiddum örmum, og sagði:— Velkomin, kæru börn. í Bandaríkjunum er verið að gefa út nýjan flokk af frímerkjum með myndum af ýmsum merkismönnum þjóðarinnar. Fyrstu frímerkin, sem komin eru út, eru með myndiim af gamansagnahöfundinum Mark Twain og af hinum fræga Indíánasöguhöf- undi Fanimore Cooper. Nú þegar byggingunni er lokið og stærð afgreiðslusalarins hefir verið tvöfölduð, vonar hankinn, að hann geti veitt viðskiftamönnum sínum greiða og góða afgreiðslu, og þegar geymsludeildin er komin í fult lag, væntir hann, að gela enn betur full- nægt þörfum viðskiftamanna sinna.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.