Fálkinn


Fálkinn - 30.08.1940, Blaðsíða 5

Fálkinn - 30.08.1940, Blaðsíða 5
F A L K I N N 5 Fiskþurkun á Akrnnesi. rökkvaðs kvölds í faðmi gnæf- höndum sjer og fer að lilusta. Hinar fagurlokkuðu dætur Skag- ans uppi á bryggjunni færa sig nær og' mæna niður í skipið. — Jeg er liálf-forviða, — útvarp, — grammofónn, —- flýgur í hug mjer, og jeg iieyri sömu orðin fara spyrjandi meðal fólksins. —- En í sömu andránni koma einliverjir hlykkir í sönginn, sem sverja liann úr ætt við þessi menningartæki. — Röddin þagn- ar, en byrjar svo augnabliki síð- ar glymjandi af fögnuði: „Jósep, Jósep, hágl á jeg að ' bíða“. Og nú þyrpist hópur af ung- um stúlkum ennþá nær vjela- rúminu, — þvi að þaðan neðan úr niðamyrkrinu virðist þessi dá- samlega sönglist lcoma. Jeg flýti mjer ofan af l)ála- dekkinu og niður á aðáí-þilfarið. „IJvað er þetta?“ spyr jeg ein- hvern skipverja. „Það er kyndarinn okkar!“ er svarað drýgindalega. Og nokkrum augnablikum siðar gægist kolsvart og hros- Ijómandi andlitið á káta kyndar- anum upp úr vjelarúminu, og „síðustu tónarnir deyja“ út í sólskinið og morgunloftið. — Kátínan dansar í augum lians. Nokkrir skipsf jelagár hans koma að í þessu. „Kvenfólkið vill fá meiri söng!“ „Taktu eitt lag til!“ „Láttu okkur fá „Kátir voru karlar“. „Nei, kvenfólkið vill fá „Kol- brún“. En i stað þess að syngja út i sólskinið, hverfur liinn svarti Caruso niður í hálfrökkur vjel- arinnar.......Og svo augnabliki síðar hljómar „Kolhrún“ með rykkjum og ringjum um alt skip- ið, þvert og endilangt. Og svo leið þessi dagur á Akra- nesi við sólskin og söng. Seint um kvöldið kveðjum við svo þorpið á Skaganum. Þá er skollin yfir kafniðaþoka, svo að varla sjást nokkrar skipslengdir framundan. En það er stafalogn og það, sem sjest af liaffletinum, blikar eins og fægður silfur- skjöldur, sem öðruhvoru andar gráleitri móðu yfir. Og svo líður nóttin.... Að leiðarlokum. Tveir sólarhringar eru liðnir frá því við kvöddum Akranes. — Við erum komnir norður fyr- ir alla „firði“. Tvo daga og eina nótt höfum við dvalið í Dýra- firði. — í hinu litla vestfirska þorpi. Þingeyri, höfum við skil- ið eftir saltfisksfarminn. Saga þeirra tveggja sólskinsdaga er anriars staðar skráð, og saga hlá- andi háfjalla meðan dansað er í barnaskólahúsinu og dynjandi hljómar harmonikunnar hrönn- uðu loftið i vornæturkyrðinni. Og angan hinnar vestfirsku jarðar er enn fyrir vitum mjer, þegar hevgl er fyrir IJorn og norður í æfintýralönd síldarinn- ar. — Og nú er sama spurning- in í hugum allra: „Sjest sild?“ Dag og nótt standa einliverjir á verði uppi i brúnni og skima Frh. á hls. H.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.