Fálkinn


Fálkinn - 30.08.1940, Blaðsíða 3

Fálkinn - 30.08.1940, Blaðsíða 3
F Á L K I N N 3 VIKUBLAÐ MEÐ MYNDUM. Ritstjórar: Skúli Skúlason, Ragnar Jóhannesson. Framkv.stjóri: Svavar Hjaltesled Aöalskrifstofa: Bankastr. 3, Reykjavik. Sínii 2210 Opin virka daga kl. 10-12 og 1-6. Skrifslofa i Oslo: Anlon Schjötsgade M. Blaðið keniur nt hvern föstudag. kr. 5.25 á ársfj. og 21 kr.. árg. Erlendis 28 kr. Allar áskriftir greiðist fyrirfram. Ailf/lýsingaverÖ: 20 anra millim. HERBEKTS/jre/i/. Skraddaraþankar. Það er við þvi að búast, að hugs- andi menn sjeu nú fremur en fyr uggandi um framtíð mannkynsins. — Sjaldan hefir verið dekkra yfir framtíðinni og sjaldan á síðari öld- um borið meira á þeim öflum, sent vinna að þvi að brjóta niður hið góða í heiminum, hið göfuga í mann- inunt. Nú er ærið erfitt að vera bjart- sýnn. En það höfum vjer þó eflaust i'lest viljað vera í lengstu lög. Vjer liöfum talið oss trú um, að nú væru mennirnir Jengra komnir á þróunar- brautinni en nokkru sinni fyr. Vjer ltöfum um of einblint á hinar geysi- legu framfarir tækninnar, vjer höf- um blindast af tröllslegum afköstum hennar, sjeð mennina með aðstoð liennar leggja undir sig ný og ný lönd af ríki náttúrunnar, draga æ meiri auðæfi úr skauti hennar, með öðrum orðum: sjeð mannkynið kom- ast æ lengra i því að gera sjer jörð- ina og náttúruna undirgefna. Vjer höfum glapist af þessu og lialdið, að jafnframt þessum risaskrefum á tæknisviðinu, miðaði heiminum eigi síður áfrarn að andlegum þroska, i göfgun sálarlifsins, í ræktun liá- leitra dygða. En þá höfum vjer gleyrnl hinum gömlu og spaklegu orðum ritningarinnar: að hvaða gagni kemur það manninum, jrótt hann vinni allan heiminn, ef hann bíður tjón á sálu sinni. Að hvaða gagni kemur mannkyninu að eignasl nýjar vjelar og ný lönd, ef hugur og tunga standa i stað? Að hvaða gagni kemur manninum það að ná æ öruggari tökunr á náttúruöflunum, beisla þau og binda, ef hann nær ekki valdi yfir sjálfum sjer, getur ekki beislað frumstæðustu livatir sinar og ekki bundið villimenskuna í sjálfum sjer? Eins og nú er ástatt fyrir mann- kyninu má lelja það mjög vafasam- an gróða að hafa náð svo mikilli tækni. Vjer erum enn langtum of vanþroska til að liafa svo mikið vald. Styrjaldir hafa aldrei verið ægilegri og afkastameiri til ills en einmitt nú. Orsökin er: of mikið tæknivald í höndum andlega van- liroska þjóða. Margir höfðu l)á trú, að glæsilegar uppfyndingar og hug- vitssnilli rnundi skila heiminum drjúgum áleiðis að marki æðra frels- is og þroska, en reyndin sýnir hið gagnstæða. Það er hin sorglega stað- reynd vorra tíma, sem sannar, að rækt og göfgun sálarlífs einstaklinga og þjóða verður að ganga fyrir tækniframförum, eðu a. m. k. hald- ast í hendur við þær. r Þrítugasta Islandsglíman fór fram í sumar. Ingimundur Guömiindsson glim nkóngur ís lan ds. í þau 30 skifti, seni íslands- glínian hefir verið háð, liafa 12 inenn unnið hana, en þeir eru þessir: Ólafur Davíðsson 1900, Jóhannes Jósefsson 1937 og 1938, Guðmundur Stefánsson 1909, Sigurjón Pjetursson 1910, 1911, 1912, 1913 og auk þess var hann handhafi bellisins stríðsárin 1914 1918, en þá fjell glíman niður, Tryggvi Gunnarsson, 1919 og 1920, Hermann .Tónasson 1921, Sigurður Greipsson 1922, 1923, 1921, 1925, 1926, Þorgeir Jónsson 1927 og 1928, Sigurður Thorar- ensen 1929, 1930, 1931, 1934, 1935, 1936, Lárus Salómonsson 1932, 1933 og 1938, Skúli Þor- leifsson 1937, Ingimundur Guð- mundsson 1939 og 1940. Fyrstu 4 árin fór glíman fram á Akureyri, en í síðasta skiftið, sem hún var háð þar (1909), voru mættir tveir Sunnlendingar (Ármenningar) þeir Guðm. Stef- áiísson og' Sigurjón Pjetursson, sem sendir höfðu verið landveg norður lil að sækja „Grettisbelt- ið.