Fálkinn


Fálkinn - 30.08.1940, Blaðsíða 2

Fálkinn - 30.08.1940, Blaðsíða 2
2 F ALKINN - GAMLA BÍÓ - Það er ekki með rjettu liægl að kalla Charles Laughton fríð- an mann. Hann er ekki „stjarna“ i þeim skilningi. En þó eru fáir kvikmyndaleikarar, sem meiri vinsælda njóta en hann. Leik- listartækni hans er geysileg, liann getur sýnt liinar ólikustu mann- tegundir, hrugðið sjer í allra kvikinda líki, ef svo mætti segja. Sjálfsagt hafa margir, sem á- huga hafa fyrir kvikmyndum, haft fregnir af þvi, að Charles Laughton hefir nú leikið i nýrri mynd, sem mikið orð hefir farið af erlendis, og heitir Jamica kráin (Jamica inn). Nú er mynd þessi liingað komin og verður sýnd í Gamla Bíó næstu daga. í Jamica kránni leikur Laugh- lon íburðarmikinn lieimsmann, aðalsmanninn Sir Humprey Pengallan. Þetta gerist fvrir tæp um hundrað árum, á CornwaJI- strönd á Englandi. Þá voru ræn- ingjar mjög umsvifamiklir þar um slóðir og fjalJar myndin um þá og þeirra svarta framferði. Foringi ræningjasveitar, illur maður viðskiftis og versti bófi, á fríða og góða stúlku fyrir mág- konu. Hana leikur Maureen O’- Hara. En þegar ræningjaflolík- ur mágs hennar ætlar að ganga milli bols og höfðs á leynilegum útsendara rjettvísinnar (Robert Newton), þá grípur stúlkan til sinna ráða og bjargar mannin- um, því að lienni líst vel á liann. Leitar hún á náðir aðalsmanns- ins (Charles Laughton). En þá kemur í ljós, að hann er ekki eins mikið prúðmenni og liann sýnist á yfirborðinu. Öll er myndin, auk þess að vera lista vel leikin, mjög spenn- andi, eftir sögu skáldkonunnar Daphne du Maurier. — Fynd- inn leikdómari hefir sagt um þessa mynd, að hún sje að efni, leik og leikstjórn sannkallað „samsæri snillinganna.“ Sjá nánar í Kvikm.frjettum á bls. í/. Þeir eru að undirbáa ferð, en hvert sú ferð verður farin er leyndarmál. Þetta eru starfsmenn á enskum flugvelli. Heimsfrægur vísindamaður látinn. Fimtudaginn í síðustu viku, 23. ág., andaðist Sir Oliver Lodge, hinn heimskunni visindamaður, að heimili sínu i Englandi. Með honum er fall- inn í valinn einn kunnasti vísinda- maður síðari ára. Hjer á landi mun hann kunnur mörgum, sem áhuga hafa haft á andatrú, en Sir Oliver var einn af leiðtogum spiritista. Sir Oliver Lodge var nær niræðu, fæddur 1851. Sir Oliver var einkum snjall eðlis- fræðingur og gerði þar ýmsar rnerk- ar uppgötvanir. Hann sannaði það með rafmagnsrannsóknum sínum, hversu nota mætti rafsegulbylgjur, og leiddi það til mikillar framfarar í útvarpsvísindum. Sir Oliver Lodge gerðist snemma mikill sþiritisti og barðist hart fyrir þeim málstað. Hann ritaði fjölda bóka, bæði um vísindi og um hugðarefni sitt, anda- trú. Útbreiðið Fálkann. Þórunn Björnsdóttir frá Eyði í Garði, nú til heimilis í Auðar- stræti lí hjer í bæ, verður 85 ára 30. þ. m. Hve lengi«endast kolin? í miljónum liúsa um allan heim, í verksmiðjum, eimreiðum og skip- um er kolum brent dag og nótt og þrátt fyrir vaxandi notkun vatnsafls og steinolíu fer kolaeyðslan vax- andi líka, því að orkuþörf verald- arinnar er sífelt að aukast. Það er því eðlilegt að menn spyrji: Hve lengi endast kolabirgðir þær, sem nátúran geymir í skauti sínu og er ekki liætta á, að þær þrjóti? Eða þverri svo að kolin hækki stórum í verði. En visindamennirnir svara því til, að það sje engin ástæða til að bera kvíðboga fyrir kolaþurð að svo stöddu. Þeir telja víst, að til sjeu að minsta kosti 5.000.000.000.000 (fimm biljón) tonn í þeim kola- lögum, sem vitað er um. Og hitt vita menn enn betur, að á árinu 1930 voru notuð 1.000.000.000. tonn af kolum í heiminum, svo að með líkri eyðslu ættu kolalög þau, sem menn vita um, að geta enst í fimm þúsund - NÝJA BÍÓ - Það vekur óhjákvæmilega mikla athygli, þegar frjettist um, að kvikmynd sje á leiðinni með Bette Davis í aðalhlutverki. Hún er nú ein liin frægasta „karakt- er“-leikkona lieimsins. Þrisvar sinnum hefir hún hlotið lieiðurs- verðlaun List-Akademíisins fyrir bestan leik, og hafa aðrar leik- konur ekki leikið það eftir henni. Það er sagt um Bette Davis, að þvi þyngra hlutverk sem henni er fengið í hendur því betur tak- ist henni upp. Lítil og ómerkileg hlutverk liæfa henni ekki. Það er fyrst þegar ströngustu kröfur um list og látbragð eru gerðar, að Bette Davis og hinir frábæru hæfileikar hennar njóta sin til fulls. Leiksnild Bette Davis nýtur sín liklega hvergi betur en i myndinni, sem Nýja Bió sýnir núna um næstu helgi. Hún heilir Sátt við dauðann (Dark Vic- tory). Þar leikur Bette Davis Judy Traherne, unga og lcáta stúlku, sem getur veitt sjer alla hluti, sem liana langar til. En á líf þessarar ungu stúlku fellur ægilegur skuggi. Hún sýkist af ólæknandi sjúkdómi, ekkert get- ur beðið hennar nema dauðinn. í fyrstu á að leyna hana þessu, en hún kemst að liinu sanna. Þetta lilutverk sýnir Bette Da- vis af óviðjafnanlegri snild. Hún verður öllum ógleymanleg sem hin unga stúlka, sem mitt í æsku sinni, ást og fegurð finnur dauð- ann nálgast liægt og hægt, uns hið eilífa myrkur hnígur yfir augu liennar. Dr. Frederick Steele, lækni, leikur George Brent. I myndinni leika lílca Hump- hrey Bogurt og Geraldine Fitz- gerald. ár. Auk þess voru á árinu 1930 unnar 180.000.000 smálestir af brún- kolum og af þeim eru svo niiklar birgðir, að þegar þær eru taldar með ætti kolaforðinn að endasl a|S minsta kosti í 6500 ár. Og ný kola- lög lialda áfram að myndast. Mestu kolalög heimsins eru i Ev- rópu, en næst kemur Amerika, þá Asia og svo Afríka. En af brúnkol- um er mest í Amreiku, en næst kem- ur Evrópa.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.