“ Og svo fóru leikar, að Guðm. Stefánsson kom með beltið með sjer, sigraði alla keppinauta sína, en Sigurjón varð nr.2 í glínt- unni. Þóttu þeir báðir bera mjög af öðrum glímumönnum, er kepptu. í þessi 30 skifti er kept hefir verið um sæmdarheitið „Glimukonungur Islands“ hefir sigurvegarinn verið úr Glímufje laginu Ármanni i 22 skifti, en Sigurður Thorarensen hefir oft- ast verið sigurvegari eða alls 6 sinnum. J. G. Taliö frá hægri, efri röö: Sig. Ilallbjörnsson, Geirfinnur Þorláksson, Jón GuÖlaugsson, Andrjes Bjarnason, Sig.Guðjónsson, Guöm. Hjálmarsson og Þorkell Þorkelsson. Skidi Þorleifsson, Kjartan B. GuÖjónsson, Ingim. Guö- mundsson, Sig. Brynjólfsson og Kristmundur Sigurösson. Á þessu ári eru liðin 34 ár síð- an fyrsta Íslandsglíman var háð og fór liún þá fram á Akureyri, en á stríðsárunum (1914—1918) fjell glíman niður og var því ís- landsglíman síðasta sem háð var í Iðnó 11. júní s.l. sú 30. í röð- inni. Keppendur í glímunni nú voru 12, frá 4 íþróttafjelögum. Frá glímufjeíaginu Ármann 8 keppendur, Knattspyrnufjelagi Vestmannaeyja 2 kepp., U. M. F. Mývetningur 1 kepp. og U. M. F. Samhygð 1 kepp. Er þetta meiri þátttaka en ver- ið hefir síðastliðin 10 ár eða frá Alþingishátíðarglímunni. Allir voru þessir keppendur hinir prýðilegustu glimumenn. Urslit glimunnar urðu þau, að sigurvegari varð Ingimundur Guðmundsson úr Ánnann. Hlaul hlaut hann sæmdarheitið „Glíinu konungur Islands“, nú í annað sinn, með 10 vinn. (öllum). Annar í röðinni varð Sigurður Brynjólfsson úr Ármanni, 8 vinn. 3. Kjartan Bergmann Guðjóns- son, Ármanni, 7 vinn. og hlaut hann fegurðarglímuverðlaunin, en þeim fylgir sæmdarheitið „Glímusnillingur Islands“. Næsl- ir og jafnir að vinningum voru Geirfinnur Þorláksson og Skúli Þorleifsson, þá Guðm. Hjálmars- son, sem varð nr. 6, Þá urðu þrír jafnir að vinningum, þeir And- rjes Bjarnason, Jón Guðlaugsson og Sigurður Guðjónsson. 10. varð Kristmundur Sigurðsson og 11. Þorkell Þorkelsson. Yfirleitt má segja um þessa glimu, að hún hafi farið prýði- lega fram og sýnt vaxandi áliuga íþróttamanna fyrir þjóðaríþrótt okkar, þar sem 4 fjelög sendu nú keppendur í liana, og þar á með- a! var Mývetningurinn Geirfinn- ur Þorlákss. sem sýndi, að enn eru Mývetningar liðtækir á glímuvelli í Vestmannaeyjum hefir áliugi fyrir glímunni verið allmikill og hafa þeir sent ágæta keppendur í glímuna 3 undanfarin ár. Ann- ars hefir aðeins eitt íþróttafjelag landsins (glímufjelagið Ármann) átt kepjjendur i þessu merkasta Kjartan B. Guðjónsson glimusnillingur íslands. glímumóti landsins flesl árin. Má með sanni segja, að það hafi verið rjettnefndur „glímuháskóli tslands“, þvi að þar hefir ung- mennafjelögum og iþróttamönn- um hvaðanæfa af landinu gefist kostur á að þjálfa sig, er þeir hafa dvalist hjer í bænum skemri eða lengri tíma að vetr- inuln. Einn af fegurðarglímu- dómurunum ljet svo ummælt, að glímunni lokinni, að nú hefðu allir glimumennirnir glímt svo vel, að þeir hefðu átl skilið að fá fegurðarglímuverðlaunin.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.